Morgunblaðið - 25.08.1994, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 25.08.1994, Blaðsíða 1
64 SÍÐUR B/C 191. TBL. 82.ÁRG. FIMMTUDAGUR 25. ÁGÚST 1994 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Grikkir hundsa tilboð Albana Reuter Ottast valda- baráttuí N-Kóreu Seoul. Reuter. KIM Yong-sam, forseti Suður- Kóreu, kveðst hafa áhyggjur af vísbendingum um valdabaráttu í Norður-Kóreu sem auki líkurnar á óstöðugleika í landinu. „Það er óeðlilegt að Norður- Kórea skuli vera án þjóðhöfðingja í rúmar sex vikur eftir andlát Kims Il-sungs,“ sagði Kim Young-sam á fundi stjórnarflokks Suður-Kóreu í fyrrakvöld. „Kim Jong-il [sonur leiðtogans fyrrverandi] hefur ekki komið fram opinberlega í rúman mánuð og orðrómur er á kreiki um að hann kunni að eiga við alvarleg veikindi að stríða.“ Fjölmiðlar í Norður-Kóreu hafa hyllt Kim Jong-il, sem er 52 ára að aldri, sem arftaka föður síns undanfama tvo áratugi en hann hefur ekki enn verið settur í emb- ætti forseta, flokksleiðtoga, og yfirmanns hersins. Umbótaöfl Japanska fréttastofan Kyodo hafði eftir Jevgeníj Bazhanov, yfir- manni utanríkismálaakademíu rússneska utanríkisráðuneytisins, að fram hefðu komið vísbendingar um valdabaráttu í Norður-Kóreu og að stjórn landsins kynni að lok- um að falla. Bazhanov telur að Kim Jong-il hafi ekki verið settur í leiðtoga- embættin vegna þess að áhrifamik- il öfl leggist gegn stefnu hans og hafi illan bifur á honum. Hann segir að menn innan stjórnarinnar vilji koma á umbót- um vegna efnahagskreppu, óánægju meðal almennings með versnandi lífskjör og þrýstings frá ríkjum eins og Kína. Þýska utanríkisráðuneytið hefur staðfest að flugritum hafi verið dreift í Pyongyang, höfuðborg Norður-Kóreu, þar sem hvatt var til þess að Kim Jong-il yrði steypt af stóli. Talið er að norður-kóresk- ir andstæðingar hans hafi dreift ritunum. Handteknir með Picasso BELGÍSKA lögreglan handtók í gær þijá Svía, sem reyndu að selja lögreglumanni er þeir töldu vera listaverkasala, verk eftir Picasso, sem stolið var úr Nú- tímalistasafninu í Stokkhólmi á síðasta ári. Á myndinni er belg- ískur lögreglumaður með mynd- ina, „Konu með svört áugu“, en enn á þó eftir að staðfesta að um upprunalega verkið sé að ræða. Það er metið á átta milljón- ir dala en þjófarnir fóru fram á 1,2 milljónir dala fyrir verkið. Clinton hyggst auðvelda burtflutning Kúbumanna Washington. Reuter. BILL Clinton Bandaríkjaforseti íhugar breytingar á innflytjenda- löggjöfinni til þess að auðvelda Kúbumönnum, sem vilja komast frá heimalandinu, að flytjast til Banda- ríkjanna. Var þetta haft eftir blaða- fulltrúa forsetans, Dee Dee Myers, í gær. Er Clinton sagður vonast til þess að það verði til þess að draga úr tilraunum fólks til þess að flýja Kúbu yfir sundið til Bandaríkjanna á flekum. Þrátt fyrir þetta er ekki ætlunin að hverfa frá þeirri stefnu að flytja bátamenn í flóttamannabúðir í bandarísku herstöðinni við Guantan- amo-flóa á Kúbu. Kom það fram á blaðamannafundi Williams Perrys varnarmálaráðherra, Janet Reno dómsmálaráðherra og Peters Tarn- offs aðstoðarutanríkisráðherra í Hvíta húsinu í gær. Níu þúsund á flekum Þar sagði að flóttafólkinu yrði haldið í búðunum þar til Kúbumenn tækju við því aftur og enginn flótta- mannanna fengi að fara til Banda- ríkjanna nema að sækja um það eftir löglegum leiðum innan Kúbu. Perry sagði að níu þúsund Kúbu- menn hefðu verið stöðvaðir á hafi úti, væru um tvöþúsund komnir til Guantanamo og sjöþúsund á leið þangað með skipum bandaríska flot- ans og strandgæslunnar. Unnið er að því að stækka flóttamannabúðirn- ar sem tekið geta á móti 23.000 WILLIAM Perry varnarmálaráðherra kynnir ráðstafanir til að stækka flóttamannabúðirnar við Guantanamo-flóa á Kúbu. Við hlið hans standa Janet Reno dómsmálaráðherra og Peter Tarnoff aðstoðarutanríkisráðherra. Flóttamannastraumurinn frá Kúbu eykst dag frá degi en í gær og fyrra- dag voru tæplega fimmþúsund flekamenn tekin um borð í bandarísk skip. flóttamönnum í dag. Eftir 10 daga verða Bandaríkjamenn í stakk búnir að vista þar 40.000 flóttamenn. Roberto Robaina utanríkisráð- herra stjórnarinnar í Havana sagði í gær að Kúbumenn væru reiðubún- ir til viðræðna við Bandaríkjamenn um lausn á sambúðarvanda ríkj- anna. Af viðræðum af því tagi gæti þó einungis orðið að báðir sætu við sama borð og Kúbumenn þyrftu ekki að sæta skilyrðum eða taka við fyrirmælum um sín innanríkismál af hálfu bandarískra stjórnvalda. Tilraunir Bandaríkjastjórnar til að fá ríki í og við Karíbahaf til að taka við flóttafólki frá Kúbu hafa ekki borið árangur. Bob Dole, leiðtogi repúblikana í öldungadeild Bandaríkjaþings, hvatti Clinton í gær til þess að reyna mynda alþjóðlega samstöðu um að koma Kastró Kúbuleiðtoga og kommúnistastjórn hans frá völdum. Tirana. Reuter. GRÍSKA stjórnin hafnaði í gær tilboði Sali Berisha forseta Albaníu um að ríkin tvö setji niður deilur sínar, sem einkum varða gríska minnihlutann í Albaníu, með viðræðum. Víðsjár hafa aukist með þessum grannþjóðum að undanförnu vegna réttarhalda yfir fimm mönnum af gríska minnihlutanum í Albaníu. Sali Berisha, forseti Albaníu, kom boði um viðræður undir eftirliti þriðja aðila á framfæri á fundi í fyrrakvöld með Max van der Stöl, sem fer með málefni minnihluta fyrir Ráðstefnuna um samvinnu og öryggi í Evrópu (RÖSE). Lagði Ber- isha til að fulltrúar RÖSE, Evrópu- sambandsins eða einhverrar stofn- unar annarrar, sem báðir aðilar gætu sætt sig við, miðluðu málum. Ber oln- i skiln- aðarsök bogi Jerúsalem. Reuter. RABBÍI í Tel Aviv hefur úr- skurðað að það sé skilnaðarsök ef kona brettir ermarnar upp fyrir olnboga á almannafæri. Hitabylgja er nú í Israei. Sumir strangtrúaðir gyð- ingar telja að konur eigi að hylja handleggi sína. Úrskurð- aði rabbíinn að lágmark væri að konur hyldu olnboga sína og að engu máli skipti hvort heitt væri í veðri eður ei. Undirbúa aðgerðir Andreas Papandreou forsætisráð- herra sagði í gær að Grikkir undir- byggju ráðstafanir tii þess að vernda gríska minnihlutann í Albaníu. „Við erum tilbúnir að veija hagsmuni okkar og vernda Grikki í Albaníu með öllum til tækum ráðum,“ sagði Papandreou eftir að hafa ráðfært sig við Konstantín Karamanlis for- seta. Hann vildi þó ekki tjá sig frek- ar til hvaða ráðstafana yrði hugsan- lega gripið. Hvatt til viðræðna Spenna óx milli Albana og Grikkja er þeir síðarnefndu sökuðu Albani um ofsóknir gegn gríska minnihlutanum í suðurhluta lands- ins. Ekki bætti úr skák er réttar- höld hófust yfir fimm grískum Alb- önum sem sakaðir voru um njósnir í þágu Grikkja. Þeir eru félagar í Ompnia, samtökum grískfæddra Albana. Leiðtogi Omonia, Sotir Qiijazati, sagði í gær að tilgangur réttarhaldsins væri að uppræta sam- tökin. Hvatti hann Grikki og Albana til viðræðna um málefni minnihlut- ans. Deilur ríkjanna náðu hámarki á mánudag er grísk flugvél rauf alb- anska lofthelgi og dreifði flugritum þar sem hvatt var til uppreisnar gegn stjórninni í Tírana. Mótmæltu Albanir harðlega og hvöttu bæði stjórnvöld í Washington og NATO til að skerast í leikinn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.