Morgunblaðið - 24.08.1994, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 24.08.1994, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. ÁGÚST 1994 17 LISTIR KVIKMYNPIR Bíóhöllin ÆVINTÝRI STIKILS- BERJA-FINNS „THE AD- VENTURES OF HUCK FINN“ ★ ★ Vi Leikstjóri: Stephen Sommers. Handrit: Sommers. Aðalhlutverk: Elijah Wood, Courtney B. Vance, Robbie Coltrane og Jason Ro- bards. Disney. 1994. HIÐ klassíska ævintýri Mark Twains um Stikilsbeija-Finn hef- ur verið kvikmyndað fyrir bíó og sjónvarp oftar en einu sinni og oftar en tvisvar og þarf ekki að koma neinum á óvart. Twain kunni ekkert síður en prakkarinn Finnur að spinna lygilegar sögur fullar af kúnstugum persónum og spennandi atburðum og er sagan um Finn sérstaklega vel fallin til kvikmyndunar með sinni lífiegu titilpersónu, strokuþrælnum Jim, svikahröppunum og flekaferða- Enner Finnur á ferðinni laginu á Mississippiánni. Sá Stikilsbeija-Finnur sem nú er sýndur í Bíóhöllinni er sá fimmti í bíómyndaformi og brýtur engar nýjar leiðir í frásögninni sem er mjög hefðbundin í sínum Disneystíl. Ævintýrin koma eitt af öðru á ferðum þeirra Finns og Jims, þrælsins sem strokið hefur frá eigendum sínum og er sakað- ur um morðið á Finni, en menn ætla drenginn látinn. Þeir Jason Robards og breski grínleikarinn Robby Coltrane koma við sögu um miðbik myndarinnar sem glæfralegir svikahrappar og fá félagana tvo í lið með sér og þá eykst nokkuð gamanið. Annars siglir myndin undir stjórn Stephen Sommers, sem einnig skrifar handritið, tiltölulega lygnan sjó en er óþarflega leikræn á köfium. Barnastjarnan Elijah Wood, jem verið hefur nokkuð í skugg- anum af Macaulay Culkin, fer með hlutverk Finns og sýnir ótví- ræða leikgleði enda rullan sniðin fyrir fjörmikla stráka. Courtney B. Vance leikur svertingjann frek- ar væmnislega en þeir Robards og Coltrane fylla vel út í skemmti- legar persónur. Hér er um ágæta ljölskyldu- skemmtun að ræða þar sem spennan er byggð í kringum of- beldisfullan föður Finns, eltingar- leikinn við Jim og örlög hans í höndum æsts múgsins, svikavef hrappanna og tjörguð örlög þeirra og vináttu Finns og Jims á Miss- issippiánni. Boðskapurinn er gam- all og nýr um frelsi mannanna svo hér er allt sem prýða má afþrey- ingu fyrir alla fjölskylduna. Arnaldur Indriðason Þóra sýnir í Gallerí Greip SÝNING á verkum Þóru Þórisdóttur var opnuð í Gallerí Greip 20.ágúst sl. A sýningunni eru bæði mál- verk og skúlptúr. Sýn- ingin fjallar um ávexti, vonda og góða, í verald- legum og and- legum skiln- ingi. Hafðar eru að leiðarljósi táknmyndir Biblíunnar þar sem ávextir koma við sögu, sbr. „Af ávöxtun- um skuluð þér þekkja þá.“ Þóra útskrifaðist úr skúlptúr- deils Myndlista- og handíðaskóla íslands síðasliðið vor. Þetta er önnur einkasýning hennar en um sl. páska sýndi hún verkið Blóð lambsins ásamt öðrum verkum í Portinu Hafnarfirði. Sýningin í Gallerí Greip stendur til 2. september og er opin daglega frá klukkan 14.00- 18.00, nema mánudaga. Ur öskustó Hressó rís... BOKMENNTIR L jód 60 ÁRA AFMÆLI HRESS- INGARSKÁLANS Hressingarskálinn 1994 - 193 síður. FÖSTUM punktum í miðbæ Reykjavíkur fer fækkandi, Hressing- arskálinn, Skál- inn eða Hressó - hann hefur geng- ið undir ýmsum nöfnum - er all- ur. Það má teljast kaldhæðnislegt að um leið og þessi bók er gefin út í tilefni af 60 ára afmæli Hressingarskál- ans (að vísu tveimur árum eft- ir afmælið) berast þær fréttir að Skálinn hafi sungið sitt síðasta. Eigendurnir hafa ákveð- ið að hætta að leigja húsið undir veitingastarfsemi þar sem áfengi er haft um hönd. Enda má Hressingar- skálinn muna fífil sinn fegri. Það er eitthvað öfugsnúið við þetta allt saman því að þetta gerist um leið og kaffihúsum og ölstofum fjölg- ar í Reykjavík eins og aldrei áður. Á tíu metra millibili gengur maður fram á kaffihús - yfirleitt sneisafullt af fólki. Hressingarskálinn hóf göngu sína í algleymi kreppunnar og leggur upp laupana á botnlausum neyslutímum. Einhvern tíma voru til Laugavegur 11, Café Tröð og Café Uppsalir. Þótt þessir staðir hafí verið vinsælir komu þeir seinna til en Hressó og lögðust af miklu fyrr. Þeir varðveit- ast nú aðeins í misskýrum minning- um fyrrverandi gesta. Þetta safn af ljóðum og lausu máli kemur því út á einkennilega réttum tíma, eins og tímabær eftir- mæli um farinn félaga. Tiiefni bók- arinnar er þó varla eins úthugsað og hefði mátt ætla. I henni eru verk eftir 43 skáld og eiga sum þeirra mörg ljóð. Vel fer á því að bókin hefst á ljóðum eftir nestora eins og Gunnar Dal, Nínu Björk Árnadóttur og Jón Óskar. Flest eru skáldin samt tiltölulega ung að árum. Bókinni fylgir allýtarlegt ávarp ritstjóranna þar sem gagnmerk saga Hressingarskálans er rakin. Þar kemur þó alis ekki fram hvað hefur ráðið því að ljóð og laust mál ná- kvæmlega þessara 43 höfunda varð fyrir valinu í þessa bók. Var það ein- göngu tilviljun? Eða réð þráseta á Skálanum því mestu? Varla hefur það valdið hér mestu hvort höfund- amir hafí verið tíðir gestir á Hressó. Ef svo væri mætti nefna allmörg skáld sem lengi hafa vermt sæti Hressingar- skálans en eru ekki meðal höf- unda hér. Nóg um það. Freistandi er að líta á þessa bók sem eins konar sýnisbók upp- rennandi og fijórra nútímaskálda. Engin leið er að fella dóm um verk 43 höfunda í stuttum ritdómi enda ætti ekki að koma á óvart að afrakst- urinn er misjafn. Athyglisvert þykir mér að sjá hér á einu bretti hve tungutak skáldanna er víðáttumikið og það hve hefð og nýjungar leikast léttilega á. Hér rennur hvað innan um annað; ljós og auðskilinn, barns- legur kveðskapur á einni síðu og sundruð, myrk og torræð ljóð á ann- arri. Einhveijum kunna að þykja sviptingar milli stíltegunda allskjót- ar, en hvemig á það öðruvísi að vera í svo sundurlausu verki? í ljóðinu getur allt gerst eða eins og Árni Larsson segir í Ljóði sínu: ljóðið kann ekki að forðast veruleikann Ijóðið horfír inn og út um alla glugga í einu ljóðið er ofsjónin lygasögunni rikari ljóðið sér rauðan bát vara þinna sigla um alheiminn Ingi Bogi Bogason HRESSINGARSKÁLINN á árum áður. Hausttilboð SUZUKI SWIFT GLSi * Stórir hjólkoppar * * Sport stýrishjól * * Tölvuklukka o|e íje Snúningshraðamælir % * 5 gíra skipting eða sjálfsldpting * Tökum gamla bílinn uppí og lánum til allt að 48 mánaða. Svo er það bensíneyðslan, hún er í algjörum sérflokki frá aðeins 4 lítrum á hundraðið. $ SUZUKI —--------------■■■■. SUZUKI BÍLAR HF SKEIFUNNI 17 SÍMI 68 51 00 Hlífðarlistar á hliðum Rafstýrð bensíninnsprautun litaðar rúður Sport stuðarar Skipt aftursætisbak Bjóðum nokkra Suzuki Swift af árgerð 1994 á mjög hagstæðu verði og kjörum og látum útvarp og íslenska ryðvörn fylgja með án aukakostnaðar. Suzuki Swift er nú í nýrri útgáfu, GLSi, sportlegri og betur útbúinn en áður. Eftirfarandi er staðalbúnaður auk margs annars: s Opið laugardag ¥ TTUC? 4 ¥ , jk kl. 10-16. i U1 bALi \ 10-60% AFSL. Ármúla 40.Símar 813555 og 813655

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.