Morgunblaðið - 27.05.1993, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 27.05.1993, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. MAÍ 1993 Swissair varað við RÍKISSTJÓRN Sviss sagðist í gær hafa áhyggjur af fyrirhug- uðum tengslum flugfélagsins Swissair við þijú önnur evrópsk fiug- félög og krafðist þess að fyrirtækið benti á aðrar hugmyndir um framtíðar- skipulag flug- félagsins. Opinberir aðilar eiga 20% hlut í félaginu. Talsmaður stjómarinnar sagði hana óttast að sjálfstæði félagsins yrði ógn- að. „Swissair er ekki bara eitt- hvert gamalt fyrirtæki heldur sjálft vörumerki landsins," sagði talsmaðurinn, Achille Casanova. Stjórnarfor- maður Napólí handtekinn CORRADO Ferlaino, stjómar- formaður ítalska knattspyrnu- félagsins Napólí, var handtek- inn í gær, sakaður um spill- ingu. Hann er talinn hafa mút- að stjómmálamönnum til að fá verk eh Ferlaino stjórnar m.a. verktakafyrirtæki. Ymis önnur knattspyrnufélög, þ. á m. Roma, Lazio, Ancona, Genúa, Parma, Torino og Udinese, hafa einnig orðið fyrir því að ráðamenn félaganna hafa flækst í spillingarmál. Vegatollar til umræðu SVO gæti farið að breskir öku- menn yrðu að greiða vegatolla á hraðbrautum landsins, að sögn talsmanna ríkisstjómar íhaldsflokksins. John Mac- Gregor samgönguráðherra úti- lokar þó að komið verði á fót föstum tollstöðvum, þær myndu taka of mikið pláss. Hann vill að notast verði við sjálfvirk rafeindatæki í fram- rúðum bifreiða er myndu taka við merkjum frá sendistöðvum við vegarkantinn og skrá þann- ig notkunina. Japanir segjast ekki á útleið JAPAN hefur ákveðið að segja sig ekki úr Alþjóðahvalveiðiráð- inu, IWC, þrátt fyrir óánægju með starf stofnunarinnar. Ma- sami Tanabu landbúnaðaráð- herra, er fer með hvalveiðimál í ríkisstjóminni, sagði á þing- fundi á mánudag að stjómvöld hygðust reyna að notfæra sér aðildina til að andæfa tillögu Frakka um griðasvæði fyrir hvali við Suðurskautslandið. Mótmæli í Tíb- et bæld niður KYRRT var á yfirborðinu en spenna undir niðri í Lhasa í Tíbet á þriðjudagskvöld eftir að kínverskir lögreglumenn höfðu skotið táragasi á mót- mælendur annan daginn í röð. Heimildir sögðu að svo virtist sem Kínvetjar væru staðráðnir í að koma í veg fyrir uppreisn gegn yfirráðum þeirra. Lög- reglumönnum tókst ekki að dreifa mannfjöldanum fyrr en eftir níu klukkustundir. Reuter. Lamið á hjúkkum LÖGREGLUMAÐUR í Dhaka í Bangladesh slær fund 3.000 hjúkrunarkvenna sem komu saman við til hjúkrunarkonu við mótmælaaðgerðir í borginni stjórnarbyggingar og mótmæitu launakjörum og í gær. Lögreglan reyndi að leysa upp mótmæla- slæmum aðbúnaði á vinnustað. NATO vill skilgreina Bosníustefnuna betur Zagreb, Genf, Brussel, London, SÞ. Reuter. MANFRED Wörner, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins (NATO) vísaði í gær á bug ásökunum þess efnis að bandalagið hefði ekki gert nóg til að stöðva átökin í Bosníu. Wörner sagði að ábyrgðin hlyti að vera hjá Sameinuðu þjóðunum. SÞ hafa ákveð- ið að stofna dómstól til að fjalla um mál stríðsglæpamanna í fyrr- verandi Júgóslavíu. Á fundi varnarmálaráðherra NATO í Brussel var því lýst yfir að bandalagið væri reiðubúið að samþykkja í meginatriðum nýja stefnu fjögurra Vesturvelda og Rússlands um griðasvæði handa múslimum Bosníu. Tekið var fram að skilgreina þyrfti stefnuna betur og sagt að markmiðið með afskipt- um umheimsins af átökunum ætti að vera að fá Bosníu-Serba til að sættast á friðaráætlun Cyrus Vance og Owens lávarðar um skiptingu landsins milli þjóðabrot- anna og afsala sér miklu af því landi sem þeir hafa hertekið. NATO mun aðeins grípa til að- gerða að beiðni SÞ. Öryggisráð SÞ ákvað samhljóða á þriðjudag að koma á fót 11 manna stríðsglæpadómstól í Haag og verður hann sá fyrsti sinnar tegundar frá því að leiðtogar nas- ista voru dæmdir í Nurnberg eftir stríð. Leiðtogi Bosníu-Serba, Radovan Karadzic, hafnaði i gær allri samvinnu við dómstólinn. Hátíðahöld í tilefni orr- ustunnar um Atlantshafið VARÐSKIPIÐ Týr tekur þátt í miklum fimm daga hátíðahöldum sem hefjast í dag í Liverpool í Englandi í tilefni þess að 50 ár eru liðin frá því bandamenn náðu yfirhöndinni gegn Þjóðveijum í orrustunni um Atlantshafið. Tug- ir herskipa frá 16 þjóðum voru í gær samankomin undan borginni og var hópsigling þeirra inn á höfnina ráðgerð í dag. Til stóð að skipin „röðuðu“ sér upp í gær við eyna Anglesey norður af Wales en hvassviðri og krappur sjór urðu til þess að nokkur skipanna urðu frá að hverfa og leita vars. Þá varð bandarískur tundurspillir, Devastator, vélarvana og rak fyrir sjó og vindum. Á þessum slóðum söfnuðust skip saman áður en þau héldu í mikilli lest yfir Atlantshafið í seinna stríð- inu. Elísabet drottning skoðaði skip- in í gær úr drottningarsnekkjunni Britanniu og tók við heiðurskveðju þeirra. Maður hennar Filippus prins var með í för og einnig Haraldur Noregskonungur. Nítján manna áhöfn er á varðskip- inu Tý og mun hún taka þátt í há- tíðahöldunum með ýmsum hætti. Þá verður skipið almneningi til sýnis hluta úr hátíðinni en það kom á sín- um tíma mikið við sögu síðasta þorskastríðsins við Breta. Hátíðahöldin fara fram í Liverpool því ferðum skipalestanna yfir Atl- antshafið var stjórnað úr stjórnstöð breska flotans þar í borg. Sjóorrust- an stóð meira og minna í hálft sjötta ár en almennt er miðað við að banda- menn hafi náð yfirhöndinni í átökun- um við þýsku kafbátana 24. maí 1943 er skip og flugvélar hröktu þá af norðurhluta Atlantshafsins. Öldruð kvenréttindakona og heim- spekingur vekja áhuga á ástinni París. The Daily Telegraph. „KONUR eru óhamingjusamar. Það er köllun þeirra,“ segir hún. „Ég þekkti ekki þessa tilvitnun í Mauriac," svarar hann. „Þetta er fallegt. Hræðilegt, en fallegt." Svona töluðu þau saman um ástina og bókmenntir í heilan mánuð. Þau sátu í skugga fíkjutrés í París, það var vor í lofti, og þeirra biðu fúlgur í frönkum fyrir útgáfu- réttinn. Samtölin voru birt í bók sem hefur selst í 100.000 eintaka á tveimur vikum og orðið til þess að Parísarbúar tala nú um fátt annað en ástina þessa dagana. Konan er kvenréttindakonan Francoise Giro- ud, stofnandi tímaritsins Elle, einn af stofnend- um dagblaðsins L'Express og fyrsti ráðherra kvennamálefna í Frakklandi á áttunda áratugn- um. Viðmælandi hennar er heimspekingurinn Bemard-Henri Levy, ímynd franskrar karl- mennsku, með liðað hár og glitrandi augu. Giro- ud er 76 ára gömul og að eigin sögn er hún ekki lengur operationelle, eða virk kynferðis- lega. Hann er 44 ára og eins operationel og mögulegt er. Giroud er hvöss í viðmóti, harðgreind og þyk- ir enn glæsileg, klæðist vel hönnuðum og karl- mannlegum fatnaði og gengur með svera skart- gripi úr gulli. Levy er enginn Byron lávarður, en samt gæddur rómantískri dulúð, náfölur í framan, í svörtum jakka og með langa og frammjóa fingur í gotneskum stíl. Bókin heitir Les Hommes et les Femmes (Karlar og konur) og í samtölunum fjalla þau um allt sem gerist frá því karl og kona kynn- ast og þar til þau skilja - um „ástina, hjónaband- ið, afbrýðisemina, framhjáhöldin". Þau byija á því að spyrja hvort annað ein- faldra spurninga eins og: „Líkar þér við konur, Bernard?" og „Líkar þér við karla, Francoise?" Bæði dýrka þau auðvitað hitt kynið en, en, - það eru bara svo mörg en. Hartnær 300 blaðsíð- ur af þeim. Ástin deyr ekki - víkur aðeins fyrir annarri Levy þykir ágætur rithöfundur og hefur skrif- Konur óhamingjusamar FRANSKA kvenréttindakonan Francoise Giroud segir að konur séu óhamingjusam- ar, það sé þeirra köllun. að leikrit sem frumsýnt var í París nýlega. Aðalleikkonan í leikritinu er Areille Dombasle, og vikuritið Paris Match birti myndir af henni og Levy þegar þau voru að æfa leikritið tvö ein saman við ströndina. Þau voru mjög fáklædd og myndirnar sýna að maginn á heimspekingn- um er ekki alveg í rómantískum stíl og axlimar harla signar. Haft var eftir hjónaleysunum að þetta hefði verið „varanleg ást við fyrstu sýn“. Levy hefur að minnsta kosti tvisvar áður orð- ið svo ástfanginn og er jafnframt tvískilinn. Þessi bitra reynsla kann að skýra afstöðu hans til tryggðarinnar og kynferðislegra ástríðna. Hann telur að ástríðan geti varað alla ævina og þegar hann elski konu deyi ástin ekki, held- ur taki aðeins ný ástríða við. Hann ætlar að ná því að verða alvarlega ástfanginn að minnsta kosti tólf sinnum um ævina, þótt ekki sé vitað hvort ungfrú Dombasle viti af því. Hann trúir ekki á platónska ást. Óvissan um faðernið veldur óöryggi karla Giroud kveðst hins vegar trúa á platónska ást, einkum á mönnum sem hún hefur áður verið í ástríðufullu sambandi með. Hún segir að ekki sé skynsamlegt að ætla að menn geti orðið alvarlega ástfangnir oftaf en tvisvar eða í mesta lagi þrisvar um ævina. Þeir sem leita klámfenginna lýsinga í „Körlum og konum“ verða fyrir vonbrigðum. Þetta er allt saman afskaplega bókmenntalegt, þau tala mikið um Madame Bovary, Proust, Scott Fitz- gerald og Francois Mauriac, sem var „ekki mik- ið gefinn fyrir stúlkur". Þau skeggræða síðan hin ýmsu vandamál karla og kvenna. „Karlmenn geta aldrei verið vissir um faðerni sitt og það gerir þá óörugga," segir Giroud. „Þess vegna verða þeir að binda konur fastar við heimilið. Ef þær leyfa þeim það eru þær svo grunaðar um að draga allan mátt úr mönnunum." Levy segir að losta mannsins verði aldrei fullnægt og Giroud kennir auglýsingastofunum um: „Það er ekki hægt að selja kaffibolla án myndar af konu í algleymi." „Lengi lifi naktar konur í algleymi!" svarar Levy. Engin stúlka er hamingjusöm Þegar talið berst að kvenréttindum segir Giro- ud að kynlífsbyltingin hafi orðið til þess að kon- ur neiti að vera óhamingjusamar lengur. Levy gerist langorður um kaffínlausar refsinomir nútímans: „Mér hafa alltaf fundist konur án andlitsfarða vera frekar groddalegar." í lok bókarinnar kemur að því að þau skilja, eins og í ástarævintýrunum. Þau eru sammála um að þau hafi skemmt sér konunglega, en les- andinn fær það á tilfmninguna að karlinn hafí skemmt sér meira en konan, þótt hún sé orðin fijáls. „Varstu hamingjusöm sem lítil stúlka?" spyr hann. „Engin stúlka er hamingjusöm," svarar hún. „í hvaða stjömumerki ertu,“ spyr frú Giroud. „Ég þverneita að ræða stjörnumerkið mitt,“ svarar heimspekingurinn. „Þá hlýtur þú að vera tvíburi." (Hún er meyja; hann sporðdreki). Ú-la-la.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.