Morgunblaðið - 29.06.1994, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 29.06.1994, Blaðsíða 38
38 MIÐVIKUDAGUR 29. JÚNÍ 1994 MORGUNBLAÐIÐ Dýraglens Tommi og Jenni Ég býst við að þeir hafi rétt fyrir sér... golf er nákvæmnisleikur... BREF TIL BLAÐSINS Kringlan 1 103 Reykjavík • Sími 691 !()()• Símbréf 691329 Ohreinu börnin hennar Evu Frá Gesti Fríðjónssyni: ÞAÐ kann að vera að borið sé í bakkafullan lækinn, að minnast frekar á þjóðhátíðina á Þingvöllum eftir alla þá réttmætu umræðu sem orðið hefur um frámunalegt skipulagsklúður í umferðar- og salernismálum og lítilmannlega tilburði formanns og fram- kvæmdastjóra þjóðhátíðarnefndar við að fírra sig allri ábyrgð á þeim endemum. Þó er enn ógetið eins þáttar í klúðrinu er sneri að hátíðarhöldun- um og fyrirkomulagi þeirra á Þing- völlum. Við undirbúning hátíðarhald- anna leitaði þjóðhátíðamefnd til fjölmargra aðila sem flytja skyldu margþætt efni meðan á hátíðar- höldum stæði. Meðal þessara aðila voru tíu hópar sem gert var að flytja sitt efni afsíðis, það er að segja að „fjallabaki í Stekkjargjá". Engar merkingar eða leiðbein- ingar voru á staðnum um hvar þessi gjá væri eða hvað ætti að fara þar fram. Einu ábendingarnar til hátíðar- gesta voru á afar illa gerðu smálet- urskorti og á óskipulegu tímaplani um skemmtiatriði. Þessum tíu hópum var sem sagt stillt upp þar sem fáir hátíðar- gesta höfðu möguleika á að fylgj- ast með framlagi þeirra til hátíðar- haldanna. Þar að auki komu umferðarmál- in við sögu því sumir hóparnir komust seint og illa á ákvörðunar- stað þannig að tímamörk riðluðust verulega frá því sem áætlað var. Það verður því að teljast grófleg móðgun við alla þessa hópa, sem lagt höfðu á sig æfíngar og erfiði til að skila sínum hlutverkum sem best, að einangra þá á þennan hátt frá hátíðarsvæðinu þar sem þeirra vandaði flutningur fór fyrir ofan garð og neðan allflestra há- tíðargesta. Þessir hópar sem þjóðhátíðar- nefnd þótti við hæfi að þarna væru í hlutverki „óhreinu barn- anna hennar Evu“ voru eftirtaldir: 1. Fjallkonur, 2. Dómkórinn, 3. Skólahljómsveit Kópavogs, 4. Skagfirska söngsveitin, 5. Lúðra- sveit Þorlákshafnar, 6. Söngsveit- in Fílharmonía, 7. Skólahljómsveit Mosfellsbæjar, 8. Kvæðamannafé- lagið Iðunn, 9. Emil og Anna Sigga og 10. Harmonikkufélag Reykjavíkur. Það er ef til vill þetta sem for- maður og framkvæmdastjóri þjóð- hátíðarnefndar eiga við þegar þeir beija á bijóst og segja: „Þjóðhátíð- in tókst afar vel og allir á staðnum voru mjög ánægðir með það sem fram fór.“ GESTUR FRIÐJÓNSSON, Austurbraut 6, Keflavík. Þögn er betri en bull Athugasemd vegna „fjölmiðlarýni“ Frá Sveinbirni I. Baldvinssyni: PISTLAR um dagskrár útvarps- og sjónvarpsstöðva eru fastur liður í flestum dagblöðum. Það er ekki nema eðlilegt og sjálfsagt að um þessar dagskrár sé fjallað reglu- lega á þennan hátt, miðað við það hve ríkur þáttur þær eru í fjölm- iðlaneyslu nútímafólks. Morgun- biaðið birti sl. laugardag pistil af þessu tagi eftir Ólaf M. Jóhannes- son, „fjölmiðlarýni", eins og hann nefnir sig. Ég hef auðvitað ekkert við skoð- anir Ólafs að athuga, en hitt hlýt ég að gera alvarlega athugasemd við, að í því sem líklega á að telj- ast umfjöllun hans um níu klukku- stunda langa hátíðarútsendingu Sjónvarpsins á þjóðhátíðardaginn fer hann með hreint fleipur og bull og segir fátt annað. . í þrígang í fáeinum setningum rangnefnir hann umsjónarmenn dagskrárinnar og kallar Kastljós- menn, en þau sem báru liita og þunga af efni dagskrárinnar 17. júní sl. voru auðvitað umsjónar- menn og dagskrárgerðarmenn Dagsljós-þáttanna. Onnur missögn rýnisins felst í því að tilgreina Jón Egil Bergþórs- son einan sem aðalútsendingar- stjóra dagskrárinnar, en hann deildi þeirri ábyrgð og heiðri með Styrmi Sigurðssyni. Ég . get ekki krafíst þess að Morgunbiaðið fjalli endilega um það yfírleitt, þegar Sjónvarpið sendir út einhveija viðamestu og flóknustu dagskrá í sögu sinni. En sé það gert þykir mér eðlilegt að gera þá lágmarkskröfu, að sú umijöllun sé unnin af sama metn- aði og virðingu fyrir viðfangsefn- inu og blaðið vill viðhafa þegar aðrir efnisflokkar eiga í hlut. Sú „umfjöllun“ sem hátíðardag- skráin hlaut í Morgunblaðinu á laugardaginn er blaðinu ekki sæm- andi og hrein vanvirðing við þá hátt í hundrað starfsmenn Sjón- varps sem lögðust á eitt við að framkvæma þetta stórvirki í dag- skrárgerð. Fyrir þeirra hönd leyfi ég mér að frábiðja mér frekari umfjöllun af þessu tagi. Þá er þögnin betri. SVEINBJÖRNI. BALDVINSSON, dagskrárstjóri innlendrar dagskrárdeildar Sjónvarps.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.