Morgunblaðið - 13.08.1993, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 13.08.1993, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. ÁGÚST 1993 Helga Kristins- dóttir—Minning Fædd 25. febrúar 1925 Dáin 5. ágúst 1993 Þegar kær vinur deyr hvarflar hugurinn óhjákvæmilega yfir far- inn veg og minningar, sem nú spanna rúma sex áratugi, gerast áleitnar. Elstu minningarbrotin eru frá leikjum okkar Helgu á ísafirði við upphaf þeirrar vináttu sem haldist hefur æ síðan. í þá daga voru börn ekki jafn fijáls og áhyggjulaus og nú þykir sjálfsagt. Ætlast var til þess að þau öxluðu ábyrgð á heimilunum og leggðu sitt af mörkum. Ég ólst upp í stór- um systkinahópi og þær stundir voru fáar sem ég gat varið ein með vinkonu minni. Oftast urðum við að hafa eitt eða fleiri yngri systkin- anna með í för en við bundumst sterkum vináttuböndum sem áttu eftir að reynast okkur mikill fjár- sjóður síðar á lífsleiðinni. Heiga giftist ung eftirlifandi eig- inmanni sínum, Skúla Júlíussyni rafvirkja. Fyrstu búskaparárin bjuggu þau í Reykjavík en síðan lá leiðin til Seltjarnarness þar sem fjölskyldan bjó allt fram á síðustu ár. Á mínu heimili gekk vinkona mín því ávallt undir nafninu „Helga á Nesinu“. Ólík urðu örlög okkar þar sem Helga eignaðist sjö syni en ég ijórar dætur - og var ekki laust við að við hefðum það í flimt- ingum að þessu væri dálítið mis- skipt hjá skaparanum! Við hjónin áttum því láni að fagna að eignast vináttu drengjanna og fá að fylgj- ast með þeim vaxa úr grasi og “taka út þroska. Eftir að ég fluttist til Reykjavík- ur fjölgaði samverustundum okkar vinkvennanna. Fjölskyldur okkar deildu gleði og sorgum. Báðar feng- um við tækifæri til að reynast vinir í raun. Ég fæ aldrei fullþakkað hjálpina og vinarþelið sem þau hjónin sýndu mér við fráfall Axels, eiginmanns míns, árið 1976. Einnig minnist ég þess með þakklæti hve hjálpsöm Helga reyndist dætrum mínum þegar þær stofnuðu heimili og Jögðu af stað út í lífið. Á síðustu árum átti Helga við mikla vanheilsu að stríða og var þá þung byrði lögð á herðar Skúla sem hann bar af einstakri þolin- mæði og ástúð í garð konu sinnar. Langar mig til að þakka honum fyrir alla umhyggjuna sem hann sýndi vinkonu minni í veikindum hennar. Ég og dætur mínar vottum Skúla, sonunum og ijölskyldum þeirra einlæga samúð á þessari kveðjustund. Guð blessi minningu Helgu Kristinsdóttur. Áslaug Tulinius. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinimir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. (V.Briem) I dag er til moldar borin móður- systir mín, Helga Kristinsdóttir frá ísafirði, er lést í Vífilsstaðaspítala 5. ágúst síðastliðinn. Þrátt fyrir mikil veikindi undanfarna mánuði, bar andlát hennar brátt að. Helga er fædd og uppalin á ísafirði, dóttir hjónanna Þorbjargar Guðmundsdóttur frá Arnardal og Kristins Ólafssonar frá Reykjavík. Uppvaxtarárin voru oft erfíð og þurfti hún snemma að byija að vinna til að hjálpa við heimilið, sem var all algengt á þeim tíma. Er Helga var 18 ára gömul varð hún fyrir þeirri miklu sorg að missa einkabróður sinn, Guðjón Elí, sem aðeins var 21 árs gamall, er þýsk orustuflugvél gerði árás á m.s. Súðina hinn 16. júní 1943 fyrir Norðurlandi. Þau systkinin höfðu verið mjög samrýmd og náði hún sér aldrei að fullu eftir þann missi. Einnig átti Helga tvær systur, Ás- gerði sem nú er látin, og Sigríði. Helga var með glæsilegri ungum stúlkum á sínum tíma. Rúmlega tvítug fór hún á Húsmæðraskóla á Laugarlandi og hafði mikla ánægju og gagn af. Fékk ég að heyra margar skemmtilegar sögur þaðan. Skömmu seinna lá svo leiðin til Reykjavíkur, enda var hún þá búin að hitta manninn sem átti eftir að verða hennar lífsförunautur næstu 45 árin, Skúla Júlíusson rafvirkja- meistara. Þau giftu sig árið 1948. Fyrstu árin bjuggu þau á Hvefis- götunni og byggðu sér síðan hús á Seltjarnarnesi, Skólabraut 13, og bjuggu þar í 37 ár en síðustu árin í Kópavogi. Voru þau meðal frumbyggja á Nesinu og var oft erfitt að ná í aðföng til heimilisins því engar voru búðimar fyrstu árin, og sam- göngur mjög stijálar. Með dugnaði og ósérhlífni tókst þetta allt saman. Helga var mikil húsmóðir og móðir, og snerist allt hennar líf um að sjá vel um sinn mann og syni meðan heilsan leyfði. Bömin urðu sjö, allt synir, og elstur var Júlíus en hann lést úr slysförum er m.s. Esja lenti í miklu óveðri haustið 1989, og varð hann henni mikill harmdauði, þá Guðjón Elí, Kristinn Einar, Skúli, Helgi, Þráinn Eiríkur og síðastur Stefán Smári. Þeir hafa allir komið sér vel áfram, og eru bamabörnin orðin mörg. Margs er að minnast er horft er aftur í tím- ann, það var oft mikið að gera á þessu stóra heimili, en aldrei stóð á því að ekki væri vel á móti manni tekið, og mun ég seint gleyma góðu kökunum og smurbrauðinu sem Helga gat borið fram með engri fyrirhöfn, að manni fannst, og var hún snillingur í allri matar- gerð. Helga var músikölsk, hafði unun af lestri góðra bóka, var hagmælt vel og átti auðvelt með að setja saman vísur og kvæði. Síðustu árin átti Helga við vanheilsu að stríða, og stóð þá Skúli henni við hlið og reyndi að gera henni lífið bærilegra eins og hans var kostur. Það er með miklum söknuði að ég kveð frænku mína. Fjölskylda mín og ég vottum Skúla, sonum, tengda- börnum og öðrum ættingjum okkar innilegustu samúð á erfíðri stundu. Far þú í friði friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (V.Briem) Inga. Með þessum ljóðlínum minnist þjóðskáldið Matthías Jochumsson mætrar konu fyrr á öldinni og þau sömu orð hæfa vel þegar minnst er Helgu Kristinsdóttur, eða og um leið sinn innri mann. Þann tíma höfðu þær mæðgur. Jafnrétti var á heimilum þeirra og gagn- kvæm virðing. A Litla-Seli var enginn spurður þegar barn var tekið í fóstur og ekki voru mót- mæli fram borin þótt einu eða öðru væri vikið að þeim sem gengu um garð. Eins var heimilið á Skólavörðustíg 24a. Þar stóðu dyr opnar fóstursystur Þorbjargar með börn sín eftir að hún varð ekkja. Aðalbjörn lést árið 1938 meðan öll börn þeirra voru heima. Fjögur giftust og stofnuðu heimili, en fjögur þeirra bjuggu áfram með móður sinni á Skólavörðustígnum. Síðasta spölinn fylgja henni i dag yngsta dóttir hennar kær og elsti sonurinn, hin eru farin á undan. Öll áttu þau það sameiginlegt að gera móður sinni ellina sem ljúf- asta og eftir að skörð fóru að koma í barna- og tengdabarnahóp- inn tóku barnabörnin einnig við að hlúa að henni. Átti alnafna hennar ótalin spor til hennar. Síð- ustu árin á Skólavörðustígnum bjó „Helgu hans Skúla“ sem við félag- arnir í Sjálfstæðisflokknum á Sel- tjarnarnesi nefndum hana oftast. Svo sannarlega var hún svanna- sómi, konan sem með frábærri reisn og óvenjulegum myndarskap ól upp sinn stóra drengjaskara og bar húsfreyjunafnið af þeirri stærðargráðu sem það nafn með æðstri tign skrifast á tungu feðr- anna. Meðan maður hennar, Skúli Júl- íusson rafvirkjameistari, gegndi um langt árabil ýmsum trúnaðarstörf- um fyrir bæjarfélagið, svo og for- mennsku í Sjálfstæðisfélagi Selt- irninga, var heimili þeirra títt fundarstaður okkar félaganna í forystu flokksins á þeim árum á Seltjarnarnesi. Og það var sama á hvaða tíma sólarhrings komið var að garði á Skólabrautinni. Ávallt var Helga til taks með glæst veislu- borð svo undan svignaði. En Helgu Kristinsdóttur voru gefnar fleiri dýrmætar vöggugjafir en myndarskap til húshalds. Hún var kona greind, átti létt með að setja saman falleg ljóð á góðum stundum, skarpur mannþekkjari, og í dægurmálum þjóðmála og bæjarmálaumræðna ávallt fljót að greina kjarna hvers máls. Við „gömlu félagarnir" Sjálf- stæðisflokksins á Seltjarnarnesi söknum vinar í stað. Helga Krist- insdóttir átti vafalítið sín bestu manndómsár á Skólabrautinni við jaðar Valhúsahæðar - þeirrar Val- húsahæðar sem var - en verður aldrei söm aftur. Og þannig heggur tímans þungi niður sín skörð í lífs- göngu samferðarmannanna jafnt sem í umhverfíð allt. Ég og Ingibjörg konan mín vott- um okkar gamla góða félaga, Skúla, svo og drengjaflokknum þeirra stóra og fjölskyldunni allri okkar dýpstu og innilegustu sam- úðarkveðjur. Guð blessi minningu Helgu Kristinsdóttur og megi henni verða hvíldin vær. Magnús Erlendsson. vönduð og góð manneskja, sem allt vildi fyrir alla gera. Fyrir um það bil ári kom í ljós að Sigga gekk með alvarlegan sjúk- dóm. Hún tók þeim fréttum með jafnaðargeði. Hún ætlaði að sigrast á sjúkdómnum, komast til heilsu á ný. Henni fannst að það væri svo margt ógert. Framtíðin biði með ótal tækifæri. En enginn má sköp- um renna. Fyrir um það bil einni viku var hún lögð á Borgarspítal- ann. Þaðan átti hún ekki aftur- kvæmt. Við vinir hennar söknum Siggu mikið, en móður hennar, börnunum og barnabörnunum og öðru vensla- fólki er þó harmurinn sárastur. Ég votta þeim innilega samúð mína. Ég geri mér í hugarlund hve mikið þau hafa misst. Far þú í friði. Friður Guðs þig blessi. Hafðu þökk fyrir allt og allt. Guðrún E. Olafsdóttir. hún ein með frumburði sínum, syninum elsta sem hún bar undir belti þegar hún fluttist þangað. Á sjötugasta og áttunda afmælisdegi hans, 3. ágúst, kvaddi hún þennan heim. Vinnulúnar verkamanns- hendur hans fóru mildum höndum um hana meðan heilsa hennar leyfði að hún væri heima. Þrjú síðustu árin var Þorbjörg í umönnun á dvalarheimili aldr- aðra að Droplaugarstöðum, þar átti hún góða daga. Fallegu skýru augun hennar lýstu alltaf upp og bros fór um andlitið þegar starfs- fólkið sem annaðist hana birtist og sýndi það betur en nokkur orð umhyggju þess. Niðjar, skyldmenni og vinir Þor- bjargar frá Litla-Seli kveðja í dag með virðingu og söknuði konu sem hefur lifað í sátt við guð sinn og jarðvist. Blessuð sé minning henn- ar. Dætur fóstursysturinnar Önnu Gísladóttur frá Litla-Seli. Inga Ingibjörg og Sigríður Guðmundsdætur. Sigríður Hjartar- dóttir — Minning Fædd 29. mars 1937 Dáin 5. ágúst 1993 Þegar góður vinur deyr er eins og eitthvað bresti innra með manni. Ein mín besta vinkona, Sigríður Hjartardóttir, eða Sigga, lést þann 5. ágúst síðastliðinn. Hún varð aðeins 56 ára gömul. Hún var fædd á Fáskrúðsfirði. Ekki þekki ég til æsku hennar og uppeldis. Við kynntumst við vinnu í frystihúsi hér í Keflavík. Við höfð- um báðar farið út að vinna til að drýgja tekjur heimilisins, sem vissulega var þörf á. Við höfðum báðar eignast börnin okkar, svo reynsluheimurinn var svipaður. Það batt okkur vináttuböndum, sem aldrei hafa slitnað. Einbeitni og áhugi hennar fyrir velferð fjölskyldunnar vakti strax athygli mína. Ekki höfðum við unn- ið lengi saman, er eiginmaður hennar Sverrir kvaddi þennan heim. Þá voru börnin öll innan við fermingu utan eitt, sem var 16 ára, það yngsta 5 ára gamalt. Þá var Sigga aðeins 34 ára gömul. Það var aðdáunarvert að fylgjast með því hvernig hún brást við þess- um erfiðleikum. Hún kvartaði ekki. Hún talaði aldrei um erfiðleika. Hún tókst á við erfiðleikana af þvflíkum kjarki og áræði að oft várð það umræðuefni okkar, sem þekktum hana. Hún vann alla tíð eftir þetta utan heimilisins. Þegar löngum vinnudegi var lokið tóku við heim- ilisstörfín, umönnun bamanna og undirbúningur næsta dags. Lengst af vann hún hjá Kaupfé- lagi Suðumesja eða í meira en 15 ár. Þá réðst hún til mötuneytis varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli. Þar vann hún 13 tíma vaktavinnu. Ekki lét hún það á sig fá því að jafnframt því starfaði hún við ræst- ingu á Veðurstofu Islands á Kefla- víkurflugvelli. Ég var oft undrandi á því hvað hún gat afkastað miklu, komið miklu í verk. Ef ég hafði orð á þessu sagði hún alltaf: „Ég er vön að hafa mikið fyrir stafni." Ef hún átti stund aflögu þá kom hún til vinnufélaganna eða á skrif- stofu verkalýðsfélagsins, oft með pönnukökur sem hún hafði bakað. Við Sigga ræddum oft saman. Það voru yndislegar stundir. Við Fædd 8. júlí 1889 Dáin 3. ágúst 1993 Á Litla-Seli í Reykjavík bjuggu allan sinn búskap hjónin Katrín Eyjólfsdóttir frá Hausastaðakoti á Álftanesi og Grímur Jakobsson frá Litla-Seli. Hún var saumakona og hann sjómaður. Hinn 8. júli 1889 eignuðust þau dóttur sem skírð var Þorbjörg og er hún nú, 104 árum síðar, til moldar borin. Þor- björg var þegar hún lést elst fæddra Reykvíkinga. íbúar Reykjavíkur voru innan við fjögur þúsund þegar stúlkan var í heim- inn borin og þá var Reykjavík, þrátt fyrir höfuðstaðarréttindi í meira en 100 ár, líkari sjávarþorpi en höfuðstað. Borgin dafnaði og stúlkan með. ræddum um daginn og veginn, þjóðfélagsmál, börnin okkar og allt sem nöfnum tjáir að nefna. Það kom alltaf fram hve heitt hún unni bömunum sínum. Þau fundu sér öll lífsförunaut austur á Fáskrúðs- firði, sem er býsna langt frá Kefla- vík. Að minnsta kosti fannst henni þau langt í burtu. Það varð henni mikill fögnuður þegar barnabömin komu. Þau urðu alls fjórtán talsins. Þeir urðu býsna margir vettlingarnir og sokkarnir sem Sigga pijónaði á litlu auga- steinana sína. Henni var svo ljúft að gefa, sinna sínum nánustu. Gera sitt besta. Lífíð var Siggu vissulega harður heimur. Það er skoðun okkar sem þekktum til. Hún var ekki allra. Hún var dul manneskja, sem hleypti engum inn fyrir skelina. Við sem áttum vináttu hennar viss- um að hún var bæði viðkvæm, Starfsvettvangur Þorbjargar var, eftir að hún giftist Aðalbirni Stefánssyni prentara, á heimili þeirra að Skólavörðustíg 24a. Þar fæddi hún og ól upp með manni sínum átta börn og veitti skjól gestum og gangandi. Hún fékk í móðurarf gjafmildi og rausn móð- ur sinnar Kötu á Seli, konunnar sem allaf hafði tíma og hjartarúm til að taka að sér börn sem vant- aði íverustað um skamman eða langan tíma. Samband mæðra og dætra og áhrif þeirra til mótunar umhvefis síns var meira áður fyrr en nú er á tímum hraða og örra breytinga. Vandinn sem felst í því að vera manneskja byggir á þeim tíma sem gefst til að rækta tengsl við aðra Þorbjörg Gríms- dóttir—Minning

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.