Morgunblaðið - 20.04.1994, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 20.04.1994, Blaðsíða 56
ttrgtmÞIiiftffr MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN I 103 REYKJA VÍK SlMl 091100, SÍMBRÉF 691181, PÓSTHÓLF 3040 / AKUREYRI: HAFNARSTRÆTl 85 MIÐVIKUDAGUR 20. APRÍL 1994 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK. Morgunblaðið/Sigurður Jónsson. Heiláhúfi Sigrún Bára Eggertsdóttir með börnin í heimsókn hjá manni sínum Rúnari Gunnarssyni á Sjúkrahúsi Suðurlands í gærkvöldi. Frá vinstri: Brynja Olafsdóttir átta ára Amór Ólafsson sex ára. Bjarki Rúnar, þriggja mánaða, er í fangi Rúnars föður síns. * Ibúar björguðust naumlega er Svínhagi á Rangárvöllum brann til ösku „Eg hugsaði um það eitt að komast út með drengina“ Selfossi. „ÉG SA reykinn þegar Arnór sagði frá eldinum. Þá greip ég þann litla í sænginni og hljóp af stað með Arnór með mér,“ sagði Sigrún Bára Eggertsdóttir, Svínhaga á Rangárvöllum, sem bjarg- aðist naumlega út úr brennandi húsi sínu ásamt tveimur sonum sínum, Arnóri sex ára og Bjarka þriggja mánaða. Skömmu eftjr að hún hljóp af stað með börnin út úr húsinu varð sprenging fyrir aftan hana en hana sakaði ekki. Húsið brann til kaldra kola á skömmum tíma en mjög hvasst var á Rangárvöllunum í gær. Arnór, sonur Sigrúnar Báru, eftir herbergisganginum, framhjá varð var við eldinn í andyri húss- ins. Hann sagði móður sinni frá honum en þau voru ein inni í húsinu. Snör viðbrögð móðurinnar komu í veg fyrir að þau lokuðust inni. „Ég var inni í húsinu með drengina að gefa þeim litla. Þá kom Arnór og sagði að það væri kviknað í. Ég hljóp með Arnóri stofunni og þvert í gegnum húsið, inn í eldhús. Þar opnaði ég gluggann og kallaði á Rúnar. Hann var þá að reyna að komast inn um aðaldyrnar. Hann kom svo og hjálpaði okkur út um gluggann. Þegar ég var komin inn í mitt húsið varð sprenging fyrir aftan mig og húsið varð alelda á skömmum tíma. Ég hugsaði um það eitt að komast út með dreng- ina mína, hefði ég hugsað eitthvað á leiðinni hefði ég sjálfsagt tekið veskið með mér en í því voru 100 þúsund krónur. En það er fyrir öllu að við sluppum út,“ sagði Sigrún Bára Eggertsdóttir í Svín- haga. Rúnar Gunnarsson, maður Sig- rúnar Báru, var útivið og sá reyk koma með útihurðinni. „Ég opn- aði hurðina og um leið og ég kom inn varð dynkur og eldur allt í kringum mig. Þegar ég svo heyrði til hennar þá snéri ég við og hljóp út aftur og að eldhúsglugganum enda var alveg vonlaust að fara inn en skömmu seinna heyrðist annar dynkur," sagði Rúnar. Hann sviðnaði á höfði en slapp að öðru leyti ómeiddur. Þau hjón- in fóru síðan beint út í bíl og óku að Selsundi þaðan sem hringt var á slökkvilið. Rúnar fór síðan á Sjúkrahús Suðurlands þar sem grunur lék á að hann hefði fengið reykeitrun. Dóttir Sigrúnar Báru, Brynja, átta ára, var veðurteppt á næsta bæ en mikið rok var á Rangárvöll- unum í gær og mikill sandbylur. Sandurinn rauk eins og um skaf- renning væri að ræða. Sig. Jóns. Verkefna leitað í Víetnam ÍSLENSKIR aðilar í samvinnu við bandarískan og víetnamskan aðila eru nú að leita fyrir sér með verk- efni við uppbyggingu sem fyrir- huguð er á ýmsum sviðum í Víet- nam. Það eru Verkfræðistofan Ferill, Almenna verkfræðistofan, Islenskir aðalverktakar, Haukur Harðarson arkitekt og bandarísk- ur og víetnamskur arkitekt sem að verkefnaleitinni standa. Að sögn Gunnars Scheving Thor- steinssonar verkfræðings hjá Ferli er ýmsum erfiðleikum háð að komast í verk í Víetnam. „Við fórum þarna út til að reyna fyrir okkur og leita að verkefnum, en þetta er enn of skammt á veg komið til þess að einhver afmörkuð verkefni séu í sigtinu. Það hefur verið Víetnami á okkar vegum þarna úti frá því í desember og komist í samband við ýmsar stofnanir, fyrir- tæki og aðra aðila. Það var svo kom- ið að við urðum að sýna að eitthvað annað væri á bakvið en orðin tóm og þess vegna fórum við út,“ sagði Gunnar. Hann sagði að Víetnaminn myndi nú leita að einhverjum af- mörkuðum verkefnum og koma hing- að í lok maí með afraksturinn. „Okkur sýnist Víetnam áhugavert land, en þarna á eftir að gera gífur- lega mikið. Víetnamar eru þó klókir í viðskiptum og ætla sér ekki að gefa eitt eða neitt,“ sagði Gunnar. ---------♦ ♦ ♦--- Samið um debetkort BANKAR og sparisjóðir hafa náð samningum við Kaupmannasam- tökin og samstarfsaðila þeirra um skiptingu kostnaðar við debet- kortaviðskipti. Samkvæmt honum verða þjónustugjöld 0,2%-0,8% af debetkortaveltu í stað 0,3%-l,2% eins og verið hefur. Lágmarksgjald verður 6 kr. á hverja færslu eins og áður en há- marksgjald 110 kr. sem er lækkun um 10 kr.. Leiga fyrir afnot beinlínu- tengdra kortavéla lækkar úr 2.250 kr. í 1.750 kr. á mánuði. Sjá bls. 23. 7 þúsund án vinnu ATVINNULEYSI í mars- mánuði var 6,3% og jókst um 0,3 prósentustig miðað við mánuðinn á undan. Þetta jafngildir því að 7.870 manns hafi að meðaltali verið án vinnu í mánuðinum, 4.007 karlar og 3.863 konur. Atvinnuleysi jókst á höfuð- borgarsvæðinu og Vestfjörð- um, en minnkaði umtalsvert á Suðurnesjum og Austurlandi. Vinnumálaskrifstofa félags- málaráðuneytisins gerir ekki ráð fyrir að mikið dragi úr at- vinnuleysi í þessum mánuði og spáir því að atvinnuleysi í mán- uðinum verði 5,5-6% eða að um sjö þúsund manns verði án atvinnu í aprílmánuði. Sjá nánar á bls. 18. L Sjóvá-Almennar á 1,6 milljarða króna í öðrum hlutafélögum Raunávöxtun hlutabréfaeign- ar neikvæð um 2,8% 1991-1993 HLUTABRÉFAEIGN Sjóvár-AImennra í öðrum félögum var í árslok 1992 sögð í ársreikningi vera 1,14 milljarða króna virði á bókfærðu verði, en 1,48 milljarða á markaðsverði og 1,39 milljarða króna virði á bókfærðu verði í árslok 1993, en 1,61 milljarðs króna virði á markaðs- verði. Heildarraunávöxtun hlutafjáreignar árin 1991 til og með 1993 þjá Sjóvá-AImennum er neikvæð um 2,8% og meðalraunávöxtun hluta- fjáreignarinnar er neikvæð um 0,9% á ári þessi þijú ár. Raunávöxtun hluthafa Sjóvár- Almennra á sl. ári var mjög góð, því hún reyndist vera 69,5%, en árið 1992 var hún neikvæð um 14,7% og árið 1991 var hún neikvæð um 14,6%. Meðalraunávöxtun hluthafa á ári, frá 1.1. 1991 til ársloka 1993 er því jákvæð um 7,3%. Hreinar fjár- munatekjur Sjóvár-Almennra námu 743 milljónum króna á liðnu ári, og hækkuðu um 34% á milli ára. Afkoma félagsins árið 1993 fyrir fjármunatekjur og fjármagnsgjöld versnaði um 231 milljón króna frá árinu 1992 og reyndist vera neikvæð um 449 milljónir króna, miðað við -218 milljónir króna, árið 1992, fyrir hreinar fjármunatekjur, sem voru 555 milljónir árið 1992. Einar Sveinsson, framkvæmda- stjóri Sjóvár-Almennra, sagði m.a. í samtali við Morgunblaðið í gær: „Það hefur verið tap á vátryggingarekstr- inum sem slíkum, þ.e.a.s. þegar tjón og umboðslaun eru jöfnuð út á móti iðgjöldum. Rekstrarkostnaður hefur verið borinn uppi af fjármunatekj- um.“ Þar sem raunvextir hafa að und- anförnu farið lækkandi og búast má við frekari vaxtalækkunum, munu tekjumöguleikar tryggingafélaga af hreinum fjármunatekjum væntan- lega minnka. Ákveðnari afstaða Um það segir Einar: „Til þess að við getum mætt minni fjármunatekj- um, þá þurfum við að draga úr kostn- aði og það höfum við verið að gera. Og það sem er enn mikilvægara, er að við höfum verið að reyna að draga úr tjónakostnaði. Það gerum við með því að fara betur ofan í trygginga- stofna félagsins og taka ákveðnari afstöðu til þess, hvernig menn verð- leggja einstakar tryggingar miðað við áhættu og að hafna þeim áhættu- þáttum sem eru slíkir, að þeir eru ekki tækir í tryggingu." Sjá ennfremur Af innlendum vettvangi: „Allur hagnaður Sjó- vár-Almennra af fjármunatekj- um“ á miðopnu..
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.