Morgunblaðið - 20.04.1994, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 20.04.1994, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR MIÐVIKUDAGUR 20. APRÍL 1994 55 URSLIT BLAK HANDBOLTI Körfuknattleikur NBA-deildin Leikir aðfaranótt þriðjudags: Chicago — Atlanta..............87:70 ■Chicago í nú góða möguleika á að tryggja sér efsta sætið f Austurdeildinni, er nú með 70% vinningshlutfall eins og Atlanta. Bulls, sein hefur unnið 11 leiki af síðustu 12, byrjaði leikinn frábærlega og komst! 24:5. Horace Grant og Steve Kerr voru stigahæst- ir með 14 stig hvor, en Scottie Pippen kom næstur með 13 stig. Danny Manning gerði 16 stig fyrir Atlanta, sem hafði aldrei skor- að svo fá stig í einum leik í vetur. Dallas — Phoenix.............97:106 ■Charles Barkley gerði 28 stig fyrir Phoen- 'ix og tók 13 fráköst. Kevin Johnson var með 21 stig og átti 14 stoðsendingar og A.C. Green setti niður 19 stig og tók 14 fráköst ( fjórða sigri liðsins í röð. Jim Jack- son var stigahæstur í liði heimamanna með 30 stig og Jamal Mashbum gerði 29. LA Clippers — Golden State...131:134 ■Chris Mullin náði persónulegu stigameti á tímabilinu með því að gera 32 stig fyrir Golden State í framlengdum leik. Billy Owens og Chris Webber gerðu 25 stig hvor, en Dominique Wilkins var stigahæstur í liði Clippers með 37 stig og varð um leið níundi leikmaðurinn í sögu NBA-deildarinnar til að gera meira en 24.000 stig. Knattspyrna England Úrvalsdeildin: Arsenal - Wimbiedon............1:1 (Bould 51.) - (Earle 37.) 21.292 1. deiid: Bristol City - Luton...........1:0 Middlesbrough - Charlton..... 2:0 Skotland Úrvalsdeildin: Patrick - Kilmamock............1:0 Frakkland Undanúrslit i bikarkeppninni: Racing 92 - Auxerre............1:2 Frjálsíþróttir 98. Boston-maraþonið Hlaupið fór fram á mánudaginn. Helstu úrslit voru sem hér segir: Karlar: klst. 1. Cosmas Ndeti (Kenýu)..........2.07,15 2. Andres Espinosa (Mexíkó)......2.07,19 3. Jackson Kibngok (Kenýu).......2.08,08 4. Hwang Young-Jo (S-Kóreu)......2.08,09 5. Barrios Arturo (Mexíké).......2.08,28 Konur 1. UtaPippig (Þýskal.)...........2.21,45 2. Valentina Yegorova (Rússl.)...2.23,33 3. Elana Meyer (S-Afrfku)........2.25,15 4. Alena Peterkova (Tékklandi)...2.25,19 5. Carmen De Oliveira (Bandar.)..2.27,41 ■Kenýumaðurinn Ndeti sigraði Boston maraþonið ! annað sinn og setti nýtt braut- armet eins og þýska stúlkan Uta Pipping sem sigraði f kvennaflokki. Ndeti, sem er 24 ára, nefndi son sinn_„Boston“ eftir að hann sigraði f fyrra. „Ég hafði nú meiri reynsu en f fyrra. Hlaupið í fyrra var eins og martröð fyrir mig, en nú var ég nokkuð öraggur með sigurinn," sagði Ndeti. Sigur- vegararnir fengu 95 þúsund dollara eða tæpar 7 milljónir króna í verðlaun. FÉLAGSLÍF AAalfundur forstöðu- manna í íþróttahúsum Aðalfundur forstöðumanna f íþróttahúsum verður haldinn f íþróttahöllinni á Akureyri laugardaginn 7. maí næstkomandi. Þeir foi-stöðumenn f fþróttahúsum sem ekki hafa nú þegar gengið f félagið en hafa hug á því geta haft samband við Aðalstein eða Gunnar f íþréttahöllinni á Akureyri, sími 96-26077. Víkingur 86 ára Á morgun, sumardaginn fyrsta, verður opið hús f Víkinni f tilefni 86 ára afmælis félags- ins. Þá fer fram kynning á deildum og starf- semi félagsins og fþróttamaður Víkings útnefndur. Dagskráin stendur yfir frá kl. 11.00 - 14.00. Boðið verður upp á veitingar og eru allir velunnarar félagsins hvattir til að mæta. Meðal þess sem boðið verður upp á er handboltaleikur á milli Old-boys og meistaraflokks kvenna. KNATTSPYRNA Fariðáúrslitiní Kaupmannahöfn íslendingar ættu ekki að vera f vandræðum með að komast á úrslitaleikinn í Evrópu- keppni bikarhafa milli Arsenal og Parma því tvær ferðaskrifstofur bjóða uppá ferðir á leikinn. Úrval-Útsýn býður eins til fjögurra nátta ferð og kostar einnar nætur ferð 33.900 og er þá innifalið miði á leikinn, flug, gist- ing með morgunverði og fararstjórn.. Samvinnuferðir-Landsýn býður einnar nætur ferð, farið út árla morguns 4. maí, leikurinn er um kvöldið og síðan haldið heim á leiö kvöldið eftir. Ferðin kostar 34.500 og er það sama innifalið og hjá Úrval-Útsýn. Fararstjóri verður Bjarni Felixson. j Hlldur Grétarsdóttlr Víkingi, skellir yfir hávörn Sigurveigar Róbertsdóttur. Morgunblaðið/Sverrir Atli Hilmarsson Nú erégu hættur Atli Hilmarsson, handknattleiks- maður sem lék með FH-ing- um í vetur, segist hafa spilað sinn síðasta handboltaleik. „Nú er ég örugglega hættur, Eg ætlaði að vera hættur í fyrra en lét tilleiðast í vetur. Þetta er orðið alveg ágætt,“ sagði Atli. Atli sagði að það hafí verið skemmtilegt að enda ferilinn með því að vinna bikarinn í fyrsta sinn á ferlinum. ^Þetta var erfitt hjá mér í vetur. Eg handarbrotnaði tví- vegis og meiddist einnig á nára. En þetta var þrátt fyrir allt mjög gaman og vel þess virði. FH er gott félag og vel staðið að öllu í kringum liðið,“ sagði Atli. Talsverðar hræringar eru þessa dagana í þjálfaramálum og svo virð- ist sem nokkuð margir leikmenn muni skipta um félög fyrir næsta tímabil. Lítið mun þó gerast fyrr en eftir úrslitakeppnina. Þó er ljóst að Brynjar Kvaran mun ekki þjálfa IR-inga næsta vetur en tveggja ára samningur hans við félagið er runn- inn út. Stúdínur einbeittari að þurfti 119. mínútur til að gera út um leik Víkings og Stúdína í Víkinni í gærkvöldi en Stúdínur voru einbeittari og stóðu uppi sem sigurvegarar. Guðmundur H. A11 nokkrar sviptingar voru Þorsteinsson en Stúdínur skelltu Víkings- skrifar stúlkum í fyrstu tveim hrin- unum, 15:13 og 15:8. Björg Erlingsdóttir uppspilari Víkings átti í erfíð- leikum og fékk dæmda á sig of marga slag- dóma í fyrstu tveim hrinunum og það virt- ist draga kjarkinn úr Víkingsliðinu um stundarsakir. Leikurinn tók kúvendingu í þriðju hrin- unni, Víkingsliðið náði sínum besta kafla og vann 15:9, og velgengnin hélt áfram inn í fjórðu hrinuna sem endaði, 15:10. í lokauppgjörinu voru Stúdínur mun ein- beittari, sterkar uppgjafír og engin mistök gerðu útslagið í öruggum sigri í hrinunni sem endaði 15:7. „Nú verður reynt til þrautar að klára dæmið á sunnudaginn en þetta er þó spurn- ing um dagsform liðanna," sagði Þórey Haraldsdóttir fyrirliði Stúdína. Liðsheildin var lykilinn að sigri Stúdína liðið var mjög jafnt, en Víkingsliðið treysti of mikið á ein- staklingsframtakið og það gekk ekki í gær- kvöldi. Annað kvöld mætast Þróttur og HK í úrslitakeppni karla en HK þarf einn vinn- ing enn til að tryggja sér titilinn. KNATTSPYRNA Guy Thys til íslands Guy Thys Hingað til lands er væntanlegur einn þekktasti knatt- spyrnuþjálfari heims, Guy Thys, fyrrum landsliðs- þjálfari Belgíu, en hann stjórnaði liði Belgjumanna í úr- slitaleik Evrópukeppni landsliðs 1980 á Ítalíu, er það tapaði 1:2, gegn V-Þýskalandi. Þá stjórnaði hann Belgíu- mönnum í EM 1984 í Frakklandi og í heimsmeistara- keppninni á Spáni 1982 og í Mexíkó 1986, þar sem Belg- íumenn tryggðu sér fjórða sætið. Thys hætti sem landsl- iðsþjálfari eftir keppnina í Mexíko, en tók síðan aftur við landsliðinu rétt fyrir HM á Ítalíu 1990 — var þá kominn á eftirlaun, 67 ára, þegar kallið kom. Guy Thys kemur hingað á vegum Knattspyrnusam- bands íslands og verður frummælandi á ráðstefnu fyrir knattspyrnuþjálfara á vegum Fræðslunefndar KSÍ í sam- ráði við fræðslnefnd Knattspyrnusambands Evrópu, UEFA. Ráðstefndan verður á Hótel Loftleiðum 6.-7. maí. KÖRFUKNATTLEIKUR / EM FELAGSLIÐA Badalona komsl í úrslit að kemur ekki á óvart að gríska liðið Olympiakos leiki til úrslita í Evrópu- keppni meistaraliða, en það var ekki eins ljóst fyrr en í gærkvöldi hvaða lið myndi mæta þeim, en þá vann spænska liðið Jo- ventut Badalona landa sína í Barcelona og mun því mæta grikkjunum í úrslitaleik. Olympiakos vann í gær landa sína í Panat- hinaikos 77:72 en Badalona vann 65:79 en leikirnir voru í ísrael. Zarko Paspalj var hetja gríska liðsins gerði 22 stig og tók 7 fráköst. „Ég hef beðið lengi eftir að komast í úrslit," sagði kappinn eftir sigurinn og sagðist hafa áhuga á að leika í NBA næsta vetur. Bandaríkjamaðurinn Roy Tarpley gerði 21 stig fyrir Olympiakos og tók 16 fráköst, en það vakti óneitanlega athygli að aðalhetja Panathinaikos, Nick Gallis, gerði aðeins 8 stig í leiknum og eru ár og öld síðan kappinn sá hefur gert eins fá stig í leik. Úrkraínumaðurinn Alexander Volkov lék mjög vel og gerði 32 stig. Barcelona, sem tvívegis hefur leikið til úrslita, virtist í góðum málum í upphafí síð- ari hálfleiks gegn Badalona því liðið var 40:34 yfír. Þá gerði Tomas Jofresa fjórar þriggja stiga körfur í röð og það gerði gæfumuninn. Jofresa og Jordi Villacampa voru allt í öllu í liði Badalona og gerðu 41 stig samtals. KNATTSPYRNA Góður bónus hjá leikmönnum Arsenal LEIKMENN Arsenal fengu hver um sig 400 þús. 5sl. kr. fyrir að komast í úrslitaleik Evrópukeppni bikarhafa, sem verður á Parken í Kaupmannahöfn 4. maí, þar sem þeir mæta Parma frá Ítalíu. Ef leik- menn Arsenal fagna sigri á Parken fá þeir mun meira í vasann, eða eina millj. kr. til viðbótar. Þess má geta að leikmenn Chelsea fá einnig eina millj. kr. ef þeir ná að leggja Manchester United að velli — 5 úrslitum ensku bikarkeppninnar á Wembley 14. maí. Fæðingardagar nasistaforingja setja strik í reikninginn MÖNNUM er það enn ferskt í minni að Englending- ar hættu við landsleik gegn Þjóðveijum 20. apríl í Berlfn, vegna þess að þá var fæðingardagur Adoifs Hitiers og þeir óttuðust ólæti í tiiefni þess. Þjóðverj- ar ætluðu að leika gegn Wales 26. apríl 1995, en það gengur ekki heldur, því það er fæðingardagur Rudolfs Hess. Mótheijar Þjóðveija verða nú líklega að fletta upp fæðingardögum allra nasistaforingja, eins og Göbbels, Görings, Himmlers og Von Rib- bentrops, áður en samið verður um landsleiki við Þjóðveija. Nokkrir Rússar standa fast á Njet-inu NOKKRIR landsliðsmenn Rússlands, sem neituðu að leika undir stjórn landsliðsþjálfarans Sadijrins, standa fast við fyrri ákvörðun sína, þó að margir af þeim fjórtán leikmönnum sem ákváðu að leika ekki, hafí guggnað. Þeir sem standa fastir á að leika ekki eru lgor Shalimov, AC Milan, Andrei Kanchelsk- is, Manchester United, Sergei Kiryakov, Karlsruhe og Igor Kolyvanov, Foggia. Rússneska knattspyrnusambandið hefur hug á að setja þessa leikmenn i tveggja ára keppnisbann með landsiiðinu. Þeir leikmenn sem leika ekki í HM í Bandaríkjunum, leika ekki með Rússum í Evrópu- keppni landsliða 1994-96. GOLF Sigurjón lék vel Siguijón Arnarsson lék vel á þriggja daga móti í Tommy Armour mótaröðinni í Bandaríkjunum fyrir helgi. Leikið var á nýlegum velli, Ridgewood Lakes og er par hans 72 en SSS 74. Fyrsta daginn lék Sigurjón á 76 höggum síðan á 67 og loks á pari, alls á 217 högg- um, einu yfir pari. Þetta dugði honum í 29. sætið af 83 keppendum og var hann bestur átta áhugamanna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.