Morgunblaðið - 14.04.1994, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 14.04.1994, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. APRÍL 1994 31 Reuter Vinningsmynd ÞESSI mynd ljósmyndarans Kevins Carter, sem birtist í The New York Times hlaut Pulitzer-verðlaun í flokki heimildarljósmynda. Hún er af stúlkubarni í Súdan, sem hnigið hefur niður, örmagna úr hungri, og hrægammur fylgist með. Pulitzer-verðlaun til New York Times New York. Reuter. PULITZER-verðlaunin, sem veitt eru fyrir blaðagreinar og ritverk féllu flest í skaut bandaríska stórblaðsins The New York Times, þrjú talsins. Þá hlaut blaðakonan Eileen Welsome, hjá Albuquerque tribune verðlaun fyrir grein, þar sem hún varð fyrst til að segja frá geislatilraunum á mönnum. Leikskáldið Edward Albee hlaut einnig verðlaun fyrir nýjasta leikrit sitt, „Þrjár hávaxnar konur“. Pulitzer-verðlaunin, sem veitt eru Þá má nefna verðlaun fyrir er- árlega, voru afhent í fyrrakvöld. lendar fréttir, sem komu í hlut dag- Verðlaun The New York Times blaðsins The Dallas Morning News voru fyrir fréttaflutning af spreng- fyrir umfjöllun þess um ofbeldi ingunni í World Trade Center, fyrir gegn konum víðs vegar um heim- frásagnir af flóðum í Mið-vestur- inn. Ljósmyndarinn Paul Watson ríkjunum og fyrir ljósmynd af sú- hlaut verðlaun fyrir fréttamynd sína danskri stúlku, fórnarlambi hung- af líki amerísks hermanns, dregnu urs. um götur Mogadishu í Sómalíu. Buthelezi vill ræða nýja tímasetningu Jóhannesarborg. Reuter. MANGOSUTHU Buthelezi, leiðtogi Inkathaflokksins, flokks suður- afrískra Zúlumanna, krafðist þess í gær að tímasetning fyrstu frjálsu kosninganna í Suður-Afríku yrði endurmetin í samningaviðræðum Inkatha og Afríska þjóðarráðsins. Þessu hafnar ANC með öllu og segir að ekki komi til greina að hnika kosningunum til, en þær eiga að fara fram 26-28 apríl. Buthelezi sagði ANC og ríkis- stjórn F.W. de Klerks ekki vilja ræða tímasetningu kosninganna í viðræðum með al- þjóðlegu sátta- semjurunum Henry Kissinger og Carrington lá- varði og að það torveldaði mjög að finna lausn á deilunni. Inkatha- flokkurinn hefur „ „ , . lýst þvi ylir að hann hyggist ekki taka þátt í kosn- ingunum. Nelson Mandela, forseti ANC, átt í gær fund með þeim Kissinger og Carrington og á blaðamanna- fundi að honum loknum sagði hann tímasetningu kosninganna ekki vera til umræðu. Kissinger sagði að það væri „algjörlega óvið- eigandi“ ef hann og Carrington færu að skipta sér af þessu máli. Buthelezi vill að Zúlumenn fái aukna sjálfsstjórn og krefst þess að stjórnarskrá landsins verði breytt í því skyni. Heimildarmenn úr röðum ANC og ríkisstjórnarinn- ar sögðust í gær telja að lítlar lík- ur væru á samkomulagi við ANC þrátt fyrir málamiðlun Kissingers og Carringtons. Svo létt... I# mm Japanir og Bandaríkja- menn funda AL GORE, varaforseti Banda- ríkjanna og Tsutomu Hata, ut- anríkisráðherra Japans, munu funda um viðskiptadeilur ríkj- anna í dag í Marrakesh í Mar- okkó, þar sem haldinn er fund- ur GATT-ríkja. Ekki er búist við miklum árangri af fundi Gores og Hatas en Hata er talinn líklegastur þeirra sem takast á um forsætisráðherra- embættið í Japan, til að bæta samskiptin við Bandaríkin. Lest á milli Stokkhólms og* Arlanda SÆNSKA stjórnin kynnti í gær áætlanir um lestarferðir á milli Stokkhólms og Arlanda-fiug- vallarins. Er kostnaður áætlað- ur um 40 milljarðar ísl. króna og ráðgert að lestarferðirnar hefjist árið 1998. Býður Rút- skoj sig* fram? ALEXANDER Rútskoj, fyrrum varaforseti Rússlands, sagði í gær mögulegt að hann byði sig fram í forsetakosningum í land- inu árið 1996. Það væri undir vilja samflokksmanna sinna í „Fijálst Rússland" komið og kæmi í ljós í næsta mánuði. Rekinn fyrir að móðga nunnu SPÆNSKUM embættismanni hefur verið vikið úr starfi fyrir að móðga nunnu. Nunnan hringdi í ráðuneyti mannsins og spurðist fyrir um afdrif nunna í Rúanda og svaraði maðurinn því til að starf hans fælist ekki í því að leita að týnd- um nunnum í frumskóginum. Orkuskortur áKúbu YFIRVÖLD á Kúbú kenna skorti á varahlutum um orku- skort í landinu. Hefur rafmagn verið skammtað í allt að 10 tíma á dag þar sem varahluti vantar í orkuver, byggð í Aust- ur-Evrópu Blésu lífi í kanarífugla BRESKIR slökkviliðsmenn blésu nýlega lífi í tvo kanarí- fugla, sem var bjargað úr elds- voða. Settu slökkviliðsmennirn- ir súrefnisslöngur á gogga þeirra Billys og Snowys, sem voru orðnir meðvitundarlausir. Þeir eru allir að braggast. Yeðurtungl áloft BANDARÍSKU veðurtungli var í gær skotið á loft, nokkrum árum á eftir áætlun auk þess sem kostnaður fór 800 milljónir dala fram úr áætlun. Mátti ekki tæpara standa, þar sem búist er við að þau veðurtungl sem nú eru í notkun, eyðilegg- ist þá og þegar. Þjófaflokkur að verki í Englandsbanka Faldi seðla í nærbux- um og bijóstahaldara London. The Daily Telegraph. BRESK kona á fimmtugsaldri, Christine Gibson, er sögð hafa verið höfuðpaurinn í skipulögðum þjófnaði á notuðum peninga- seðlum úr Englandsbanka undanfarin fjögur ár. Asamt þrem samstarfsmönnum mun hún hafa stolið sem svarar rúmlega 60 milljónum króna og komið fénu á brott með því að fela það I nærbuxum sínum og bijóstahaldara. Ætlunin var að gömlu seðlun- um yrði eytt. Tveir hengilásar voru á hverjum seðlakassa sem Gibson átti að sjá um, annar hvítur, hinn svartur. Hún hafði aðeins lykil að svarta lásnum en tveim aðstoðarmönnum hennar tókst að skipta um lás, í staðinn fyrir hvíta lásinn var settur ann- ar svartur og hann málaður hvít- ur. Fjórði starfsmaðurinn, Kevin Winwright, sá um að dreifa at- hygli varða meðan Gibson og annar starfsmaður tóku slatta af seðlum úr hverju búnti og lok- uðu síðan kassanum á ný. Þar næst var upprunalega lásnum komið fyrir aftur svo að engin missmíði sæist. Gibson sagðist ætla á salernið og notaði þá tækifærið til að fela seðlana í skáp sínum. Fénu var eytt með margvísleg- um hætti en mikið fór í hvers kyns munað og ferðalög. Gibson og eiginmaður hennar eiga skuldlaust hús, tvo fjórhjóla- drifna bíla, tvö vélhjól, gíym- skratta og dýra skartgripi. Eig- inmaðurinn segist hafa stritað til að eignast þessa hluti. Emb- ættismaður nokkur segir á hinn bóginn að ekkert í launa- eða skattaskýrslum bendi til þess að Gibson hafi „nokkurn tíma gert ærlegt handtak alla ævi sína“. Mínar bestu þakkir til vina og vandamanna fyrirskeyti oggjafir á nirœðis afmœlinu mínu. GuÖný Guöjónsdóttir, Droplaugarstöðum. SÆTRE K JEK S « SÆTRE K JEKS ♦ SÍETÍH KJEKS « SHIRE KJEK
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.