Morgunblaðið - 19.04.1994, Side 59

Morgunblaðið - 19.04.1994, Side 59
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. APRÍL 1994 59 Mannbjörg er Trausti II. KE 79 sökk út af Reykjanesi Gafst ekki tími til að senda út neyðarkall Jveflavík. ^ „ÉG HAFÐI lagt mig frammí og var í sjógallanum. Allt í einu hrökk ég upp og fann um leið að hreyfingar bátsins voru ekki eðlilegar. Ég rauk upp og út og sá þá að báturinn var orðinn mjög siginn að aftan, svo siginn að mín fyrstu viðbrögð voru að fara frammá og koma björgunarbátnum í sjóinn. Það gekk vel og þegar því var lokið ætlaði ég að fara afturí stýrishús til að senda út neyðarkall en þá var Trausti orðinn það siginn að ég hætti við og kom mér frá borði hið snarasta," sagði Guðni Rúnar Pálsson sjómaður i Sandgerði. 11 tonna trébátur hans, Trausti II. KE 79, sökk skyndilega um 40 sjómílur suðvestur af Reykjanesi snemma á sunnudagsmorgun. Guðna Rúnari var bjargað um borð í TF-SIF, þyrlu Gæslunnar, eftir að boð bárust frá neyðarsendi úr gúmmíbátnum. Guðni Rúnar sagðist hafa lagt úr höfn í Sandgerði á laugardags- morgun. „Ég hélt út að svokölluð- um Boða sem er um 50 sjómílur suðvestur af Sandgerði og þangað var ég kominn um sexleytið. Þegar ég renndi færunum var ekkert að hafa þannig að ég ákvað að leggja mig og bíða morguns. Mér tókst ekki að kveikja upp í kabyssunni og ákvað að leggjast í öllum gallan- um. Ekki vissi ég hvað klukkan var þegar ég hrökk upp en ég fann um leið að hreyfingar bátsins voru ekki eðlilegar. Mestu erfiðleikarnir hófust þeg- ar ég var kominn um borð í gúmmí- bátinn og ætlaði að komast frá Trausta. Það var sama hvemig ég reyndi, alltaf var báturinn við síð- una. Þá fór ég að athuga málið og sá að lína var föst í Trausta. Ég skar á línuna og ýtti síðan bátnum fram með stefninu og reyndi aftur að róa frá, en það gekk ekki heldur sama hvernig ég hamaðist. Þá athugaði ég aftur aðstæður og fann aðra línu með árinni sem lá í sjónum í áttina að Trausta og eftir á að hyggja held ég að þetta hafi verið rekankerið. Ég skar á þá línu líka og þá komst ég loksins frá. Það mátti heldur ekki tæpara standa, því í þann mund lagðist Trausti á hliðina og sökk - og ef ég hefði ekki verið kominn frá hefði hann lagst á gúmmíbátinn." Guðni Rúnar sagðist strax hafa skotið upp rakettu og kveikt á blysi þar sem hann hefði séð ljós á bát- um ekki langt frá. Veður hefði verið ágætt, gola, þokusuddi og smá undiralda. Hann hefði einnig kveikt á neyðarsendinum og geng- ið hálfbrösulega þar sem gleraug- un hefðu orðið eftir í Trausta. Stuttu seinna hefði hann heyrt vélarhljóð stutt frá og þá skotið upp öðrum og síðasta flugeldinum, en hann hefði greinilega ekki sést heldur. Þá hefði lítið verið hægt að gera annað en að bíða og hann hefði verið farinn að búa sig undir langa vist í bátnum, þegar hann heyrði hljóðið í þyrlunni. Flogið var með Guðna Rúnar til Reykjavíkur- flugvallar þar sem hann var fluttur með sjúkrabifreið í Borgarspítal- ann og þaðan fékk hann fljótlega að fara eftir rannsókn. Guðni Rún- ar var í svokölluðum vinnuflotgalla sem hann sagði að hefði bjargað miklu. Einnig vildu hann og fjöl- skylda hans koma á framfæri þakklæti til björgunarmanna sinna á þyrlunni. Morgunblaðið/Björn Blöndal Guðni Rúnar Pálsson ásamt eiginkonu sinni, Herdís Hallgrímsdótt- ir og dætrunum Þóru Tinnu og Hrefnu Kolbrúnu. -BB Póstur og sími vísar atriðum í kvörtun Radiómiðunar á bug Aðrir söluaðilar gátu borið sig eftír nafnalista hjá P&S PÓST- og símamálastjóri, aðstoðar póst- og símamálastjóri og blaða- fulltrúi fyrirtækisins vildu ekki tjá sig um einstök atriði kvörtunar eiganda Radíómiðunar til Samkeppnisstofnunar sem greint var frá í Morgunblaðinu síðastliðinn sunnudag. Sendu yfirmenn Pósts og síma frá sér athugasemd sem fer hér á eftir. Þar segir meðal ann- ars að öðrum söluaðilum hafi verið frjálst að bera sig eftir lista með heimilisföngum og símanúmerum farsímaeigenda hjá fyrirtæk- inu á sínum tíma. Samkeppnisstofnun mun leita eftir greinargerð frá Pósti og síma vegna kvörtunarinnar. Guðmundur Sigurðsson yfírvið- skiptafræðingur hjá Samkeppnis- stofnun segir að Pósti og síma verði sent erindi í kjölfar kvörtunarinnar. Sjónarmið og skýringar Pósts og síma verði kannaðar og muni stofn- unin þvínæst skila áliti sínu. Kvart- anir vegna viðskiptahátta P&S hafa einnig borist umboðsmanni Alþingis og Verslunarráði á þessu ári. I febr- úar sl. var afnumin heimild fyrir- tækisins til að beita lokunum á síma vegna vanskila á greiðslum af sím- tæki. í mars skilaði umboðsmaður Alþingis einnig því áliti að stofnun- in hafi ekki heimiid í lögum til þess að firra sig bótaábyrgð vegna mis- taka við afgreiðslu símtala og skeyta. Athugasemd Pósts og síma Yfirmenn og blaðafulltrúi Pósts og síma vildu ekki svara einstökum efnisatriðum í kvörtun Radíómiðun- ar í samtali við Morgunblaðið og kusu að senda frá sér eftirfarandi athugasemd: „Þegar ákveðið var að leggja niður handvirka bílasíma- kerfið um áramótin 1993-94 var jafnframt tekin ákvörðun um að notendur þess þyrftu ekki að greiða nýtt stofngjald fyrir þjónustu ef þeir vildu flytja sig yfir í NMT-far- símakerfið eða GSM-kerfið sem verður tekið í notkun í haust. Póst- ur og sími kynnti öllum notendum kerfisins þessa ákvörðun bréflega. Jafnframt var öllum sem málið var skylt tilkynnt um það með stórri auglýsingu í Morgunblaðinu 12. janúar 1993. Hálfu ári áður en kerfinu var lokað fór ítarleg frétta- tilkynning frá Pósti og síma um farsímakerfin til allra fjölmiðla og þar var minnt á að handvirkir not- endur ættu rétt á þessari niðurfell- ingu stofngjalda. Það atriði kom m.a. skýrt fram í frétt Morgun- blaðsins 2. júní 1993. Þeir aðilar sem selja farsíma hér á landi gátu því með árs fyrirvara búið sig undir að notendur hand- virkra farsíma hefðu hug á því að kaupa sér síma í nýja kerfinu. Söluaðilarnir eru misjafnlega vakandi yfir markaðinum og er Pósti og síma ekki kunnugt um hvort eða hvernig þeir reyndu að höfða til þess hóps með auglýsing- um eða tilboðum á notendabúnaði. Hins vegar sendi söludeild Pósts og síma handvirkum bílasímanot- endum bréf fyrir áramót þar sem þeim var boðinn tímabundinn 15% afsláttur af ákveðinni tegund far- síma. Skrá yfír þessa tæplega 300 rétthafa var fengin frá reikninga- gerð en með lítilli fyrirhöfn hefði mátt senda bréfið eftir skrá yfír handvirka farsímanotendur sem birt er í símaskránni. Öðrúm söluað- ilum sem báru sig eftir því stóð þessi sami nafnalisti til boða og fékk a.m.k. einn söluaðili til viðbót- ar þennan lista. Það getur hins vegar ekki verið í verkahring Pósts og síma að benda einum söluaðila á hvað einhver annar hafi látið sér hugkvæmast. Kristján Gíslason gerir einnig athugasemdir við það í Morgun- blaðinu.að Póstur og sími selji gjald- tökubúnað sem ekki hafi verið próf- aður af Fjarskiptaeftirlitinu. Sá búnaður er íslensk hönnun og fram- leiðsla og þeirrar gerðar að hann tengist ekki beint inn í íjarskipta- kerfið. Hann skráir einungis far- símanotkunina og farsímarnir hafa verið prófaðir hjá Fjarskiptaeftirlit- inu. Því var ekki talin ástæða til þess að óska eftir prófun á gjald- mælinum sjálfum. Kristjáni var kunnugt um þessa afstöðu þegar hann tók þennan sama búnað til sölu hjá sínu fyrirtæki. Farsímafréttir er blað sem Póstur og sími gefur út sem lið í þjónustu við farsímanotendur. Ekki reyndist áhugi fyrir því hjá seljendum not- endabúnaðar að fá birtar auglýsing- ar í blaðinu en liins vegar var ekki orðið við beiðni Kristjáns Gíslasonar um að fá að auglýsa búnað eins og um ritstjórnarefni væri að ræða.“ Morgunblaðið/Þorkell Ármann Kr. Einarsson afhendir Guðrúnu H. Eiríksdóttur Barnabóka- verðlaunin 1994. íslensku barnabókaverðlaunin 1994 Nýr höfundur kom* fram á sjónarsviðið ÍSLENSKU barnabókaverðlaunin árið 1994 voru afhent í Norræna húsinu á föstudag. Verðlaunin hlaut Guðrún H. Eiríksdóttir, meinatækn- ir á Akranesi, fyrir söguna Röndóttir spóar. Sagan er frumraun Guðrún- ar og kom út hjá bókaforlaginu Vöku-Helgafelli sama dag og verðlaun- in voru afhent. Að þeim stendur Verðlaunasjóður íslenskra barnabóka. Á fjórða tug handrita bárust í keppnina. Hjá Kristni Amarsyni, útgáfu- stjóra hjá Vöku-Helgafelli, kom fram að fjórir aðilar stæðu að verðlauna- sjóðnum: Vaka-Helgafell, Barnabók- aráðið-íslandsdeild IBBY-samtak- anna, Barnavinafélagið Sumargjöf og fjölskylda Ármanns Kr. Einars- sonar rithöfundar. Stofnað hefði ver- ið til verðlaunanna í tilefni af 70 ára afmælis Ármanns árið 1985 og væra þau nú afhent í níunda sinn. Ólafur Ragnarsson, framkvæmda- stjóri Vöku-Helgafells, minnti á að tilgangur verðlaunanna væri að örva fólk til að skrifa bækur fyrir böm og unglinga. Hann tilkynnti val verð- launasögunnar og vitnaði í umsögn dómnefndar. Þar segir að sagan sé vel samin og leiftri af frásagnar- gleði. „Atburðarásin er hröð og spennandi en um leið er fjallað á nærfærinn hátt um vináttu nokkurra krakka, bæði á gleðistundum og þeg- ar vanda ber að höndum." Ólafur afhenti Guðrúnu viður- kenningarskjal og Ármann afhenti henni verðlaunaféð, 200.000 krónur. Hann vék að verðlaunasögunni. „Röndóttir spóar er sterk og litrík saga sem hrífur lesendur sína og er ekki auðvelt að leggja frá sér bókina fyrr en að loknum lestri. Það er spá mín að þessi viðburðaríka og ævin- týralega saga eigi eftir að gleðja marga,“ sagði Ármann. Samin í Portúgal Því næst fékk Guðrún orðið og þakkaði hún aðstandendum verð- launasjóðsins viðurkenninguna og fjölskyldu sinni þolinmæðina á með- an á samningu bókarinnar hefði stað- ið. Guðrún sagði í samtali við Morg- unblaðið að sagan væri samin í árs- leyfi fjölskyldunnar í Portúgal. „Vj^ keyptum okkur tölvu og fóram með hana í ársleyfi til Portúgals sumarið 1992. Ég byijaði á að skrifa fyrir sön minn. Hann hafði tekið með sér kassa af bókum en var fljótur með þær og vildi meira lesefni. Ég fór því að skrifa fyrir hann á daginn og las kaflana hvern af öðram fyrir hann á kvöldin. Þess vegna er bókin eins og hún er. Alltaf eitthvað spenn- andi í hverjum kafla," Sagði Guðrún og gat þess að eftir því sem liðið hefði á dvölina í Portúgal hefðu fleiri og fleiri úr fjölskyldunni farið að skrifa þar til allir hefðu verið skrif- andi. Guðrún og eiginmaður hennar eiga tvö böm. Sextán ára stúlku og tíu ára dreng. Hún sagði að sonur hennar hefði hvatt hana til að senda söguna í keppnina. „Ég hringdi reyndar fyrst í forlagið fyrir jólin og var þá orðin alltof sein, en mér var bent á keppn- ina og ákvað að láta slag standa," sagði Guðrún og bætti við að verð- launin hefðu vægast sagt komið henni á óvart. „Ég er ekki viss um að ég hefði getað haldið mér upp- réttri hefði ég staðið þegar mér vora tilkynnt úrslitin en sem betur fer sat ég,“ sagði hún. Guðrún sagði að verðlaunin væru vissulega mikill stuðningur fyrir hana. Hins vegar vildi hún engu lofa um fleiri bækur í bráð. 7 15. leikvika , 16-17. aprfl 1994 Nr. Leikur: Röðin: 1. Atalanta - Napoli - X - 2. Cremonese - Torino - X - 3. Foggia - Genoa 1 - - 4. Juvcntus - Lado 1 - - 5. Lecce - Reggiana - - 2 6. Milan - Udinese - X - 7. Parma - Cagliari 1 - - 8. Roma - Piacenza 1 - - 9. Sampdoria - Inter 1 - - 10. Bari - Cesena - - 2 11. Bresda - Padova 1 - - 12. Lucchcse - Vcrona - X - 13. Pescara - Venezla 1 - - Heildarvinningsupphœðin: 10,8 milljón krónur~| 13 réttir: 857.920 J kr- 12 réttin 12.630 J kr. 11 réttin 860 ] 10 réttin 0 J kr. OLTINN 15. leikvika, 16-17. aprfl 1994 Nr. Leikur: Röðin: 1. Hackcn - Göteborg - - 2 2. Landskrona - Malmö - X - 3. Norrköping - Hammarfa 1 - - 4. Trelleborg - Örebro - X - 5. Öster- Halmstad 1 - - 6. Arsenal - Chelsea 1 - - 7. Coventry - ShefT. Wed - X - 8. Liverpool - Newcastle - - 2 9. Manch. City - Norwidi - X - 10. Oidham - West Ham - - 2 11. QPR- Everton 1 - - 12. SouthampL - Blackbum 1 - - 13. Wimbledon - Man. Utd. 1 - - Hcildarvinningsupphæðin: 99 milljón krónur 13 réttin 1.900.300 kr. 12 réltin 38.950 kr. 11 réttin 2.890 kr. 10 réttin 710 kr.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.