Morgunblaðið - 29.06.1994, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 29.06.1994, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 29. JÚNÍ 1994 15 VIÐSKIPTI Bílaiðnaður Yfirstjórn General Motors endurskipulögð Wagoner yfirmaður Norður-Ameríkudeildar Detroit. Reuter. G. RICHARD WAGONER hefur verið skipaður yfirmaður Norður- Ameríkudeildar General Motors eins og búizt hafði verið við og skipun hans er liður í meiriháttar endurskipulagningu á yfirstjórn fyrirtækisins. John Smith verður áfram for- stjóri og aðalframkvæmdastjóri, en fær að eigin sögn meiri tíma til þess að hafa eftirlit með öllum deild- um GM. Síðan Smith var skipaður forstjóri og aðalframkvæmdastjóri í nóvember 1992 hefur hann varið miklum tímá til þess að stjóma bíla- framleiðslunni í Norður-Ameríku, sem hefur gengið illa. Mannabreytingamar, sem mikið hefur verið bollalagt um í nokkra mánuði, era mesta endurskipulagn- ing á yfirstjóm GM síðan fram- kvæmdastjómin skipaði Jack Smith eftirmann Roberts Stempels fyrr- verandi forstjóra í nóvember 1992. Wagoner er 41 árs gamall og verð- ur yngsti framkvæmdastjórinn, sem stjómað hefur framleiðslunni í Norður-Ameríku. Lopez hafnaði Framleiðslan hefur gengið erfið- lega á undanfömum ámm, þar sem GM hefur glímt við mestu fjárhags- kreppu í sögu sinni. GM hefur ekki skilað hagnaði í Norður-Ameríku síðan 1989 og í nýlegri skýrslu óháðs ráðgjafarfyrirtækis segir að GM sé lítilvirkasta bifreiðaframleið- andi Norður-Ameríku — þótt þús- undum hafí verið sagt upp og mörg- um verksmiðjum lokað. Snemma árs 1993 bauð Smith stöðuna fýrrverandi framkvæmda- stjóra hjá GM, J. Ignacio Lopez, Lopez hafnaði boðinu og hóf störf hjá Volkswagen AG. Smith kom einnig á fót sérstakri deild til að sjá um smíði einstakra bifreiða- hluta, ACG, og valdi J.T. Batten- berg III varaforstjóra forstöðumann hennar. ACG var skilið frá Norður- Ameríudeild GM og fjárhagslega sjálfstæð deild. Deildir GM eru sex — North American Operations, Int- emational Operations, ACG Worldwide, GM Hughes Electronics Corp., Electronic Data Systems Corp og General Motors Acceptance Corp. — og hver deildin um sig ber ábyrgð á afkomu sinni, að sögn Smiths. LEIÐTOGIIUN — Stjórnarformaður GM, John Smale, hefur getið sér orð fyrir að leiða einhveija virkustu stjórn fyrirtækis í Banda- ríkjunum og stendur nú fyrir mestu endurskipulagningu á yfirstjóm GM síðan framkvæmdastjómin skipaði Jack Smith eftirmann Roberts Stempels fyrrverandi aðalforstjóra 1992. ESB Bann á brezku kjöti ólöglegt Briissel. Reuter. TILLÖGUR Þjóðverja um sex mán- aða bann við innflutningi á nauta- kjöti frá Bretlandi til þess að koma í veg fyrir útbreiðslu hættulegrar heilahrörnunar í nautum (BSE), bijóta í bága við núgildandi reglur Evrópusambandsins (ESB) að sögn talsmanns framkvæmdastjómar þess í gær. Auk þess gætu aðildar- ríki ekki gripið til einhliða aðgerða. Embættismenn bentu á að ESB kynni að grípa til sérstakra.ráðstaf- ana gegn veikinni, ef mælt yrði með því á fundi dýralækna 15. júlí, og þá kynnu aðgerðir Þjóðveija að reynast óþarfar. Á fundinum munu liggja fyrir niðurstöður annars fundar vinnu- nefnda sérfræðinga, sem verður haldinn 11. júlí. Þjóðveijar, sem taka við stjóm ESB í lok vikunnar, hafa reynt að finna evrópska lausn á málinu. Horst Seehofer, heilbrigðisráð- herra Þjóðveija, lagði á mánudag fram fmmvarp um bann við inn- flutningi nautakjöts frá Bretlandi, nema frá svæðum, þar sem veikinn- ar hefur ekki orðið vart í fjögur ár. Talsmaður brezka landbúnaðar- ráðuneytisins sagði að bann Þjóð- veija væri bæði óvísindalegt og ólöglegt, samkvæmt lögum ESB og Bretar mundu vefengja ákvörðun- ina í framkvæmdastjóminni til þess að tryggja að hún yrði tekin til skjótrar meðferðar. Flugfélög Símum komið fyrir íflugvél- umSAS Stokkhólrni. Reuter. SKANDÍNAVÍSKA flugfélagið SAS hyggst koma fyrir símum í flugvélum sínum á Evrópu- og inn- anlandsleiðum. SAS hefur komizt að samkomu- lagi við bandarískt símaheildsölu- fyrirtæki, Claircom, um að hafizt verði handa um að koma símunum fyrir um miðjan nóvember. Verkinu á að ljúka í ársbyijun 1995. Okkur tókst þoð! Með því að tryggja okkur nýjan frábærlega staðsettan gististað á Benidorm getum við nú boðið einstök kjör á síðustu sæmnum til Benidorm 13. júlí. Góðar, vel innréttaðar íbúðir, rétt fyrir ofan ströndina í hjarta Benidorm, studio eða íbúðir með einu svefnherbergi. Stór sundlaug, tennisvöllur og veitingastaður á hótelinu og þú nýtur góðrar þjónustu fararstjóra Heimsferða allan tímann í fríinu. Bókoðu strox meðan enn er laust 39.900 Síto»w** Verð kr. pr. mann m.v. hjón með 2 böm, 2-11 ára, íbúð með einu svefnherbergi, Acuarium II. Verð kr. 49.900 pr. mann m.v. 2 í studioíbúð á Acuarium II, 2 vikur. Flugvailarskattar: Kr. 3.660 f. fullorðna og kr. 2.405 f. böm. Austurstræti 17 Sími 624600 FJÖLSKYLDUBILL A FINU VERÐI! Lada Samara hefur notið gífurlegra vinsælda hérlendis. Sífellt fleiri eru komnir á þá skoðun að það vegi þyngst að aka um á rúmgóðum, sparneytnum og ódýrum bíl þótt eitthvað vanti á þann íburð setn einkennir marga bíla, en kemur akstrinum ekkert við. NY LADA SAMARA 1300 cc, 5 dyra, 5 gíra ræQUr 594.000 kr. á götuna LITTU A VERÐIÐ Útvarp, segulband, hátalarar og mottur ÁRMÚLA 13 • SÍMI: 68 12 00 • BEINN SÍMI: 3 12 36

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.