Morgunblaðið - 03.12.1993, Side 39

Morgunblaðið - 03.12.1993, Side 39
MORGUNBLAÐIÐ FOSTUDAGUR 3. DESEMBER 1993 39 Minning Þorleifur Sigurþórs- son rafvirkjameistari Fæddur 26. september 1925 Dáinn 26. nóvember 1993 Þorleifur Sigurþórsson rafvirkja- meistari lést 26. nóvember síðastlið- inn. Hann var fæddur í Lambhaga á Rangárvöllum. Foreldrar hans voru Sigurþór Þorleifsson bóndi og smiður og Júlíana G. Guðmundsdóttir hús- móðir. Hann ólst upp hjá foreldrum sínum og bróður, Agústi, og fóstur- bróður, Guðmundi, á Litlu-Strönd á Rangárvöllum. Hann lærði rafvirkjun í Reykjavík á árunum 1945-1948 og tók sveinspróf árið 1949. Þorleifur kvæntist Margréti Karlsdóttur árið 1947 og eignuðust þau fimm börn, Ágústu, Sigurþór, Júlíönu, Guðmund og Karólínu. Mín fyrstu kynni af Leifa, eins og hann var alltaf kallaður, urðu þegar ég kynntist dóttur hans Ágústu og við hófum búskap í kjallaranum á Skólavegi 9 árið 1972, en það hús byggðu þau Magga og Leifi þegar þau fluttust til Keflavíkur árið 1954. Hann var rafverktaki í um þijátíu ár, en árið 1985 hóf hann störf hjá Rafmagnsverktökum Keflavíkur og vann hann þar til æviloka. Allir þekktu Leifa rafvirkja enda var hann afburða viljugur og fljótur til ef eitthvað bilaði. Mikil og góð tengsl eru á milli fjölskyldnanna og leið varla sá dagur að við hittumst ekki, enda bjuggum við í sambýli í tólf ár, fyrst á Skólaveginum og síð- an á Brekkubrautinni. Mínar helstu minningar eru frá kvöldspjallinu okkar á föstudögum og allar þær ferðir sem við fórum saman og fy'ölskyldur okkar bæði innan lands og utan, sérstaklega tjaldferðirnar sem voru farnar um hveija verslunarmannahelgi í um tuttugu ár. En síðustu ferðina fórum við í haust og var hann þá orðinn verulega þjáður af sjúkdómnum sem hann var búinn að beijast við í átta ár, en Iét þó engan bilbug á sér finna. Unaðsreit átti Leifi sér í Skorra- dalnum, en þangað fór hann eins oft og aðstæður leyfðu. Þegar rifjaðar eru upp svona end- urminningar kemur svo margt upp í hugann að erfítt er að koma því á blað. Barnabörnin eiga eftir að sakna afa síns sárt eins og öll fjölskyldan, því að betri tengdaföður og vin er vart hægt að hugsa sér. Kristófer Þorgrímsson. Þegar hringt var til mín og mér var tilkynnt að vinur minn Þorleifur Sigurþórsson væri búinn að kveðja þennan heim þá fylltist ég söknuði og trega. Þorleifur var maður dag- farsprúður og ákaflega ábyggilegur í orði og verki. Það var gaman að eiga orðastað við Þorleif, það var sama hvar maður bar niður, allsstaðar var hann heima hvort sem við ræddum um þá um- rótatíma sem við lifum á í dag eða —iryv—V mmoÐ) Husky Lock Loksaumavélin (over lock) Gerð 360 D Verð frá 33.820,- kr. stgr. VÖLUSTEINN Foxafen 14, Sími 679505 Umboðsmenn um allt lancl HF um fyrri tíð. Bónbetri manni hef ég varla kynnst, alltaf tilbúinn að rétta fram hjálparhönd ef hann taldi sig geta orðið að liði. Þegar hann veiktist og honum var orðin ljós sú beiska staðreynd að hann gengi með ólæknandi sjúkdóm þá tók hann þessu öllu með yfirvegun og rósemi enda var harin ekki mikið fyrir að flíka tilfinningum sínum. Eflaust, þótt það færi fram hjá mér sem og öðrum, hefur Þorleifur átt sínar erfiðu stundir eins og gefur að skilja, að ganga með ólæknandi sjúk- dóm. Við sem heilbrigð erum getum vart sett okkur í spor þess sem það verður að gera. Hann hafði orð á að það að geta verið í vinnunni innan um félaga sína væri honum svo mikils virði að hann gæti vart lýst því með orðum, enda var hann alltaf kominn til vinnu sinnar aftur um leið og hann stóð upp úr hverri læknismeðferðinni af annarri. Þorleifur var lærður rafvirki, stundaði þá iðju og rak sitt eigið verkstæði lengst af, en þegar heilsa hans fór að bila hætti hann sínum einkarekstri og fór til Rafmagns- verktaka á Keflavíkurflugvelli, en hann var meðeigandi í því fyrirtæki. Hann var ákaflega vandvirkur og öruggur iðnaðarmaður. Þorleifur átti því láni að fagna að eiga yndislega konu og mannvænleg börn sem urðu til þess að skapa hon- um gott og hlýlegt heimili og þegar það fór að halla undan fæti hjá hon- um, þá gerðu þau ailt sem í mann- legu valdi stóð, til þess að létta hon- um stundirnar. Nú þegar líður að kveðjustund er mér efst í huga þakklæti fyrir það að hafa átt hann að vini öll þessi ár sem við höfum þekkst, það eitt er stór gjöf í bók minninganna sem ég mun geyma og varðveita um ókomin ár. Því þó að fundum fækki er fortíð ekki gleymd. I mínum huga og hjarta þín minning verður geymd. Heima í húsi þínu sig hvíldi sálin mín. Ég kem nú, kæri vinur, með kveðjuorð til þín. Kæra Margrét, ég og konan mín viljum votta þér og fjölskyldu þinni okkar dýpstu samúð. Blessuð sé minning Þorleifs Sigurþórssonar. Magnús Þór Helgason. Nýþjónusta! Fyrirtæki í stærsta verslunarkjarna borgarinnar bjóða viðskiptavinum 50 kr. greiðslu vegna bílastæðiskostnaðar / x • Þessi nýstárlega þjónusta er afrakstur samstarfs milli Miðbæjarfélagsins, Laugavegssamtakanna og Bflastæðasjóðs. í boði eru um 1800 bflastæði í bflageymslum og á miðamælastæðum. Bflageymslur á svæðinu eru í Ráðhúskjallaranum, Kolaporti, Traðarkoti, Vesturgötu 7, Bergsstöðum, Vitatorgi og miðamælastæði eru á 17 stöðum. Til að fá endurgreiðsluna þarftu einungis að uppíylla eftirtalin skilyrði: - / versla íyrir lágmark 1000 kr. hjá aðildarfyrirtæki framvísa kvittun af tímamiða úr miðamæli eða geymslukvittun úr bílageymslu Viðkomandi fyrirtæki stimplar kvittunina og endurgreiðir 50 kr. um leið og viðskipti fara frarn. Verslanir og fyrirtæki sem taka þátt í þessu samstarfi eru auðkennd með sérstöku merki. BÍLASTÆÐASJÓÐUR Bílastœði fyrir alla ,ÁVl

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.