Morgunblaðið - 14.04.1994, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 14.04.1994, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. APRIL 1994 Jafnaðarmannafélag Islands stofnað í dag STOFNFUNDUR Jafnaðarmannafélags íslands, nýs stjórnmálafélags sem starfa mun innan Alþýðuflokksins, verður haldinn á Kornhlöðu- loftinu í kvöld, fimmtudaginn 14. apríl, og hefst fundurinn kl. 20.30. Sérstakir gestir á fundinum verða Jóhanna Sigurðardóttir félags- málaráðherra, Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtak- anna, og Hervar Gunnarsson, varaforseti Alþýðusambands Islands, en fyrir hönd undirbúningshóps að stofnun félagsins munu þau Aðalsteinn Leifsson, Ólína Þorvarðardóttir og Helgi Björn Kristins- son flytja ávörp. í fréttatilkynningu um stofnun Jafnaðarmannafélags íslands kem- ur m.a. fram að tilgangur félagsins sé að efla umræðu um þjóðfélags- mál á grundvelli jafnaðarstefnunn- ar með jöfnuð, lýðræði og valddreif- ingu að leiðarljósi, og ennfremur að gefa öllum sem áhuga hafa á framgangi jafnaðarstefnunnar tækifæri til að gerast virkir þátttak- endur í hreyfingu jafnaðarmanna á íslandi. Þá segir að með stofnun félagsins vilji aðstandendur þess leggja áherslu á sígild markmið Árni Sigfússon og Ingibjörg Sólrún á fundi með stúdentum jafnaðarmanna um jöfnuð og rétt- læti í samfélaginu með virkri þátt- töku og lýðræðislegri ákvarðana- töku, en félagið muni með störfum sínum einbeita sér að umræðum um verkalýðsmál, neytendamál og fé- lagsmál, stefnumótun jafnaðar- manna til framtíðar og framgangi jafnaðarstefnunnar á vettvangi þjóðmála. Morgunblaðið/Sverrir Kosningabaráttan hafin FYRIRKOMULAG fundarins þótti hafa á sér dálítið amerískt yfirbragð. Ingibjörg Sólrún sagði þessa ræðustóla minna sig dálítið á bandarísku forsetakosningarnar. Lyklamir munu ekki þýða skattahækkun „OKKAR áætlanir sýna að það er vel hægt að byggja upp og standa við þau loforð sem við höfum sett fram án þess að hækka skatta í Reykjavík. yið munum þess vegna ekki hækka skatta í Reykjavík," sagði Árni Sigfússon, borgarstjóri í Reykjavík, á opnum fundi í Háskólabíói í gær sem Stúdentaráð HI efndi til. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, borgarstjóraefni R-listans, lagði áherslu á nauðsyn breytinga í Reykjavík. Hún sagði að engar breytingar verði nema Sjálfstæðisflokkurinn fari frá völdum. Evró styrk- ir skóg- ræktina EVRÓPSKA innkaupafélagið - Evró hf. og Skógrækt ríkisins gerðu nýverið með sér samning um styrkveitingar þess fyrr- nefnda til eflingar skógrækt á íslandi. Styrkurinn er hluti af söluandvirði umslaga sem Evró flytur inn til landsins og dreifir. Sem innflutningsaðili á umslög- um er Evró frumheiji á þessu sviði. Umslögin verða einnig sérmerkt til þess m.a. að vekja athygli á starfí skógræktar á íslandi. Að sögn for- ráðamanna Evró fannst þeim ástæða til þess að styrkja íslenska skógrækt sérstaklega þar sem um- slög eru unnin úr trjám og brýnt að styrkja og efla skógrækt og gróðurvemd á íslandi. Evró hf. hefur undanfarin ár flutt inn og dreift umslögum. Geta má þess að fyrirtækið er með sölu- og dreifingarsamning við Ríkiskaup á umslögum til allra ríkisfyrirtækja og opinberra stofnana á iandinu. Ingibjörg Sólrún sagði að R-listinn legði megináherslu á þrjú atriði í kosningabaráttunni, að bæta at- vinnuástandið í borginni, bæta ástandið í dagvistarmálum og laga ýmis félagsleg vandamál í borginni. Hún sagði að í öllum þessum mála- flokkum sé um að ræða skort. Það skorti atvinnu, leikskólapláss og úr- ræði í félagsmálum. Ingibjörg Sólrún sagðist ekki hafa neinar töfralausnir á reiðum höndum. Það verði með mörgum og margvís- legum aðgerðum að draga úr at- vinnuleysi í borginni. Hún viður- kenndi að borgin hefði ýmislegt gert í atvinnumálum á undanförnum misserum, en sagði að bruðlað hefði verið í fjármálum borgarinnar þegar fjárhagsstaða borgarinnar var sterk og næg atvinna var í borginni og þess vegna ætti borgin erfiðara með að beita sér í atvinnumálum en ella hefði verið. Árni lagði megináherslu á atvinnu- og fjölskyldumál á fundinum. Hann sagði að Reykjavíkurborg hefði, und- ir forystu sjálfstæðismanna, beitt sér með myndarlegum hætti í atvinnu- málum. Sjálfstæðismenn hefðu skipulagt átaksverkefni sem veittu um 1.200 manns vinnu á þessu ári. Borgin hefði auk þess stutt atvinnu- þróunarverkefni með margvíslegum hætti. í fyrradag hefði borgarráð t.d. samþykkt að veita 6 milljónir til nýsköpunarsjóðs námsmanna og í fyrra hefði borgin veitt 5,8 milljónir til sjóðsins. Þessi sjóður veitti um 70 námsmönnum vinnu á síðasta ári. Dagvistarmál voru talsvert rædd á fundinum. Árni sagði að Sjálfstæð- isflokkurinn ætlaði sér að eyða bið- listum eftir leikskólaplássi á næstu tveimur árum. Það yrði gert með byggingu fleiri leikskóla, lengingu fæðingarorlofs, sveigjanlegum vin- nutíma og eflingu foreldrarekinna dagheimila. Ingibjörg Sólrún sagði athyglisvert að sjálfstæðismenn teldu nú allt í einu hægt að eyða þessum biðlistum eftir að hafa farið með völd í 12 ár. Ekki einkavætt meira Stefna Sjálfstæðisflokksins varð- andi einkavæðingu borgarfyrirtækja kom til umræðu á fundinum. Árni sagði að stefna flokksins í þessu máli væri alveg skýr. „Það ber að draga ákveðnar markalínur í þessu efni. Markalínurnar eru þær að þar sem ekki er samkeppni er ekki ástæða til einkavæðingar. Þetta er mín skoðun og ég mun framfylgja henni,“ sagði Árni. Hann sagðist ekki sjá að það væru framundan nein verkefni á sviði einkavæðingar borgarfyrirtækja. Hann sagðist ekki telja koma til greina að einkavæða fyrirtæki eins og Hitaveitu Reykja- víkur eða Rafmagnsveitu Reykjavík- ur. Einkavæðing Bæjarútgerðar Reykjavíkur, sem nú heitir Grandi, væri hins vegar dæmi um vel heppn- aða einkavæðingu á fyrirtæki sem væri í samkeppni. Áður hefði Reykja- víkurborg greitt um eina milljón á dag með Bæjarútgerðinni en nú greiði fyrirtækið til borgarinnar. Margmenni á fundi um sam- einingarmál á Tálknafirði Fjölmenni var á fundinum og voru menn sammála um að hann hefði verið gagnlegur. í ræðustól er Björn Gíslason. Miðlun hyggst áfrýja og mun áfram dreifa efni úr dagblöðunum Tálknafirði. TÁLKNFIRÐINGAR kjósa á laug- ardag um sameiningu við 4 sveit- arfélög sem þegar hafa ákveðið að sameinast; Patreks-, Bíldu- dals-, Rauðasands- og Barða- strandarhreppa. Fjölmennt var á kynningarfundi félagsmálaráðu- neytis og sameiningarnefndar í Dunhaga. Bragi Guðbrandsson, aðstoðar- maður félagsmálaráðherra, tíundaði hugmyndir ráðuneytisins um hag- kvæmni sameiningar. Tálknfirðingar höfnuðu sameiningu i kosningunum 22. nóv. sl. og sagðist Bragi skilja niðurstöður kosninganna vel. Allt aðrar aðstæður hafí skapast hjá Tálknafjarðarhreppi, miðað við ná- grannasveitarfélögin. Skuldastaða hafí batnað milli ára, atvinnuástand verið tryggt og Tálknafjarðarhrepp- ur ekki gengið í ábyrgðir fyrir at- vinnufyrirtæki. En fólksflótti frá Vestfjörðum sé staðreynd og samein- ing sveitarfélaga sé tækifæri til þess að sporna við þeirri þróun. Atvinnu- tækifæri muni myndast fyrir sérhæft starfsfólk við færslu á verkefnum frá ríki til sveitarfélaga. Sigfús Jónsson, formaður verk- efnastjórnar um reynslusveitarfélög, kynnti fundarmönnum hugmyndir ríkisins um flutning verkefna frá ríki til sveitarfélaga, t.d. rekstri sjúkra- húsa og heilsugæslu. Ef sveitarfélög tækju yfir reksturinn með fjárhags- aðstoð úr ríkissjóði mynduðust ýmis ný störf hjá sveitarfélögunum. Finnur Pétursson, Tálknafirði, ef- aðist um að sérhæft fólk myndi flytja út á landsbyggðina ef sveitarfélög sameinuðust. Erfitt hafi verið að fá sérhæfða lækna til að flytja til Pat- reksfjarðar og vinna við sjúkrahúsið. Stóraukið hagræði Fyrir liggur verkefnalisti hvers sveitarfélags, sem viðtakandi sveit- arstjórn hafi til hliðsjónar þegar ákveða skuli framkvæmdir hvers árs í hinu nýja sveitarfélagi. Ofarlega á óskalista er bygging íþróttahúss í Patreksfirði. Nýtt íþróttahús er á Tálknafirði og var tekið að fullu í notkun fyrir 2 árum, en húsið nýttist betur fyrir stærra svæði. I kynning- arbæklingi sem félagsmálaráðuneyt- ið gaf út um sameiningu sveitarfé- laga í Vestur-Barðastrandarsýslu, segir: „Lega Tálknafjarðarhrepps býður upp á stóraukið hagræði í rekstri hins nýja sveitarfélags. Tæki- færi gefst til að stórefla almennings- samgöngur á svæðinu öllu. Þannig verður tryggt að íbúar í hinu nýja sveitarfélagi geti með betri tengingu nýtt sér þau mannvirki og þátttöku allra, en sundrað stæði það verr.“ Spurt var hvað gerðist ef Tálkn- firðingar höfnuðu sameiningu. Sig- fús svaraði að Tálknfirðingar myndu reka sitt sveitarfélag áfram en innan 2-4 ára yrði af sameiningu, hún væri það sem koma skyldi. Helga MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi yfirlýsing frá Miðlun hf.: „Vegna dóma Héraðsdóms Reykjavíkur í málum Árvakurs hf. og Fijálsrar fjölmiðlunar hf. á hend- ur Miðlun hf. þar sem Miðlun hf. var gert skylt að „hætta eintaka- gerð til dreifingar í atvinnuskyni" (eins og það er orðað í dómnum) af Morgunblaðinu og DV, sem áður- nefnd fyrirtæki gefa út, vill Miðlun hf. taka fram eftirfarandi: Réttaróvissu um heimild Miðlun- ar hf. til að reka úrklippuþjónustu sem felst í dreifingu á ljósritum úr dagblöðum og tímaritum hefur ekki verið eytt. Við blasir því að dómi Héraðsdóms Reykjavíkur verði áfrýjað til Hæstaréttar til að fá fram endanlega niðurstöðu í því álitamáli sem hér um ræðir. Þar til sú niðurstaða liggur fyrir mun Miðl- un halda áfram að veita viðskipta- vinum sínum þá þjónustu sem þeir leita eftir. Miðlun hf. hefur allt frá upphafi veitt umrædda þjónustu samkvæmt samkomulagi og síðar gildum samningum við samtök höfunda og höfundaréttarhafa þ.e. Blaða- mannafélag Islands, Hagþenki, Samtök gagnrýnenda, Félag frétta- manna á ríkisfjölmiðlum og Okkar menn, félag fréttaritara Morgun- blaðsins. Þessum aðilum hefur Miðl- un hf. greitt fyrir afnot af höfunda- rétti. Miðlun hf. hefur því veitt þjón- ustu sína í góðri trú í heilan áratug án þess að útgefendur dagblaðanna gerðu við það athugasemdir. Fari svo að Hæstiréttur staðfesti dóm Héraðsdóms Reykjavíkur mun Miðlun hf. að sjálfsögðu leita eftir samningum við útgefendur blað- anna til að geta áfram tryggt við- skiptavinum sínum þá þjónustu sem um ræðir enda er það í þágu allra sem hlut eiga að máli. Það er og hefur verið stefna Miðlunar að vinna samkvæmt lögum og í góðu samkomulagi við þá sem hagsmuna eiga að gæta.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.