Morgunblaðið - 13.08.1993, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 13.08.1993, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. ÁGÚST 1993 fclk í fréttum Snemnm beygist krókurinn HANN Andri Hafsteinn Heimis- son var ansi rogginn þegar hann fékk að setjast á löggumótorhjól- ið hjá honum pabba sínum, Heimi Eðvaldssyni. Andri ætlar að verða lögga eins og pabbi þegar hann verður stór. Nú er 65 milljóna ára bið á enda. Vinsælasta mynd allra tíma. HASKOLABIO Sýnd kl. 5 - 7 - 9 -11.30. SAMBÍ B í Ó B 0 R G I N Sýnd íd.4-6.30-9-11.30. SAAmÍ B í Ó H Ö L L I N Sýnd kl.5-7-9-11.30. Bönnuð börnum innan 10 ára en getur valdið ótta hjá bömum upp að 12 ára aldri. Morgunblaðið/Karl Pétur Jónsson Og allir saman nú! Helgi Björnsson söngvari SSSólar keyrir upp stemmninguna í Eyjum. SKEMMTANIR Úthaldið í góðll lagi hjá SSSól jóðhátíðargestir í Eyjum voru löngu hættir að dansa þegar hljómsveitin SSSól sló síðustu tóna sína klukkan að ganga átta á tón- leikum, sem stóðu í rúma sex tíma, á lokadegi Þjóðhátíðar. Hljóm- sveitin hafði haldið uppi stans- lausu fjöri frá klukkan eitt aðfar- amótt mánudags og segja sér- fræðingar í dansleikjahaldi að ekki sé hægt að ætlast til þess, jafnvel af harðgerðustu dansboltum, að nokkur geti haldið slíka tónleika út. Þessir maraþon-tónleikar leiða hugann að því hversu mikið út- hald hljómsveitir á borð við Sólina þurfa að hafa. Það skyldi enginn ætla að Eyjatónleikarnir á sunnu- dagskvöldið hafi verið einu tón- leikar helgarinnar. Nei. Sólarmenn léku tvö fyrstu kvöld verslunar- mannahelgarinnar langt fram á rauða nótt í Sjallanum á Akureyri fyrir fullu húsi. Sá, sem stendur í þeirri trú að Sólin og aðrar hljómsveitir í þeirra sporum leiki aðeins „af og til“ um sumarið, er heldur ekki snjall! Flestar hljómsveitir þeytast um landið hveija einustu helgi og spila ekki einu sinni, heldur tvisvar og jafnvel þrisvar hveija einustu helgi. Slík töm bíður nú SSSólar, sem um næstu helgi ætlar heim- sækja Grindvíkinga, rokka á þaki Hljómbæjar við Austurstræti í Reykjavík og setja upp sveitaball af stærri gerðinni fyrir 16 ára og eldri í Njálsbúð allt á tveimur dög- um. Þeir ætla að taka sér frí á sunnudaginn! KÓNGAFÓLK Sæt í svörtu Jjíana prinsessa er sjaldan svartklædd en þegar hún mætti til frumsýning- ar á kvikmynd Stevens Spielberg Ju- rassic Park var hún að koma beint úr jarðarför ömmu sinnar og gaf sér ekki tíma til þess að skipta um föt. Hún mætti því á frumsýninguna í sorgarklæð- unum en það kom ekki að sök. Svart reyndist klæða Díönu ágætlega og höfðu menn á orði að hún væri líka sæt í svörtu. Díana kom beint úr jarð- arför ömmu sinnar á frumsýningu hjá Speil- berg. H0LLVW0 ÐVSVSO DVSfO dvsúQ DVSfO DISKÓTEKARAR ALLI BERGÁS - GÍSLI SVEINN HOLLYWOOD/SIGTÚN RIFJA UPP GAMLAR RISPUR MIÐASALA OG BORÐAPANTANIR I S: 687111

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.