Morgunblaðið - 20.07.1994, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 20.07.1994, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. JÚLÍ 1994 19 UNGT FÓLKí EVRÓPU Kynntu sér félagslífið í Hollandi ÍSLENSKUR hópur fór í vor til Hollands á vegum Ungs fólks í Evrópu. í hópnum voru sextán ára unglingar úr félagsmiðstöðinni Arseli í Arbæ. Klúbburinn er orð- inn eins og hálfs árs gamall og varð því til áður en þeir, sem eru í honum, fréttu af UFE. í Hol- landi hittu ferðalangarnir svipað- an hóp af krökkum á þeirra aldri í Hunzepark fyrir utan bæinn Emmen. Þau dvöldu þó ekki þar allan tímann heldur ferðuðust um Hoiland og skoðuðu m.a. félags- miðstöðvar enda var það tilgangur ferðarinnar að kynnast hollenskri æsku og félagslífi þeirra. Hol- lenski hópurinn, sem þau liittu úti stefnir að því að koma til Islands næsta sumar. Morgunblaðið ræddi við Huldu Þorsteinsdóttur, sem fór í ferðina. „Við erum búin að vera í þessum klúbbi í eitt og hálft ár. Það var alltaf takmarkið hjá okkur að fara út en sáum það ekki alveg fyrir okkur hvernig við ættum að fara að því. Við vorum búin að safna einhverjum pening. Svo sóttum við um styrkinn rétt áður en frestur- inn rann út og fengum að vita í mars að við fengjum hann. Við fengum helmings styrk og án hans hefðum við ekki komist út. Ég er alveg viss um það,“ sagði Hulda. Stuðklúbburinn Þruma I hópnum eru 14 sextán ára krakkar, sem kalla sig Stuðklúbbinn Þrumu. Tveir starfsmenn frá félagsmiðstöðvunum fóru með þeim út. Hulda sagði að allt hefði verið mjög vel skipulagt fyrir þau. Til að komast út á vegum UFE þarf að hafa þema og þema Stuðklúbbsins Þrumu var að kynnast ungu fólki og félagsstarfi í Hollandi. Hún sagði að gaman hefði verið að kynnast lífinu í Hollandi og þeirri menningu, sem ríki þar og mælir tvímælalaust með þessu. Hún segist alltaf hafa talið sig vera Evrópubúa og þessi ferð hafi í sjálfu sér litlu breytt um það. UNGLINGARNIR úr félagsmiðstöðinni Árseli, sem drifu sig til Hollands á styrk frá Evrópusambandinu. Tilgangur ferðarinnar var að kynnast ungu fólki og félagsstarfi í Hollandi. íslenskum ungmennum opnaðar nýjar leiðir til að kynnast Evrópu Islendingar verði meiri Evrópubúar Á VEGUM Evrópusambandsins er ýmislegt gert til að auka þá tilfinn- ingu íbúa landa í Evrópu að þeir séu Evrópubúar frekar en bara íbú- ar lands síns. Hluti af þessu eru ungmennaskipti. Ýmsar áætlanir eru í gangi og þar á meðal er áætl- unin Ungt fólk í Evrópu eða UFE, sem gengur út á ungmennaskipti. í hveiju aðildarlandi er starfandi verkefnisstjórn. UFE á íslandi er verkefni á vegum menntamálaráðu- neytis en framkvæmd þess er sam- starfsverkefni ráðuneytisins og íþrótta- og tómstundaráðs Reykja- víkur. Nýlega var haldin ráðstefna á vegum UFE hér á Islandi og komu á hana 50 fulltrúar frá 20 löndum. Þessir fulltrúar eru starfsmenn UFE og skipuleggja ferðir hópa á aldrinum 15 til 25 ára til landa inn- an Evrópusambandsins. Með gildis- töku EES samningsins sl. áramót varð ísland aðili að UFE-verkefn- inu. Margrét Sverrisdóttir er verk- efnastjóri UFE hér á landi og vinn- ur á skrifstofu UFE í Hinu húsinu. Hún segir að þótt ungmennaskipti geti verið mjög fjölbreytileg hvað varðar innihald, tímalengd og upp- byggingu, hafi þau öll það sameig- inlega markmið að veita ungmenn- um uppbyggilegan lærdóm um menningu annarra landa. Þetta sé það, sem aðskilji ungmennaskipti frá ferðamannaiðnaðinum. Á Evrópska efnahagssvæðinu (EES) eru um 60 milljónir ungs fólks á aldrinum 15 til 25 ára og hefur tæpur þriðjungur þeirra aldr- ei farið frá heimalandi sínu. UFE- verkefnið gengur út á að ungmenni á þessum aldri geti stofnað hópa, sem telja um 10 til 15 einstaklinga. Hóparnir eru stofnaðir í kringum eitthvert áhugamál, sem getur verið á sviði umhverfismála, menningar, atvinnu, málefna minnihlutahópa, fíkniefna, leiklistar, kvikmynda og svo framvegis. Allt að 75% greitt Eftir að hópur hefur verið stofn- aður þarf að finna annan hóp í ein- hveiju landa ESB, með svipað áhugamál og þar geta skrifstofur UFE komið til aðstoðar. Sambandi er komið á milli hópanna og þá er hægt að fara að skipuleggja heim- sóknir þeirra til hvors annars. ESB borgar 50% af ferðakostnaðinum og má veita allt að 75% styrk til verkefna, þar sem ungt fólk úr minnihlutahópum tekur þátt. Nýr hluti UFE-verkefnisins hefst 1995 og áætlar ESB að veita yfir hundrað mjjljónum ECU eða hátt í 10 milljörðum íslenskra króna til verkefnisins á fimm árum og er gert ráð fyrir því að á þeim tíma muni um 400 þúsund ungmenni á aldrinum 15 til 25 ára í Evrópu ferðast á vegum UFE. Morgunblaðið/Árni Sæberg Sjá um ungmennaskipti RÁDSTEFNA, sem haldin var hér á landi í síðustu viku dró til sín fólk hvaðanæva úr Evrópu. Þar á meðal voru Gordon Blakely frá Bretlandi og Thea Meinema frá Hollandi en íslenskur hópur af 16 ára ungmennum fór einmitt út til Hollands í vor. Ungt fólk af mismunandi þjóð- erni hitti hvert annað sem jafningja HÉR á landi var nýlega haldin ráðstefna á vegum Ungs fólks í Evrópu og mættu til hennar 50 manns víðs vegar að úr Evr- ópu. Þar á meðal voru Thea Meinema frá Hollandi og Gor- don Blakely frá Bretlandi og tók Morgunblaðið þau tali. „Eg vinn fyrir skrifstofuna í Hollandi og þar sem UFE-verk- efnið er ekki miðstýrt þá er það á okkar ábyrgð að senda upplýs- ingar til ungmennahópa og samtaka, taka á móti umsóknum og hvers konar spurningum," segir Thea. Ekki bara ódýrt ferðalag „Við finnum í auknum mæli fyrir því að hlutirnir ganga ekki eins vel fyrir sig og mætti ætla. Það þarf að leiðbeina hópunum og styðja þá til þeirra verka, sem Ungt fólk í Evrópu krefst af þeim,“ bætir hún við. Hún segir að margt sé í bígerð á skrifstofunni í Hollandi og ineðal annars sé verið að útbúa starfsáætlanir fyrir leiðbeinendur. „Ungmennaskipti í Hollandi," segir hún, „hafa að einhverju marki þá ímynd að vera einhvers konar ódýrt ferðalag en þessari íinynd viljuin við breyta. Við viljum að fólk líti á þetta sem fyrsta flokks menntunarferli. Viðbrögðin við UFE í Hollandi hafa verið mjög jákvæð og áhuginn fer vaxandi. I byrjun höfðum við ekki mikla reynslu af ungmennaskiptum en við höfum lært mikið síðan og gæði skiptinna hafa aukist verulega," bætir hún við. Sambandið við unga fólkið „Það sem er erfiðast er að halda sambandi við unga fólkið því við verðum meir og meir föst í skrifræðinu og hlustum minna og minna á unga fólkið sjálft,“ segir Gordon. „Margir fara í frí og bera með sér sína eigin menningu. Þegar komið er á staðinn er það enn með sína eigin menningu, það skemmtir sér vel, fer í sólbað, skoðar hallir og fer síðan heim. Það opnar aldrei eigin menningu fyrir öðrum og það opnar ekki sjálft sig fyrir öðrum hugmyndum. Markmið okkar er að breyta þessu,“ segir hann. VW Golf CL árg. ‘92, blásans, sjálfsk., 5 dyra, ek. 34 þ. km. Verð kr. 1.150.000. — Góð kjör. Nissan King Cab 4WD árg. ‘91, grásans, 31“ dekk, plasthús, ek. 94 þ. km. Verð kr. 1.100.000. — Góð kjör. Mercedes Benz 1190E árg. ‘91, stein- grár, sóllúga, ABS., litað gler, ek. 65 þ. km. Verð kr. 2.650.000. — Skipti. Mercedes Benz 280 GE árg. ‘84, rauður, sjálfsk., álfelgur, litað gler, ek. 47 þ. km. Mjög gott eintak. Verð kr. 1.550.000. Toyota Landcruiser árg. ‘86, dökkblár, diesel, krómfelgur, óbreyttur, ek. 88 þ. km. Verð kr. 1.550.000. VANTAR NÝLEGA BÍLA Á STADINN-MIKIL SALA-FRÍAR AUGLÝSINGAR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.