Morgunblaðið - 11.09.1993, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 11.09.1993, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. SEPTEMBER 1993 FERILL ARAFATS SATTARGERÐ ISRAELA OG PALESTINUMANNA Skæruliðaleiðtogi vill friðarstefnu og sættir Reuter Holst og Arafat JOHAN Jergen Holst, utanríkisráðherra Noregs, ræðir við Yasser Arafat rétt áður en hinn síðarnefndi afhenti Norðmanninum bréfið með staðfestingu PLO á tilverurétti Israels. Holst færði síðan ráðamönn- um í Jerúsalem bréfið. LÁGVAXINN og fremur pervis- inn, stórnefjaður maður í snjáðum hermannaklæðum, augnaráðið barnslega sakleysislegt, vottur af ístru, ávallt skammbyssa í beltis- hulstrinu, nokkurra daga skegg- broddar í andlitinu. Um höfuðið ber hann köflóttan klút sem bund- inn er þannig að hann minnir á kort af Palestínu. Þannig er myndin sem almenningur um all- an heim hefur í meira en þrjá áratugi haft af Yasser Arafat, helsta leiðtoga Palestinumanna sem dreifðir eru um mörg araba- lönd og víðar. Honum hefur ýmist verið lýst sem hermdarverka- verkamanni og barnamorðingja eða hugprúðum baráttumanni fyrir réttindum þjóðar sinnar. En eitt hefur hann ekki verið þekktur fyrir og það er að tjá sig svo skýrt að enginn fari í grafgötur um skoðanir hans. Árið 1988 sagðist Arafat viður- kenna tilvistarrétt ísraels og for- dæma hryðjuverk en orðalagið var svo óljóst að ísraelar vísuðu ummæl- um hans á bug sem áróðursbragði. Ef til vill réð það úrslitum að harð- línumenn voru þá við völd í ísraei, ekki menn sátta á borð við Shimon Peres og Yitzhak Rabin. Arafat hef- ur óspart beitt þeirri gömlu aðferð að nota orðin til að fela hugsanir sínar við umræður í forystu Frelsis- samtaka Palestínu, PLO, hann hefur reynt að forðast að styggja nokkurn þar á bæ. Þannig hefur honum hins vegar oft tekist að sætta þær geró- líku fylkingar sem mynda PLO. Arafat er orðinn 64 ára. Hann kvæntist í fyrsta sinn í fyrra, konan er innan við þrítugt, var kristin en snerist til islams fyrir giftinguna. Hún viðurkennir í blaðaviðtölum að hún sjá ekki mikið til bónda síns, þegar Arafat er ekki á næturlöngum fundum í Túnisborg er hann á ferða- lögum. Nú hillir loks undir að hann eignist raunverulegt heimili í Palest- ínu. Árið 1959 stofnaði Arafat ásamt fáeinum Palestínumönnum í Kúveit Fatah, fyrsta skæruliðahóp. Palest- ínumanna en þess skal þó getið að þegar í janúar 1953 afhenti Arafat leiðtogum Egyptalands bréf, ritað með blóði sínu, þar sem hann bað þá um að „gleyma ekki Palestínu". Fatah var þó framan af varla nema nafnið eitt en árið 1963 heimilaði Alsír hópnum að opna sína fyrstu skrifstofu erlendis. Þáttaskil urðu síðan 1965 er Fatah hóf skæruliða- árásir í ísrael. Hryðjuverk í þágu málstaðarins Fatah er enn stærsti hópurinn í Frelsissamtökum Palestínu, PLO, sem Arafat hefur verið í forystu fyrir frá 1969 en þá var hann ótví- rætt orðinn þekktasti leiðtogi Palest- ínumanna. Liðsafii Fatah er um 6.000 vopnaðir menn. Mikilvægir hópar Palestínumanna sem eru and- vígir stefnu Arafats eru PFLP, und- ir stjóm Georges Habash í Damask- us í Sýrlandi sem ræður yfir um 2.000 mönnum, PFLP-GC með 300 menn undir forystu Ahmeds Jibrils sem einnig hefur aðalstöðvar í Dam- askus, DFLP, leiðtogi Nayef Haw- atmeh, með 1.500 manna lið, einnig með höfuðaðsetur í Damaskus og loks hreyfing Abu Abbas, PLF, sem ræður yfir um 500 manna liði og hefur hreiðrað um sig í Bagdad hjá Saddam Hussein. Í Irak hafa árum saman verið mikilvægustu æfinga- búðir skæruliða PLO. Arafat tókst .að vekja athygli umheimsins á málstað Palestínu- manna og halda lífi í vonarneista þeirra sem létu sig dreyma um sjálf- stætt ríki. Aðferðirnar voru oft ógeð- felldar, margir af skæruliðahópum PLO stunduðu hvers kyns hermdar- verk gegn óbreyttum borgurum, sprengjutilræði, launmorð og flug- rán, á Vesturlöndum til að vekja athygli á kröfum sínum um að hætt yrði stuðningi við ísrael. Kameiyónið Fjárhagslega studdist Arafat að- allega við arabaríkin í „vopnaðri frelsisbaráttu" sinni eins og hann vildi nefna starfsemi skæruliðahóp- anna. Fæstum er kunnugt um póli- tískar skoðanir Arafats, að hætti kamelljónsins lagaði hann sig að aðstæðum hverju sinni og undi sér ekkert verr í félagsskap marxista en olíufursta. Hann taldi auðug olíu- ríki við Persaflóa á að styrkja barátt- una rausnarlega með fé og kommún- istaríkin veittu að sjálfsögðu hjálpar- hönd. Bandaríkin voru bakhjarl Isra- els og kalda stríðið tryggði þess vegna stuðning Sovétríkjanna við málstað Palestínu er fram liðu stund- ir. Stundum brást þó Arafat illilega bogalistin. Hussein Jórdaníukonungi sinnaðist t.d. við PLO og 1971 lét hann herafla sinn nánast gera út af við alla skæruliðaflokka PLO í landinu. Leifar hópa Arafats flúðu til Líbanons. ísraelar réðust inn í Líbanon 1982 og ári síðar varð Ara- fat að flýja eftir uppreisn nokkurra liðsmanna PLO, í þetta sinn fór hann til Túnis þar sem aðalstöðvar PLO eru nú. ísraelar hafa oft vitnað í ummæli einstakra Palestínumanna sem hafa í tilfinningaofsa hótað að reka alla gyðinga út í sjó og vafalaust eru þeir arabar margir sem hafa alið slíka drauma um að hefna grimmi- lega fyrir ítrekaðar hrakfarir á víg- vellinum. En upprunalega voru ákvæði í stefnuskrá Fatah þar sem kveðið var á sameiginlegt ríki araba og gyðinga í Palestínu. Ísraelar lögðu undir sig fjölmenn svæði, byggð Palestínumönnum, í sex daga stríðinu árið 1967. Frá miðjum átt- unda áratugnum hefur Arafat rekið áróður fyrir því að Palestínumenn sættu sig við að fá að stofna eigið ríki á þessum svæðum. Niðurlagið í Líbanon varð til að styrkja þessa skoðun hans. En 1990 varð honum á reginskyssa. Saddam og Kúveit Arafat sneri við blaðinu 1990, lagði af sáttastefnuna í bili og studdi Saddam Hussein Iraksforseta í deil- unum og síðar stríðinu við banda- menn vegna innrásarinnar í Kúveit. Hann setti allt sitt traust á að Sadd- am kæmist upp með hernámið í Kúveit og virðist hafa gert ráð fyrir forsetinn yrði senn orðinn leiðtogi alls arabaheimsins. Þær vonir brugð- ust og olíuríki við Persaflóa, þ. á m. Saudi-Arabía sem Saddam er talinn hafa ætlað að leggja undir sig á eftir Kúveit, kipptu nú að sér hend- inni og hættu fjárstuðningi við PLO. Þetta var reiðarslag, fé var það eina sem PLO hafði aldrei skort en nú voru ekki sinni til peningar til launagreiðslna, hvað þá að hægt væri að krækja sér í aukasporslur en PLO hefur verið alræmt fyrir fjár- málaspillingu. Menn hafa mjög velt vöngum yfír sinnaskiptum Árafats sem hefur heitið því svo oft að fáni Palestínu an fiyst síðan til Jerúsalem. 1948-49: Berst á Gaza-svæðinu og í Jerúsalem í stríðinu gegn ísrael. 1950-60: Lýkur verkfræðinámi við Kaíró- háskóla. 1956: Berst með Egyptum í Súez-striðinu. 1959: Stofnar Fatah-samtökin. 1963: Alsír leyfir Fatah að opna skrifstofu. 1965: Fyrstu árásir Fatah í Israel. 1969: Leiðtogi PLO. 1971: Hussein Jórdaniukonungur brýtur skæruliða PLO á bak aftur í landi sínu. 1970-80: Byrjar að berjast fyrir stofnun sjálfstæðs Palestínuríkis á hernumdu svæðunum. 1982: Neyðist til að flýja með lið sitt frá Vestur-Beirút. 1983: Frakkar veita honum vemd er hann flýr frá Líbanon. 1988: Hafnar viðræður við Bandarlkin er hafa hundsað PLO undangengin 13 ár. Lýst yfir stofnun Palestínuríkis. 1989: Lýstur forseti Palestínu 1991: Styður innrás Saddams í Kúveit. Flóaríki hætta fjárhagsaðstoð við PLO. 1992: Sleppur lifandi úr flugslysi í Líbýu. 1993: Samþykkir tillögur um takmarkaða sjálfstjóm á hernumdu svæðunum. Rót- tækir andstæðingar í PLO hóta að myrða Arafat, segja hann hafa svikið málstaðinn. muni blakta yfir Jerúsalem. Gagn- rýnendur hans innan PLO benda á að í samningnum um takmarkaða sjálfsstjórn séu engin heit um að Palestínumenn fái fulla sjálfsstjórn á öllum hernumdu svæðunum, að- eins að samið verði um þau mál síð- ar. Stuðningsmenn samningsins benda á að Israelar geri sér grein fyrir breyttum aðstæðum, þeir muni að lokum sætta sig við hið óumflýj- anlega og leyfa Palestínumönnum að stofna sitt eigið ríki. En þetta eru framtíðardraumar, hvers vegna leggur Arafat svo mikið undir núna? Erfið staða Að sjálfsögðu ber ekki að van- meta eðlilega þrá sem Arafat ber í bijósti eftir friði eftir áratuga bar- áttu, þar getur verið að helsta ástæð- an fyrir sinnaskiptunum leynist. En pólitísk staða Arafats hefur versnað mjög undanfarin ár, einkum vegna mistakanna í Persaflóastríðinu 1991 og fleira kemur til. Friðarviðræðumar sem hófust í Madrid 1991 voru sögulegt skref en PLO voru ekki opinberlega til stað- ar, því harðneituðu ísraelar. Þessi staðreynd þótti lýsandi fyrir krögg- umar sem Arafat og PLO vom að komast í. Andstaða við leiðtogann hefur magnast meðal Palestínu- manna eftir að uppreisnin á her- numdu svæðunum, intifada, hófst 1987. Róttækar hreyfingar á borð við heittrúarsamtökin Hamas hafa róið undir á Gaza og hafnað öllum samningum við ísraela. PLO hefur að vísu sterk tök á hernumdu svæð- unum en uppreisnin var framtak íbúanna sjálfra, Arafat hefur því þurft að beita hörku til að minna á forystuhlutverk PLO. Árafat óttast að andstæðingarnir muni eflast enn ef ekki verði nein breyting á stöðu mála. Vitað er að íran, verðandi stórveldi Mið-Austur- landa, styður við bakið á Hamas og fleiri hópum, óþreyja yngra fólks fer vaxandi. Arafat hafði því ærnar ástæður til að taka áhættu núna, svo mjög var farið að fjara undan valdi hans. Samantekt: Kristján Jónsson. Trúum varla að nú sé friður - segir Edda Guðnason, sem búsett er í Jerúsalem „ÞAÐ ER mikill spenningur hér, fólk er áhugasamt um það sem er að gerast, bæði hér og í Líbanon," segir Magnús Hallgríms- son, verkfræðingur hjá Sameinuðu þjóðunum í Israel og Líban- on. Allt hefur verið með kyrrum kjörum í ísrael eftir að samkomu- lag um gagnkvæma viðurkenningu ísraela og PLO var undirritað í gær. Edda Guðnason, sem búsett er í Jerúsalem, sagði mikla gleði ríkjandi en um leið áhyggjur af því að hvernig samkomulag- inu reiddi af í raun. „Við erum óskaplega glöð en við erum einnig hrædd um að vera fyrir vonbrigðum. Þetta er einkennileg tilfinning,*' sagði Edda. Hún sagði að þrátt fyrir að spennan væri mikil, væri lítið um að vera á götunum. „Fólk virð- ist ekki telja tímabært að halda upp á samkomulagið, það er byij- un á friði en ekki eins ljóst eins og þegar Camp-David samkomu- lagið var undirritað. Nú bíður fólk og sér hvað gerðist, maður þorir varla að vona að nú sé friður enda eru mörg óleyst vandamál." Maður Eddu, ísraelinn Yerom Vardimon sagðist tilheyra þeim rúma helmingi þjóðarinnar sem fagnaði samkomulaginu. í skoð- anakönnunum sem birtar hefðu verið í gær, hefðu rúm 50% verið hliðholl samkomulaginu en 42% talið að það myndi ekki leiða til góðs. Spennan var öllu minni í Tel Aviv, að sögn Peter G. Naschitz, ræðismanns íslands. „Þeim sem styðja samkomulagið er létt. Þetta er söguleg stund, flestir telja að samkomulagið muni standa þó auðvitað sé alltaf einhver hætta á að upp úr slitni. Það er alltaf hætta fólgin í djarflegum ákvörð- unum.“ Magnús Hallgrímsson sagði gærdaginn vera mikinn gleðidag. „Menn vonuðu auðvitað að eitt- hvað kæmi en líkumar á því Pa- lestínumenn féllust á annað en fullkomið afsal voru frekar litlar fram að þessu. Þetta gengur langt fram úr öllum vonum en auðvitað eru menn einnig hræddir um að samkomulagið haldi ekki.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.