Morgunblaðið - 20.07.1994, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 20.07.1994, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. JÚLÍ 1994 5 FRÉTTIR ^ CANTAT3 Ijósaleiðarinn við suðurströndina Sjávarútvegsráðu- neytið vill breyta stað- setningu ljósleiðara Útgerðarmenn í Vest- mannaeyjum brugðust hart við þegar þeir fengu fréttir af því að nýr ljósleiðarakapall ætti að liggja um feng- sæl fiskimið. Hallur Þorsteinsson ræddi við útgerðarmenn, tals- mann Pósts og síma og sj ávarútvegsráðherra um málið JÁVARÚTVEGSRÁÐU- NEYTIÐ fór þess á leit við Póst og síma í gær að fram- kvæmdum við lagningu ljósleiðara- kapals sunnan og austan við Vest- mannaeyjar verði hætt þar til fund- in hefur verið ný staðsetning fyrir kapalinn. Útgerðarmenn í Vest- mannaeyjum hafa lýst mikilli óánægju með lagningu kapalsins þar verið er að leggja hann þar sem hann komi m.a. til með að skerða veruiega blálöngumið í Skaftárdjúpi og togslóðina sunnan Vestmanna- eyja. íhugar Landssamband ís- lenskra. útvegsmanna að fara fram á að lögbann verði lagt á lagningu kapalsins náist ekki viðunandi nið- urstaða í málinu.Lagning kapalsins frá Evrópu til Kanada með tengingu til íslands um Vestmannaeyjar er þegar hafin, en áætlað hefur verið að hann verði tekinn í notkun í nóvember næstkomandi. Eignaraðilar að ljósleiðarakaplin- um, sem nefnist CANTAT-3, eru 24 símafyrirtæki beggja vegna Atl- antshafs, og er áætlaður kostnaður við hann er 400 milljónir dollara, eða 26,3 milljarðar króna, en þar af er hlutur Pósts og síma um 1,8 milljarðar. Hægt verður að flytja 3.780 talsímarásir á kapjinum sem er tífaldur rása- fjöldi ísiands til útlanda í dag. Þorsteinn Pálsson sjávarútvegs- ráðherra sagði í samtali við Morg- unblaðið í gær að Hafrannsókna- stofnun hefði á síðasta ári komið á framfæri athugasemdum vegna lagningar ljósleiðarakapaisins, og í vor hefði sjávarútvegsráðuneytið fengið sent afrit af bréfi sem Póst- ur og sími hefði sent umhverfis- ráðuneytinu vegna málsins. Að öðru leyti hefði það ekki komið til kasta sjávarútvegsráðuneytisins. „Aðalatriðið er auðvitað það að í upplýsingum Hafrannsóknastofn- unar liggur fyrir að að verið er að fara með kapalinn um mjög mikil- vægar fiskislóðir og það er útilokað annað _en að tekið verði tillit til þess. Ég hygg að það séu ekki miklar breytingar sem þurfi að gera, en þær séu nauðsynlegar," sagði Þorsteinn. Hann sagði það liggja í augum uppi að það gæti haft verulegt fjárhagstjón í för með sér ef mikil- vægar fiskislóðir lokuðust af þess- um sökum og þess væri vænst að Póstur og sími tæki tillit til eðli- legra óska í þessu efni þannig að ekki þyrfti að koma til stórátaka út af þessu máli. Fulltrúar sjávarút- vegsráðuneytisins og samgöngu- ráðuneytið áttu í viðræðum um málið í gær og sagðist Þorsteinn gera ráð fyrir því að viðbrögð frá Pósti og síma kæmu fram í dag, en samkvæmt upplýsingum Morg- unblaðsins átti að leggja tillögu að nýrri legu kapalsins fyrir fulltrúa Pósts og síma snemma í morgun. Engin sjókort hjá Pósti og síma Magnús Kristinsson hjá Berg- Huginn í Vestmannaeyjum sagði í samtali við Morgunblaðið að út- gerðarmenn í Vestmannaeyjum hefðu uppgötvað það fyrir hálf- gerða tilviljun í síðustu viku að komið væri að því að leggja ljósleið- arakapalinn, en hagsmunaaðilum hafði ekki verið kynnt hvar hann ætti að liggja. Hann sagði að árang- urslaus fundur hefði verið haldinn með verkfræðingi frá Pósti og síma í síðustu viku og á mánudagsmorg- uninn hefði því verið haldinn fundur með verkfræðingum fjarskiptasviðs Pósts og síma í Reykjavík. Þar hefði komið í ljós að Póstur og sími ætti engin sjókort og lega kapalsins hefði verið dreginn með reglustiku inn á kort frá Tilkynningaskyld- unni. Gáfu Vestmannaeyingarnir því Pósti og síma sjókort sem þeir höfðu meðferðis. „Ljósleiðarinn sem slíkur kemur til með að skerða blálöngumiðin út af Skaftárdýpinu svo gífurlega að við erum tilknúnir til að kanna alia möguleika á því að fá legu hans breytt. Lega strengsins þvert yfir Sneiðina suður af Eyjum skaðar ekki bara togaraflotann heldur einnig bátaflotann hér í Vestmannaeyjum því þetta er þvert yfir mið þeirra,“ sagði Magnús. Þoi'varður Jónsson framkvæmdastjóri fjar- skiptasviðs Pósts og síma sagði að vegna beiðni frá útgerðarmönnum í Vestmannaeyjum hefði Kanada- mönnum, sem hafa yfirstjórn með lagningu ljósleiðarakapalsins, verið sent erindi í fyrradag varðandi breytingu á legu kapalsins. Hins vegar væri hann ekki mjög bjart- sýnn á að hægt væri að breyta stað- setningunni vegna þess hve verkið væri komið langt á veg, en á þrem- ur skipum er nú unnið við lagningu kapalsins. Á einu þeirra er unnið að lagningunni frá Færeyjum til íslands, á öðru er byijað að leggja kapalinn frá íslandi til Kanada og á hinu þriðja frá Kanada til ís- lands, en þau skip mætast á leiðinni. Misskilningur í gangi „Við teljum að það hefði ekki verið hægt að sneiða hjá þessum miðum sunnan Vestmannaeyja nema fara miklu verri leið fyrir strenginn sjálfan; hólóttari og á meira dýpi. Hafrannsóknastofnun sendi okkur mikla greinargerð i' mars 1993 og sendum við hana áfram til þeirra sem ákváðu legu strengsins. Það er einhver misskiln- ingur í gangi um að Hafrannsókna- stofnun hafi bent okkur á fiskimið og lagt til að við flyttum strenginn frá þeim. Hafrannsóknastofnun benti okkur á fiskimið og lagði til að við gengjum betur frá strengnum og plægðum hann niður í botninn þar sem fiskimiðin eru. Það höfum við gert áætlanir um, þannig á svæðinu alveg frá lendingu í Vest- mannaeyjum og niður á 1.000 metra dýpi, sem er nærri því sem hann tengist aðalstrengnum 80 km suður af Vestmannaeyjum, verður hann plægður eins langt og hægt er niður í botninn nema þar sem klappir koma upp úr botnleðjunni," sagði Þorvarður. Mjög mikill viðgerðarkostnaður Hann sagði að ef það óhapp yrði að strengurinn slitnaði af völdum veiðarfæra væri kostnaður við við- gerð á bilinu 100-200 þúsund Bandaríkjadalir á dag og ef viðgerð tæki vikutíma gæti kostnaðurinn verið um ein milljón dollara, eða um 68 milljónir króna. Samkvæmt lögum ber sá kostnað af slíku tjóni sem því veldur. Þorvarður sagði að samkvæmt reglugerð um sæsíma væru veiðar óleyfilegar á svæði sem nær 200 metra frá kapl- inum í hvora átt. „Ég er að von^ að þetta eyðileggi ekki þessi mið, en þau eru vissulega miklu stærri en þessi 400 metra renna sem um er að ræða,“ sagði Þorvarður. Knúnir til að kanna alla möguleika Ekki hægt að sneiða hjá miðunum Útsalan hefst á morgun Ath: Útsalan hefst í Kringlunni 25. júlí- ekki sömu vörur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.