Morgunblaðið - 28.04.1994, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 28.04.1994, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. APRÍL 1994 7 íslendingar sem dvelja í fflinois verða að kjósa í öðrum ríkjum Geta ekki kosið í Chicago ÍSLENDINGAR sem dveljast eða eru búsettir í Illinois-fylki í Bandaríkjunum geta ekki kosið í Chicago í ár eins og verið hefur um langt árabil, þar sem kjörræðismaður íslands þar hefur látið - af störfum og nýr ræðismaður hefur ekki verið skipaður. Þor- björn Jónsson, sendiráðsritari á almennri skrifstofu utanríkisráðu- neytisins, segir að ekki sé leyft að ganga frá kosningu á annan hátt en íslendingar á svæðinu geti haldið til annarra ríkja í Banda- ríkjunum til að kjósa í bæjar- og sveitarstjórnarkosningunum hér- lendis í næsta mánuði. „Þetta ástand er vissulega ekki ákjósan- legt, en við erum að skoða hvort við getum gert eitthvað til að leysa málin,“ segir Þorbjörn. Þorbjörn segir ýmsar leiðir í athugun, en ákvörðun verði tekin fljótlega eftir næstu helgi. „Það er erfitt fyrir fólkið á þessum slóð- um að kjósa, en okkur eru settar þröngar skorður með lögum um kosningar og þar sem við höfum hvorki ræðismenn né sendiráð, erum við ekki í mjög góðri stöðu til að leyfa fólki að njóta atkvæða- réttar síns,“ segir Þorbjörn. „Við höfum reynt að láta kjósa sem víðast í heiminum, og hjá velflest- um ræðismönnum er það hægt, auk sendiráða og fastanefnda, en því miður ekki hjá öllum ræðis- mönnum okkar,“ segir hann. íslendingar geta kosið á um 100 stöðum erlendis, meðal annars á jafn fjarlægum stöðum og Hong Kong og Jakarta. í Bandaríkjun- um er hægt að kjósa í um 18 borg- um. Samkeppni um nafn Samstarfsnefnd um sameiningu sveitarfélaga í Vestur-Barðastrandarsýslu, Barðastrandar- hrepps, Rauðasandshrepps, Patrekshrepps og Bíldudalshrepps auglýsir hér með eftir nafni fyrir hið nýja sveitarfélag. Hugmyndum ber að skila í lokuðum umslögum, merktum: „Tillaga um nafn", á skrifstofu Pat- rekshrepps eða Bíldudalshrepps fyrir 7. maí nk. Samstarfsnefnd um sameiningu sveitarfélaga í Vestur-Barðastrandarsýslu. Atviimumálanefnd og Aflvaki Reykjavíkur hf. 8EVEBIH Styðja áform um verkun sundmaga til útflutnings BORGARRÁÐ hefur samþykkt að veita stuðning til að hrinda í fram- kvæmd áformum um að verka sundmaga á markað í Hong Kong. Gert er ráð fyrir að stuðningurinn verði 1.250.000 þús. krónur að hámarki á móti jafn háu framlagi frá Aflvaka Reykjavíkur hf. eða allt að 2.500.000 þús. krónum. Stofnkostnaður er áætlaður sam- tals 11 millj. Stuðningurinn verð- ur í formi víkjandi láns og verður litið á þetta fyrirkomulag, sem sérstaka tilraun í samstarfi at- vinnumálanefndar og Aflvaka Reykjavíkur hf. I erindi Haraldar Hansen hjá Príma marketing, til atvinnumála- nefndar, kemur fram að undanfarin ár hafi ýmsir möguleikar verið kann- aðir á útflutningi sjávarafurða til Hong Kong og að útflutningur á óverkuðum frosnum sundmögum sé lengst á veg kominn. Viljayfirlýsing liggi fyrir frá traustum aðila um kaup á miklu magni af sundmaga. Störf fyrir 10 manns Stofnkostnaður er áætlaður um 11 millj. og er farið fram á að at- vinnumálanefnd styrki eða veiti víkj- andi lán með 2 millj. til kaupa á tækjum. Fram kemur að þegar er um störf fyrir 10 manns að ræða til frambúð- ar og síðar fyrir 10 til 15 manns. Hægt yrði að hefja útflutning innan tveggja mánaða frá því bankaábyrgð fengist og er áætlað útflutningsverð- mæti 50 millj. á mánuði. raftækin renna út Gerð KA 5700 Glæsileg kaffivél sem sýður vatnið sjálf. Verð kr. 11.286 stgr. Úrval kaffivéla frá kr. 1.710 stgr. Fást víða um land. //#/ Einar iii Farestveit&Co.hf. Borgartuni 28 W 6229,01 oK 622900 n I fJT'iií 5 RÐL/1 KKI MIKII G1 \i\ GII llLl Á annað hundrað notaðra bíla á tilboðsverði og bestu fáanlegum kjörum. jafnvel engin útborgun. Meö hverjum bíl fylgir frí abyrgöartrygging opiö Imicjaid.a.cj 10-17 Bílheimar hf Fosshálsi 1 sími: 634000 Ingvar Helgason hf.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.