Morgunblaðið - 24.08.1994, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 24.08.1994, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. ÁGÚST 1994 19 AÐSENDAR GREIIMAR Um íslenskt mál A (Ahrif erlendra tungumála) FLESTUM mun vera ljóst, að erlend tungumál sækja fast inn í okkar eigið mál. I sjálfu sér er það ekki undrunarefni, þar sem næstum því hver einasti Islendingur hefur í einhverjum mæli samskipti við er- lent fólk, og þar að auki krefst hin hraðfara tækniþróun, sem að mestu kemur erlendis frá, nýrra orða, eða þá aðlögun erlendra að íslensku málkerfi. Þar er enskan aðgangs- hörðust, enda erum við á hinu enska mál-áhrifasvæði og enskan er mjög ráðandi mál um allan heim á sviði vísinda og tækni, svo og viðskipta. Mikið og gott starf hefur verið unn- ið á sviði nýyrðasmíði, en raddir heyrast þó um, hvort ekki sé þar stundum gengið óþarfiega langt. En út í það verður ekki farið hér. En það er fleira en erlend orð, sem leita inn í okkar eðla mál; þ.e. orðatiltæki, setningaskipan, svo og hugtök. Ég er þeirrar skoðunar, að þar hafi ekki verið staðið á verði sem skyldi. Jafnvel að sjálf yfirvöld landsins, yfirstjórn skólamála og skólarnir hafí brugðist hlutverki sínu. Hlutverk opinberra stofnana I þriðju grein minni undir sama heiti og þessi, Morgunblaðið frá 30. júlí s.l., lét ég í ljós, að eðlilegt væri að opinberar stofnanir sam- ræmdu stíl á því lesefni, er þær létu frá sér, og til þeirra væru gerðar kröfur um vandað málfar. Með því yrðu þær leiðandi um þróun málsins og festu. Ég gat þess og sem dæmi, að tvö stafróf væru í gangi og að slíkt sé lítt viðunandi. En það er fleira, og skoðum það aðeins nánar. Við skulum athuga símaskrárnar hin síðari ár: þar ríður þú-þú-þú- stíllinn hríkalega húsum. Þetta er komið beint úr enskunni og hefur víða verið á hraðleið inn í málið um ára skeið. Lítum á bls. 16 í útgáf- unni 1994: Þar er yfirskriftin: „Þeg- ar þú þarft..." Og svo: „Þegar þú þarft að fá síma, þú pantar hann ... “ „Þegarþú þarft aðsegja upp síma ... Þegar þú þarft að ... að ... að...“, og svona þú þú þú er þarna og víð- ar eins og mý á mykjuskán. (Bæri- leg enska?) Á þennan hátt læðist þú-þú-hugsunin inn í vitund lands- manna. En textinn á sumum öðrum blaðsíðum er hinsvegar á íslensku. Sjáum bls. 4: „/ 02 er vakningar- þjónusta fyrír þá..." og „Tekið er við bilanatilkynningum í síma 05 allan sólarhringinn...“, og þannig áfram; allt á íslensku. Þarna er greinilegt, að tveir eru að verki; annar skrifar þú-þú-ensku, en hinn íslensku. En það eru fleiri en Póstur og sími, sem láta svona frá sér; bankarnir, og fjöldi annarra fyrir- tækja, eru næstum því alfarið farin að nota þennan þú-ávarps-stíl, og ráðherrar, allt niður í „manninn á götunni" hafa einnig tileinkað sér þennan talsmáta. í þessu sem fleiru gætu allar opinberar stofnanir og fyrirtæki, sem halda vilja virðingu sinni, gefið gott fordæmi um vandað ritmál. Hlutverk skólanna Ekki er hægt að veijast þeirri hugsun, að skólarnir virðast hafa nokkuð laus tök á málum þessum. Það á einnig við um ýmsar aðrar erlendar málvenjur. Tökum dæmið um klukkuna: Hvað er klukkan? Hún er tíu mínútur í þijú. Ég hef oft spurt ungt fólk að því hvort því sé ekki kennt að segja, að hana vanti tíu mínútur í þijú. Nei, marg- ir höfðu hvorki heyrt athugasemdir um það heima hjá sér né í skólun- um; þeim finnst ég spyija asnalega. Mér hefur oft komið í hug, hvort ekkert eða lítið samband sé á milli hinna ýmsu stofnana, sem vinna að málfarsfræðslu, t.d. útvarpsins og skólanna, svo og skólanna á hinum ýmsu stigum, innbyrðis? Oft hefur verið taiað um þetta klukkumál í þættinum „daglegt mál“ en allt vírð- ist það til einskis. Þeir hlusta líka Haukur Eggertsson síst, sem helst þyrftu. í þeim þáttum útvarpsins hefur einnig verið rætt um þá breytingu á mál- hefð, að verð (vöru eða hluta) væri eintöluorð, og þá misjafnlega hátt eða lágt verð; hagstætt eða óhagstætt. Nei, nú er lítið varið í það, það skal vera fleirtalan; verðin. Það hefur atvik- ast svo, að ég hef allm- ikið umgengist fólk, sem komið hefur beint úr skólunum út í við- skiptalífið. Sérstaklega hina síðustu áratugi hafa allir kom- ið með verðin. (Jú, í_ ensku er verð einnig notað í flt.). Ég held því, að það sé ómögulegt annað en að álykta, að þetta sé lært í skólunum, og þar hljóta verslunarskólarnir og viðskiptadeild Háskólans að eiga stærsta þáttinn. Sé minnst á þetta við venjulegt fólk, fær maður (færð þú) í mesta lagi umburðarlyndis- bros. Þáttur íslenskufræðinga Ekki vil ég gera lítið úr starfi málfræðinga til verndar íslenskri tungu, en mér finnst á stundum, að mest berist til okkar, almennu borgaranna, að af sumum þeirra er sífellt verið að agnúast út í smá- muni eins og nokkur erlend vöru- heiti s.s. Coca Cola og Pepsí; þau verði að íslenska. Þarna er verið að eyða kröftunum í lítilsverða hluti. En hví var ekki skorin upp herör gegn málfarsbreytingunum, s.s. klukkunni, verðunum og þúunum. Þá mætti nefna „staðsetningarnar" (allt er staðsett hér og þar), og van- og ofnotkun viðtengingarhátt- arins o.m.fl. Slíkar „strúktúr"- breytingar málsins eru miklu hættu- legri en nokkur algjörlega aðskota- orð. Til þess að þar náist árangur, sýnist mér að fyrst og fremst þurfi samræmt átak hjá skólunum og opinberum stofnunum. En mest væri þó um vert, ef hægt væri að skapa heilbrigt almenningsálit um þessi mál. En því miður er það lík- lega orðið nokkuð seint að taka þá baráttuna upp nú; þetta er orðið svo marg-meitlað inn í vitund megin þorra þeirra, sem komnir eru á miðj- an aldur. Jú, frá málfræðingum heyrum við talað um rannsóknir á því, hvernig málþróunin sé, en minna hvernig henni skuli mætt, en þar þarf allur almenningur að vera þátttakendur. Margar góðar bækur um íslenskt mál; orðabækur sem fleira, hafa komið út hin síðari ár, en því miður ná þær mjög takmarkað til hins breiða fjölda, sem virðist á mörgum sviðum skapa og ráða málfarinu. Til þessa fólks verður aðeins náð í skólunum. En hvað hafa margir árgangar sloppið út með „rofinn skjöld, [...] sundrað sverð og synda- gjöld“? Útlend orð-„skrípi“ Langt er síðan baráttan hófst fyrir því að losna við „erlend orð- skrípi" úr málinu. Upphaf þess (nú- tíma-upphaf) má rekja til ársins 1908, er þeir ágætu menn, Guð- mundur Björnsson, síðar landlækn- ir, og Guðmundur Finnbogason, síð- ar landsbókavörður, hófu baráttuna fyrir íslenskun erlendra orða. Þeirri baráttu hefur verið haldið áfram, og munu orðanefndir hinna ýmsu atvinnustétta hafa átt þar drýgsta þáttinn, og margir fleiri þar vel að unnið. En stundum virðist ofleikið. Tökum aðeins dæmi: 1) Kristján Árnason, prófessor, Þjóðv. 22. jan. 1986: „Þannig ætti að vera hægt að finna góða þýðingu á t.a.m. Coca Cola, Pepsí..." Og hann mótmælir því „að skóverk- smiðja sem reist var á þjóðlegum grunni skuli dulbúa vöru undir er- lendu nafnf'. 2) I þættinum „daglegt mál“ 1. mars s.l. flutti Gísli Sigurðsson, málfræð- ingur, harða ádrepu vegna þess, að nokkur íslensk fyrirtæki skreyti sig með erlend- um heitum eða fram- leiði vöru undir erlend- um merkjum. 3) Nýlega var í sam- talsþætti í útvarpinu, milli tveggja mál- hreinsunarmanna, hneykslast á verslun- arheitinu „Kókó“ í Kringlunni í Reykjavík. 4) Það er aldrei kvartað yfir orðunum „debet“ og „credit“, og mál tónlistarinnar er ítalska. Sjálfsagt mætti verulega draga úr erlendum heitum fyrirtækja, en að mestu er þetta hreinn barnaskap- ur og óframkvæmanlegt í nútíma viðskiptaháttum þjóða á milli. Og segja mætti: maður líttu þér nær. Eru ekki flest stöðu- og lærdóms- neiti menntakerfisins á latnesku, allt frá því að byijað er í mennta- skóla, með ýmsum varíasjónum upp til „emeritus“ fyrir þá, sem endist líf og heilsa, og flytji þannig með fullum sóma yfir á næsta tilveru- stig? En „Cóla“ og „Kókó“ er vont mál. En það er nú samt svo ein- kennilega einfalt, að allt samfélagið lifir á framleiðslu og viðskiptum, og viðskiptalífið verður venjulega sjálft að finna leiðina til framfara, þótt þar þurfi að gæta hófs hvað viðkem- ur málfari. Það veit líka, að oft verð- ur að spila á hégóma sumra kaup- endanna, og þá þarf að skreyta með útlenskum orðum og heitum, ís- lenskan dugar ekki allt’af, ef reyna á að halda uppi þeim lífskjörum, sem Einhver afdrifaríkustu mistök, sem gerð hafa verið gagnvart íslensku máli, eru ritreglurnar frá 1973-77, segir Haukur Eggertsson. Málið er flatara síðan og langt frá því að vera eins markvisst og var. allir krefjast, en fáir öðlast. Nei, nokkur erlend aðskotaorð kollvarpa ekki íslensku máli frekar en gott kakó, og ekki heldur þótt við sjáum hér og þar um landið málað stórum stöfum á útveggi ís- lenskra menntastofnana, skólanna, „skríp“-orðið RESTAURANT og önnur þvílík erlend til upplýsinga fyrir ferðamenn. Og hvað með „skrípið" LOTTÓ og hver veifar því framan í okkur? Er það séra Jón? Og ég sé nú, að BINGÓ LOTTÓ farsóttin er komin til landsins. Lokaorð: Eins og fyrr hefur komið fram í þáttum þessum, sem nú eru orðnir fimm, hef ég á engan hátt gert til- raun til að setja nokkurn fræði- manns-stimpil á skrif mín; hef eng- in efni á því. Ég er aðeins að lýsa viðhorfi manns, nokkuð við aldur, sem í æsku lærði að hafa áhuga á íslensku máli, og hefur um margra ára skeið fylgst með málþróun og breytingum á því, eins og þær koma leikmanni fyrir sjónir. En ekki þarf það allt, sem ég held fram, að vera rétt og sitt sýnist hveijum. En upp úr standa aðallega eftirfarandi at- riði: 1) Einhver afdrifaríkustu mistök, sem gerð hafa verið gagnvart ís- lensku máli, eru ritreglurnar frá 1973-77. Málið er flatara og langt frá því að vera eins markvisst og var. Og það „hættir að veita æsk- unni þá vitsmunalegu ögun og rækta hjá henni þau vinnubrögð og þann smekk, sem fæst af því að greina mál sitt, vega og meta það sem sett er á blað“ (J.H.J.). 2) Það var of seint, eða ómark- visst, gripið til þess að hindra er- lendu áhrifm á ýmsa þætti íslensks máls, s.s. framsetningu og setninga- skipan. 3) Ég heid, að óttinn við áhrif einstakra erlendra orða sé ástæðu- minni en margur álítur. Hinn al- gjöri „púritismi" getur aldrei orðið raunhæfur, og mér er nær að halda, að næstum því sú „þráhyggju“-bar- átta hafi skyggt á eða tafið fyrir öðrum nauðsynlegri viðfangsefnum. Menningarslys? P.S. Um fjölda ára er búið að hamra inn í mann þann málfarslega sannleika, að það sé fólk, sem heim- sótt er; ekki staðir. Nú glymur yfir okkur alla daga,_ og við lesum alla daga: „sækjum ísland heim“. Hvað hefur komið fyrir? Og hvernig eigum við að geta trúað því og treyst, að sannleikurinn í gær verði einnig sannleikur á morgun? Og hvernig ættum við að heimsækja þann stað, þar sem við þegar erum? Við getum alltaf heimsótt fólk á íslandi, (en við gætum ekki „heimsótt" ísland, nema þá að við værum erlendis). Og að baki þessum óskapnaði stend- ur öll þjóðin með mörgum af sínum bestu mönnum. - Hroðalegt! Höfundur er fyrrverandi iðnrekandi. SERHÆFT • vK5K*S2,n,<* . Se^MARK E'%«ASK/Öt Skrifstofutækninám Áhrifaríkt, markvisst og ódýrt 114 klst. starfsmenntunamámskeið með áherslu á alhliða undirbúning fyrir skrifstofustörf. Verð aðeins 75.800 • ”kr. stgr. Afb.verð 79.800 kr. eða 5.043 kr. á mánuði! Skuldabréf í 19 mánuði, allt innifalið. KENNSLUGREINAR: - Almenn tölvufræði - Windows gluggakerflð og MS-DOS - Ritvinnsla - Töílureiknar og áætlanagerð - Glærugerð og auglýsingar - Umbrotstækni - Bókfærsla - Verslunarreikningur - Tölvufjarskipti Innritun fyrir haustönn er hafin. Hringdu og fáðu sendan bækling eða kíktu til okkar í kaffi. Valtýr Pálsson: Mér koma einungis í hug þtjú orð til að lýsa náminu hjá Tölvuskóla Reykjavíkur; ÁHRIFARÍKT, MARKVISST OG ÓDÝRT. Tölvuskóli Reykiavíkur BORGARTÚNl 28. 105 REYKJflUÍK. sími 616699. fax 616696

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.