Morgunblaðið - 11.09.1993, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 11.09.1993, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. SEPTEMBER 1993 Dánartíðni vegna kransæðastíflu hér sú lægsta á Norðurlöndum Nýjum sjúkdómstilfell- um fer stöðugt fækkandi NÝJUM tilfellum kransæðastíflu hefur fækkað frá 1981, dánar- tíðni vegna sjúkdómsins hefur lækkað og nú er svo komið að íslendingar eru með Iægstu dánartíðnina á Norðurlöndum, segir Nikulás Sigfússon, yfirlæknir Hjartaverndar, sem hefur unnið að skráningu þessara upplýsinga. Verið er að safna upplýsingun- um í tengslum við svokallaða Monicu-rannsókn sem er unnin undir stjórn Alþjóðaheiibrigðis- málastofnunarinnar og felst í því að mæla tíðni kransæðasjúkdóma í um 30 löndum á tíu ára tíma- bili. Hér á landi var byijað að skrá tilfelli kransæðasjúkdóma árið 1981 og nú er búið að vinna gögn til ársins 1991. Nikulás segir að á þessu tíma- bili hafí dánartíðni karla lækkað um 6% á ári, eða um 43% á tíma- bilinu í heild. Samsvarandi tölur um konur eru að dánartíðnin hefur lækkað um 4% á ári eða um 29% á tímabilinu. Árlega deyja um VEÐUR 1.700 íslöndingar og segir Nikulás að árið 1987 hafi um 480 þeirra látist af völdum kransæðastíflu. Nýjum tilfellum fækkar Mest hefur lækkun dánartíðni verið hjá körlum um fertugt, eða um 70%, en hjá körlum um sjötugt hefur dánartíðnin lækkað um 40%. Nikulás segir áð ekki sé hægt að nota dánartíðnina eina sem mælikvarða heldur þurfí líka að skoða tölur um ný tilfelli. Hann segir að nýjum tilfellum kransæða- stíflu hafí einnig fækkað, til dæm- is næmi fækkunin 3,6% á ári hjá körlum, sem gera 28% á tímabilinu. Hann segir líklega tvær ástæð- ur vera fyrir fækkuninni hérlend- is. Annars vegar hafí áhrif áhættu- þátta eins og reykinga, hárrar blóðfítu og hás blóðþrýstings breyst. Reykingar hefðu minnkað, sérstaklega hjá körlum, fólk borð- aði hollari mat og minni dýrafítu en áður og betur væri fylgst með háum blóðþrýstingi. Einnig hefðu orðið framfarir í meðferð kransæðasjúkdóma. Þannig hafí dánarhlutfall þeirra sem fá kransæðasjúkdóma lækkað úr 45% árið 1981 í 38% árið 1990. Þessar tölur eru þær lægstu á Norðurlöndum að sögn Nikulásar. Þegar byijað var að safna þessum upplýsingum fyrir 12 árum voru Norðurlöndin öll á svipuðu róli, nema Finnland þar sem tölurnar voru talsvert hærri. Dánartíðnin hefur lækkað alls staðar, en mest hér og „núna er ísland með lægstu dánartíðnina," segir Nikulás. Morgunblaðið/Alfons Ský eða fljúgandi diskur? Ólafsvík. NOKKUR umræða hefur orðið um spádóma um að geimverur muni lenda á Snæfellsjökli 5. nóvember næstkomandi. Þegar litið var til jökulsins dag einn í vikunni í vikunni virtist sumum sem geimverur á gríðarstórum fljúgandi diski væru að leita að heppilegum lendingar- stað en aðrir töldu að um skýjamyndun væri að ræða. Hestavimiriim Sting vill koma til Islands VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12.00 í gær að ísl. tíma hiti veður Akureyri 12 skýjaö Reykjavík 8 rigning Bergen 17 hálfskýjaö Heisinki 11 léttskýjað Kaupmannahöfn 13 alskýjað Narssarssuaq 4 skýjað Nuuk 2 skýjað Osló 10 skýjað Stokkhólmur 16 léttskýjað Þórshöfn 10 skýjað Algarve 24 léttskýjað Amsterdam 18 skýjað Barcelona 24 skýjað Berlín 17 skýjað Chicago 10 léttskýjað Feneyjar 24 þokumóða Frankfurt 20 skúr Glasgow 16 mistur Hamborg 18 skýjað London 16 skúr Los Angeles 18 þokumóða Lúxemborg 16 skýjað Madríd 21 skýjað Malaga 27 léttskýjað Mallorca 27 hálfskýjað Montreal 16 rigning NewYork 22 skúr Ortando 24 skýjað París 18 skýjað Madeira 23 léttskýjað Róm 28 skýjað Vín 21 skýjað Washington 22 þokumóða Winnipeg 2 léttskýjað BRESKI poppsöngvarinn Sting er væntanlegur hingað til lands næsta sumar á vegum Ishesta. Sting, sem er ein helsta popp- stjarna seinni tima, keypti ís- lenskan hest á síðasta ári og í kjölfar þess vaknaði áhugi hans á að kynnast Islandi nánar. Einar Bollason hjá íshestum segir Sting mikinn hestaáhugamann, hann eigi veðhlaupahesta og leggi iðulega mikið á sig til að fylgjast með veðreiðum og öðrum hesta- íþróttum. Einar sagði að Sting hefði keypt íslenska hest, Hrímni, á síð- asta ári, en mynd af hestinum er á kápu nýlegs geisladisks Stings, Ten Summoner’s Tales, og í kjölfarið hefði hann fengið áhuga á Islandi. Upphaflega stóð til að Sting kæmi hingað til lands á vegum íshesta í nóvember, en vegna anna hans gat ekki orðið af því. Hálendisferð „Það má segja að velgengni Stings á tónleikaferð hans um heiminn hafi sett strik í reikninginn," sagði Einar Bollason hjá Ishestum, „og um tíma stóð til að einungte kona hans og börn kæmu hingað. Á end- anum varð þó úr að hann kæmi hingað í júní á næsta ári með konu og börnum og yrði hér í fjóra til fimm daga.“ Að sögn Einars hyggj- ast íshestamenn fara með Sting í Hestavinur Á NÝÚTKOMNUM geisladisk breska söngvarans Stings er mynd af honum á íslenska hestin- um Hrímni. hálendisferð á hestbaki, enda segir hann að Sting hafí mestan áhuga á að kynnast hreinni náttúru Is- lands. „Hann hefur gott af því að kynnast íslenskri náttúru og björt- um sumamóttum og við tökum kannski lagið saman,“ sagði Einar. Sækja rekavið á Strandir TVEIR ungir menn, þeir Jó- hannes Haraldsson og Egill Sig- urgeirsson, fóru á tveimur 10 tonna bátum frá Reykhólum á miðvikudagsmorguninn 8. sept. og ætla að sigla norður á Strandir að sækja rekavið í al- menninginn þar. Fagranesið ætlar að taka reka- viðinn og koma með hann í Reyk- hóla. Þar sem grásleppuveiðin var lélég þá er þetta tilraun kraftmik- illa ungra manna að reyna að afla sér tekna. Sveinn. Ölvaðir í inn- broti TVEIR ÖLVAÐIR menn brut- ust inn í hús á ísafirði á fimmtudagskvöld. Þá fannst ölvaður maður sofandi í bíl sem hann virðist hafa ætlað að stela. Mennirnir tveir vom að hnupla sjónvarpstæki úr húsi þegar vart varð við ferðir þeirra. Þeir hlupu niður í fjöru en voru gómaðir þar af lögreglu og færðir í fanga- geymslu. Ölvaður maður fannst sofandi í bíl og hafði hann rifið víra frá kveikjulásnum en virðist hafa sofnað í miðju verki. Hann var einnig færður í fangageymslu. Nýir menn í samkeppnisráð VIÐSKIPTARÁÐHERRA hefur skipað þrjá nýja menn í sam- keppnisráð í stað þeirra sem sögðu sig úr því nýlega. Þetta eru Olafur ísleifsson hagfræð- ingur, Snorri Jónsson fyrrver- andi forseti ASÍ og Þórhallur Ásgeirsson fyrrverandi ráðu- neytisstjóri. Þessir menn koma í stað Þórar- ins V. Þórarinssonar fram- kvæmdastjóra VSÍ, Ingibjargar Rafnar lögfræðings og Magnúsar Geirssonar formanns Rafíðnaðar- sambandsins. Sem kunnugt er af fréttum taldi umboðsmaður Al- þingis þau vanhæf til setu í ráðinu. Fyrir í ráðinu eru Brynjólfur Sigurðsson prófessor, formaður, og Atli Freyr Guðmundsson skrif- stofustjóri, varamaður.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.