Morgunblaðið - 03.12.1993, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 03.12.1993, Blaðsíða 54
54 MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR FÖSTUDAGUR 3. DESEMBER 1993 KNATTSPYRNA 16 liða meistaradeild hjá Knattspyrnusambandi Evrópu: Smáþjóðum finnst að sér veg- ið með breyttu fyrírkomulagi SKAGAMENN verða ekki með í Evrópukeppni meistaraliða að ári, en taka þess í stað þátt í Evrópukeppni félagsliða ásamt FH-ingum. Þetta hefur legið í loftinu, en lá endanlega fyrir í gær, þegar Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, sam- þykkti breytingará Evrópumótunum. Héðan ífrá verða aðeins 24 þjóðir með í meistarakeppninni og átta þeirra detta úr keppni eftir fyrstu umferð, en 100 lið verða í keppni félags- liða. Evrópukeppni bikarhafa verður óbreytt, en Ijóst er að íslensk lið koma til með að leika íforkeppni Evrópumóts bikar- hafa og Evrópumóts félagsliða í nánustu framtíð. Nýja fyrirkomulagið gerir það að verkum að leikjum fjölg- ar, sjónvarpstekjur aukast og skýr mörk eru dregin á milli þeirra bestu og hinna. Lennart Johans- son, forseti UEFA, sagði að breyt- ingin væri óumflýjanleg vegna fjölgunar liða innan UEFA, en talsmenn ýmissa smáþjóða sögðu að þeim vegið. „Þetta er skref afturábak," sagði Nils Arne Egg- en, þjálfari Rosenborg í Noregi. Breytir engu „Þetta breytir engu,“ sagði Gunnar Sigurðsson, formaður Knattspyrnufélags ÍA, við Morg- unblaðið. Hann benti á að það væri sérstaklega hagur smáþjóða að UEFA væri vel rekið, því það léti fé til þeirra í hlutfalli við af- komu. ísland hefði hingað til notið góðs af og með breyttu fyrirkomu- lagi væri jafnvel von á meiri pen- ingum til uppbyggingar. Eins væru meiri möguleikar á að kom- ast í 1. umferð eins og gerðist hjá ÍA og Val í haust, en það gæfi tvöfaldar tekjur. Átta lið örugg Evrópumeistararnir og þau sjö lið, sem hafa náð bestum árangri í EM undangengin fimm ár, leika í 16 liða úrslitakeppni meistara- liða, en leikið verður í flórum riðl- um. Næstu 16 lið leika um átta sæti. Leikirnir í riðlakeppninni verða frá september fram í desem- ber, en tvö efstu lið hvers riðils fara áfram í átta liða úrslit að vori og verður þá leikið með út- sláttarfyrirkomulagi. Liðin, sem komast alla leið í úrslitaleikinn, leika 13 leiki, en hingað til hefur verið um níu leiki að ræða. Evrópukeppni bikarhafa verður óbreytt. Þar eiga nú 48 lið þátt- tökurétt og er ljóst að íslensku bikarmeistararnir lenda í for- keppni, en tekið er mið af árangri undangengin fimm ár. 100 lið verða í Evrópukeppni félagsliða og taka 72 þeirra þátt í forkeppni, en þau 28 lið, sem hafa náð bestum árangri, byija í 1. umferð. Eins og staðan er nú verða 24 meistaralið með í keppn- inni og í sumum tilvikum verða þau einu fulltrúar landa sinna í keppninni. Með öðrum orðum fækkar þátttökuliðum sumra þjóða í Evrópumótunum úr þremur í tvö. Peningamir ráða Talsmenn UEFA sögðu að pen- ingasjónarmið hefðu ráðið miklu í sambandi við breytingarnar. 90% hagnaðar vegna sjónvarpsauglýs- inga í beinum útsendingum kæmu frá fimm löndum — Þýskalandi, Spáni, Frakklandi, Ítalíu og Eng- landi — en fyrirtæki í þessum lönd- um væru ekki ánægð, þegar lið þeirra féllu snemma úr keppni. Bent var á að ensk lið hefðu aldr- ei komist í riðlakeppni meistara- keppninnar í þau þrjú ár, sem hún hefur verið við líði. Hefði breyting- in átt sér stað fyrir nýhafna keppni hefði Manchester United farið beint í riðlakeppnina og ekki átt á hættu að detta strax úr keppni, eins og raunin varð á. GLIMA Jón sigraði Jón Egill Unndórsson, KR, sigraði á afmælismóti KR í glímu, sem fór fram á dögunum í tilefni þess að 1. desember voru 30 ár frá því að glímudeild KR var endurvakin, en 70 ár eru síðan fyrst var byijað að æfa glímu hjá KR. .. Jón B. Valsson varð annar og félagi hans í KR, Fjölnir Elvarsson, þriðji, en hann er mikið glímu- mannsefni og lagði sér eldri og reyndari glímumenn á vel útfærðum glímubrögðum. Vesturlandsglíma Vesturlandsglíman verður í Bændaskólanum á Hvanneyri sunnudaginn 12. desember n.k. og hefst kl. 14. Keppt verður í 18 ára og eldri flokki karla, 15 til 17 ára flokkum pilta og kvenna, 12 til 14 ,ára flokkum drengja og meyja, 11 ára stúlknaflokki og smásveina- flokki 11 ára og yngri. Þátttaka tilkynnist til Höskuldar Goða í Laugagerðisskóla (s. 93- 56600/56601, fax 93-56603). í kvöld Körfuknattleikur Úrvalsdeild Njarðvík: UMFN - Haukar..20 Handknattleikur 2. deild karla Húsavík: Völsungur - Ármann20.30 HANDKNATTLEIKUR HSÍ semur við Stod hf. STOÐ hf. og Handknattleikssamband Islands hafa gert samning þess efnis að Stoð útvegar HSÍ Rehband hitahlífar, stuðningsumbúðir og hlíf- ar utan um spelkur fyrir öll landslið HSÍ næstu þijú árin. Flestir handknattleiksunnendur kannast orðið við þessar Tilífar enda eru þær mikið notaðar af fremstu handknattleiksmönnum hérlendis og erlendis. Hlífarnar veija leikmenn höggum og halda liðamótum heitum og hafa þannig fyrirbyggjandi áhrif, en geta sömuleiðis verið mjög mikil- væg hjálpartæki þeim sem lent hafa í meiðslum. Stoð hf., stoðtækjasmiðja í Hafnarfírði, er stærsta fyrirtækið á sínu sviði á íslandi. Verkefni fyrirtækisins er einkum smíði einstakra stoð- tækja eftir þörfum hvers einstaklings, í samráði við lækna og sjúkra- og iðjuþjálfa. Nokkrir af kunnustu handknattleiksstjörnum Iandsins hafa ein- mitt náð skjótum og góðum bata éftir t.d. krossbandsslit með aðstoð hjálp- artækja frá Stoð hf. Einnig flytur fyrirtækið inn stoðtæki sem síðan eru löguð að þörfum viðskiptavina. Eigendur Stoðar hf. eru Sveinn Finnbogason, Örn Ólafsson, Atli S. Ingvarsson og Guðmundur R. Magnússon. A myndinni undirrita Sveinn og Ólafur B. Schram, formaður HSÍ, samninginn á dögunum. KRAFTLYFTINGAR / HM ÚRSLIT Körfuknattleikur NBA-deildin Leikir aðfaramótt fimmtudags: Boston - Washington.........120:113 ■Rick Fox skoraði 25 stig fyrir Boston og Tom Gugliotta 30 stig fyrir Bullets. Charlotte - San Antonio.......88:92 ■David Robinson gerði 18 af 23 stigum SA Spurs í fjórða leikhluta og var stiga- hæstur með 31 stig. Dennis Rodman tók 28 fráköst og Dale Ellis skoraði 24 stig. Dell Curry gerði 25 stig fyrir Charlotte. New Jersey - Cleveland........97:82 ■Kenny Anderson skoraði 29 stig fyrir New Jersey og átti 18 stoðsendingar, sem er persónulegt met. P.J. Brown tók 14 frá- köst, sem er persónulegt met. Brad Daug- herty var stigahæstur hjá Cleveland nieð 19 stig. Orlando - Portland...........114:106 ■Shaquille O’Neal skoraði 26 stig og tók 11 fráköst fyrir Orlando, en Scott Skile skoraði 16 stig og átti 20 stoðsendingar, sem er met i deildinni í ár. Harvey Grant skoraði 17 stig fyrir Portland. LA Clippers - Indiana.......100:120 ■Reggie Miller skoraði 35 stig fyrir Indi- ana, sem er persónulegt met á tímabilinu. Danny Manning var með 22 stig fyrir LA. LA Lakers - Dallas...........124:91 ■Elden Campbell var stigahæstur hjá Lakers með 18 stig, en Jim Jackson hjá Mavericks með 16 stig. Þetta var 10. tapleikur Mavericks í röð. Sacramento - Minnesota....101:111 Íshokkí NHL-deildin Leikir aðfaramótt fimmtudags: Hartford - Detroit............5:3 Montreal - Ottawa.............3:6 Tampa Bay - Buffalo...........0:3 Toronto - St Louis............4:2 ■Dave Andreychuk hjá Toronto var með 10. þrennu sína á ferlinum og samheiji hans, Doug Gilmour, átti tvær stoðsending- ar í 800. leik sínum. Edmonton - Philadelphia...........3:1 Anaheim - Winnipeg................5:2 FELAGSLIF Rússar gripnir með 3.500 steratöflur Tveir keppendur í rússneska landsliðinu, sem tekur þátt í heimsmeistaramótinu í kraftlyft- ingum í Svíþjóð, voru gripnir við komuna til Gautaborgar með 3.500 steratöflur og 270 glerílát með steralausnum. Fararstjóri Rússanna baðst opinberlega af- sökunar á framferði keppendanna, en Alþjóða kraftlyftingasamband- ið, IPF, skipaði þegar nefnd manna til að ákveða hvemig ætti að refsa landsliðum í kjölfar svona mála. Sænsku mótshaldararnir höfðu fmmkvæðið að því að nefndin var skipuð eftir að hafa farið yfir regl- ur IPF og hvergi fundið leið til að refsa Kraftlyftingasambandi Rússlands. „Við getum ekki refsað Rússum fyrir eitthvað, sem tveir einstaklingar gerðu,“ var haft eft- ir formanni IPF. „Þetta er innan- húss vandamál hjá Rússum." For- maður sænska sambandsins var ekki á sama máli, sagði að breyta ætti reglunum svo refsa mætti landsliði, ef nauðsynlegt þætti, til að koma í veg fyrir frekara óorð á íþróttina. Sjö rússneskir kraftlyftingar- menn hafa verið uppvísir af stera- notkun að undanförnu. Ársþing KSÍ 48. ársþing Knattspymusambands Islands verður á Hótel Loftleiðum um helgina og hefst kl. 17 í dag, en verður fram haldið kl. 10 í fyrramálið og sunnudagsmorgun. Jólafundur KR-kvenna Hinn árlegi jólafundur KR-kvenna verður haldinn í KR-heimilinu kl. 20.30 í kvöld og eru allir velkomnir. Aðalfundur KFR Aðalfundur Karatefélags Reykjavíkur verð- ur haldinn á morgun, laugardag 4. des. í húsi ÍSÍ í Laugardal. Fundurinn hefst kl. 13.30 og stendur til kl. 16. íþróttamaður fatlaðra íþróttasamband fatlaðra tilnefnir íþrótta- mann ársins úr röðum fatlaðra í hófi, sem Hótel Saga býður til þriðjudaginn 7. des. n.k. kl. 15 I Atthagasalnum. Keiludeild KR Aðalfundur keiludeildar KR verður haldinn þriðjudaginn 7. desember og hefst kl. 20.30 í félagsheimi KR við Frostaskjól. Dagskrá: Venjuleg aðaifundarstörf. íHémR FOLX ■ ERIC Cantona, franski leik- maðurinn hjá Manchester United, segist hafa áhuga á að leika með franska landsliðinu fram yfir HM í Frakklandi 1998. Hann sagðist ekki ætla að feta í fótspor Jean- Pierre Papin og Franck Sauzee, sem báðir ákváðu að hætta að leika með landsliðinu eftir leikinn sögu- fræga gegn Búlgaríu í undan- keppni_ HM í síðasta mánuði. ■ ÞÝSK blöð eru þegar farin að „finna“ næsta þjálfara Stuttgart, en Daum sagði af sér á miðviku- daginn. Leikmenn liðsins eru ekki ánægðir með að þjáifarinn ákvað að hætta. ■ MÖRG nöfn hafa veirð nefnd í þessu sambandi en hæst ber Jupp Heynckes, sem þjálfar á Spáni, Finke, þjálfara Freiburg, Uli Stie- leke, sem hefur verið að þjálfa í Sviss undanfarin ár, og Arsene Wenger, þjálfara Mónakó. M HM í sprettsundi hófst í Palma á Mallorca í gær. Margir af bestu sundmönnum heims eru ekki með á mótinu. Þeir eru þess í stað að undirbúa sig fyrir heimsmeistara- mótið sem fer fram í Róm í septem- ber á næsta ári. Þar á meðal eru bestu sundmenn Ungwerja sem eru í æfingabúðum í Perth i Ástralíu. Á sama tíma og Ungverjar æfa í Ástralíu ætlar einn besti sundmað- ur Finna, Jani Sievinen, að keppa á móti í Ungverjalandi. ■ NORBERT Rozsa frá Ung- verjalandi, sem varð heimsmeistari í Perth 1991, hefur sest að í Ástral- íu og sótt um ríkisborgararétt. Hann vill keppa fyrir Ástralíu á ÓL í Atlanta 1996. ■ JANET Evans, ólympíumeist- ari, er einn þeirra sjö sundmanna frá Bandaríkjunum sem taka þátt í HM í Palma. Tveir aðrir ólympíu- meistarar eru með í Palma; Spán- verjinn Martin Lopez-Zubero og Kyoko Iwasaki frá Japan. ■ ALEXANDER Popov og Evg- eny Sadovyi, sem eru bestu sund- menn Rússa og unnu samtals fern gullverðlaun á OL í Barcelona, eru að undirbúa sig fyrir rússneska meistaramótið og HM í Róm. ■ KIEREN Perkins, skriðsunds- kóngurinn frá Ástralíu og þýska stúlkan, Franziska van Almsick, sem er margafaldur Evrópumeist- ari, verða heldur ekki með. Van Almsick hætti við á síðustu stundu vegna veikinda, en Perkins er að undirbúa sig fyrir HM á næsta ári eins og Popov og Ungveijinn Thamas Darnyi. ■ LANNY Wadkins verður fyrir- liði Ryder-sveitar Bandaríkjanna árið 1995, en þá fer þessi mikla keppni næst fram. Wadkins, sem verður 44 ára á morgun, hefur ver- ið mjög sigursæll í Ryder undanfar- in ár, hefur sigraði 20 sinnum, tap- að 11 sinnum og gert 3 jafntefli. ■ BERNARD Gallacher mun leiða lið Evrópu í þriðja sinn, en Bandaríkjamenn hafa hvern fyrir- liða aðeins einu sinni og hafa gert síðustu 44 árin. ■ TVÆR svissneskar borgir hafa sótt um að halda Vetrar- ólympíuleikana árið 2002. Þetta eru Interlaken og Sion. Alþjóða ólympíunefndin mun ákveða hvaða borg verður fyrir valinu árið 1995. Vetrarólympíuleikarnir voru síðast haldnir í Sviss, í St Moritz 1948. FRJALSAR Sparisjóðshlaup UMSB Ungmennasamband Borgarfjarðar efnir til árlegs 30 km víðavangsboðhlaups, Spari- sjóðshlaups UMSB, á morgun, laugardaginn 4. desember. Hingað til hefur hlaupið að- eins verið fyrir UMSB-félaga, en er nú opið öllum. Hver sveit er skipuð 10 einstaklingum, þar af a.m.k. fjórum konum. Hlaupið hefst hjá félagsheimilinu Valfelli í Borgarhreppi kl. 13. Hlaupið verður upp Borgarhrepp, yfir Hvítárbrú framhjá Hvanneyri og í Borg- ames. Skráningar berist til frisar Grönfeldt (s. 93-71276, fax 93-72015).
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.