Morgunblaðið - 24.08.1994, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 24.08.1994, Blaðsíða 2
2 MIÐVIKUDAGUR 24. ÁGÚST 1994 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Beinhákarl olli uppnámi Þ AÐ VARÐ uppi fótur og fit í fjörunni við Amarstapa á Snæ- fellsnesi um helgina þegar bein- hákarl kom skyndilega syndandi og sveigði að fólki, sem var að busla í fjöruborðinu. Steindór V. Guðjónsson, sem vitni varð að atburðinum, segist ekld telja neinn vafa leika á að þama hafi verið um hákarl að ræða. Hann segir að skepnan hafi verið um fimm metrar að lengd. Að sögn Gunnars Jónssonar fiskifræðings er beinhákarlinn meinlaus mönn- um, en að sögn Steindórs gerðu viðstaddir sér ekki grein fyrir því, hvers konar hákarl væri þarna á ferð. „Við vomm þarna að njóta náttúrufegurðar við Amarstapa og gengum niður að hafnargarð- inum þar sem við sáum að tvær stelpur vora að kafa. Allt í einu tókum við eftir horni eða ugga á haffletinum sem stefndi rakleiðis á stelpumar. Ég hljóp þá upp á fyllinguna með myndavélina vegna þess að ég taldi að þama væri kannski háhyraingur á ferð. Ég sá fljótlega að það gat ekki verið því hann velti sér ekkert heldur tók rólega stefnu beint á stelpurnar. Þær forðuðu sér í land skelfíngu lostnar áður en hann kom að þeim. Hákarlinn beygði þá með landinu og tók stefnuna á tvo stráka sem vom að kafa um 60 metra frá landi, hinum megin við garðinn. Þeir tóku ekkert eftir honum því að þeir vom að horfa niður á botn. Við horfðum þarna á hákarlinn synda að þeim og áttum von á að sjá blóðgusur og læti, en hann synti að þeim og áfram og Iét þá óáreitta," sagði Steindór. Steindór sagði að það hefði reynt á taugaraar að fylgjast með ferðum hákarlsins. Fólk sem fylgdist með hefði óttast mjög um piltana úti í sjónum, ekki síst þar sem engin leið hefði verið að ná til þeirra á undan hákarlin- um. Hann hefði sem betur fer ekki verið svangur. Steindór sagði að piltunum hefði þótt miður að missa af þvi að sjá hákarlinn, en þeir vom einmitt að kafa til þess að taka myndir af fjölbreyttu sjávarlifí við Amarstapa. Morgunblaðið/Steindór V. Guðjónsson STÚLKURNAR vora kátar eftir að þær komust í land, en há- karlinn var aðeins 2-3 metra frá þeim þegar þær skriðu á land. HÁKARLINN var engin smásmíði. Sjónarvottar telja að hann hafí verið um 5 metrar á lengd. Sjávarútvegsráðherra um veiðar úr stofnum sem ágreiningur er um Réttur tíl að banna löndun samkvæmt EES-samningi EMBÆTTISMENN i Noregi kanna nú hvort möguleikar séu á að stöðva landanir á fiski úr skipum sem ekki hafa kvóta í Barentshafi í aðildar- löndum EES. Þorsteinn Pálsson sjávarútvegsráðherra segir að íslending- ar hafi tiyggt sér ótvíræðan rétt í samningnum um EES til að banna löndun fisks úr skipum sem hafa veitt úr stofnum sem ágreiningur er um skiptingu á en meira álitamál sé hvort lönd Evrópusambandsins hafi sambærilegan rétt gagnvart íslenskum skipum. Slysið í prammanum við Grandagarð Talið að súrefni hafi eyðst vegna ryðmyndunar VINNUEFTIRLIT ríkisins telur lík- legast að mennirnir þrír sem misstu meðvitund í iokuðu rými í dýpkun- arpramma við Grandagarð í fyrra- kvöld hafi orðið fyrir súrefnisskorti vegna ryðmyndunar í jámi í pramm- anum. Við ryðmyndunina hafi eyðst allt súrefni í loftþéttu rýminu. Fullnaðamiðurstöður lágu ekki fyrir í gær enda pramminn kominn á sjó en frekari mælingar áttu að fara fram þegar hann kæmi í land í gærkvöldi, að sögn Sigurbjargar Sverrisdóttur vinnueftiriitsmanns. Slysið varð um borð í vélarlausum flotpramma og í því rými hans þar sem eru vélar sem knýja glussa- tjakka prammans. Sigurbjörg kvaðst ekki þekkja dæmi um annað slys af þessum völdum hér á landi. Ingvar Grétarsson, slökkviliðs- maður, missti meðvitund þegar hann fór niður til mannanna tveggja sem verið höfðu að vinna í prammanum en misst meðvitund. Hann sagði við Morgunblaðið að samkvæmt tilkynn- ingu um slysið hefðu þeir átt von á að mennimir hefðu slasast við fall og því hefði hann ekki farið með súrefnisgrímu ofan í prammann. Um leið og hann hefði komið niður stig- ann niður til mannanna, hefði hann hins vegar liðið út af, fallið í gólfið og misst meðvitund. Ingvar kvaðst hins vegar aðeins hafa verið meðvitundarlaus í skamma stund þar sem félagar hans hefðu komið niður með súrefnis- grímu að vörmu sporí. Hann kvaðst hafa jafnað sig fljótt en farið heim af vaktinni og átti ekki von á að verða fjarverandi frá vinnu lengur. Ingvar kvaðst hafa heyrt eftir slysið að þegar mennimir hefðu opn- að loku að rýminu til að fara þangað til vinnu hefði myndast sog þar inni en sú staðreynd hefði átt að geta gefið til kynna að eitthvað varhuga- vert væri á seyði. Að sögn Eiðs Guðnasonar, sendi- herra íslands í Ósló, hefur komið fram að verið sé að athuga í norska sjávarútvegsráðuneytinu að fá sett löndunarbann á afla úr skipum sem ekki hafa kvóta í Barentshafi og í gær var haft eftir formanni atvinnu- málanefndar norska Stórþingsins, sem er þingmaður Hægri flokksins, í dagblaðinu Verdens Gang, að unnt sé að banna löndun á físki sem veidd- ur er á þessu svæði á grundvelli ákvæða EES-samningsins. „Við höfum í okkar samningi um EES rétt til þess að banna skipum löndun ef þau hafa verið að veiðum í stofnum sem ágreiningur er um skiptingu á. Okkar lög gera ráð fyr- ir að við getum bæði bannað löndun og viðskipti þegar þannig stendur á en samningurinn við Evrópusam- bandið um EES gerir hins vegar ein- göngu ráð fyrir heimild til löndunar- banns. Við lögðum mjög ríka áherslu á að fá ákvæði af þessu tagi inn í samninginn. Það er svo sjálfstætt álitamál hvort Evrópusambandið telst hafa sambærilegan rétt gagn- vart okkur. Um það þori ég ekki að fullyrða án þess að skoða það nánar en við höfum þennan rétt gagnvart skipum Evrópusambandsins. Það er ótvírætt," sagði Þorsteinn. 28,4% vilja leyfa íslendingum veiðar við Svalbarða Heitar umræður urðu í umræðu- þætti um Svalbarðadeilu Norðmanna og íslendinga sem sendur var út á besta útsendingartíma í Noregi á sjónvarpsstöðinni TV2\ gærkvöldi. Á meðan á útsendingu stóð fór fram símakönnun meðal áhorfenda um það hvort heimila ætti íslendingum veið- ar á Svalbarðasvæðinu. 11.000 manns svöruðu og varð niðurstaðan sú, að 71,6% voru á móti en 28,4% vildu leyfa veiðar íslendinga. Þorsteinn Már Baldvinsson, fram- kvæmdastjóri Samheija, og Geir H. Haarde alþingismaður tóku þátt í umræðunum og héldu fram málstað íslands en meðal þátttakenda voru einnig Knut Vartdal útgerðarmaður, Einar Hepsoe, forseti Norges Fiskar- lag, Einar Bastesen, talsmaður hrefnuveiðimanna, og Ivar Eskeland, fyrrv. framkvæmdastjóri Norræna hússins í Reykjavík. Snörp orðaskipti Að sögn Eiðs Guðnasonar sendi- herra íslands í Ósló urðu oft snörp orðaskipti í þættinum og deildu Norð- mennimir hart á íslendinga. Voru hafðar uppi hefðbundnar röksemdir um að Norðmenn hefðu fullan rétt til að stjórna veiðum á svæðinu um- hverfis Svalbarða. Var því haldið fram að Islendingar hefðu ofveitt sína fiskistofna og væru þvi nú að sækja í þá stofna sem Norðmenn hefðu verið að byggja upp. Þorsteinn Már og Geir svöruðu því m.a. til að ástand fiskistofna við ísland væri yfirleitt viðunandi og gott í mörgum tilvikum, nema á þorskstofninum en þar hefði farið saman fullmikil sókn og að náttúrulegar aðstæður hefðu verið okkur andstæðar mörg ár í röð. Þorsteinn Már benti í þættinum ítrekað á samning Norðmanna við Grænlendinga um rækjuveiðar úr sameiginlegum stofni Grænlands og íslands og að ekkert samráð hefði verið haft við íslendinga. Geir H. Haarde lagði áherslu á að siðmenntaðar þjóðir leystu úr svona deilum með samningum. Sagði hann að það væri eina færa leiðin í þessu máli. Fékk það dræmar undir- tektir og var því svarað að íslending- ar hefðu tekið sér rétt á svæðinu og ekki yrði samið við þá um veiðiheim- ildir. Eiður sagði greinilegt að margir hefðu horft á þáttinn. Þýska tryggingafé- lagið Allianz Villbjóða líftrygg- ingar hér ÞÝSKA tryggingafyrirtækið Allianz hefur áhuga á að bjóða svokallaðar söfnunarlíftrygg- ingar á íslandi en að sögn Atla Eðvaldssonar, sem er tengiliður fyrir tryggingafélagið hér á landi, er Allianz eitt af þremur stærstu tryggingafélögum á þessu sviði í heiminum. Hefur það sent Tryggingaeftirlitinu tilkynningu þess efnis að það hafi hug á að bjóða þjónustu sína á íslenskum trygginga- markaði en eftir er að ganga frá ýmsum formsatriðum og kanna lagaleg atriði áður en félagið getur hafið starfsemi hér á landi. Atli sagði að fyrirtækið hefði kynnt sér þá möguleika sem bjóðast á tryggingamarkaðin- um hérlendis að undanfömu en félagið bjóði líftryggingar sem óþekktar eru hér á landi. Eru þær um leið lífeyristryggingar þeirra sem tryggðir eru hjá fé- laginu. Viðskiptavinirnir greiða mánaðarlega iðgjöld í söfnunar- sjóð félagsins í ákveðinn ára- fjölda og njóta líftryggingar sem fer hækkandi ár frá ári. Ef ekkert kemur upp á fær sá tryggði féð endurgreitt með vöxtum í lok tryggingartíma- bilsins sem lífeyri. Borgin ít- rekar fyrri afstöðu REYKJAVÍKURBORG hefur ritað sænska fyrirtækinu Electrolux bréf þar sem lýst er yfir vilja til að ræða fyrra tilboð fyrirtækisins um að það byggi, eigi og reki íþróttahús í Laug- ardal. Ingibjörg Sólrún Gísla- dóttir, borgarstjóri, sagði að borgin væri í þessu bréfi ein- ungis að ítreka fyrri afstöðu í þessu máli. Borgin væri og hafi verið tilbúin til að ræða mögu- leika á að Electrolux byggði og ræki þetta hús, en væri ekki tilbúin til að kaupa það á kaup- leigu. Hún sagðist líta svo á að boltinn væri nú hjá Electrolux. Skákþingið hafið RÚNAR Sigurpálsson vann Þröst Þórhallsson í fyrstu um- ferð Skákþings íslands 1994 í Vestmannaeyjum I gærkvöldi. Jóhann Hjartarson vann Magn- ús Pálma Örnólfsson, Sævar Bjarnason vann Stefán Þór Sig- uijónsson og Helgi Ólafsson vann Jón G Viðarson. Hannes Hlífar Stefánsson og Jameá Burden gerðu jafntefli og skák Guðmundar Halldórssonar og Páls Agnars Þórarinssonar fór í bið. Lést í um- ferðarslysi MAÐURINN sem lést í umferð- arslysi á Vesturlandsvegi í fyrrakvöld hét Magnús Gríms- son, 74 ára gamall útgerðar- maður og skipstjóri, til heimilis að Feijuvogi 21 í Reykjavík. Magnús var fæddur 11.12. 1919. Hann var ekkjumaður en lætur eftir sig sex uppkomin börn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.