Morgunblaðið - 24.08.1994, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 24.08.1994, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. ÁGÚST 1994 7 FRÉTTIR Norrænn fundur um plöntuframleiðslu Mikil lyfti- stöng fyrir greinina NORRÆN ráðstefna um skógar- plöntuframleiðslu stendur nú yfir á Hallormsstað en Skógrækt ríkis- ins gerðist fyrir nokkru formlegur aðiii að samstarfí Norðurlandanna um þróun aðferða við ræktun skó- garplantna. Ráðstefnur s_em þessi eru árviss viðburður en ísland er nú gestgjafi í fyrsta sinn. Sextíu sérfræðingar í uppeldi skógar- plantna sækja ráðstefnuna, þar af 38 norrænir gestir. Aðalefni hennar að þessu sinni er ræktun á lerki, haustun plantna og rækt- junarpróf. Niðurstöður rannsóknar kynntar Katrín Ásgrímsdóttir, ræktun- arstjóri á Hallormsstað, sat í und- irbúningsnefnd ráðstefnunnar. Hún segir að til standi að kynna niðurstöður úr samnorrænu rann- sóknarverkefni um uppeldi á lerki og ástandi eftir útplöntun á ráð- stefnunni og bíði íslendingar spenntir eftir niðurstöðunum þar sem lerki sé mikilvægasta trjáteg- undin hér á landi. Að sögn Katrín- ar snerist rannsóknin um áhrif mismunandi daglengdar, áburðar- gjafar og vökvunar á vöxt, hau- stundirbúning og ástand eftir útp- löntun. Framleiðsla á skógarplöntum fer fram á einni ræktunarstöð hér á landi. Katrín segir að sakir þess sé hún ekki sambærileg við það sem tíðkast á Norðurlöndunum þar sem fjöldi stöðva framleiði milljón- ir plantna á ári. Hún segir að fyr- ir vikið sé heimsókn þessara góðu gesta mikil lyftistöng fyrir skógar- plöntuframleiðslu á Islandi því af þeim megi margt læra. -----♦ » ♦ Aðalfundur Stéttar- sambands bænda Ný bændasam- tök stofnuð AÐALFUNDUR Stéttarsambands bænda hefst á morgun, fimmtu- dag, með skýrslu Hauks Halldórs- sonar, formanns Stéttarsam- bandsins, og ræðu Halldórs Blön- dals, landbúnaðarráðherra. Eitt meginmál fundarins er stofnun nýrra samtaka bænda, en málið hefur verið í undirbúningi lengi og er að komast á lokastig. Fund- inum líkur á laugardeginum með afgreiðslu mála. Aukabúnaðar- þing verður haldið á Flúðum sam- hliða Stéttarsambandsfundinum þar sem stofnun nýju samtakanna verður til umfjöllunar. LttTTW Og nú er hann tvöfaldur! Veröur hann 90 milljónir? | Milljónauppskrift Emils: 1. Skundaðu á næsta sölustað íslenskrar getspár. 2. Veldu réttu milljónatölumar eða láttu sjálfvalið um getspekina. 3. Snaraðu út 20 krónum fyrir hverja röð sem þú velur. 4. Sestu I þægilegasta stólinn I stofunni á miðvikudagskvöldið og horfðu á happatölurnar þínar krauma I Víkingalottó- pottinum í sjónvarpinu. 5. Hugsaðu um allt það sem hægt er að gera fyrir 90 milljónir. Verði ykkur að góðu! jnttfjptiMiiSiiitk - kjarni málsins i Stórlækkað útsöluverð . l’OllPII) miðvikudag, fimmtudaa oq föstudag. 30—50% aukalækkun frá útsöluverði. Prútt í nokkrum verslunum. Þorpið, Borgarkringlunni, Borgarkringlunni

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.