Morgunblaðið - 28.04.1994, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 28.04.1994, Blaðsíða 25
24 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. APRIL 1994 pJmrfiniiMiilíÍí . Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Ritstjórnarfulltrúi Árvakur h.f., Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, • Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Björn Vignir Sigurpálsson. Kringlan 1, 103 Reykjavík. Símar: Skiptiborð 691100. Auglýsingar: 691111. Áskriftir 691122. Áskriftargjald 1400 kr. með vsk. á mánuði innanlands. í lausasölu 125 kr. með vsk. eintakið. Leitað eftir lántakendum að er til marks um breytta tíma og viðhorf á íslenzk- um fjármálamarkaði, að Spari- sjóður Reykjavíkur og nágrenn- is hefur auglýst eftir lántakend- um í Morgunblaðinu. Öllum er að sjálfsögðu ljós sú gerbreyt- ing, sem orðið hefur undanfarin ár í bankakerfinu, með auknu frelsi og samkeppni, en samt kemur það vafalaust mörgum á óvart, að bankar og sparisjóð- ir séu teknir að keppa um lán- takendur með þessum hætti. Væntanlega boðar það betri tíð fyrir þá, sem þurfa að leita eft- ir lánafyrirgreiðslu. Baldvin Tryggvason, spari- sjóðsstjóri, útskýrir þessa nýj- ung þannig: „Við ákváðum að fara þessa leið vegna þess, að lausafjár- staða okkar hefur verið góð. Fest hafa verið kaup á hvers kyns ríkisbréfum á síðastliðnu ári og að undanförnu, en þar sem stefna okkar er ekki að fjármagna ríkissjóð ákváðum við að leita til nýrra, góðra lán- takenda. Hingað til hafa lána- stofnanir sótzt umfram allt eft- ir nýjum innlánum, en auðvitað er líka þörf fyrir lántakendur.“ Baldvin Tryggvason bætti því við, að sparisjóðurinn væri ekki í vandræðum með að ávaxta irinstæðufé en hins vegar vilji hann gjaman bæta við sig við- skiptavinum, fyrirtækjum og ekki sízt einstaklingum. Spari- sjóðsstjórinn telur líklegt, að aðrar lánastofnanir fylgi í kjöl- farið og auglýsi eftir lántakend- um. Enn er mörgum í fersku minni það ástand, sem ríkti í íslenzku banka- og lánakerfi fyrir ekki löngu síðan, þegar lánveitingar voru háðar póli- tísku skömmtunarkerfi. Oft fór fólk bónleitt til búðar, jafnvel eftir margra tíma setu í bið- stofu bankastjóra. Umbeðin lánsfjárhæð var gjarnan skorin niður svo leita þurfti til 2-3 lánastofnana til að fá lán vegna fyrirframgreiðslu á húsaleigu, að ekki sé talað um lán til íbúð- arkaupa eða húsbyggingar. Með sama hætti voru fyrirtækin í fjársvelti og pólitískan atbeina þurfti til úrlausna. Það voru lögbrot að eiga erlenda peninga og leita þurfti til opinberrar skömmtunarskrifstofu til að fá úthlutaðan ferðagjaldeyri eða námsmannagjaldeyri og aðeins þeir, sem voru í náðinni, gátu aflað sér leyfa fyrir bíl. Inn- flutningsfyrirtækin voru háð svipuðu fyrirkomulagi. Þetta pólitíska skömmtunar- kerfi hrundi með myndun við- reisnarstjórnarinnar á sínum tíma og smám saman hélt auk- ið frelsi innreið sína í verzlun og viðskipti, þ. á m. banka- starfsemi, og verðbréfa- og hlutabréfamarkaður tók að myndast og er reyndar enn að þróast. Frelsi er orðið í gjald- eyrisviðskiptum og fjármagns- flutningum milli landa. Þessi þróun hefur náð hámarki með gildistöku EES-samningsins og nú geta íslendingar haft sín fjármálaviðskipti erlendis og erlend fjármálafyrirtæki geta stundað starfsemi hér á landi. Mikil geijun er því um þess- ar mundir á íslenzkum pen- ingamarkaði, eins og auglýsing Sparisjóðs Reykjavíkur er dæmi um. Það er þessari þróun mjög til framdráttar, að stöð- ugleiki er í efnahagslífinu, verðbólga nær engin og vextir hafa stórlækkað. Myndin er gjörbreytt frá því að sparifé landsmanna í bönkum og spari- sjóðum brann upp í verðbólg- unni, enda dró sífellt úr ráð- stöfunarfé þeirra. Sparnaður borgaði sig ekki, en það gerðu lántökur hins vegar, eða allt til að verðtryggingu var komið á. Þá snerist dæmið við. Ráðstöfunarfé innlánsstofn- ana hefur aukizt aftur vegna aukins sparnaðar, lækkunar bindiskyldu í Seðlabanka og samdráttar í fjárfestingum fyr- irtækja og einstaklinga. Fram- boð lánsfjár er því orðið meira en eftirspurn. Væntanlega þýðir það frekari lækkun vaxta en orðið er. Þegar svo er kom- ið, að lánastofnanir auglýsa eftir lántakendum, hljóta þær að íhuga vaxtalækkun til þess að freista lántakenda. Svo er auðvitað spurning, hvort þeir sem falla undir skilgreiningu sparisjóðsins um góða lántak- endur þurfi yfirleitt á lánsfé að halda. Þegar afkoma spari- sjóðanna er borin saman við afkomu bankanna er augljóst, að sparisjóðirnir hafa svigrúm til að lækka útlánsvexti og laða með þeim hætti til sín góða lántakendur. Slík samkeppni mundi væntanlega leiða til enn meiri átaka af hálfu bankanna til þess að hagræða svo í rekstri sínum, að þeir verði samkeppn- isfærir við sparisjóðina að þessu leyti. Auglýsing Sparisjóðs Reykjavíkur og nágrennis eftir lántakendum sýnir ljóslega þá viðhorfsbreytingu, sem er orðin á íslenzkum peningamarkaði. Viðskiptavinurinn er í öndvegi. Innan tíðar má ef til vill sjá hér á landi svipaða auglýsingu og þessa frá erlendum banka: „Leyfið okkur að segja já!“ VEIRUSYKINGIN I VIÐIDAL Talið líklegt að barka- bólga hijái hestana 16 EKKI verður endanlega hægt að skera úr um hvaða farsótt hrjáir 16 hesta á Fákssvæð- inu í Víðidal fyrr en niðurstöður sýna ber- ast frá Danmörku í dag eða á morgun. Brynj- ólfur Sandholt yfirdýralæknir telur hins vegar líklegt að' barkabólga hrjái hestana. Hann segir að með einangrun í Víðidal sé reynt að koma í veg fyrir frekara smit. Ef tilraunin mistakist standi menn frammi fyrir því að þurfa að bólusetja hesta gegn farsótt- inni á hverju ári. Brynjólfur sagðist halda að veirusjúdómur, nefndur barkabólga, hrjáði hestana og hefðu mótefnamælingar leitt í ljós að sjúkdómsins hefði ekki orðið vart hér á landi áður. Hann sagði að 2 til 10 dagar liðu þar til sjúkdómurinn kæmi í ljós. Hestarnir veiktust og þeim batnaði á viku. Einstaka hestar fengju hins vegar fylgi- kvilla, t.d. lungnabólgu eða aðrar bakteríusýk- ingar, og þyrftu á sérstakri meðhöndlun að halda. Yflrleitt væru hestar búnir að ná sér að fullu eftir um þijár vikur. Hann sagði að rétt væri að geta þess að þess- ar upplýsingar væru fengnar úr erlendum ritum og vegna ólíkra aðstæðna gæti sjúkdómurinn hagað sér öðruvísi hér á landi. Honum sýndist veikin þó ekki heiftarleg. Hestarnir séu hitalaus- ir, éti og drekki, og virðist ekki daprir að sjá. Ekki riðið milli hverfa Mikill samgangur hefur verið milli hesthúsa- hverfa að undanförnu og má í því sambandi geta þess að félagar úr Herði í Mosfellssveit sóttu hestamenn í Víðidal heim á laugardag. Bi-ynjólfur sagði að vegna þessa gæti verið bor- in von að reyna að koma í veg fyrir frekara smit með einangrun. Engu að síður væri full ástæða til að gera tilraun til þess og benti hann á að aðeins einn hestur hefði smitast af sjúk- dómnum fyrir utan hesta Erlings. Hann sagði að brugðist yrði við á sama hátt og í Víðidal, kæmi faraldurinn aðeins upp á einstaka stað, en slíkt væri til einskis, kæmi hann upp víða samtímis. Við þær aðstæður stæðu menn frammi fyrir því að bólusetja hesta fyrir sjúkdómnum á hveiju ári. Brynjólfur sagði að þeim tilmælum hefði ver- ið beint til hestamanna með hesta í öðrum hest- húsahverfum að fara ekki á milli hverfa. Enn- fremur hefði Reykjavíkurmóti verið aflýst um helgina og óvíst væri um Hestadaga aðra helgi. Farsóttin veldur okkur áhyggjum - segir Jón Gíslason aðstoðartanrningamaður HESTAMENN í Víðidal eru áhyggjufullir vegna farsóttarinnar sem þar geisar að sögn Jóns Gíslasonar aðstoðartamningamanns, sem Morgunblaðsmenn hittu í hesthúsahverfinu snemma í gærmorgun. Viðar Halldórsson, formaður Fáks, tók í sama streng þegar rætt var við hann. Hann sagði að ástandið væri alvarlegt og hvatti hesta- menn í öðrum hesthúsahverfum til að fara ekki milli hverfa. Jón sagði að færri væru í hverf- inu en venja væri fyrir hádegi. Hann sagðist ekki hafa hitt marga hestamenn um morguninn en greinilegt væri á þeim sem hann hefði hitt að þeir hefðu áhyggjur af ástandinu. Viðar benti á að hverfínu væri Viðvaranir yfirdýralæknis Til þess að takmarka smitdreifingu á Fákssvæðinu þurfa hestamenn að fara að eftirfarandi reglum: 1. Hestum skal haldið inni og eingöngu hleypt út í eigið gerði. 2. Útreiðar eru bannaðar um óákveðinn tíma. 3. Heimsóknir fólks í hesthús, þ.m.t. járningamanna, tamninga- manna og annarra, eru bannaðar. 4. Umráðamenn hesta skulu gefa sjálfír, nota sérstakan hlífðar- galla við gegningar og fara ekki í önnur hesthús til gj afa. 5. Flutningar á hestum til og frá svæðinu eru bannaðir. 6. Sérstök aðgát skal viðhöfð við flutninga á heyi og taði til og frá svæðinu. Bíla skal sótthreinsa milli ferða. 7. Lausaganga hunda á svæðinu er stranglega bönnuð. Til að forðast að smit berist í önnur hverfi og aðra lands- hluta skal farið að eftirfarandi reglum á höfuðborgarsvæðinu: 1. Umferð milli hesthúsahverfa er bönnuð. 2. Reiðnámskeið eru bönnuð. 3. Hópreiðar, hestamannamót, sýningar og aðrar samkomur hesta og manna eru bannaðar. Heima í gerði JÓN Gíslason var við vinnu sína í gerði við hesthús í Víðidalnum í gærmorgun. lokað. Hesteigendum væri aðeins heimilt að gefa hestum sínum og hleypa þeim út í gerði. Þá væri unnið að því að finna hesthús til að hægt væri að flytja hesta úr sýkta húsinu í einangrun. Hann hvatti hestamenn í öðrum hesthúsa- hverfum til þess að fara ekki á milli hverfa og hestamenn úr hesta- mannafélaginu Herði til að ein- angra hesta sem hefðu verið í nánu samneyti við sýktu hestana í hóp- reið á laugardag. Farsóttar af því tagi sem komið hefur upp nú hefur ekki orðið vart hér á landi áður, en fjallað hefur verið um og varað við nýjum sjúk- dómum í fjölmörgum greinum í tímaritinu Eiðfaxa. Má þar nefna að í 9. tbl. 1988 er grein eftir Helga Sigurðsson dýralækni, Ef...?, og segir þar m.a. í kafla, undir yfir- skriftinni Hestainflúensa í Víðidal í Reykjavík, frá því hvað myndi gerast ef hestainflúénsa kæmi upp á svæðinu, til hvaða aðgerða yrði gripið og afleiðingar þess að sjúk- dómurinn yrði landlægur. Hann segir m.a. að sú spurning hljóti að vakna hvort farga skuli öllum hest- um í dalnum og Faxabóli og í tengslum við það hvort möguleiki sé að sjúkdómurinn sé þegar kom- inn út fyrir viðkomandi svæði. Vonandi flensufaraldur - segir Sigurbjörn Bárðarson hestamaður í Víðidal „FÓLK er áhyggjufullt og gerir sér eflaust grein fyrir því að ef um flensufaraldur er að ræða hefur hann trúlega breiðst út um allt, t.d. með dýralæknum frá Erling," segir Sigurbjörn Bárðarson hestamaður í Víðidal. Hann vonar að aðeins sé um væga flensu að ræða og upptök hennar verði til þess að eftirlit vegna utan- landsferða hestamanna verði hert. Ennfremur verði lögð áhersla á að höfða til einstaklinga vegna samskipta við erlenda hesta og hestamenn. Sigurbjörn benti á að strangar reglur giltu t.d. um hestakerrur erlendis frá. „Hins vegar er farar- tækjum frá búgörðum, stígvélum, fatnaði og öðru sem getur borið smit með sér enginn gaumur gef- inn. Herða þarf eftirlit og höfða til einstaklinga varðandi hreinlæti. Ég held að við keppnisfólkið gerum okkur grein fyrir þessu. En við verðum vör við að nýir keppnismenn átta sig ekki á því hvað geti hugsan- lega gerst. Þeir gera jafnvel grín að okkur þegar við vörum þá við og segjum þeim að þeir eigi að sýna ákveðna varúð í samskiptum við erlenda hesta og hestamenn," sagði hann. Hvað viðbrögð við faraldrinum varðaði sagði Sigurbjörn að taka þyrfti með í reikninginn að svona lagað hefði ekki áður komið upp hér á landi svo vitað væri. Viðbrögð „Við erum að læra að bregðast við ástandi af þessu tagi og hægt er að gagnrýna viðbrögðin að ein- hveiju leyti. Hins vegar er líka hætt við að menn hefðu verið litnir hornauga ef ákveðið hefði verið að grípa til aðgerðar sem síðar hefðu reynst ástæðulausar. Hins vegar er alveg ljóst að eftir þetta verður meira verið á varðbergi gagnvart veikindum og einangrun beitt fyrr,“ sagði hann. Sigurbjörn SIGURBJÖRN segir að sem betur fer bendi einkenni ekki til að svo- kallaður drúsi hrjái hestana. Von- andi sé aðeins um barkabólgu aé ræða. MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. APRIL 1994 25 Morgunblaðið/Árni Sæberg Viðvörun VIÐVÖRUN hefur verið komið fyrir á öllum hesthúsum. Staðan er auðvitað hrikaleg eins og er - segir Erling Sigxtrðsson tamningamaður „EINS og stendur er staðan auðvitað hrikaleg. Allar aðgerðir miða að því að koma í veg fyrir frekara smit á meðan við bíðum eftir niðurstöð- um frá Danmörku. Frekari aðgerðir fara eftir þeim,“ segir Erling Sig- urðsson tamningamaður í Víðidal. Fimmtán hestar á hans vegum og lík- lega einn til viðbótar í sömu hesthúsalengju hafa sýkst af farsótt í öndun- arfærum. Vegna hættu á frekara smiti hefur verið ákveðið að færa 44 hesta í hesthúsalengjunni í einangrun og loka hesthúsahverfinu fyrir utanaðkomandi umferð. Hesteigendum er heimilt að gefa hestum sínum. Hins vegar er óheimilt að fara á milli húsa og ríða út. Talið er að um 3.000 hestar séu í hverfinu. „Fyrsti hesturinn fór að hósta á miðvikudag. Ég kallaði á dýralækni og við skoðun kom í ljós að hann var með roða í hálsi í líkingu við hálsbólgu í fólki. Enginn bati hafði orðið á föstu- daginn og eina breytingin sú að fjórir hestar höfðu smitast. Þeir voru skoð- aðir með innvortis myndavél og sami roði kom í ljós. Á sunnudaginn voru veiku hestamir svo orðnir átta og á mánudaginn voru allir hestarnir fimmtán veikir," sagði Erling og tók fram að þann dag hefðu sýni verið tekin úr hestunum og send til Dan- merkur. Von væri á niðurstöðum síðar í vikunni og tækju frekari aðgerðir mið af þeim. Brugðist rétt við Hestunum hefur verið haldið inni frá því á sunnudag. Erling sagði að þeir væru allir hitalausir. „Þeir leika sér en eru pirraðir og líður illa í hálsin- um. Öðru hveiju hósta þeir og hóstinn ágerist við áreynslu. Á þriðjudaginn fór að koma slím uppúr fjórum hestum og hafa þeir verið sérstaklega með- höndlaðir," sagði hann og bætti við að hann væri þeirrar skoðunar að rétt hefði verið brugðist við sýkingunni. „Frá því ljóst var að um farsótt væri að ræða hafa markvissar aðgerðir miðað að því að koma í ve’g fyrir frek- ara smit. Aðfaranótt miðvikudags voru miðar með skilaboðum um að aðeins mætti gefa hestunum, hvorki fara í önnur hús né ríða út, hengdir á öll húsin hérna. Mér hefur verið sagt að ég megi ekki einu sinni fara í gættina á næsta húsi og ef ég ætli að nálgast aðra hesta verði ég að fara í sturtu, skipta alveg um föt og nálg- ast þá helst ekki innan 24 tíma eftir að hafa verið með mínum hestum. Ég er svo í beinu sambandi við dýra- lækninn, verði einhver breyting hjá mínum hestum,“ sagði Erling. Á vakt ERLING stendur vakt í hesthús- inu og lætur dýralækni vita um leið og einhver breyting verður á líðan hestanna. Hann er hér með Össuri frá Keldunesi í Þingeyjar- sýslu, aðalkeppnishesti sínum til tveggja ára. Össur fékkYarsóttina fyrstur hesta í húsinu. Áfall Hann er hestamaður að atvinnu og á aðeins fjóra af fimmtán hestum sem hann hýsir. „Ég hef verið að vinna með þessa hesta, keppnis- og kynbóta- hesta, í tvö ár og ef illa fer er öll sú vinna fyrir bí. Maður er í sjokki. En auðvitað þýðir ekki annað en vona það besta,“ sagði Erling. Hann sagði að farsótt af þessu tagi hefði ekki komið áður upp hér á landi. „Og við höfum aðeins verið að gera það sem við höf- um alltaf gert, gefið hestunum sama matinn o.s.frv.,“ sagði Erling að lok- um. Samkomum frestað FYRIRHUGUÐUM samkomum hestamanna, sem getið var í Morgunblað- inu í gær hefur verið frestað. Reykjavíkurmeistaramótinu í hestaíþróttum hefur verið frestað um óákveðinn tíma, en það átti að fara fram dagana 29. apríl til 1. maí. Ennfremur hefur firmakeppi Gusts, Harðar og Sörla, sem allar áttu að fara fram á laugardag verið frestað. Á mjög fjöimennum fundi hestamanna í Herði í gærkveldi kom fram eindreginn stuðningur við reglur þær, sem yfirdýralæknir setti í gær og eru menn tilbúnir til að halda hrossum í einagrun a.m.k. fram til þess er niðurstöður sýnarannsókna liggja fyrir. Verður staðan þá endurmetin í ljósri þeirra. Þá var þess getið í Morgunblaðinu í gær að skeifukeppnin á Hólum færi fram næstkomandi laugardag. Henni liefur verið frestað til sunnu- dags, en sú frestun er að sjálfsögðu óviðkomandi veirusýkingunni í Víðidal. Bamabókaverðlaun Skólamálaráðs afhent Guðrún Helgadótt- ir hlaut verðlaun fyrir Litlu greyin GUÐRUN Helgadóttir, rithöfundur og alþingismaður, hlaut Barna- bókaverðlaun Skólamálaráðs Reykjavíkur 1994 sem afhent voru af Árna Sigfússyni, borgarstjóra, við hátíðlega athöfn í Höfða í gær. Guðrún hlaut verðlaunin fyrir bók sína Litlu greyin og lofsvert framlag á sviði barna- og unglingabóka, og nemur verðlaunaupp- hæðin 200 þúsund krónum. Guðrún hlaut verðlaun Skólamálaráðs árið 1974. Þýðingarverðlaun Skólamálaráðs, sem nema 100 þúsund krónum, voru afhent við sama tækifæri og hlaut Guðlaug Richter þau að þessu sinni, fyrir þýðingu sína á bókinni Úlfur úlfur eftir Gillian Cross. Margrét Theódórsdóttir, vara- formaður Skólamálaráðs og for- maður verðlaunanefndarinnar, gerði grein fyrir vali nefndarinnar og vitnaði til ýmissa barnabóka sem út komu á seinasta ári. „Guð- rún hefur aukið umtalsvert á óborganlegan léttleika tilverunnar með skrifum sínum og skapað margar minnisstæður persónur á sínum fjölbreytta ferli,“ sagði Mar- grét meðal annars. Um þýðingu Guðlaugar sagði Margrét m.a. að hún hefði „unnið vandasamt verk af kostgæfni sem skilar andrúms- lofti óhugnaðar og spennu beint í æð“. Að því loknu las hún stuttan kafla úr bók Guðrúnar. Árni Sigfússon, borgarstjóri, af- henti verðlaunahöfum síðan skrautritað skjal og verðlaunafé frá Reykjavíkurborg. Guðrún sagði við athöfnina að verðlaun Skólamála- ráðs sem hún hlaut fyrir um tutt- ugu árum hefði orðið henni hvatn- ing til frekari skrifa, og án þeirra væri hún varla að veita þeim við- töku nú. Hún þakkaði einnig for- lagi því sem gefíð hefur út bækur hennar og yfirlesara sínum til margra ára, Þórgunni Skúladóttur. Morgunblaðið/Sverrir Barnabókaverðlaun afhent ÁRNI Sigfússon, borgarstjóri, afhendir Guðrúnu Helgadóttur barnabókaverðlaun Skólamálaráðs. Glæsivagn á götum borgarinnar HJALTI Garðarsson hefur keypt fulllengdar Cadillac og hyggst reka eðalvagnaþjónustu í Reykjavík. Bíllinn rúmar sex farþega og er búinn öllum hugsanlegum þægindum. Eðalvagnaleiga í Reykjavík 8 metra Cadillac með bar, sjónvarpi og síma FULLLENGD glæsibifreið af gerðinni Cadillac Fleetwood, með hefðar- mannainnréttingu, mun næstu daga taka að renna um götur Reykjavík- ur. Stofnað hefur verið fyrirtækið Eðalvagnar og er þjónusta þess eink- um hugsuð fyrir fólk sem vill leigja glæsivagn við sérstök tækifæri, svo sem brúðkaup, erlendar heimsóknir og fleira. Einkennisklæddur ökumað- ur mun aka bifreiðinni. Hjalti Garðarsson bifreiðastjóri rek- ur fyrirtækið Eðalvagna, sem á bílinn. Hann hefur verið atvinnubílstjóri í 13 ár og ekið flestum gerðum bifreiða. Eðalvagninn er leigður með lengri fyrirvara en leigubíll og leigan yfír- leitt greidd fyrirfram. Með bílstjóra er leigan 4.500 krónur á klukkustund í borginni, en utan borgarmarkanna kostar leigan 180 krónur á hvern ek- inn kílómetra. Farþegarýmið rúrnar sex farþega og er skilið frá bílstjórarýminu með tvöfaldri glerrúðu og skilvegg sem hvoru tveggja má renna niður. Bíllinn er mjög vel hljóðeinangraður og heyr- ist ekkert veghljóð. Sætin eru úr ekta leðri og innréttingin úr fægðri hnotu. Farþegarýmið hefur sérstaka loft- ræstingu og miðstöð, þar er sjónvarp, myndbandstæki, bar, tungllúga, hljómflutningstæki og sérstakur far- sími fyrir farþega, bílstjórinn hefur annan farsíma. Farþegar og bílstjóri talast við um sérstakan innanbílssíma.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.