Morgunblaðið - 13.08.1993, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 13.08.1993, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. ÁGÚST 1993 35 Judy býr sig undir að prófa hversu sterkir fótleggir barbídúkkanna eru. GÆÐAEFTIRLIT Barið á Barbí Judy Rogers tekur upp dúkkuhöf- uð, sker það í sundur og skoð- ar innvolsið grannt áður en hún fleygir því sem eftir er af höfðinu í stóran haug af illa fömum dúkku- hlutum. Þrátt fyrir að ófagrar lýs- ingar bendi til þess að hún sé ekki með öllum mjalla, er Judy þessi heil á geðsmunum. Hún starfar við að eyðileggja barbídúkkur og hefur unun af. Hennar hlutverk er að komast að því hvort Barbí þolir harkalega meðferð stúlkubarna, sem skirrast ekki við að rífa, bíta og slíta uppáhaldsdúkkuna. Judy skoðar fyrstu sex dúkkurn- ar úr hverri sendingu. Gæðaeftirlit- ið felst í því að toga í hárið og brenna það, rykkja í handleggi og fótleggi, hella sandi yfir dúkkurnar og leggja þær í brennandi heitt sólbað. Eftir að Judy hefur lokið við að misþyrma barbídúkkunum eru þær ekki til nokkurs brúklegar. Þær enda lífdaga sína ýmist á haug- unum eða þá að þær em bræddar niður og endurnýttar. Ekki er til neinn Barbíkirkjugarður. Judy skoðar raunar aðrar dúkku- tegundir Mattel-fyrirtækisins en þær heilla hana ekki á sama hátt og Barbí. Sjálf á Judy um 2.000 barbídúkkur, og em þær allar í góðu lagi. Barbí-áhugi hennar varð til þess að hún var beðin um að svara bréfum sem framleiðendun- um berast frá aðdáendum Barbí. Þeir vilja allt vita, til dæmis hvort Barbí og dúkkan Midge sláist eins og systur? SNARRÆÐI Upp á líf og dauða Bóndinn John Huber í Pennsylvaníu var að setja inn kýrnar að kvöldi dags þegar óskapleg kvein rufu kvöldkyrrðina. Úti fyrir fjósinu sá hann forugan pallbíl. Undir stýri hans var maður sem virtist vera að ganga af vitinu. „Ég hjó af mér fótinn!“ hrópaði hann aftur og aftur. John Huber hljóp til og við honum blasti óhugnan- leg sýn. Fótur aðkomumannsins hafði verið skorinn af um hné og stúfurinn löðraði allur í blóði. Hann hafði lent undir risa-vöxnum eikarbol inni í skógum Pennsylvaníu. Hann sá enga leið aðra en skera af sér fótinn til þess að bjarga sér frá því að blæða út í skóginum. „Eg hef aldrei kynnst öðra eins æðruleysi", segir John Huber. „Donald Iagði á ráðin um hvað gera skyldi en ég baðst bara fyrir hálfgrátandi. Hann sagði mér að hringja á slysavaktina og segja sjúkrabílnum að mæta okkur uppi á vegamótunum. Ég var allur í upp- námi og ók mjög greitt. Þá bað Donald mig um að hægja ferðina, sagði að sig langaði ekki til að deyja í bíldruslu." Slysið varð með þeim hætti að Donald var að ljúka vinnu sinni við snyrtingu á skóglendi í Pennsylvaníu. Allir aðrir voru farnir heim og Donald var búinn að ganga frá söginni sinni. Þá fékk hann þá hugmynd að safna saman viði til að brenna í arni íjölskyldunnar sem býr í Nýju-Bethlehem í Pennsylvaníu. Þá tókst ekki betur til en svo að fallið eikartré sem Donald hugðist flytja til valt af stað niður brekku og varð fótleggur hans undir trjábolnum. Nú er Donald kominn heim af sjúkrahúsinu þar sem gert var að sámm hans og bíður þess að fá gervifót. Brian sonur hans sem er fimmtán ára á vart nógu hástemmd orð til að lýsa föður sínum. „Ég held að hann sé stórkostlegasti maður sem nú er uppi“, segir drengurinn. „Það þarf mikla hetjulund til þess að skera af sér fótinn á þennan hátt og lifa það af.“ Janet eiginkona Donalds segir að ástin á fjölskyld- unni hafi gefið honum styrk til þess að vinna það þrekvirki að bjarga lífi sínu með því að skera af sér fótinn. „Don myndi gera hvað sem væri fyrir okkur“, seg- ir eiginkonan Jan-et. „Hann lagði þetta á sig vegna þess að hann vildi lifa áfram með okkur, fjölskyldu sinni.“ HUNGURSNEYÐ STJÖRNUR Sinead O’Connor lætur Mynd í vændum um ævi Cliffs? húsið af hendi Rætt hefur verið um að gera rnynd um ævi hins síunga söngvara Cliff VAGNHOFÐA 11, REYKJAVIK, SIMI 685090 Gömlo og nýju dansarnlr í kvöld kl. 22-03 Hljómsveit Hjördísar Geirs leikur Miðaverð kr. 800 Mióa- og borðapantanir i simum 68S090 og 670051. Þrátt fyrir að Sinead O’C- onnor hafi margoft gengið fram af fólki, nú síð- ast tugþúsundum áhorfenda í Central Park er hún reif mynd af páfa, er hún friðsöm og viðkvæm kona. Það kom berlegast í ljós á dögunum er hún varð svo miður sín yfir ástandinu í Sómalíu að hún bauð húsið sitt til kaups, svo að andvirðið mætti renna til þeirra sem væru í sárastri þörf fyrir hjálp. Húsið sem hún lét af hendi er í Holly- wood og segist söngkonan sjaldan nota það, Peningun- um sé betur varið til aðstoðar nauðstöddum. Hafði hún horft í þrjár mínútur á þátt um hungursneyðina í Sómal- íu er hún tók þessa ákvörð- un. Búist er við að húsið fari á um áttatíu milljónir króna. Þessi gjafmildi Sinead O’Connor kemur vart á óvart, því hún hefur löngum látið í sér heyra um hin ýmsu mál- efni. Hefur söngkonan til dæmis stutt Amnesty Inter- national með ráðum og dáð, meðal annars komið fram á tónleikum samtakanna árið 1990. Þar hitti hún breska tónlistarmanninn Peter Gabriel og segja þeir sem grennst hafa fylgst með, að Richards. Hann er að vonum upp með sér yfir tiltækinu og hefur óskað eftir að Ja- son Donovan leiki hlutverk hans. Segja heimildir, að Donovan þessi vilji gjarnan taka hlutverkið að sér, spurningin sé bara hvenær hann hafi tíma vegna þétt- skipaðrar tímaáætlunar sinnar. Peter Gabriel og Sinead O’Connor hittust fyrst á tónleik- um Amnesty International í Chile fyrir þremur árum. Hús Sinead O’Connor í Hollywood. þau standi í ástarsambandi, lauslegu þó, enda poppararn- ir á kafi í vinnu hér og þar um hnöttinn. Kópavogsbúar - nærsveitamenn Ljúfur matur, lágt veró. Harmonikan í hávegum til kl. 03. RÓSA lliiinralmrj* 11. siini 42l(»(i Cliff Richard vill að Jason Donovan leiki aðalhlutverkið. Stuðbandið og Garðar Aðgangseyrir kr. 800 Opið frá kl. 22-03

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.