Morgunblaðið - 19.04.1994, Page 55

Morgunblaðið - 19.04.1994, Page 55
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. APRÍL 1994 55 STÆRSTA TJALDIÐMEÐ HX 11 EGI R' ©©! iliÉBll AÍBd SIMI: 19000 ICURT RUSSELL VAL ICILMER ★ ★ ★ S.V., Mbl.. fi, ?) 1 I ★ ★ ★ Ó.H.T.. Rás 2. Einn aðsóknarmesti vestri fyrr og síðar í Bandaríkjunum. Vönduð og spennandi stórmynd, hlaðin stórleikurum. „Afþreyingarmynd sem ör- ugglega á eftir að ylja mörg- um vestraunnanda hér sem erlendis. Það er keyrsla í mikilúðlegum tökum undir stjórn snillingsins Williams Frankers, nánast aldrei dauðtu- pimktur.“ ★ ★ ★ S.V., Mbl. ★ ★ ★ Ó.H.T., Rás 2. Sýnd kl. 4.40, 6.50, 9 og 11.20. Bönnuð innan 16 ára. BLEKKIIMG SVIK Far vel frilla min PÍANÓ Þreföld Óskarsverölaunamynd. Sýnd kl. 4.50, 6.55,9 og 11.05. Miðau. kr. 350 KRYDDLEGIN HJÖRTU Aðsóknarmesta erlenda myndin í Bandaríkjunum frá upphafl. Sýnd kl. 5,7,9 og 11. Tilnefnd til Óskarsverðlauna sem besta erlenda mynd árs- ins. Sýnd kl. 5 og 9. Bönnuð i. 12 ára. Miðav. kr. 350 LÆVÍS LEIKUR Pottþéttur spennutryllir. Sýnd kl. 5,7,9 og 11. Bönnuð innan 16 ára. IVIORÐ Miðav. kr. 350 Miðav. kr. 350 HETJAN TOTO Frumsýning á marg- faldri verðlauna- mynd frá Belgíu Cannes: Besta frumraun leikstjóra og uppáhalds- mynd hátíðargesta 1991. 4 Felix-verðlaun í Berlín: Besta frumraun, besta leikstjórn, besti karlleikari og besta kvikmyndataka. Leikstjórn: Jaco von Dormaei. Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. Bönnuð innan 12 ára. DÓMSDAGUR Sýnd kl. 5, 7, 9og11. Bönnuð innan 16 ára. ÚR DAGBÓK LÖGREGLUNNAR í REYKJAVIK: 15. -18. apríl 1994 Á tímabilinu eru 532 færslur í dagbókina. Að venju eru afskipti af ölvuðu fólki mest áberandi, eða 82. Þá var 27 sinnum kvartað yfir hávaða og ónæði, þijú útköll voru ' vegna heimilisófriðar, 17 vegna innbrota, 11 vegna þjófnaða, 11 vegna rúðu- brota, 9 vegna skemmdar- verka og 10 vegna líkams- meiðsla. Tveimur brugg- stöðum var lokað. Fimm líkamsmeiðing- anna voru í miðborginni, 4 á vínveitingastöðum og 1 í heimahúsi. í flestum til- vikum var um minniháttar meiðsli að ræða. Fjórum sinnum var til- kynnt um að kveikt hafi verið í sinu innan borgar- markanna. Nú fer í hönd sá tími sem frekar má telja að börn fari að fikta með eldfæri á víðavangi með tilheyrandi afleiðingum. Nú reynir á að foreldrar fylgist með hvað börn þeirra hafa fyrir stafni og beini þeim ein- dregnu tilmælum til þeirra að kveikja ekki í sinu, enda slíkt með öllu óheimilt. Sérstaklega á þetta við um Fossvogsdal og Elliðaár- dal. Aðfaranótt laugardag;s var tiikynnt um að brotist hefði verið inn í söluturn á Artúnshöfða. Hlera fyrir söluopi hafði verið sparkað upp og einhverju af vindl- ingum,' kveikjurum og smámynt verið stolið. Sést hafði til þriggja unglinga á staðnum og náðist að handtaka einn þeirra. Sá viðurkenndi verknaðinn. Á laugardagskvöld var tilkynnt um lausan eld í húsi við Dugguvog. Eldur hafði viknað út frá kaffi- könnu og mun hafa verið búinn að krauma einhvern tíma. Hann hafði læst sig í vegg og loft hússins, en það er járngrindarhús klætt innan með timbri og plasti. Talið er að þarna hefði getað orðið stói-bruni ef eldurinn hefði ekki upp- götvast svo fljótt sem raun var á. Á sunnudag var tilkynnt um að kona hefði fallið af hestbaki í Víðidal við Reið- höllina. Taumur hafði fest við fót hennar og dróst hún nokkra vegalengd með hestinum. Konan var flutt á slysadeild með sjúkrabif- reið. Lögreglustjóri og dóms- málaráðherra buðu borgar- stjóra til fundar í lögreglu- stöðinni í Breiðholti síðdeg- is á föstudag. Tilefnið var að ræða hugmyndir lög- reglunnar í Reykjavík um áherslur í löggæslumálum og efla stuðning við þá aðstöðu sem væntanlegar breytingar gerðu kröfur til. Hugmyndir lögreglunnar byggjast á aukinni grennd- arlöggæslu, þ.e. meiri ná- lægð við fólkið í borginni á þeim svæðum þar sem áhugi og vilji íbúanna er á náinni samvinnu um að- ferðir sem draga mega úr líkum á afbrotum. Það er vilji lögreglunnar að nýta sér þann möguleika, sem kann að felast í samstarfs- möguleikum félaga, stofn- ana, hagsmunaaðila og einstaklinga á tilteknum svæðum. Borgarstjóri lýsti sig reiðubúinn til þess að styðja og styrkja þess við- leitni lögreglunnar og mun verða hermi innan handar við útvegun aðstöðu eftir því sem þurfa þykir. Lög- reglan hefur um langt skeið árangurslaust reynt að fá til afnota hentugt húsnæði miðsvæðis í sunnaverðu Árbæjarhverfi, en vonir standa nú til að það geti orðið að veruleika fyrr en seinna. Aðilar eru sammála um gildi fyrir- byggjandi starfa hjá lög- reglu. Lögreglan þurfti að kæra 36 ökumenn fyrir að aka of hratt um helgina, auk þess sem nauðsynlegt þótti að áminna 47 aðra fyrir að virða ekki hraða- takmarkanir eða önnur ákvæði umferðarlaga. Af þessum 36 ökumönnum óku 13 hraðar en 100 km/klst. Fjórir þeirra voru stöðvaðir í akstri innan- bæjar. 17 ökumenn voru kærðir fyirr önnur umferð- arlagabrot. Þá eru 7 öku- menn, sem stöðvaðir voru í akstri, grunaðir um að hafa verið undir áhrifum áfengis. Einn hafði lent í umferðaróhappi áður en til hans náðist. Tilkynnt var um 19 aðra árekstra um helgina og tvö minniháttar umferðarslys. Lögreglan á Suðvestur- landi stendur nú fyrir sam- eiginlegu umferðarátaki þar sem athyglinni er sér- staklega beint að hrað- akstri og notkun bílbelta. Svo virðist sem ökumenn virði um þessar mundir al- mennt leyfileg hámarks- hraðamörk og þeir, og far- þegar þeirra, virðast nota að jafnaði bílbeltin, en þó eru því miður til undan- tekningar þar á. Þetta sameiginlega umferðará- tak heldur áfram. F.v. Gilberto Bibeiro frá hótel Brisa Sol í Albufeira, Daniel Albano frá i»ortúgalska flugfélaginu, Carlos Teixeira, markaðsstjóri portúgölsku ferðamála og viðskiptaskrif- stofunnar í Stokkhólmi, Hörður Gunnarsson, forstjóri Úrvals/Útsýnar, Melo Ban- deira, fyrsti sendiráðsritari í sendiráði íslands og Noregs í Osló, Fernandes Hipolito frá ferðamálaráði Algarve og Carlos Santos frá Brisa Sol. Góðar undirtektir á port- úgalskri ferðakynningu UM helgina var haldin portúgölsk ferðakynning á vegum ferðaskrifstofunnar Úrvals/Útsýnar og í sam- vinnu við ýmsa portúgalska aðila í ferðaþjónustu. Carlos Teixeira, markaðs- stjóri portúgölsku ferðamála- skrifstofunnar í Stokkhólmi, sagði að kynningin hefði tek- ist mjög vel og án efa mundi hún skila sér á þann hátt að enn fleiri Islendingar kysu að eyða sumarleyfi sínu í Portúg- al. Efnt var til vínsmökkunar, golfkeppni og fleiri uppákom- ur voru og á Café óperu eru þessa viku portúgalskir réttir á matseðlinum. Teixeira sagði að fjölgun íslenskra ferða- manna til Portúgais síðustu ár væri slík að miðað við fólks- fjölda væri ísland ofarlega á blaði yfir þjóðir með flesta gesti í Portúgal. Hann sagðist benda á að æ fleiri nýttu sér að taka bílaleigubíl og keyra Frá höllinni í Sintra sem er skammt frá Lissabon. um og sjá þannig meira af landinu. Einnig væri aukinn ferðamannastraumur til Lissabon meðal annars vegna þess að hún væri menningar- borg Evrópu 1994 og hvers kyns listviðburðir væru á dag- skrá allt þetta ár.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.