Morgunblaðið - 20.04.1994, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 20.04.1994, Blaðsíða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAG UR 20. APRIL 1994 Ástkæra systir okkar, SYSTIR BARBARA, lést 90 ára að aldri á hjúkrunarheimili okkar í Kaupmannahöfn. St. Jósefssystur. t Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, BALDUR JÓNSSON barnalæknir, er lést á heimili sínu 18. apríl, verður jarðsunginn frá Akureyrar- kirkju mánudaginn 25. apríl kl. 13.30. Þeim, sem vildu minnast hans, er bent á Heimahlynningu Akur- eyrar eða barnadeild F.S.A. Ólöf Stefanía Arngrfmsdóttir, börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. t Ástkæreiginkona, móðirokkar, tengda- móðir og amma, KOLBRÚN JÓHANNA FINNBOGADÓTTIR bréfberi, Vesturbergi 199, Reykjavík, andaðist á heimili sínu föstudaginn 15. apríl sl. Jarðarförin fer fram frá Bústaðakirkju föstudaginn 22. apríl kl. 13.30. Þeim, sem vildu minnast hennar, er bent á líknarfélög. Gunnar Gunnarsson, Rúnar L. Gunnarsson, Jóhanna Gísladóttir, Gunnar Örn Gunnarsson, Jóhanna Jónasdóttir, Jafet Egill Gunnarsson, Maria Grétarsdóttir, Sveinn Ólafur Gunnarsson og barnabörn. t Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, SIGMUNDUR KARLSSON, Kleppsvegi 32, áður Hásteinsvegi 38, Vestmannaeyjum, verður jarðsunginn frá Landakirkju, Vestmannaeyjum, laugardaginn 23. apríl kl. 14.00. Elín Sigmundsdóttir, Karl S. Sigmundsson, Ester Sigmundsdóttir, Ólafur Sigmundsson, Auður Konráðsdóttir, Svavar Sigmundsson, Heimir Konráðsson, Kristján Sigmundsson, Laufey Sigmundsdóttir, GunnarJóhannsson, Gerður Sigfúsdóttir, Jón Reynir Hilmarsson, Þórhildur Jónasdóttir, Sigurður Stefánsson, Elín Jóhannsdóttir, Eyrún Ingibjartsdóttir, Svana Ingólfsdóttir, Ólafur Guðmundsson, barnabörn og barnabarnabörn. Faðir okkar, t DÓMALD ÁSMUNDSSON, lést þriðjudaginn 12. apríl. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Sérstakar þakkir til starfsfólks á elliheimilinu Grund fyrir góða aðhlynningu. Börn hins látna. t Þökkum auðsýnda samúð og hlýju við andlát og útför SIGURJÓNS ÞÓRISSONAR, Sundlaugavegi 10, Reykjavík. Herdis Brynjarsdóttir, Svava Lára Sigurjónsdóttir, Ingunn Brynja Sigurjónsdóttir, Þórir Sigurðsson, Ingibjörg Þóroddsdóttir, Sigurður Þórisson, Guðbjörg Þórisdóttir, Rannveig Þórisdóttir, Þórdfs Þórisdóttir, Börkur Guðjónsson, Gná Guðjónsdóttir, Brjánn Guðjónsson, Guðjón Böðvar Jónsson, Brynjar Eyjólfsson og Rikey Guðmundsdóttir. t Þökkum innilega samúð og hlýhug við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, STEINÞÓRS HELGASONAR frá Akureyri. Guðrfður Brynjólfsdóttir, Skúli Br. Steinþórsson, Ólöf Sigurðardóttir, Hugrún Steinþórsdóttir, Helgi H. Steinþórsson, Hrafnkell S. Steinþórsson, Sigrún Magnúsdóttir og barnabörn. Þórarinn St. Sig- urðsson — Minning Fæddur 31. janúar 1922 Dáinn 8. apríl 1994 Við Þórarinn höfðum verið sveit- ungar í rúm 15 ár þegar hann lést skyndilega af hjartaáfalli hinn 8. apríl sl. I áratug var Þórarinn í for- svari fyrir Hafnahrepp sem sveitar- stjóri og lengur sem hreppsnefndar- maður. Starf sveitarstjóra í litlu sveitarfélagi er að mörgu leyti erfið- ara en í þeim stærri; nálægðinni í fámenninu vill fylgja núningur, sér- staklega þegar pólitík er með í spil- inu, og oft á lítið sveitarfélag undir högg að sækja hjá stórbokkum í kerfinu. Þórarinn St. Sigurðsson stökk ekki upp á nef sér útaf smá- Egill Karlsson lést 25. mars sl. 74 ára að aldri. Andlát hans minnir á að allt er í heiminum hverfult og er áminning um það að enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur. Á stundum sem þessum hvarflar hugurinn ósjálfrátt til æskuáranna í útbænum á Eskifirði, Egill og fjöl- skylda hans áttu heima í ysta hluta bæjarins í reisulegu húsi sem nefnt er Jaðar. Húsið umlykur snyrtilegur og sérstakur garður sem vekur at- hygli flestra sem leið eiga hjá. Garð- urinn og heimilið er í umsjón Öddu en um harðfiskframleiðsluna sá Eg- ill. Þar var einnig allt til fyrirmyndar eins og vel til höfð húsin, þar sem framleiðslan fór fram og umhverfi þeirra báru vitni um. Krakkamir þeirra Egils og Öldu voru leikfélagar okkar systkina og var leikvöllurinn ysti hluti bæjarins sem ver sannkallaður ævintýraheim- ur fyrir krakka að alast upp í. Strand- gatan skipti þessum heimi í tvennt. Neðan við götuna var fjaran með lífí undir hverjum steini og sandi til skrifa í. Sjóhús voru á staurum og byggjur og bátar voru með allri strandlengjunni. Iðandi líf var í öllum sjóhúsunum. I sumum var lína beitt og gert við net en önnur voru notuð sem geymslur og í þeim áttu ófáir kettir samastað. Ofan við götuna var Qallshlíðin með lækjum og lautum og gömlum rústum. Mannlífið í útbænum var litríkt og fjölskrúðugt og var Egill einn af þeim mönnum sem ávallt mun standa manni ljóslifandi fyrir hugskotssjón- um. Harðfískurinn hans var eftirsótt- ari en sælgæti og meira að segja þeir bitar sem hann kallaði rusl. Ruslið þótti Agli ekki við hæfí að selja og nutum við krakkamir góðs af því. Fórum við reglulega í þurrk- húsið hjá honum og spurðum feimn- islega hvort hann ætti nokkurt rusl. munum; var fastur fyrir þegar gæta þurfti hagsmuna sveitarfélagsins, úrræðagóður og fordómalaus þegar til hans var leitað eftir aðstoð við lausn á vandamálum. Þórarinn var höfðingdjarfur mað- ur sem talaði við ráðamenn í kerfínu á jafnréttisgrundvelli, þyrfti hann að leita til þeirra með vandamál Hafna- hrepps og oft hefur þetta litla sveitar- félag notið þess að hann var jafn- framt málafylgjumaður - ákveðinn, rökfastur og seigur. Á manninum var enginn kotungs- bragur né bar fas hans merki nesja- menrisku enda sá hann meiri framtíð- armöguleika í Hafnahreppi en títt er um barnfædda á Suðurnesjum. Egill tók krökkum í þessum erinda- gerðum alltaf vel og yfírleitt rættist ósk þeirra. Ef ekki var til rusl var hægt að láta sig dreyma um harðfísk í ylvolgum og ilmandi útblæstri frá þurrkhúsinu. Egill var víðlesinn og víðsýnn og áhugasamur um þjóðmálin og það sem fram fór á alþjóðavettvangi og hafði ánægju af að ræða málin og skiptast á skoðunum um þau. Það var ekki óalgeng sjón að sjá Egil og hina karlana í útbænum standa í þyrpingu og skeggræða hlutina og fá sér í nefið. Með Agli er genginn maður sem setti sterkan svip á bæjarbraginn á Eskifírði og skipar stóran sess í hug- um okkar systkinanna þegar horft er til baka. Kæra frændfólk, við vottum ykkur dýpstu samúð okkar í sorg ykkar og söknuði. Kristín, Halldór, Björn, Sig- rún og Guðmundur. Ég bý að brosum hennar og blessa hennar spor því hún var mild og máttug og minnti á jarðneskt vor. (D.V.S.) „Augu mín legg til svefns, en hjarta mitt til Guðs.“ Ég rekst á þessar ljóðlínur í gömlu biblíunni minni ritað með þinni hendi. Tilveran er snauðari eftir andlát þitt, Svava mín. Þú hefur verið til síðan ég man eftir mér. Víst var lífsganga þín erfið og þú lentir í mörgu sem hver meðalmanneskja hefði brotnað Áhugi hans á framfaramálum var ósvikinn: Þeir sem leituðu til hans með hinar ýmsu hugmyndir gátu treyst því að þær væru teknar alvar- lega og með opnum huga. Þessir persónueiginleikar Þórarins, marg- háttuð reynsla úr athafna- og at- vinnulífi ásamt bókhaldsþekkingu og útsjónarsemi, nýttust okkar fámenna sveitarfélagi afar vel enda voru hon- um þökkuð vel unnin störf í þágu þess við starfslok. Aðrir verða til að rekja ættir Þór- arins St. Sigurðssonar sem var Snæ- fellingur. Hann hafði unnið flest verk til sjós og lands á yngri árum og síðar lagt gjörva hönd á margt. Hann var lærður ljósmyndari og rak ljós- myndastofu í Reykjavík á árunum 1946-59 og hjá honum lærðu nokkr- ir ljósmyndarar se_m síðar urðu •þekktir í greininni. Útgerð stundaði Þórarinn frá Reykjavík á 7. áratugn- um, var framkvæmdastjóri Hrað- frystihúss Grundarfjarðar (frá 1967) og rak síðar frystihúsið í Höfnum. Og það er til marks um kjarkinn og áræðið að hann hóf smábátaútgerð fyrir fáeinum árum og hætti henni skömmu fyrir andlát sitt. Þá naut Þórarinn reynslu sinnar af marghátt- uðum verslunarstörfum um ævina. Þórarinn St. Sigurðsson fór ekki með löndum í pólitík - var traustur framsóknar- og samvinnumaður sem lét að sér kveða á þeim vettvangi. Hann var m.a. framkvæmdastjóri fulltrúaráðs framsóknarfélaganna í Reykjavík í byijun 7. áratugarins og tók ótrauður þátt í skoðanaskiptum á vettvangi lands- og stjómmála. Fyrir Hafnahrepp gegndi Þórarinn ýmsum trúnaðarstörfum. Hann var í stjórn Samtaka sveitarfélaga á Suðurnesjum og formaður þeirra um skeið og í stjóm Hitaveitu Suður- nesja, svo dæmi séu nefnd. Á sveitarstjóraárum Þórarins var skrifstofa Hafnahrepps til húsa á heimili hans. Þá nutum við, sem þangað áttum erindi, jafnframt gest- risni eftirlifandi eiginkonu Þórarins, Þorbjargar Daníelsdóttur, sem aldrei sparaði við sig sporin þótt lítil væru launin í þessa heims gjaldmiðli. Við vottum henni og börnum þeirra okk- ar innilegustu samúð. undan, en þú brotnaðir ekki. Ég hef ekki þekkt kjarkmeiri konu en þig. Þú gast verið beinskeytt og oftast átti ég það skilið er við sátum við eldhúsborðið á Sólvallagötunni og ræddum lífsmálin. Þú varst svo dönsk í þér á ýmsum sviðum en samt svo sannur íslendingur. Það rifjast upp í minningunni sum- ardagur fyrir þremur árum er ég kom einu sinni sem oftar. Nú skyldum við gera okkur dagamun og skoða Árbæjarsafnið og rölta um í góða veðrinu. Þessi dagur var okkur ógleymanlegur. Ég mun aldrei gleyma því þegar þú léðir mér húsa- skjól meðan ég beið eftir íbúðinni minni á erfíðum tímum. Hvað þú samgladdist mér þegar ég flutti, tal- aðir oft um hvað væri langt á milli okkar. Ég í þessum fjallahéruðum, en þú í tæru vesturbæjarloftinu. Já, minningamar eru margar. Ég er sátt við að þú ert búin að fá hvíld. Síðastliðið ár var þér erfitt og þú neitaðir að gefast upp. Það var svo sárt að horfa á og vera van- máttug. Vegir Guðs eru órannsakan- legir og okkur er ekki ætlað að skilja alla hluti. Á Þorláksmessu þegar þú varst hér hjá mér og við búnar að borða þessa góðu skötu og spjalla, þá talaðir þú um að þú gætir aldrei launað mér það sem ég hefði fyrir þig gert. Ég sló á grín og sagði að það myndi ske á himnum og þú varðst hugsi við. Þú varst svo marg- búin að launa mér með því að vera til og ævinlega var hægt að leita til þín með bæði stórt og smátt. Nú ert þú farin og ég verð að venjast til- hugsuninni. En það er ljós í myrkr- inu, þú ert laus við kvöl og þjáningu þessa heims. Hvíl í friði Svava mín og hafðu þökk fyrir allt og allt. Elsku Hanna, Sjöfn, Biggi, Bóbó, Alli og Erla, mínar innilegustu sam- úðarkveðjur. + Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vináttu við andlát og útför eiginkonu minnar, móður okkar, dóttur, systur og tengda- dóttur, GUÐRÚNAR ALBERTSDÓTTUR, Dvergabakka 32, Reykjavík. Edvard Pétur Ólafsson, Ólafur Pétur Edvardsson, Viktor Gunnar Edvardsson, Björn Ingi Edvardsson, Viktoría Guðmundsdóttir, Kristbjörn Albertsson, Ólafur Jensen, Kristbjörg Jensen. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, ÓSKAR ÓLASON fyrrverandi yfirlögregluþjónn, Bergstaðastræti 12A, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni föstudaginn 22. apríl kl. 13.30. Ásta Einarsdóttir, Ágústa Óskarsdóttir, Jóhann Gunnar Þorbergsson, Einar Óskarsson, Ragnhildur Ásgeirsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Minning Egill Karlsson Leó M. Jónsson. Svava Bettý Fred- riksen - Minning Elfa Björnsdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.