Morgunblaðið - 14.04.1994, Síða 31

Morgunblaðið - 14.04.1994, Síða 31
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. APRÍL 1994 31 Reuter Vinningsmynd ÞESSI mynd ljósmyndarans Kevins Carter, sem birtist í The New York Times hlaut Pulitzer-verðlaun í flokki heimildarljósmynda. Hún er af stúlkubarni í Súdan, sem hnigið hefur niður, örmagna úr hungri, og hrægammur fylgist með. Pulitzer-verðlaun til New York Times New York. Reuter. PULITZER-verðlaunin, sem veitt eru fyrir blaðagreinar og ritverk féllu flest í skaut bandaríska stórblaðsins The New York Times, þrjú talsins. Þá hlaut blaðakonan Eileen Welsome, hjá Albuquerque tribune verðlaun fyrir grein, þar sem hún varð fyrst til að segja frá geislatilraunum á mönnum. Leikskáldið Edward Albee hlaut einnig verðlaun fyrir nýjasta leikrit sitt, „Þrjár hávaxnar konur“. Pulitzer-verðlaunin, sem veitt eru Þá má nefna verðlaun fyrir er- árlega, voru afhent í fyrrakvöld. lendar fréttir, sem komu í hlut dag- Verðlaun The New York Times blaðsins The Dallas Morning News voru fyrir fréttaflutning af spreng- fyrir umfjöllun þess um ofbeldi ingunni í World Trade Center, fyrir gegn konum víðs vegar um heim- frásagnir af flóðum í Mið-vestur- inn. Ljósmyndarinn Paul Watson ríkjunum og fyrir ljósmynd af sú- hlaut verðlaun fyrir fréttamynd sína danskri stúlku, fórnarlambi hung- af líki amerísks hermanns, dregnu urs. um götur Mogadishu í Sómalíu. Buthelezi vill ræða nýja tímasetningu Jóhannesarborg. Reuter. MANGOSUTHU Buthelezi, leiðtogi Inkathaflokksins, flokks suður- afrískra Zúlumanna, krafðist þess í gær að tímasetning fyrstu frjálsu kosninganna í Suður-Afríku yrði endurmetin í samningaviðræðum Inkatha og Afríska þjóðarráðsins. Þessu hafnar ANC með öllu og segir að ekki komi til greina að hnika kosningunum til, en þær eiga að fara fram 26-28 apríl. Buthelezi sagði ANC og ríkis- stjórn F.W. de Klerks ekki vilja ræða tímasetningu kosninganna í viðræðum með al- þjóðlegu sátta- semjurunum Henry Kissinger og Carrington lá- varði og að það torveldaði mjög að finna lausn á deilunni. Inkatha- flokkurinn hefur „ „ , . lýst þvi ylir að hann hyggist ekki taka þátt í kosn- ingunum. Nelson Mandela, forseti ANC, átt í gær fund með þeim Kissinger og Carrington og á blaðamanna- fundi að honum loknum sagði hann tímasetningu kosninganna ekki vera til umræðu. Kissinger sagði að það væri „algjörlega óvið- eigandi“ ef hann og Carrington færu að skipta sér af þessu máli. Buthelezi vill að Zúlumenn fái aukna sjálfsstjórn og krefst þess að stjórnarskrá landsins verði breytt í því skyni. Heimildarmenn úr röðum ANC og ríkisstjórnarinn- ar sögðust í gær telja að lítlar lík- ur væru á samkomulagi við ANC þrátt fyrir málamiðlun Kissingers og Carringtons. Svo létt... I# mm Japanir og Bandaríkja- menn funda AL GORE, varaforseti Banda- ríkjanna og Tsutomu Hata, ut- anríkisráðherra Japans, munu funda um viðskiptadeilur ríkj- anna í dag í Marrakesh í Mar- okkó, þar sem haldinn er fund- ur GATT-ríkja. Ekki er búist við miklum árangri af fundi Gores og Hatas en Hata er talinn líklegastur þeirra sem takast á um forsætisráðherra- embættið í Japan, til að bæta samskiptin við Bandaríkin. Lest á milli Stokkhólms og* Arlanda SÆNSKA stjórnin kynnti í gær áætlanir um lestarferðir á milli Stokkhólms og Arlanda-fiug- vallarins. Er kostnaður áætlað- ur um 40 milljarðar ísl. króna og ráðgert að lestarferðirnar hefjist árið 1998. Býður Rút- skoj sig* fram? ALEXANDER Rútskoj, fyrrum varaforseti Rússlands, sagði í gær mögulegt að hann byði sig fram í forsetakosningum í land- inu árið 1996. Það væri undir vilja samflokksmanna sinna í „Fijálst Rússland" komið og kæmi í ljós í næsta mánuði. Rekinn fyrir að móðga nunnu SPÆNSKUM embættismanni hefur verið vikið úr starfi fyrir að móðga nunnu. Nunnan hringdi í ráðuneyti mannsins og spurðist fyrir um afdrif nunna í Rúanda og svaraði maðurinn því til að starf hans fælist ekki í því að leita að týnd- um nunnum í frumskóginum. Orkuskortur áKúbu YFIRVÖLD á Kúbú kenna skorti á varahlutum um orku- skort í landinu. Hefur rafmagn verið skammtað í allt að 10 tíma á dag þar sem varahluti vantar í orkuver, byggð í Aust- ur-Evrópu Blésu lífi í kanarífugla BRESKIR slökkviliðsmenn blésu nýlega lífi í tvo kanarí- fugla, sem var bjargað úr elds- voða. Settu slökkviliðsmennirn- ir súrefnisslöngur á gogga þeirra Billys og Snowys, sem voru orðnir meðvitundarlausir. Þeir eru allir að braggast. Yeðurtungl áloft BANDARÍSKU veðurtungli var í gær skotið á loft, nokkrum árum á eftir áætlun auk þess sem kostnaður fór 800 milljónir dala fram úr áætlun. Mátti ekki tæpara standa, þar sem búist er við að þau veðurtungl sem nú eru í notkun, eyðilegg- ist þá og þegar. Þjófaflokkur að verki í Englandsbanka Faldi seðla í nærbux- um og bijóstahaldara London. The Daily Telegraph. BRESK kona á fimmtugsaldri, Christine Gibson, er sögð hafa verið höfuðpaurinn í skipulögðum þjófnaði á notuðum peninga- seðlum úr Englandsbanka undanfarin fjögur ár. Asamt þrem samstarfsmönnum mun hún hafa stolið sem svarar rúmlega 60 milljónum króna og komið fénu á brott með því að fela það I nærbuxum sínum og bijóstahaldara. Ætlunin var að gömlu seðlun- um yrði eytt. Tveir hengilásar voru á hverjum seðlakassa sem Gibson átti að sjá um, annar hvítur, hinn svartur. Hún hafði aðeins lykil að svarta lásnum en tveim aðstoðarmönnum hennar tókst að skipta um lás, í staðinn fyrir hvíta lásinn var settur ann- ar svartur og hann málaður hvít- ur. Fjórði starfsmaðurinn, Kevin Winwright, sá um að dreifa at- hygli varða meðan Gibson og annar starfsmaður tóku slatta af seðlum úr hverju búnti og lok- uðu síðan kassanum á ný. Þar næst var upprunalega lásnum komið fyrir aftur svo að engin missmíði sæist. Gibson sagðist ætla á salernið og notaði þá tækifærið til að fela seðlana í skáp sínum. Fénu var eytt með margvísleg- um hætti en mikið fór í hvers kyns munað og ferðalög. Gibson og eiginmaður hennar eiga skuldlaust hús, tvo fjórhjóla- drifna bíla, tvö vélhjól, gíym- skratta og dýra skartgripi. Eig- inmaðurinn segist hafa stritað til að eignast þessa hluti. Emb- ættismaður nokkur segir á hinn bóginn að ekkert í launa- eða skattaskýrslum bendi til þess að Gibson hafi „nokkurn tíma gert ærlegt handtak alla ævi sína“. Mínar bestu þakkir til vina og vandamanna fyrirskeyti oggjafir á nirœðis afmœlinu mínu. GuÖný Guöjónsdóttir, Droplaugarstöðum. SÆTRE K JEK S « SÆTRE K JEKS ♦ SÍETÍH KJEKS « SHIRE KJEK

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.