Morgunblaðið - 25.08.1994, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 25.08.1994, Blaðsíða 26
26 FIMMTUDAGUR 25. ÁGÚST 1994 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ .'V JUDITHM. SVEINSDÓTTIR + Judith Matt- hildur Sveins- dóttir fæddist á Blönduósi 13. maí 1924. Hún lést á Fjórðungssjúkra- húsinu á AJtureyri 14. ágúst síðastlið- inn. Foreldrar hennar voru hjón- in Sveinn Benjam- ínsson og Lilja Þuríður Lárus- dóttir. Þau voru Húnvetningar að ætt og bjuggu n \ lengst af á Blöndu- ósi. Judith var yngst níu barna þeirra. Judith fór snemma að vinna utan heimilis öll algeng störf til sveita, en árið 1942 flutti hún til Akureyrar. Hún vann í verksmiðjum Sambands- ins í nokkur ár, en tók síðan ýmis verk að sér sem hún vann heima. Hún vann um skeið á skrifstofu Iðju, félags verk- smiðjufólks á Akureyri, og rak vídeóleigu í nokkur ár. Hún starfaði I Kvenfélaginu Bald- ursbrá og var formaður þess í nokkur ár. Hún var í bygging- arnefnd Glerárkirkju, vann mikið að safnaðarmálum og söng í kirkjukór Lög- mannshlíðar. Hún var um skeið formaður Kvenfélagasambands Akureyrar, starfaði i Orlofsnefnd hús- mæðra og var for- maður nefndarinnar um árabil, sá um sum- arhús á Illugastöðum og í Aðaldal. Judith giftist Bergsteini Garðarssyni, f. 14. ágúst 1925, sjómanni, í Glerárþorpi haustið 1952 og bjuggu þau alltaf í Glerárhverfi á Akureyri. Börn Judithar og Bergsteins eru: Sigurveig Sum- arrós, f. 19. desember 1953, gift Gunnari Björgvinssyni og eiga þau fjögur börn, og Jónas, f. 10 febrúar 1957. Hann á tvö börn. Sigurveig og Jónas eru búsett á Akureyri. Judith eign- aðist dóttur, Barböru Armanns- dóttur, f. 27. janúar 1945, og á hún þrjú börn. Sambýlismaður hennar er Sigfús Skúlason. Þau eru búsett í Reykjavík. Barna- börn Judithar eru níu og langömmubörn tvö. Útför Jud- ithar fór fram frá Glerárkirkju 23. ágúst. DAUÐINN kveður oft snögglega dyra hjá okkur mannanna bömum. Við kveðjumst sjaldnast að kvöldi með það í huga að þessi kveðju- stund geti verið hin síðasta og morgunsólin verði ekki í sjónmáli okkar allra þegar næsti dagur rís. Þó dauðinn sé ætíð nálægur og vitundin um það, að eitt sinn skal hver deyja, erum við sjaldnast við- búin snöggu fráfalli vina eða ætt- menna. Þegar slíkir atburðir gerast eru góðar minningar um hinn látna oft sú huggun sem við höllum okkur að. Við andlát Judithar Sveinsdóttur, sem bar mjög brátt að, er auðvelt að leita huggunar í minningunum. Þar birtast minningar um góða konu, sem gott var að eiga að vini. Það var auðvelt að leita til hennar því hjálpsemi var henni í blóð borin og greiðvikni var henni eðlileg og sjálfsögð. Hún leysti þau vandamál sem til hennar bárast af ákveðni en mikill hógværð. Enda var oft til hennar leitað. Hún starfaði af mikl- um dugnaði að ýmsum félags- og líknarmálum og naut þar mikils trausts. Mörg hennar störftengdust Kvenfélaginu Baldursbrá og kirkju- málum í Glerárhverfi og vann hún að þeim málum af lífi og sál. Þó voru þau enn fleiri hin ýmsu störf sem aldrei verða skráð á spjöld sög- unnar, sem unnin voru innan og utan veggja heimilisins til aðstoðar þeim sem þurftu á hjálp að halda. Að leiðarlokum viljum við þakka þá hamingju að hafa fengið að lifa og starfa með Judith um langt ára- bil, kynnast fómfýsi hennar og dugnaði, mikill einingu og einlægni í hjónabandi hennar og Bergsteins og upplifa ánægjuleg samskipti við fjölskyldu hennar og vini. Eftirlifandi eiginmanni, börnum þeirra og öðrum ástvinum sendum við einlægar samúðarkveðjur. Megi minningin um góða eiginkonu, móð- ur, ömmu og langömmu vera hugg- un og líkn á erfiðri stundu. Laufey og Sigurður. Judith Sveinsdóttir var ekki há í loftinu. Hún talaði ekki hátt og fór ekki hratt yfir. En hún fór með festu og öryggi Éuallri sinni lífsleið. Ef hún tók að sér verkefni, vann hún að þeim á sinn hljóðláta hátt og það var sem ekkert stöðvaði framgang þeirra mála, sem hún vann að. Á Akureyri þekkja allir Þorpið eða Glerárhverfí eins og vísir menn vilja nefna það í dag. Trúi ég að það sé fyrst og síðast til þess að spyrna gegn því að allir íbúar þess séu nefndir þorparar. En Þorpið á sinn kjarna þeirra, sem við nefnum gjarnan innfædda þorpara og Jud- ith var ein þeirra. Hún tilheyrði þeim kjarna, sem þar lifði og starf- aði og hvergi annars staðar vildi hún fremur búa. Þannig vora nöfn hennar og eiginmanns hennar, Bergsteins Garðarssonar, samofin þessum kjarna. Ætíð voru þau nefnd Júdda og Beggi og óvíst, að allir hafi vitað hvað þau hétu fullum nöfnum. Það eru orðin mörg ár síðan ég fyrst kynntist Begga og fékk að stökkva um borð hjá honum og fara á sjóinn. Þar fór sannarlega hæglátur og traustur maður, sem í engu vildi láta á sér bera. Og persóna þessa vinar gerði mig ofur- lítið forvitinn um fjölskyldu hans. Hver var þessi Júdda, sem gjarna var nefnd um leið og nafnið hans var nefnt? Hún var konan, sem all- ir í Þorpinu þekktu. Hún var konan í Kvenfélaginu Baldursbrá. Hún var konan í Kirkjukór Lögmannshlíðar- sóknar. Hún var konan sem var í sóknarnefnd Lögmannshlíðarsókn- ar. Það mætti margt fleira nefna því Júdda lagði mörgum málefnum lið., Ég hafði ekki hugleitt, þegar ég kom fyrst á heimili Júddu og Begga, að síðar ættum við eftir að starfa náið saman. En þannig er lífið að við vitum aldrei hvert næsta skref okkar verður. Og það var gott að koma til starfa í Lögmannshlíðar- sókn og finna vináttu og tryggð fólksins. Júdda átti þar sinn þátt. Aldrei stóð á liðveislu hennar og gamla kjarnans, sem hún tilheyrði. Þar var í raun beðið eftir kalli til þess að mega leggja lið því háleita verkefni, að reisa kirkju í Þorpinu. í þessu verkefni var Júdda vakin og sofin. Hún átti einlæga og sterka ósk í hjarta sínu, að vegleg kirkja mætti rísa Guði til dýrðar. Og þessi ósk hennar var ekki um kirkjuhúsið eitt, því hún vildi lifandi kirkju, þar sem sóknarbörnin fyndu sig heima. Oftar en ekki talaði hún um að kirkjan þyrfti að vera skemmtileg. Með sindrandi augum og sínum glettna svip kvaðst hún viss um að guði þætti það mun betra ef söfnuð- urinn brosti og liði vel í kirkjunni. Og hún gerði sitt til að svo mætti verða. Hún var starfsöm og dugleg í því starfi sem snýr að innra starfi safnaðarins. Þar átti hún margar góðar hugmyndir og gott var að ganga í smiðju til hennar. Ekki má heldur gleyma, þegar hún og kon- urnar í sóknarnefndinni og kvenfé- laginu komu færandi hendi til allra þeirra, sem i sjálfboðavinnu unnu að byggingu Glerárkirkju. Sá þáttur starfsins verður aldrei fullþakkað- ur. Allir fundu þá hlýju og vináttu, sem að baki bjó. Lítið atvik kann í mörgu að segja frá persónu hennar Júddu. Þannig minnist ég þess frá fyrstu áram mínum í Þorpinu, þegar hún var að hringja til mín, að hún kynnti sig sem Judith og hún spurði eftir séra Pálma. Sjálfum fannst mér þetta ofurlítið einkennilegt, að eftir að ég væri orðinn prestur, hætti hún að heita Júdda. En áður en ég sjálfur hafði nokkuð rætt þetta, hafði hún kvatt dyra hjá mér og kvaðst þurfa að ræða við mig. Erindið var að spyrja mig hvort hún mætti ekki áfram segja Pálmi og ég vildi ekki áfram segja Júdda. Þannig var hún hreinskiptin í okkar samskiptum og ég mat þetta og allt hið góða, sem ég fékk að njóta í fari hennar. En nú hefur kallið hljómað og henni verið falinn nýr starfí í eilífð Guðs. Allt gerðist þetta snöggt og ófyrirséð. Og við sitjum eftir með sorg í huga, en um leið svo rík af björtum minningum hugans. Enda þótt Glerárkirkja og Þorpið horfi nú á eftir traustum merkisbera þeirra málefna, sem eru kirkjunni til heilla, er missirinn mestur kærri fjölskyldu hennar. Þannig voru þau Júdda og Beggi ekki aðeins hjón, því þau voru einnig einlægir vinir. Heimili þeirra hafði alla tíð staðið opið og þar gjarnan verið mann- margt af fjölskyldu og vinum og H€LLUHRRUNI 14, HRFNRRFIRÐI, SÍMI 91-652707 LEGSTEINAR MOSAIK H.F. Hamarshöfða 4 — sími 871960 Erfidrykkjur Glæsileg kaffi- hlaðborð Megir síilir ogmjög g(KÍ þjómistíL Upplýsingar ísíma22322 FLUGLEIDIR HlTGL LDFTLEIIIR hlýlega tekið á móti öllum. Á þeim vettvangi naut fjölskyldan kosta og umhyggju Júddu. Henni tókst að vera allt í senn, húsmóðir og mikil- virk félagsmálakona. Hún naut þess að taka þátt í félagsstarfi og stund- um undraðist ég þolinmæði hennar í fundarsetum. Júdda var sú persóna, sem fór með hægð og öryggi. Engu að síður átti hún festu og ákveðni og vann eftir sannfæringu sinni. Þessir þættir persónu hennar skópu henni vináttu og tryggð. Oftar en ekki vildi hún ieggja lið þeim er minna máttu sín á einn eða annan hátt. Stundum var ótrúlegt hvað hún þekkti vel til og vissi um aðstæður og sársauka fólks. Oftar en ekki setti hún sig inn í málefni þessa fólks og lagði þeim lið á sinn hljóð- láta og farsæla hátt. Allt sýndi þetta þá persónu sem innra bjó með henni. Hlýja hennar og umhyggja náði ekki aðeins til hennar nánustu heldur einnig til þeirra er þurftu liðsinni og stuðning. En aldrei hafði hún orð á því liðsinni sem hún gaf og veitti. Það er heldur ekki háttur kærleikskvenna, að tala um eigin verk eða gjörðir. Þannig var Júdda. Kona kærleika og vináttu og þannig viljum við öll rnuna hana. Hún átti ráð og orð, sem höfðu merkingu og tilgang í anda trúarinnar, sem hún bar í hjarta sínu. Kæri Beggi, ég bið þér og fjöl- skyldu þinni blessunar Guðs. Ykkar er missirinn mestur og skarðið stærst. En um leið eruð þið ríkust þeirra minninga, sem aldrei hverfa. Þið áttuð með henni dýrmætustu stundir lífsins og ykkur vildi hún allt gefa og veita. Þið áttuð hana og hún átti ykkur. Ég er þakklát- ur, að hafa fengið að deila þessu með ykkur. Minnig kærleikskonunnar verður mér ætíð ljós og þakklát. Guð blessi minningu Judithar Sveinsdóttur. Pálmi Matthíasson. Hún var alltaf kölluð Júdda og hún kunni því vel. Kæra vinkona, það er erfitt að trúa því að þú sért horfin okkur, þú sem varst einn máttarstólpinn í kvenfélaginu. Með þínu hægláta fasi komst þú alltaf með góð ráð við öllum hlutum. Júdda mín, efst í huga mínum er þakklæti fyrir öll árin sem við höfum unnið saman, bæði í kirkjukórnum og einnig í kvenfélaginu. Ég minnist allra ferðalaganna með kórnum undir stjóm Askels Jónssonar. Á Aust- firðina, nokkrar ferðir til Reykjavík- ur, út í Grímsey, svo eitthvað sé nefnt, og allar söngskemmtanirnar í gegnum árin. Alveg sérstaklega minnist ég söngskemmtunar sem við héldum í gamla Bjargi, þar sem við söfnuðum fyrir litla orgelinu, sem við notuðum við messur í Gler- árskóla. Það er til enn og stundum notað við æfingar. Já, það er margt sem kemur í hugann þegar ég lít til baka til starfs okkar í kvenfélaginu. Oft varst það þú sem hvattir okkur til að fá einhvern aðila með námskeið, til dæmis í skermasaum, trémáln- ingu, útskurði, saum á íslenska búningnum, svo fátt eitt sé talið. Frá því við fóram fyrst að starfa að félagsmálum, var kirkjan þitt hjartans mál. Það kom eins og af sjálfu sér að þú varst valin til trún- aðarstarfa, fyrst í byggingarnefnd, síðan í sóknarnefnd og síðan sem safnaðarfulltrúi í nokkur ár. Að öllu þessu vannst þú af miklum áhuga og heilindum. Ég gæti talið upp miklu fleira sem þú komst til leiðar en ég veit að það verða aðrir til þess. Ég veit að þú heldur áfram að vinna að góðum málum á nýja staðnum sem við öll eigum eftir að fara á. Ég kveð þig, Júdda mín, með ERFIDRYKKJUR PtRLAN síini 620200 söknuði og bið góðan Guð að vaka yfir eiginmanni þínum og börnum. Katrín Ingvarsdóttir. Góður granni treður þér aldrei um tær, en er til staðar þegar þú þarfnast hans. Þannig var Júdda. Það fyrsta sem ég þurfti til hennar að leita var í mars 1963. Við vorum þá að byggja í Langholtinu. Hún var flutt inn í sitt hús. Ég var að koma heim af fæðingardeildinni með litlu dóttur mína, en Andri var að vinna úti í húsi. Þá hringdi ég í Júddu og bað hana að segja Andra að koma og sækja mig. Það var auðsótt mál. Og þannig hefur það alltaf verið, ég hef alltaf getað hlaupið yfir götuna og leitað til hennar hvort sem mig vantaði salt í grautinn eða upplýsingar um kvenfélagið. Júdda var mikið ljóssins barn. Snemma í desember fóru að koma jólaljós í gluggana hennar. Það var svo notalegt þegar ég stóð við upp- þvottinn á kvöldin eftir annasaman dag að horfa út um eldhúsgluggann á ljósin í gluggunum hennar. Fyrir síðustu jól komu ljósin hennar í seinna lagi. Ég hafði af því þungar áhyggjur og leit út um gluggann oft á dag. En ljósin komu, fleiri og bjartari en oft fyrr. Það er tómlegt að standa við eld- húsgluggann núna, horfa yfir göt- una og vita að hún er ekki lengur þar. Samt er hún ekki horfin, hún býr áfram í hugum okkar og Lang- holt 14 mun alltaf verða húsið henn- ar Júddu. Við Andri þökkum rúm- lega 30 ára nágrenni sem aldrei hefur borið skugga á og vottum Bergsteini, bömum, tengdabörnum og barnabörnum samúð okkar. Júdda mín, hafðu þökk fyrir allt og allt. Guðrún Sigurðardóttir. Það skiptir engu hvar þú ert, heldur aðeins hvað þú aðhefst þar. Það er ekki staðurinn sem göfgar þig, heldur’þú sem göfg- ar staðinn. Og það gerir þú ein- mitt með að vinna það sem er mest og göfugast. (Petrarca) Judith Sveinsdóttir gekk í Kven- félagið Baldursbrá 7. febrúar 1965. Sumir era þannig að manni finnst að þeir hafi alltaf verið til og muni ætíð verða til staðar. Eins og fjöllin, eða hafið. Þannig var Judith. Það er ótrúlegt að hún hafi bara verið í kvenfélaginu í tæp 30 ár, það var eins og að hún væri sjálf félagið. Hún vissi allt um starfsemina frá upphafi. Á sinn rólega hátt leið- beindi hún félagskonum hvernig best væri að vinna að málum. Til hennar var alltaf hægt að leita. Ritari félagsins var hún árin 1974- 1977, formaður 1988-1991 og sat í orlofsnefnd fyrir Baldursbrá frá 1966 til dauðadags. Judith vann öll sín störf af einstakri umhyggju, en ég held að ekkert af því sem hún vann félaginu hafí verið henni eins kært og störfin í orlofsnefndinni. Hún var formaður Kvennasam- bands Akureyrar í átta ár, á miklum annatímum, og gegndi því starfi með ágætum. Judith hafði mikinn áhuga á málefnum kirkjunnar og söng í kirkjukór Lögmannshlíðar í mörg ár. Hún var í fyrstu byggingar- nefndinni sem skipuð var þegar bygging Glerárkirkju var enn fjar- lægur draumur. Hún átti sæti í sóknarnefnd og mörgum öðrum trúnaðarstörfum gegndi hún fyrir söfnuðinn. Það var draumur hennar að kvenfélagið færi að safna fé til kaupa á steindum glugga í kirkj- una. Félagskonur langar til að láta þann draum hennar rætast. Þess vegna hefur verið stofnaður minn- ingarsjóður í nafni hennar. Verður reynt að efla hann sem mest til að hægt sé að kaupa sem fyrst glugga í kirkjuna. Að leiðarlokum viljum við þakka Judith öll hennar óeigingjörnu störf fyrir okkur og í þágu félagsins. Bergsteini, börnum, tengdabörnum og barnabörnum vottum við ein- læga samúð okkar. Kvenfélagið Baldursbrá.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.