Morgunblaðið - 14.04.1994, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 14.04.1994, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. APRÍL 1994 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUFAGUR 14. APRIL 1994 33 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Ritstjórnarfulltrúi Árvakur h.f., Reykjavík Flaraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Björn Vignir Sigurpálsson. Kringlan 1, 103 Reykjavík. Símar: Skiptiborð 691100. Auglýsingar: 691111. Áskriftir 691122. Áskriftargjald 1400 kr. með vsk. á mánuði innanlands. í lausasölu 125 kr. með vsk. eintakið. Veiðigjald og frjálsræði Isamtali við sérblað Morg- unblaðsins um sjávarút- vegsmál, Úr verinu, í gær, sagði Rögnvaldur Hannesson, prófessor í fiskihagfræði í Bergen, m.a.: „Ég hef ævin- lega verið mjög hlynntur veiðigjaldi. Ég tel það æski- legan tekjustofn fyrir ríkið og það verður að fjármagna með einhveijum hætti, en þá mætti minnka aðra tekjustofna á móti. Veiðigjaldið held ég líka, að sé réttlætismál. Mér skilst, að hluti andstöðunnar gegn kvótakerfinu sé vegna þess, að fólki ofbýður að menn geti selt óveiddan fisk dýrum dóm- um án þess að hafa borgað nokkuð fyrir hann í upphafi. Það er dálítið vafasöm skipt- ing þjóðararðsins. Því getur verið að leiga eða gjald sé nauðsynlegt til að fá pólitískt samþykki fyrir kerfínu hjá þjóðinni ... Eignarréttur hvílir fyrst og fremst á hefð og virð- ingu manna fyrir lögum og rétti og þá réttlátum lögum. Því fæst aldrei friður um kerfi, þar sem menn eignast jafn mikilvægan nýtingarrétt eins og kvótakerfið gefur, án þess að það sé réttlátt og menn greiði eitthvað fyrir aðgang- inn. Reglurnar verða að vera bæði skynsamar og réttlátar.“ Það er áreiðanlega rétt mat hjá Rögnvaldi Hannessyni, að til þess að fá pólitískt sam- þykki þjóðarinnar fyrir ákveð- inni stefnu í fiskveiðistjórnun þarf gjaldtaka að koma til sögunnar. En þegar samþykki allra aðila liggur fyrir vegna gjaldtöku eru margar leiðir færar. Rögnvaldur Hannesson víkur að því í fyrrnefndu við- tali og segir m.a.: ...á hinn bóginn ætti að vera óþarfi, að stjórnvöld skiptu sér af því, hve mörg eða hve stór skip hver og einn notar til að sækja kvótann sinn. Það á að vera hveijum kvótahafa í sjálfsvald sett, hvernig hann gerir það. Hag- ur þeirra, sem kvótann hafa, hlýtur að vera að sækja físk- inn með sem ódýrustum hætti. Innan kvótakerfisins eiga menn að hafa fijálsræði við veiðarnar og standa síðan og falla með eigin gerðum og ákvörðunum.“ Spurning er, hvort hægt er að þróa hugmyndir Rögnvald- ar Hannessonar um fijálsræði innan kvótakerfisins enn frek- ar og segja sem svo: Að því tilskildu, að útgerðin greiði þjóðinni sanngjarnt gjald fyrir afnot af fiskimiðunum á það að vera mál þeirra, sem gjald- ið greiða, hvernig þeir haga veiðum sínum. Þeir skilmálar, sem eigandi auðlindarinnar setur, þ.e. þjóðin, eru tvenns konar, að fylgt verði ákvörð- unum Hafrannsóknastofnun- ar og ríkisstjórnar um há- marksafla og umsamið gjald sé greitt. Að öðru leyti er það mál þeirra, sem gjaldið greiða, hvaða skipulag þeir hafa á veiðunum. Vilji þeir kvóta- kerfi innan þessa ramma, er það þeirra mál. Vilji þeir eitt- hvert annað kerfi, er það þeirra mál en ekki löggjafans. Hins vegar verða þeir að koma sér saman um skipulag veið- anna. Að slíku fijálsræði innan ákveðins ramma var vikið í Reykjavíkurbréfum Morgun- blaðsins fyrir skömmu. Þar sagði 20. marz sl.: „Fyrirþjóð- ina alla, sem sameiginlega á þá auðlind, sem fiskilniðin eru, er fullnægjandi að út- gerðin greiði gjald fyrir afnot af fískimiðunum og að það sé tryggt að þar fari ekki fram rányrkja. Að öðru leyti eiga þeir, sem sækja sjóinn og verka fiskinn að gera það upp sín í milli, hvernig skipulag veiða og vinnslu er.“ Og á sama vettvangi 27. marz sl. sagði m.a.: „... að sjávarútvegurinn hefði fijáls- ræði til þess að ákveða sjálfur án afskipta löggjafarvalds hvemig hann hagar veiðum og vinnslu innan þess ramma, sem gjaldtakan setur annars vegar og ákvarðanir Hafrann- sóknastofnunar og stjórn- valda um aflahámark hins vegar.“ Sjávarútvegsmálin virðast vera í sjálfheldu á Alþingi. Það er tjmabært að reynt verði að bijótast út úr þeirri sjálf- heldu og þá um leið út úr þeirri miklu og flóknu mið- stýringu, sem búið er að setja upp í sjávarútveginum. For- senda þess að þjóðin veiti póli- tískt samþykki sitt fyrir nýrri stefnu í sjávarútvegsmálum, er gjaldtaka eins og Rögn- valdur Hannesson bendir á. Um annað verður enginn frið- ur eins og prófessorinn í fiski- hagfræði í Bergen segir einnig með réttu. Árangur í vaxtamál- um og næstu skref eftir Davíð Oddsson Yfirlýsing ríkisstjórnarinnar Mikil umskipti urðu á íslenskum fjármálamarkaði eftir yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar um „samræmdar aðgerðir til lækkunar vaxta“ hinn 29. október síðastliðinn. Vextir höfðu haldist mjög háir um langt árabil en eftir að ríkisstjórnin greip til aðgerða náðist einstæður árang- ur til lækkunar vaxta. I því sam- bandi nægir að nefna þrjú dæmi. Raunávöxtun ríkisskuldabréfa til langs tíma var 7,15% í október en er nú um 5%; meðalforvextir víxla voru 16,7% en eru nú 10,7% og meðalraunvextir verðtryggðra út- lána bankanna voru 9,4% en eru nú 7,6%. Þessi lækkun vaxta er í samræmi við þau markmið sem ríkisstjórnin setti sér þegar ákveðið var að nýta möguleika markaðarins til að ná fram lækkun vaxta. Margir voru vantrúaðir á að- gerðir ríkisstjórnarinnar og sumir telja jafnvel enn að vextir hrökkvi fljótlega í sama farið og áður. Þetta er hins vegar misskilningur. Að- gerðirnar voru byggðar á traustum efnahagslegum gi-unni en ekki sjónhverfingum. Efnahagslegar forsendur Þegar til lengri tíma er litið ráð- ast vextir af efnahagslegum for- sendum. Lækkun vaxta á rætur sínar að rekja í breytingum á þess- um grundvallarforsendum. Breyt- ingarnar felast fyrst og fremst í betra jafnvægi í þjóðarbúskapnum, sérstaklega þeirri staðreynd að náðst hefur jöfnuður í viðskiptum við útlönd og stöðugleiki ríkir í verðlagsmálum. Vaxtalækkunin er því ekki skammgóður vermir held- ur varanleg breyting. Ekki væri ástæða til hækkunar vaxta á ný nema þensluhætta vofði yfir eða ójafnvægi hefði myndast á við- skiptajöfnuði. Engin merki sjást um slíkar hættur. Viðhorf manna og væntingar geta hins vegar skipt miklu máli þegar til skamms tíma er litið. Þau sjónarmið hafa heyrst að frekari lækkanir náist ekki og að vextir muni hækka á ný. Að einhveiju leyti virðist íjármagn lífeyrissjóð- anna fylgja slíkum væntingum og vinna þannig gegn markmiðum rík- isstjórnarinnar. Þessar væntingar um afturhvarf til fyrri tíma munu ekki ganga eftir. Frekari lækkun vaxta Efnahagslegar forsendur eru fyrir frekari lækkun vaxta. í því sambandi má meðal annars benda á fimm atriði. í fyrsta lagi eru engin teikn um þensluhættu eða jafnvægisleysj í viðskiptum við önnur lönd. í öðru lagi er raun- gengi krónunnar mjög lágt um þessar mundir og því engin geng- isáhætta fylgjandi íslensku krón- unni. í þriðja lagi eru raunvextir háir á Islandi í samanburði við önnur lönd, þótt bilið í þessu efni hafi minnkað mjög að undanförnu. í fjórða lagi getur vaxtamunur bankanna minnkað þegar aðlögun- arvaldi þeirra vegna fjárhagserfið- leika frá liðnum árum er að baki. Bankarnir hafa af þessum sökum sett mikla fjármuni til hliðar til að mæta útlánatöpum. Margt bendir til að þeir komist senn yfir þann hjalla. í fimmta lagi er stefnt að því að íjárlagahalli verði minni á næsta ári en á þessu ári auk þess sem fjármálaráðherra vinnur nú að viðmiðunar fjárlagavinnu fyrir næstu þijú ár, þar sem forsendan er sú að eyða fjárlagahalla ríkisins. Það fer ekki á milli mála að 5% raunvextir á verðtryggðum ríkis- skuldabréfum eru háir, sama á hvaða mælikvarða er litið. Þannig Davíð Oddsson „Að öllu samanlögðu er því svigrúm hér á landi til vaxtalækkana. Ríkis- stjórnin mun beita sér fyrir frekari lækkunum með þeim markaðstækj- um sem til staðar eru.“ eru til dæmis raunvextir sams kon- ar skuldabréfa í Svíþjóð nú 3,3% og þó er Svíþjóð hávaxtaland í al- þjóðlegum samanburði. Verðtrygg- ing er einfaldlega mikils virði fyrir ijárfesta því þeir þurfa enga verð- bólguáhættu að taka. Menn eru hins vegar ekki vanir svona tölum hér á landi. Hugsanlegt er að frekari endur- skoðun á ijármagnsmarkaðnum sé tímabær. Þar má til dæmis nefna að ríkið gæti gefið út fleiri tegund- ir verðbréfa til að mæta betur þörf- um einstakra ijárfesta. Þá virðist það fyrirkomulag, sem nú er á fjár- mögnun húsnæðisbréfa, vera truf- landi á markaðnum og hlýtur það því að koma til endurskoðunar. Loks er tímabært að fylgja frekar eftir skýrslu nefndar um vaxta- myndun á fjármagnsmarkaði og athuga hvort lagfæringar á ein- stökum reglum á markaðnum séu réttmætar. Vegna fákeppniseðlis íslenska fjármagnsmarkaðarins þarf að gera ríkar kröfur til þeirra aðila sem þar vega þyngst, svo sem banka og lífeyrissjóða. Sérstaka athygli vekur hve seint inn- og útlánavextir banka fylgja eftir lækkun á markaðnum og eins hitt hvernig forráðamenn lífeyrissjóð- anna hafa haldið að sér höndum við fjármögnun húsnæðiskerfisins. Mikilvægt að samstaða ríki Að öllu samanlögðu er því svig- rúm hér á landi til vaxtalækkana. Ríkisstjórnin mun beita sér fyrir frekari lækkunum með þeim mark- aðstækjum sem til staðar eru. Mun fjármálaráðherra ekki lengur binda sig við 5% vexti á nýjum verð- tryggðum ríkisskuldabréfum held- ur miða kaup sín við lægri tölu þannig að vextir geti fylgt efna- hagslegum forsendum á hveijum tírna. Sjálfsagt er að fara gætilega í þessum efnum því sagan situr í mönnum og tefur breytingar á við- horfum og væntingum til samræm- is við efnahagslegar forsendur. En á hinn bóginn má vantrúin ekki þvælast fyrir réttri og eðlilegri þró- un, enda mikið í húfi. Höfundur er forsætisr&ðherra. Formenn norrænna deilda Rauða krossins á fundi í Reykjavík Gífurleg verk- efni eru fram- undan í Bosníu - segir Kristine Magnuson, sem er formaður sænska Rauða krossins og systir Svíakonungs KRISTINE Magnuson, formaður sænska Rauða krossins, segir að gífurleg verkefni séu framundan í Bosníu og fleiri ríkjum Júgóslavíu fyrrverandi og ekki sé fyrirsjáanlegt að líknarstörf- um Rauða krossins þar ljúki á næstunni. Hún segir að Rauði krossinn einbeiti kröftum sínum þessi misserin að fyrrverandi Júgóslavíu og verji miklum fjármunum í hjálparstarf þar. Formenn frá öllum deildum Rauða krossins á Norðurlöndunum hafa verið á fundi í Reykjavík undanfarna tvo daga. Þessir fund- ir eru haldnir tvisvar til þrisvar á ári til að samræma störf Rauða krossins í löndunum fimm og sam- eina kraftana. Norðurlöndin hafa með sér náið samstarf við hjálpar- starf á alþjóðlegum vettvangi og koma þar gjarnan fram sem einn aðili. Kristine Magnuson hefur starf- að fyrir sænska Rauða krossinn í yfir 20 ár. Hún hefur setið í stjórn stofnunarinnar síðan 1987, verið varaformaður frá árinu 1987 og í haust tók hún við formennsku í Rauða krossinum. Kristine er syst- ir sænska konungsins. Morgunblaðið/Kristinn Prinsessa á íslandi KRISTINE Magnuson er for- maður sænska Rauða krossins og hefur starfað fyrir stofnun- ina í yfir 20 ár. Hún er systir Svíakonungs. Kristine sagði að sænski Rauði krossinn ynni að verkefnum mjög víða í heiminum. Hann hefði mjög lengi unnið að hjálparstarfi í Afr- íku, sérstaklega í Suður-Afríku, Eþíópíu, Sómalíu og Súdan. Nú um stundir einbeitti Rauði krossins sér að þeim brýnu og aðkallandi verkefnum sem væru í Bosníu og öðrum stríðshijáðum ríkjum fyrr- verandi Júgóslavíu. Hún sagði að verkefnin þar væru mikil og ekki fyrirsjáanlegt að úr þeim drægi alveg í bráð þó að allir vonuðu að friður kæmist á í landinu sem allra fyrst. Kristine sagði að deildir Rauða krossins á Norðurlöndum væru ekki með fjölmennt starfslið í Bosníu, en legðu fram umtalsvert fjármagn til hjálparstarfsins. Kristine sagði að sænski Rauði krossinn ynni mikið starf á heima- slóðum. Stærsta verkefnið þar væri að liðsinna flóttamönnum, en mjög mikið væri um flóttamenn í Skandinavíu, sérstaklega í Svíþjóð. Hún sagði að Rauði krossinn reyndi að liðsinna flóttamönnum í flóttamannabúðum og eins legði stofnunin sérstaka áherslu á að aðstoða flóttamenn við að aðlaga sig sænsku samfélagi eftir að þeir hefðu fengið ríkisborgararétt í Svíþjóð. Morgunblaðið/Sverrir Þátttakendur og umsjónarmenn TALIÐ frá vinstri: Guðrún Harðardóttir, Diljá Sigursveinsdóttir, Hrafnkell Egilsson, Olga Ólafsdóttir, Jónína Hilmarsdóttir, Stefán Höskuidsson, Kristjana Helgadóttir, Kristín Ragnarsdóttir, Ólöf Sigursveins- dóttir, Iris Gísladóttir, Katrín Arnadóttir, Halldór Gylfason, Kjartan Guðnason, Guðmundur Hafsteinsson, Borgar Magnason, Kristján Kristjánsson, fjölumdæmisstjóri hjá Lionshreyfingunni, og Ingvar Jónasson, Ieiðbeinandi á námskeiðinu í sumar. Tveir nemendanna voru fjarverandi. Sautján íslendingar spila með Orkester Norden í Svíþjóð í sumar Arangurinn sýnir hæfni og dugnað nemendanna - segir Katrín Árnadóttir fiðluleikari sem á sæti í stjórn Orkester Norden ORKESTER Norden 1993, sinfóníuhljómsveit ungra tónlistarmanna á Norðurlöndum, vakti mikla athygli fyrir fallegan flutning er hún lék á Norðurlandaþingi 8. og 9. mars sl. En hljómsveitinni var boðið til þess að leika við afhendingu bókmennta- og tónlistarverðlauna ráðs- ins. Að sögn Katrínar Arnadóttur fiðluleikara tókst Orkester Norden 1993 með miklum ágætum, í hljómsveitinni voru sjö íslenskir hljóðfæra- leikarar og 1 sumar halda 17 íslensk ungmenni til Svíþjóðar til að taka þátt í Orkester Norden 1994. Segir Katrín að þessi góði árangur sýni hæfni og dugnað íslensku nemendanna og kennara þeirra. Hugmyndin að Orkester Norden er rakin til sænsks Lionsmanns, Lenn- arts Fridéns, sem fenginn var til þess að finna verkefni fyrir ungt hæfileika- fólk á Norðurlöndunum. Katrín Árna- dóttir fiðluleikari er félagi í Lions- klúbbnum Engey og er fulltrúi hreyf- ingarinnar í stjórn Orkester Norden verkefnisins. Að sögn Katrínar varð Orkester Norden að veruleika síðast- liðið sumar er 67 ungir tónlistarnem- ar frá 15 til 25 ára komu saman í Svíþjóð og stilitu saman strengi á námskeiði og tónleikum. Það var Svenska Rikskonserter sem sá um að velja þátttakendur en það er gert með því að hlusta á segulbandsupp- tökur af tilteknu verki sem umsækj- andi sendir inn og veit dómnefndin hvorki nafn né þjóðerni umsækjenda. Ekki nógu góðir Katrín, sem tók sæti í stjórn Or- kester Norden ári eftir að hún var skipuð, segir að í fyrstu hafi menn verið hræddir um að íslenskir tónlist- arnemar væru ekki nógu góðir til að veljast til þátttöku í hljómsveitinni. „Ég heyrði á samstarfsmönnum mín- um í stjórninni að þeir hefðu verið hræddir um það að Islendingar væru ekki nógu duglegir til þess að vera með. Þeir áttu ekki von á að við, þessi litla þjóð, ættum nógu góða tónlistarnemendur,“ segir Katrín. 1 apríl í fyrra bárust síðan fregnir um það að að átta nemendur hefðu verið valdir frá íslandi og tveir til vara. Ein stúlkan komst ekki og leikar fóru þannig að íslendingar áttu sjö fulltrúa í hljómsveitinni að sögn Katrínar. Sautján Islendingar voru síðan valdir til þátttöku í Orkester Norden 1994 en umsóknir voru 500. Frá Finn- landi koma 21, 16 frá Danmörku, 17 frá Noregi og 30 frá Svíþjóð og seg- ir Katrín að við megum vel við una að eiga svo marga fulltrúa. „Þessi árangur ræðst fyrst og fremst af hæfni og dugnaði okkar nemenda og kennara," segir Katrín. Hún segir markmið samstarfsins að gefa ungu norrænu tónlistarfólki tækifæri til þess að hittast og vinna saman, það kynnist norrænni tónlist og hvert öðru og að mörg vináttubönd hafi vei'ið bundin á Orkestéi' Nördeíi11998; Segir Katrín að yndislegt hafi verið að verða vitni að vináttu þátttakenda og að skilnaðarstundin hafi verið sár fyrir marga. „Vettvangurinn er einnig ætlaður til þess að kynna norræna tónlist og leikið er nýtt tónverk frá einu Norðurlandanna á ári hverju. í fyrra var til dæmis spilað verk eftir Þorkel Sigurbjörnsson, sem heitir Hljómsveitartröll, og samið var sér- staklega fyrir hljómsveitina til að tryggja að íslendingar kæmust ör- ugglega á blað,“ segir Iíatrín. Hún segir einnig að ekki hafi gefist mikill tími til undirbúnings í fyrra en hún tók að sér að fá íslenska tónlistarnem- endur til þess að sækja um þátttöku. „Ég tók mig til og fór til kollega minna í sinfóníunni og sagði þeim að hvetja sína nemendur til að sækja um og fá æfinganótur. Síðan dreif ég mig líka í tónlistarskólana til að kynna þetta. Það kom mér mjög á óvart að átta skyldu valdir í hljómsveitina," segir Katrín. Alvöru hljómsveit Segir hún að í fyrstu hafi verið afráðið að fara hægt af stað en nú sé búið að stækka hljómsveitina og stofna alvöru sinfóníuhljómsveit eins og hún tekur til orða en hljóðfæraleik- ararnir verða 102. Talsverður kostn- aður hlýst af verkefninu en þátttak- endur þurfa engu að kosta til öðru en því að leggja hart að sér við æfing- ar svo þeir fái að vera með. „Það var unnið að því að fá Lionsklúbbana til þess að styrkja verkefnið sem tókst ljómandi vel en kostnaðurinn fyrir hvern þátttakanda er 50.000 krónur. Seðlabankinn hefur auk þess veitt okkur styrk og sömuleiðis Flugleiðir með hagstæðum fargjöldum sem við erum þakklát fyrir. Lionshreyfingin leggur til um 25% af heildarkostnaði en það eru Norræni menningarsjóður- inn og ýmsir styrktaraðilar sem sjá um afganginn." Markmiðið með hljómsveitinni, auk þess að gefa ungu norrænu tónlistarfólki tækifæri til þess að hittast og vinna saman, er að Katrínar sögn að gefa því kost á að starfa í hljómsveit sem gerir mikl- ar kröfur til hljóðfæraleikaranna. Þarna fái þau að reyna að spila í topp- 1 hljþmsveit '!enda séu þau valin. eftii* hæfni. „Það má sækja um aftur og aftur og við erum að vona að mynd- ist góður kjarni í hljómsveitinni. Þetta er óskaplega mikil hvatning fyrir krakkana. Þeim sem fóru í fyrra fannst þetta skemmtilegt og spenn- andi og þetta hvetur þau til þess að léggja sig fram við námið því þau verða að keppa um það að komast inn á hverju ári,“ segir Katrín. Orkester Norden hittist síðan í Finnlandi 1995 og segir Katrín að það sé síðasta árið sem Norræni menningarsjóður- inn og Lionshreyfingin hafi ákveðið að styrkja verkefnið á þennan hátt. „Við sem sitjum í stjórninni og erum að vinna að þessu erum að vonast til þess að norræn stjórnvöld taki hljóm- sveitina upp á sína arma sem dæmi um norrænt samstarf fyrir ungt fólk og kynningu á norrænni menningu því við höfum fullan hug á því að hljómsveitin ferðist um Evrópu og víðar, en ekki eingöngu á Norðurlönd- um,“ segir Katrín loks. í greinargerð sem lögð hefur ver- ið fram í borgarráði kemur fram að þegar hafa verið ráðnir 109 starfs- menn til starfa hjá stofnunum og fyrirtækjum borgarinnar af atvinnu- leysisbótum. Auk þess hafi 42 ein- staklingar af atvinnuleysisskrá verið ráðnir til starfa hjá borgarskirfstof- um í ýmis önnur störf það sem af er árinu. Þá hafa 150 einstaklingar verið ráðnir í önnur átaksverkefni, meðal annars hjá Granda hf. og Skólaskrifstofu. Að auki hafa 57 ein- staklingar verið ráðnir í gegnum Ráðningarstofuna frá áramótum til starfa hjá fyrirtækjum og stofnunum í Reykjavík. Átaksverkefni í erindi Stefáns Hermannssonar borgarverkfræðings til borgarráðs kemur >írám að i sfcgðið> sée að= tátaksn.. < Verslunar- ráð finnur að könnun Samkeppn- isstofnunar VERSLUNARRÁÐ íslands telur að Samkeppnisstofnun hafi farið út fyrir þær heimildir sem stofn- unin hefur til að krefjast upplýs- inga frá íslenskum fyrirtækjum. Ráðið hefur farið fram á að upp- Jýsingakröfur Samkeppnisstofn- unar verði endurskoðaðar og lag- aðar að því sem ráðið telur gild- andi heimildir. Að öðrum kosti telur Verslunarráð að félags- mönnum þess sé óskylt að verða við kröfum stofnunarinnar um upplýsingar umfram það sem þeir kjósá sjálfir. Samkeppnisstofnun ritaði meira en 300 fyrirtækjum bréf hinn 22. mars síðastliðinn og fór fram á upplýsingar til að gera úttekt á „stjórnunar- og eignatengslum milli fyrirtækja sem starfa á íslenskum markaði“. Stofnunin byggir heim- ildir sínar til að óska þessara upplýs- inga á 39. grein samkeppnislaga og er með þessari aðgerð að hrinda í framkvæmd ákvæði II til bráða- birgða í samkeppnislögum frá 1993. Verslunarráð ritaði Samkeppnis- stofnun bréf 6. apríl og þar kemur fram að ráðið telur að heimildir 39. greinar samkeppnislaga nái ekki til svo almennrar könnunar sem þessarar heldur beri að túlka laga- greinina þröngt. Heimildirnar bygg- ist á því að um sérstaka rannsókn sé að ræða á ákveðnum aðila en ekki almenna úttekt. Þá telur ráðið að ekki verði séð að upplýsingakröf- ur Samkeppnisráðs séu nauðsynleg- ar í öllum tilvikum. Samkeppnisstofnun átti fund með fulltrúum Verslunarráðs hinn 11. apríl vegna þessa máls. Á þeim fundi gerðu fulltrúar Verslunarráðs meðal annars athugasemd við að könnunin næði ekki til fyrirtækja í opinberri eigu, að undanskildum fjármáþastofnunum. Að sögn Ge- orgs Ólafssonar, forstjóra Sam- keppnisstofnunar, sér hann ekkert því ti! fyrirstöðu að þessi athugun nái einnig til fyrirtækja í eigu ríkis- ins sem stunda atvinnurekstur. verkefnum með þrennskonar hætti. I fyrsta lagi er ráðið til starfa til stofnana og fyrirtækja borgarinnar og er gert ráð fýrir að ráðningin nái til verkefna sem muni kosta um 540 millj. af þeim 790 millj., sem eru á verkefnaskrá. í öðru lagi verður lengd vinnutíma skilyrt þegar um lokuð útboð er að ræða og verktaka jafnframt skylt að ráða ákveðið hlut- fall mannafla af atvinnuleysisskrá. Fram kemur að í lokuðum útboðum verða verkefni fyrir um 150 millj. og að sérstaklega hafi verið auglýst eftir verktökum sem áhuga hefðu á þátttöku. 160 svör bárust. Loks er í nokkrum verkum verulegur tíma- sparnaður og hagræði af beinum samningum og er gert ráð fyrir að unnin verði verk fyrir um 100 millj. Helstu verkefnin eru á vegum gatna- málastjóra ogHitaveituiReykjaríkur, Átaksverkefni á vegum borgarsjóðs 260 starfsmenn ráðn- ir til starfa í apríl í ÞESSUM mánuði er gert ráð fyrir að ráðnir verði um það bil 260 starfsmenn vegna átaksverkefna til starfa á vegum verktaka og hjá fyrirtækjum og stofnunum borgarinnar. Þá er gert ráð fyrir að í lok maí verði búið að ráða samtals 800 manns til starfa í tímabundin átaks- verkefni á vegum Reykjavíkurborgar. Gert er ráð fyrir að heildar- kostnaður vegna átaksverkefna verði 790 millj.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.