Morgunblaðið - 29.06.1994, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 29.06.1994, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 29. JÚNÍ 1994 7 Börn meö heima- gerð vopn NOKKUÐ virðist um að heima- tilbúin vopn séu í fórum barna. Kona kom á lögreglustöðina við Hverfisgötu um helgina með tvö vopn, sem hún hafði tekið af sex ára syni sínum. Vopnin, sem barnið hafði undir höndum voru annars veg- ar sorfinn, hárbeittur nagli, sem festur var kyrfilega með marg- vöfðu límbandi við spýtu og hins vegar tveir 30 cm viðarbút- ar með keðju á milli, einnig festir með límbandi, eins konar eftirlíking japansks vopns. Kon- an sagði að heimatilbúin vopn væru í umferð hjá börnum í Grafarvogi, þar sem hún býr. Omar Smári Armannsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn, kvaðst vilja beina þeim tilmæl- um til foreldra að þeir könnuðu hvort börn þeirra hefðu vopn sem þessi undir höndum og tækju þau af þeim, ef svo væri. Laugardalur Byggt verði yfir skauta- svellið FULLTRÚAR Sjálfstæðis- flokksins í íþrótta- og tóm- stundaráði hafa lagt fram til- lögu til borgarráðs um að fram fari alútboð á yfirbyggingu yfir skautasvellið í Laugardal. Fram kemur að við undirbún- ing útboðsins skuli tryggja að hlutur innlendra hönnuða og framleiðenda verði hvergi fyrir borð borinn. Jafnframt að borg- arverkfræðingi, forstöðumanni byggingadeildar og fram- kvæmdastjóra ÍTR verði falið að undirbúa forsögn að útboði og kynna það síðan fyrir íþrótta- og tómstundaráði og Innkaupastofnun Reykjavíkur. Afgreiðslu tillögunnar var frestað á milli funda en næsti fundur er 11. júlí næstkomandi. Reykjavík verður reynslu- sveitarfélag í BRÉFI félagsmálaráðherra til borgarstjórnar Reykjavíkur og sem samþykkt hefur verið í borgarráði tilkynnir ráðherra að ákveðið hafi verið að Reykja- vík verði reynslusveitarfélag. Fram kemur að gert sé ráð fyrir að framkvæmdanefndir verði skipaðar í hverju reynslu- sveitarfélagi úr hópi kjörinna fulltrúa og embættismanna ásamt fulltrúum starfsfólks. Er þess jafnframt vænst að sveit- arstjórnir hlutist sem fyrst til um skipun slíkrar nefndar. Stefnt er að fundi með fulltrú- um ráðuneyta og formönnum framkvæmdanefndanna þann 24. ágúst. Prjónaði og féllafbaki MAÐUR slasaðist lítils háttar þegar hann féll af mótorhjóli á Fiskislóð í gær. Maðurinn ætlaði að láta hjól- ið „pijóna" en tókst ekki betur til en svo að hjólið ofreis og hann féll í götuna. FRÉTTIR Einn og yfirgefinn ÞESSI litli æðarungi kom labb- andi inn að Bláa lóninu í Grinda- vík síðastliðinn sunnudag og virtist gjörsamlega búinn að týna mömmu sinni og systkin- um. Starfsfólk lónsins fór með ungann út í hraun þar sem æðar- kollur eru á vappi, en unginn varð þar fyrir árás svartsbaks og komst við illan leik aftur í skjól við hús Bláa lónsins. Starfsfólkið ákvað þá að koma unganum fyrir hjá gömlum dýravini í Grindavík. Hann mun verja ungann fyrir grimmum heimi fyrsta æviskeiðið. Morgunblaðið/Frímann Lóranstöðin á Gufuskálum Líkur á að mannvirkin standi GÓÐAR líkur eru taldar á að bandaríska strandgæslan fallist á tillögur ís- lenskra stjórnvalda um nýtingu á mannvirkjum,'Lóranstöðvarinnar á Gufu- skálum. Fulltrúar frá strandgæslunni, varnarliðinu og bandaríska.sendiráð- inu áttu fund með íslenskum stjórnvöldum í gær þar sem farið var yfir tillög- urnar. Reiknað er með að gengið verði endanlega frá málinu á fundi í haust. Á fundinum lögðu fulltrúar íslands fram hugmyndir heimamanna í Snæ-, fellsbæ um nýtingu mannvirkja á Gufuskálum, hugmyndir RARIK um nýtingu rafstöðva fyrir varaaflsstöð og hugmyndir RÚV um nýtingu mastursins undir langbylgjusending- ar. Jafnframt var gerð sú krafa að bandaríska strandgæslan sjái um að rífa tvö hús á staðnum og fjarlægja tvo olíutanka. Arnór Siguijónsson, skrifstofu- stjóri á varnarmálaskrifstofu utan- ríkisráðuneytisins, sagðist ekki telja það neinum vandkvæðum bundið fyr- ir bandarísk stjórnvöld að fallast á þessar tillögur. Fulltrúar þeirra, sem sátu fundinn í gær, hefðu tekið vel í tillögurnar. Arnór sagði að næsta skref í málinu sé að bandarísk stjórn- völd taki formlega afstöðu til tilagn- anna og leiti eftir íjárveitingu til að rífa húsin og fjarlægja olíutankana. Ovissa með mastrið Ríkisstjómin hefur enn ekki ákveðið hvort hún vill leyfa RÚV að nýta mastrið á Gufuskálum til lang- bylgjusendinga, en rekstur og við- hald þess er talinn kosta 50 milljónir á ári og stofnkostnaður er áætlaður 350 milljónir. Menntamálaráðherra hefur lagt til í ríkisstjóminni að mastrið verði nýtt og er búst við að stjórnin taki afstöðu til málsins á næstu vikum. Strandgæslan hefur þegar fengið ijárheimild til að rífa mastrið ef til þess kemur. Bæjarstjórn Snæfellsbæjar hefur ákveðið að skipa vinnuhóp til að gera tillögur um nýtingu mannvirkj- anna á Gufuskálum. Ýmsar hug- myndir hafa verið viðraðar í þessu sambandi, m.a. um að nýta þær und- ir dvalarheimili fyrir aldraða eða or- lofshús fyrir launþegasamtök. Hafrannsókna- stofnunin Forstjóri skipaður JAKOB Jakobsson hefur verið skipaður forstjóri Hafrannsókna- stofnunar til næstu fimm ára. Einnig hefur sjávarútvegsráðherra skipað tvo aðstoðarforstjóra við stofnunina fyrir sama tímabil, þá Vigni E. Thoroddssen sem rekstr- arlegan aðstoðarforstjóra og Jó- hann Sigurjónsson á sviði vísinda. Lögum samkvæmt ber sjávarút- vegsráðherra að skipa í þessi emb- ætti til fimm ára, að fengnum til- lögum stjórnar stofnunarinnar. Hefst starfstímabilið 1. júlí næst- komandi og lýkur því 30. júní 1999. Umsóknarfrestur um stöðurnar rann út 10. júní sl. Jakob Jakobs- son sótti um endurráðningu og bárust ekki fleiri umsóknir um starf forstjóra. Sex umsóknir bárust um stöður aðstoðarforstjóra, þar af ein um endurráðningu í stöðu rekstrarlegs aðstoðarforstjóra. Auk þeirra Vignis og Jóhanns sóttu Haraldur Þór Teitsson og Hjálmar Vilhjálms- son um stöðu aðstoðarforstjóra. Einn umsækjandi óskaði nafn- Ieyndar og annar dró umsókn sína til baka. Jakob Magnússon, sem verður 68 ára á þessu ári, lætur af störf- um aðstoðarforstjóra Hafrann- sóknastofnunar 1. júlí næstkom- andi, en starfinu hefur hann gegnt um árabil. Hann mun starfa áfram sem sérfræðingur við stofnunina. íslandsbanki býður ókeypis myndatöku vegna Debetkorta dagana 27. - 30. júní Vegna mikillar eftir- spurnar hefur íslands- banki ákveöiö aö bjóöa viöskiptavinum sínum ókeypis myndatöku vegna Debetkorta í 4 daga. Debetkortiö er í senn staögreiöslukort, hraöbankakort, persónuskilríki og tékkaábyrgö- arkort. Þá er einnig ódýrara aö nota Debetkort en aö greiöa meö tékka. Notaöu tœkifœríb og sœktu um Debetkort núna á meöan þér býöst ókeypis myndataka. Þetta tilboö stendur aöeins til 30. júní. Ókeypis myndataka fer fram í eftirtöldum útibúum íslandsbanka á höfuöborgarsvœöinu: Lœkjargötu 12 kl. 10:00- 16:00 Laugavegi 105 kl. 09:15- 16:00 Háaleitisbraut 58 kl. 12:00 - 16:00 Kringlunni 7 kl. 13:00- 16:00 Suburlandsbraut 30 kl. 12:00 - 16:00 Þarabakka 3 kl. 09:15 - 16:00 Dalbraut 3 kl. 12:00 - 16:00 Strandgötu 1 kl. 13:00 ■ 16:00 ÍSLANDSBANKI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.