Morgunblaðið - 20.07.1994, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 20.07.1994, Blaðsíða 34
34 MIÐVIKUDAGUR 20. JÚLÍ 1994 MORGUNBLAÐIÐ Viðgerðir á öllum tegundum af töskum. Fljót og góð þjónusta. TÖSKU- VIÐGERÐIN VINNUSTOFA SÍBS Ármúla 34, bakhús Sími 814303 SPARIÐ TÍMA FÉ OG FYRIRHÖFN og skapið öruggari vinnu og rekstur með ELBEX sjónvarpskerfi. Svart hvítt eða í lit, úti og inni kerfi. Engin lausn er of flókin fyrir ELBEX. Kynnið ykkur möguleikana. Einar Farestveit & co hf. Borgartúni 28, sími 91-622900 Biddu um Banana Boat hraðvirkasta dökksólbrúnkukremið #4 ef þú vilt dekksta sólbrúnkutóninn. p Sólbrúnkufestandi Banana Boat After Sun. 3 stærðir. Verð frá kr. 295,-. □ Banana Boat barnasólvarnarsprey #15. □ Banana Boat barnasólvarnarsalvi fyrir eyru og nef. Sólvörn #29. □ um 40 tegundir Banana Boat sólkrema og olía með sólvöm frá #0 til #50. □ Banana Boat 99,7% hreint Aloe Vera gel, 40-60% ódýrara en önnur Aloe gel. An spírulínu, án tilbúinna lyktarefna og annarra ertandi ofnæmisvalda. Biddu um Banana Boat í öllum heilsubúðum utan Reykjavíkur, sólbaðsstofum, snyrtivöru- verslunum og apótekum. Banana Boat E-gel fæst líka hjá Samtðkum psoriasis og exem- sjúklinga. Heilsuval, Banónsstíg 20, t?G26275. ínnilegar þakkir til allra þeirra, sem glöddu mig með heimsóknum, gjöfum, blómum og skeytum á áttrœðisafmœli mínuþann 9.júlísl. Lifið heil. Kœrar kveðjur. Axel Jónsson, Engjavegi 45, Selfossi. TIL SÖLU Ford Econoline 350, 8 cyl., sjálfsk., upphækkaður toppur, splittað drif, tvær miðstöðvar. Bíllinn er í mjög góðu lagi. Verð kr. 850.000,-. Honda Accord ‘83, 2ja dyra í toppstandi. Verö 240.000,- Uppl. í síma 887620, milli kl. 9 og 18, eftir kl. 18 s. 76690, farsími 985-20237 Sævar Sumarbústaðir Ferðaskrifstofa óskar eftir sumarbústöðum til útleigu fyrir erienda ferðamenn sumarið 1995. Aðeins vandaðir bústaðir með raf- magni koma til greina. Upplýsingar sendist auglýsingadeild Mbl. fyrir 1. ágúst nk., merktar: „Sumarbústaðir - 4897“. I DAG LEIÐRÉTT Rangt nafn RANGT var farið með nafn Magnúsar Blöndal Jó- hannssonar í frétt í blaðinu í gær. í umfjöllun um ís- lenska tölvutónlist var sagt að hann væri Jóhannesson en rétt er að hann er Jó- hannsson. Ivlagnús er beð- inn velvirðingar á þessum mistökum. Hvönnin kom í júní í FRÉTT af hvönn í gær, þriðjudag, sem óx upp úr maibiki í Vestmannaeyjum var ranglega sagt að hún hefði komið upp í byijun júlí. Hið rétta er að hún kom upp í byijun júní. Héraðsdýralæknar í FYRIRSÖGN greinar sem birt var í gær um deilu dýralækna og heilbrigðis- ráðuneytis, var héraðsdýra- læknum breytt í dýralækna við vinnslu blaðsins. Fyrir- sögnin gaf því ranga vís- bendingu um efni greinar- innar. Pennavinir GHANASTÚLKA 26 ára með áhuga á kvikmyndum, körfuknattleik o.fl. Lyly Brown, Box 317, Oguaa, Central Region,Ghana. VELVAKANDI Svarar í síma 691100 frá 10-12 og 14-16 frá mánudegi til föstudags Um íslenskt mál ADDA Jónsdóttir hringdi til að kvarta yfir því að í morgunútvarpinu á föstu- dag var viðtal við Sigurð Arngrímsson þar sem hann var m.a. spurður um tóniist. Hann sagði „ég aldist“ ekki upp við ... Þetta líkaði Öddu ekki en vill um leið þakka Baldri Pálmasyni fyrir skrif hans þar sem hann deilir á það sem sagt var á Þingvöllum á þjóðhátíðardaginn um að „sólin væri nú farin að glenna sig_“. Einn frétta- maður RUV sem var í glerbúrinu hafði þetta líka orðrétt eftir. Þetta líkaði Öddu ekki heldur og sagði að líklega hefði sólinni brugðið, því fijótlega hefði farið að rigna. Niðjamót á Sveinsstöðum MAGNÚS Ólafsson hringdi í Velvakanda til að vekja athygli á niðja- móti hjónanna Óiafs Jóns- sonar og Oddnýjar Ólafs- dóttur sem hófu búskap á Sveinsstöðum í Húna- vatnssýslu árið 1844 eða fyrir 150 árum. Hann hef- ur auglýst nokkrum sinn- um og fmnst of marga vanta ennþá. Niðjamótið hefst á Hótel Blönduósi föstudagskvöldið 5. ágúst og verður fram haldið á Sveinsstöðum á laugar- daginn og lýkur með kvöldverði í félagsheimili Blönduóss. Þátttakendur eru beðnir að tilkynna sig í síma 95-24126 eða 95-24495. Tapað/fundið Seðlaveski tapaðist BRÚNT seðlaveski með guillitaðri sylgju yfir miðj- una tapaðist aðfaranótt sunnudagsins í Lækjar- götunni. I því eru öll skil- ríki og er skilvís finnandi vinsamlega beðinn að hafa samband í síma 627305 og er fundarlaunum heit- ið. Kvenmannsúr tapaðist GULLÚR með gullkeðju af gerðinni Lassale tapað- ist laugardaginn 9. júlí sl., líklega á leiðinni frá Austurbrún að miðbæ. Skilvís fmnandi er beðinn að hafa samband í síma 813514. Týnd læða KISAN okkar hún litla Dís sem er grá læða með rauða hálsól og tvær bjöll- ur hefur ekki komið heim síðan laugardaginn 2. júlí sl. Litla Dís á heima á Sunnuflöt 39, Garðabæ. Þeir sem gætu gefíð upp- lýsingar vinsamlega hringið til okkar í síma 657350. Farsi BRIDS Umsjón Guóm. 1*á 11 Arnarson ÞÚ SÝNIR hógværð og tek- ur engan þátt í sögnum, þrátt fyrir eiguleg spil. Makker þinn í austur flytur fyrstu ræðuna með þremur laufum og svo renna NS sér í fjögur hjörtu. Þetta eru spil þín í vestur og þú átt út: Austur gefur; enginn á af þeim. Ef makker á laufás- inn, en ekki drottninguna er hætt við að hann leyfí þér að eiga fyrsta slaginn: Norður ♦ K64 V K87 ♦ KG1085 + 92 Vestur ♦ ÁDG72 V Á62 ♦ 9763 ♦ K Austur + 1083 V 5 ♦ 42 * ÁG87654 hættu. Norður ♦ * ♦ Vestur ♦ ♦ ÁDG72 V Á62 ♦ 9763 + K 111 Vestur Noriur Austur Suður - 3 lauf 3 hjörtu Pass 4 hjörtu Pass Pass Pass Suðui ♦ 95 V DG10943 ♦ ÁD ♦ 1)103 Róttæk, en snjöll hugmynd, er að leggja niður hjartaás í upphafi. Þegar blindur birtist er hægt að hirða spaðaásinn og spila svo laufkóng. Makker hlýtur þá að kveikja á perunni. Ekki þar fyrir, það má enn hnekkja fjórum spöðum með Það verður sjaldan nægi- lega brýnt fyrir spilurum að koma út í lit makkers. En það eru undantekningar frá þeirri meginreglu og þetta er ein laufkóng út. Vestur verður að skipta yfir í spaðadrottn- ingu og spila síðan undan ÁG yfir á tíu makkers þegar hann kemst inn á trompásinn. Víkveiji skrifar... Oft er um það rætt, að hér á íslandi ríki óeðlilega mikið skrifræði, sem sé í engu samræmi við örþjóð á borð við þá íslensku, sem telur jú ekki nema liðlega kvartmilijón manns. Opinberi geir- inn stækki stöðugt, stöðugildum hins opinbera fjölgi, en vaxtar- broddur sé vart fyrir hendi í einka- geiranum, þar sem verðmætafram- leiðsla þjóðarinnar fer fram að megninu til. Þetta er áreiðanlega rétt í meginatriðum og ætti að vera , okkur íslendingum, sem og flestum Evrópuþjóðanna sem eiga við sams- konar vandamál að stríða, umhugs- unarefni hvemig við fáum þessu breytt. Til samanburðar er oft í skýrslum og umsögnum bent á að þróunin í Bandaríkjunum sé önnur, þar sem einkageirinn eflist. xxx En það breytir engu um það, að skrifræði hins opinbera í Bandaríkjunum er með ólíkindum. Af því hefur Víkveiji persónulega reynslu, eftir búsetu þar vestra. En nokkuð er um liðið, frá því vestra var dvalið, og þar af leiðandi höfðu píslargöngur Víkverja á milli bandarískra stofnana og endalausar símhringingar, þar sem Pétur vísaði ávallt á Pál, slævst í vitund Vík- veija, frá því hann hafði allt á horn- um sér, vegna þess að hvers konar samskipti við hið opinbera þar vestra tóku einatt lungann úr degi, þegar í slíkum samskiptum var staðið. Þessi samskipti rifjuðust upp fyrir Víkverja nú fyrir nokkru, þeg- ar hann á nýjan leik þurfti fyrir hönd Morgunblaðsins að leita eftir upplýsingum úr bandaríska stjórn- kerfínu. xxx Fyrir miðjan júnímánuði var haft samband við sendifáð Banda- ríkjanna hér á landi, til þess að leita eftir aðstoð við upplýsingaöflun. Víkveiji var beðinn um að senda fyrirspurnir sínar með símbréfi til tiltekins starfsmanns sendiráðsins, sem gert var samdægurs. Leið nú og beið og aldrei bárust nein svör. Tveimur vikum síðar hringdi Vík- veiji í viðkomandi starfsmann og ítrekaði fyrirspurn sína og var þá tjáð að fyrirspurnin væri til með- höndlunar í bandaríska stjórnkerf- inu, sem vissulega væri svifaseint og því yrði Víkveiji að sýna bið- lund. Bauðst starfsmaðurinn þó til þess að ítreka fyrirspurnina, hvað Víkverji þáði. xxx Leið nú enn og beið og viti menn um miðjan júlí hefur annar starfsmaður sendiráðsins samband við Víkveija símleiðis, og tjáir hon- um að líklega sé það ákveðin deild ákveðins ráðuneytis bandaríska stjómkerfísins sem geti veitt þær upplýsingar sem leitað er eftir! Býðst við svo búið til þess að senda Víkveija símbréf sem veiti þau símanúmer sem á þurfí að halda til þess að afla upplýsinganna. Vík- veija var nóg boðið, en þáði boðið og fékk símbréf örskömmu síðar, sem var svartklessótt ljósrit af einni síðu símaskrár bandaríska stjórn- kerfisins, á slíku örletri að reyndist með öllu ólæsilegt, án aðstoðar stækkunarglers. Þessi vinnubrögð Bandaríkjamanna eru þeim ekki góður vitnisburður og hljóta að vekja upp spurningar um hæfni og getu þeirra diplómata sem stjórn- völd í Washington úthluta okkur hingað upp á skerið, nema þetta sé svona almennt meðal starfs- manna utanríkisþjónustunnar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.