Morgunblaðið - 28.04.1994, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 28.04.1994, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. APRIL 1994 Kát - ir vor - u kari - ar á SÍGILD SÖNGLÖG l • 100 alþýðusöngvar og slagarar • textar, hljómar og laglínunótur • grip fyrir gítar píanó og harmoníku • uppruni fjölda texta og laga rakinn • verð kr. 1990,- Nótuútgáfan • Sími 91-620317 Reuter Biðröð á kjörstað LANGAR biðraðir, allt upp í tveggja km langar, mynduðust við kjör- staði í gær en þá gátu almennir kjósendur gengið að kjörborði, flest- ir þeirra í fyrsta sinn. Sænska stjórnin og ESB-aðild Miðflokkurimi lýsir yfír stuðn- ingi við aðild Kaupmannahöfn. Frá Sigrúnu Davíðsdóttur, fréttaritara Morgunblaðsins. OLOF JOHANNSSON formaður sænska Miðflokksins hefur nú til- kynnt, eftir langt hik, að hann styðji inngöngu Svíþjóðar í Evrópusam- bandið (ESB). Miðstjórn flokksins hefur einnig samþykkt stuðning við inngönguna, en enn á eftir að afgreiða málið meðal flokksmanna. Afstöðu flokksins hefur verið beðið með eftirvæntingu vegna þess að hann var eini stjómarflokkurinn sem ekki hafði lýst yfír stuðningi, en einn- ig vegna þess að flokkurinn sem var upphaflega bændaflokkur sækir fylgi sitt til landsbyggðarinnar. Johanns- son og aðrir leiðtogar Miðflokksins hafa lagt áherslu á að ekki verði haldið uppi neinum flokksaga varð- andi afstöðu til inngöngu. Flokks- menn eigi bæði að geta játað henni og neitað eftir eigin sannfæringu. Þó Johannsson hafi lýst yfir stuðningi við aðild Svíþjóðar að ESB hefur hann þó slegið ýmsa varnagla. Hann segist ekki trúaður á sameig- inlegan gjaldmiðil og evrópskan seðlabanka, auk þess sem útilokað sé að Svíar taki þátt í nokkurri varn- armálasamvinnu. Utanríkisnefnd Evrópuþingsins hefur mælt með því að þingið sam- þykki aðildarbeiðni Svíþjóðar, Nor- egs, Finnlands og Austurríkis. Þingið greiðir atkvæði um málið 4. maí næstkomandi og enn er ekki útséð um hver niðurstaðan verði, því auk tortryggni ýmissa þingmanna á stækkun ESB og áhrif einstakra landa, gætir gremju meðal þeirra um hver staða þingsins er innan ESB. í atkvæðagreiðslu í utanríkis- nefndinni greiddu fimmtán nefndar- menn atkvæði með aðild Svíþjóðar, sjö voru á móti og tveir sátu hjá. Afstaða til hinna aðildarlandanna var svipuð. Með niðurstöðunni fylgdi svo yfirlýsing um að nefndin styddi aðild nýju landanna, þrátt fyrir bresti í uppbyggingu ESB og að misbrestur hefði orðið á að þing- menn fengju að fylgjast með aðildar- viðræðunum. Meðmæli nefndarinnar þykja auka líkur á að þingið sam- þykki nýju aðildarlöndin, en vegna þess hve mörg óviðkomandi mál marka afstöðu þingmanna verður óvissa um niðurstöðu fram á síðustu stundu. Sprenging á flugvellinum í Jóhannesarborg varpar skugga á kosningarnar „ Við erum að hefja tímabil vona, sátta og uppbyggingar - sagði Nelson Mandela, leiðtogi ANC er hann kaus í fyrsta sinni Jóhannesarborg, Inanda, Pretonu, Soweto. Reuter. MILLJÓNIR suður-afrískra kjósenda flykktust í gær á kjörstaði og létu ekki langar biðraðir aftra sér frá því að ganga að kjörborði. Komu svertingjar, sem kjósa nú fyrsta sinni, sér fyrir við kjörstaði upp úr miðnætti í fyrrinótt. Um það leyti sem kosning hófst í gær, sprakk bílsprengja við Jan Smuts-flugvöllinn í Jóhannesarborg og særðust sextán manns, þar af fjórir alvarlega. Nelson Mandela, leið- togi Afríska þjóðarráðsins (ANC), kaus í gærmorgun og sagði það ógleymanlega stund, „uppfyllingu allra þeirra vona og drauma.sem við höfum átt okkur í áratugi. Við erum nú að hefja nýtt tímabil vona, sátta og uppbyggingar þjóðar," sagði Mandela í ávarpi eftir að hann hafði greitt atkvæði. „Við vonum svo sannarlega að niðurstaða atkvæðagreiðslunnar verði til að vekja vonir með öllum íbúum Suður-Afríku. Við erum ein þjóð. Skilaboð okkar eru þau að grunnþörfum fólksins verði að sinna,“ sagði Mandela. Með kosningunum lýkur pólitísk- um yfirráðum hvítra manna í Suð- ur-Afríku. 350 ár eru liðin frá því að hvítir menn námu land við Góðr- arvonarhöfða. Árið 1910 voru fjög- ur bresk áhrifasvæði sameinuð í eina breska nýlendu sem öðlaðist sjálfstæði 1934. Aðskilnaðarstefna hvítra og svarta var tekin upp árið 1948. Alls hefur 21 látið lífið í spreng- ingum í Jóhannesarborg undan- farna daga en talið er að öfgasinn- aðir hægri menn standi að baki þeim. Síðasta sprengingin sprakk stundarfjórðungi eftir að kjörstaðir opnuðu í gærmorgun og var talið að tveir rússneskir embættismenn og flugmaður frá Swissair væru á meðal hinna særðu. Kosning gengur vel Björn Bjarnason, formaður utan- ríkismálanefndar, sem er í hópi er- lendra eftirlitsmanna með kosning- unum, sagðist ekki hafa orðið var við annað en að þær hefðu farið vel fram. Kosningareglur væru strangar, enda væri kosningin flók- in. Fór Björn á fjórtán staði í gær, bæði í hverfum hvítra og svartra. „Langar biðraðir voru við kjörstaði en fólk beið rólegt, þrátt fyrir að það hefði staðið allt upp í átta tíma Mandela kýs fyrsta sinni NELSON Mandela, leiðtogi ANC, veifar til stuðningsmanna sinna eftir að hann greiddi atkvæði í fyrsta sinn í kosningum í Suður- Afríku. í röð. Fólk var mjög ánægt með það að fá að kjósa.“ Strangt eftirlit Alls hafa 22.7 milljónir manna kosningarétt, þar af eru svertingjar 18 milljónir. Óháða kosningaráðið (IEC), sem hefur umsjón með fram- kvæmd kosninganna sagði í gær að þær hefðu gengið „nokkuð vel“. Kosningar hófust á tilsettum tíma í Soweto og Pretoríu en víða ann- ars staðar dróst kosning eitthvað. Kosningarnar eru tvískiptar, annars vegar er kosið til þings landsins og hins vegar er kosið til héraðsþinga. í þingkosningunum er kosið um 400 fulltrúa á þingi, auk þess sem kosnir eru þingfulltrú- ar á héraðsþingin. Til að tryggja það að kosningam- ar fari heiðarlega fram, munu um 90.000 lögreglumenn, 67 herdeildir, 21.000 friðareftiriitsmenn og 2.840 erlendir eftiriitsmenn, fylgjast með kosningunum. Kostnaður við sjálfar kosningamar er talinn um 7,5 millj- arðar króna en búist er við að kostn- aður í tengslum við þær verði um 30 milljarðar kr. þegar upp er staðið. Úrskurður þýska stjórnlagadómstólsins í Karlsruhe Óleyfílegt að afneita Helförinni Karlsruhe. Reuter. ÞÝSKI stjórnlagadómstóllinn hefur úrskurða að óleyfilegt sé að afneita Helförinni gegn gyðingum. Slíkt sé afneitun staðreynda og þvílík móðgun við samfélag gyðinga að það heyrði ekki undir regl- ur um malfrelsi. Dómurinn er þvert á niðurstöðu áfrýjunarréttar frá því í síðasta mánuði, en hann úrskurðaði að af- neitun Helfararinnar ýtti ekki ein og sér undir kynþáttahatur. Var sá úrskurður afar umdeildur en í hon- um sagði m.a. að héraðsdómstólar yrðu að gera það upp við sig hvort hinir ákærðu hefðu vanvirt gyðinga með því að afneita Helförinni. Málið, sem stjórnlagadómstóllinn úrskurðaði í, var um hvort banna ætti ráðstefnu hægri öfgamanna en þar hugðist hinn umdeildi breski sagnfræðingur David Irving ræða um Helförina. Hann fullyrðir að frásagnir af Helförinni séu stórlega ýktar og að Adolf Hitler hafi ekki haft vitneskju um hana. Leitinni að topp- kvarkn- umlokið London. The Daily Telegraph. VÍSINDAMENN telja sig hafa fundið 12. og síðustu eindina, sem allur efnis- heimurinn byggist á, topp- kvarkinn svokallaða. í 20 ár hefur tilvist hans aðeins ver- ið fræðileg kenning en nú virðist sem hann hafi birst í fyrsta sinn frá því á fyrstu þremur mínútum sköpunar- innar fyrir 15 milljörðum ára en hann þrífst aðeins í gífurlegri orku. Toppkvarkurinn var fram- kallaður í risastórum kjarnakljúf í Chicago en þar er efniseindum skotið í gagnstæða átt eftir nærri sjö km löngum hring þar til þær rekast á og brotna upp í enn smærri eindir. Lifa þær ekki nema í sekúndubrot og sjást því aldrei en skilja þó eftir sig spor. Arie Bodek við háskól- ann í Rochester segir, að líkurn- ar á því að Fermi-kjamakljúfn- um hafi skjátlast við leitina að toppkvarknum séu aðeins einn á móti fjögur hundmð enda hafi hann tólf sinnum látið vita af sér. Fyrir 20 ámm kom dr. Murray Gell-Mann fram með kenningu um, að undireindir atómsins eins og róteindir og nifteindir væm ekki sjálfir horn- steinar efnisheimsins, heldur væru þær byggðar upp af enn öðmm og smærri eindum. Kall- aði hann þær kvarka og sótti nafnið í skáldsögu James Joyce, Finnegan’s Wake. Em kvark- arnir sex og fengu þau skrítnu nöfn „upp“ og „niður“, „undar- legur“, „aðlaðandi", „toppur" og „botn“. Auk kvarkanna em svo sex létteindir, rafeindin er ein þeirra, og hafa þær allar fundist. Það vantaði því aðeins toppkvarkinn til að efniviður alheimsins væri allur kominn til skila. Það vom 440 vísindamenn frá Bandaríkjunum, Kanada, Ítalíu, Japan og Tævan, sem unnu að leitinni að toppkvarknum, en í Ijós kom, að hann er þyngstur þessara einda. Er vonast til, að vegna þess geti hann hugsan- lega varpað ljósi á uppruna massans en þeirri spumingu vilja eðlisfræðingar gjama fá svarað. Ný lækningastof a Hef opnað lækningastofu í Domus Medica, Egilsgötu 3. Tímapantanir alla virka daga í sima 631051. Ernir Snorrason, sérgrein geólæknisf ræói.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.