Morgunblaðið - 13.11.1993, Side 3

Morgunblaðið - 13.11.1993, Side 3
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. NÓVEMBER 1993 3 ALMENNA BOKAFELAGIÐ H F - góð bók um jólin Dreifing hefst 18. nóvember Tilfinningaþrungin örlagasaga þar sem dregm er upp á ljóðrænan hátt mynd af hörðum raunveruleika. Einar Már Guðmundsson er í hópi fremstu rithöfunda þjóðarinnar og hafa verk hans verið þýdd á fjölda tungumála. X ÁLEITIN OG ÁTAKANLEG SKÁLDSAGA EINARS MÁS GUÐMUNDSSONAR í skugga geðveikinnar í skáldsögu sinni, Englum alheimsins, tekst Einar Már Guðmundsson á við krefjandi og viðkvæmt viðfangsefni - ævi og endalok ungs manns sem lendir í hremmingum geðveikinnar. Þegar sakleysi æskuáranna lýkur fellur skuggi þessa sjúkdóms á líf hans og fjölskyldu og við blasir nöturlegur heimur þeirra sem dæmdir eru til einveru og afskiptaleysis. Hugarástandi mannsins er lýst af miklum næmleika og skarpsýni. Hér er á ferð áhrifamikil og átakanleg saga sem lætur fáa ósnortna. Engin venjuleg unglingasaga! Dreifing hefst 18. nóvember ALMENNA BÓKAFÉLAGIÐ H F - góð bók um jólin Yá! Ástir og átök í unglingaheimi segir frá tveimur strákum í 10. bekk sem flækjast fyrir tilviljun inn í vægast sagt dular- fullt mál þegar þeir rekast á umslag fullt af peningum. Ástin kemur líka við sögu í lífi vinanna og skiptast á skin og skúrir í hjörtum þeirra. Yá! er óvenjuleg saga ekki síst fyrir þær sakir að tungumál og efniviður er sótt í heim unglinga. Annar höfundurinn, Ingibjörg Einarsdóttir, er 1S ára og er því að skrifa sögu sem gerist í þeim heimi sem hún sjálf lifir í. Hún og Þorsteinn Eggertsson ná hér í sameiningu að skapa spennuþrungna og fjöruga unglingasögu. Spennandi saga sem snertir alla imglinga! HVÍTA HÚSIÐ / SÍA

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.