Morgunblaðið - 25.08.1994, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 25.08.1994, Blaðsíða 4
4 FIMMTUDAGUR 25. ÁGÚST 1994 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Veiðisvæöi gullkarfa eða stórakarfa karfa- tegundir Þrjar Veiðisvæði djúpkarfa - við island m a svæöi v rygg DOBSI vi^Reykj; Cirfyrir Hyalf/Hann er öiMðtjr'djupka'rf^ i útliti, en minni . dg.með'nokkyð'qðhj íitafari. Hann gýtú rváxrpinnafjýpi en djúpkarfinnn s‘iheldqr'3ig mun ofar í sjónum um i á haustin. Pá er hann - eölunartírTi^rin veiddur Hlotvörpu en ekki í botn- vörpuelns og hinar tegundimar. Mest er veitt hér við land af gull- karfa, en eftir að togarar fóru að veiðá dýpra er djúpkarfi algengari í aflanum. Minna hefur verið veitt af úthafskarfa, en nú er sótt í hann í auknum mæli. Karfaafli, aflamark og tillögur ; 1987-1995 (aflinn jan.-ág. 1991 var 63 þús. tonn) Afli umfram tillögur Aflamark 100þús. tonn Tillaga Djúp- karfi Gull- karfi ’90 '91/92 ’92/93 ’93/94 ’94/95 Gullkarfi: Neðsti gaddurinn er oft lítið áberandi. Gaddur neðan úr skolti að jafnaði litill. Djúpkarfi/Úthafskarfi: Augu em áberandi stór. Kinnbeinagaddar heldur stærri en á gullkarfa. Neðsti gaddurinn veit aðeins fram. Áberandi gaddur neðan úr neðra skolti. Litafar úthafs- karfa er nokkuð frábmgðið djúpkarfa. Veiðitakmarkanir á gullkarfa undirbúnar SJÁVARÚTVEGSRÁÐUNEYTI undirbýr nú lokun ýmissa hefðbund- inna gullkarfamiða en mjög hefur gengið á stofn gullkarfans undan- farin ár. Að tillögu Hafrannsóknar- stofnunar hefur verið ákveðið að leyfa aðeins veiðar á 25 þúsund tonnum af gullkarfa næsta fiskveið- iár. Fiskistofa hefur í samvinu við valda skipstjóra undirbúið tillögur að nýrri reglugerð um veiðitakmark- anir á hefðbundnum gullkarfamið- um uns nýliðunar fer að gæta í stofninum og hafa þær verið sendar hagsmunaaðilum til umsagnar en reglugerðin hefur ekki verið sett. Þrír karfastofnar eru nýttir í grennd við Island, gullkarfí, djúp- karfí og úthafskarfi. Gullkarfi og djúpkarfí eru háðir aflatakmarki, Fyrsti vinn- ingur til Dana DANI fékk óskiptan fyrsta vinning í Víkingalottóinu í gærkvöldi, tæpar 117 milljónir króna. Sjö íslendingar fengu 3. bónus- vinning, sem nam rúmum 58 þús- und krónum á hvem. 1.600 manns hér á landi fengu lægri vinninga. sem hefur verið ákveðið í einu lagi, þar til nú að í tillögum Hafrann- sóknarstofnunar er greint á milli tegundanna tveggja og lagður til hámarksafli sem yrði 25 þúsund tonn af gullkarfa en 40 þúsund tonn af djúpkarfa á komandi físk- veiðiári. Síðastliðið fiskveiðiár lagði stofnunin til 80 þúsund tonna karfaafla en ákvörðun stjómvalda var 90 þúsund tonn. Meira vitað um úthafskarfa Að sögn Jakobs Magnússonar, fískifræðings og sérfræðings í karfarannsóknum, em rannsóknir á karfa ýmsum annmörkum háðar, einkum vegna þess að ekki er hægt að merkja fískinn og því er lítið vitað um göngur hans og samskipti stofna. í öðm lagi er aldursgreining karfa í molum, að sögn Jakobs, og í því sambandi hefur verið stuðst við aðferðir sem vísindamenn em um þessar mundir að sýna fram á að standist ekki. Rannsóknir á djúpkarfa og gull- karfa, sem mest hafa verið veiddir við ísland til skámms tíma, era að því leyti háðar meiri óvissu en rann- sóknir á úthafskarfa, sem undan- farið hefur veiðst í vaxandi mæli á Reykjaneshrygg og Grænlandshafí, og snemma vetrar innan íslensku lögsögunnar, að hann er hægt að mæla með bergmálsaðferðum, líkt og loðnu, en gullkarfí og djúpkarfi em botnlægar tegundir sem bland- ast öðmm og því koma bergmáls- mælingar ekki að gagni. Því segir Jakob að mun meira sé vitað um ástand úthafskarfastofnsins, en hinna tveggja sem þó hafa verið nýttir og rannsakaðir mun lengur. Úthafskarfaveiðar íslenska flot- ans hafa vaxið hröðum skrefum frá 1991 en enn er stofninn vannýttur miðað við viðmiðanir alþjóðahaf- rannsóknarráðsins, sem talið hefur óhætt að veiða yfír 100 þúsund lest- ir. Ekki útrýmingarhætta Jakob Magnússon sagði að ástand gullkarfastofnsins væri ekki svo alvarlegt að um væri að ræða útrýmingarhættu en hins vegar tæki langan tíma að byggja stofn- inn upp að nýju þar sem karfinn er svo hægvaxta. Um árabil leyfðu stjómvöld veið- ar á talsverðu magni af karfa um- fram ráðleggingar Hafrannsóknar- stofnunar. Einatt fóm veiðamar aftur umfram úthlutað aflamagn, að sögn Jakobs Magnússonar. Fjórtán ára piltur tvíkjálkabrotinn í knattspyrnuleik Lítum málið alvarlegum augum segir þjálfari piltsins Morgunblaðið/Þorkell ROBERT Gunnarsson var kominn heim til sín í gær eftir dvöl á sjúkrahúsi og sagðist allur vera að hressast. FJÓRTÁN ára knatt- spymúmaður, Róbert Gunnarsson, mark- maður hjá 4. flokki Fylkis, varð fyrir því um helgina að slasast alvarlega í undanúr- slitaleik gegn Þór í íslandsmótinu í knatt- spyrnu, sem fram fór á Akureyri. Hann lenti í samstuði með þeim afleiðingum að hann tvíkjálkabrotn- aði, og mun að mati lækna verða á annan mánuð að jafna sig. Sigurður Þor- steinsson þjálfari hjá Fylki sagði að leik- menn Þórs hefðu ver- ið mjög grófir í leiknum. Þeir litu sérstaklega þetta atvik alvarleg- um augum, og heiðu nú þegar óformlega rætt við fulltrúa hjá Knattspyrnusambandi íslands vegna þessa. Sigurður sagði að þeir hefðu tvisvar leikið gegn Þór um helgina og i fyrri leiknum hefði einn af leikmönnum hans verið fluttur á slysadeild þar sem í ljós kom að hann hafði rifbeins- brotnað. Fylkir mætti síðan Þór í undanúrslitum og eftir rúmlega stundarfjórðung hefði markvörð- urinn- slasast. Hann sagði að markvörðurinn hefði náð knettin- um með góðu úthlaupi, en sóknar- maður Þórs, sem enga möguleika átti að ná til knattarins, hefði farið í varnarmann sem var að skýla markverðinum og sá hefði lent á honum með fyrrgreindum afleiðingum. Ekki harður leikur Siguijón Magnússon, yfirþjálf- ari yngri flokka Þórs, sagði að leik- menn Þórs hefðu alls ekki verið harðir í þessum leikjum og sérstak- lega gagnrýndir fyrir baráttuleysi í undanúrslitaleiknum, sem þeir líka töpuðu. „Við hörmum það auðvitað mjög að drengurinn skyldi slasast, en hér er um hreina og klára óheppni að ræða. Menn vita auðvitað að svona lagað getur komið fyrir og lýsing þjálfara Fylk- is á atvikinu er alröng. Sóknarmað- ur Þórs átti stóran möguleika á að ná boltanum og skora, það munaði ekki miklu,“ sagði Sigur- jón. Hundrað þúsund gestir hjá IKEA EITT hundrað þúsund gestir höfðu heimsótt nýja verslun IKEA í Holta- görðum fyrir hádegi í gær, en hún var opnuð fyrir tæpri viku, fimmtu- daginn 18. ágúst. Þar af komu 29 þúsund gestir fyrsta daginn. Samkvæmt upplýsingum frá IKEA hafa 13 þúsund manns kom- ið í verslunina síðustu tvo dagana. Þá bendi salan hingað til til þess að jafn mikið seljist á einni viku í nýju versluninni og seldist á einum mánuði í Kringlunni þar sem versl- unin var áður. Sé það 10-15% meiri sala en gert hafi verið ráð fyrir. * Aðalfundur Skógræktarfélags Islands Náttúruvemd, skóg- rækt og siðferði AÐALFUNDUR Skógræktarfélags íslands 1994 verður haldinn á Kirkjubæjarklaustri dagana 26.-28. ágúst. Að sögn Jóns Geirs Péturs- sonar, líffræðings hjá Skógræktar- félaginu, er gert ráð fyrir allt að 150 fundarmönnum. Auk hefð- bundinna fundarstarfa munu þeir litist um í nágrenni Kirkjubæjar- klausturs og fara í skoðunarferð í Holtsdal. Meðal þeirra sem ávarpa munu fundargesti em Halldór Blön- dal, landbúnaðarráðherra og Jón Loftsson, skógræktarstjóri. Fram- sögu munu hafa auk annarra Hörð- ur Kristinsson, grasafræðingur um framvindu gróðurs á íslandi og Páll Skúlason, prófessor í heim- speki, sem ijalia mun um siðferði og skógrækt. Nýtt félag sem berst fyrir jafnri samkeppnisaðstöðu HALDINN var undirbúningsfundur í gær að stofnun félags, sem hefur að markmiði að berjast fyrir jöfnun á samkeppnisaðstöðu. í undirbúningsnefnd em þrír framkvæmdastjórar einkafyrir- tækja á höfuðborgarsvæðinu, Sæv- ar G. Svavarsson, Baldur Hannes- son og Friðrik Sigurðsson. Þeir hafa allir verið í forsvari fyrir- tækja, sem hafa sent kvartanir til Samkeppnisstofnunar vegna ójafnrar samkeppnisaðstöðu gagn- vart opinberum aðilum. Kærur til samkeppnisráðs Baldur Hannesson er eigandi Fín- pússningar sf., en á seinasta ári kærði Baldur Sementsverksmiðju ríkisins og Sérsteypuna sf. (nú ÍMÚR hf.) til samkeppnisráðs fyrir meint brot á samkeppnislögum og heldur hann því fram að hið opin- bera hafí veitt miklar íjárhæðir í gegnum þessi fyrirtæki í þróun og markaðssetningu á múrblöndum og viðgerðarefnum í samkeppni við Fínpússningu sem framleitt hafí svipaðar vömr frá 1969. Baldur telur fyrirtæki sitt hafa orðið fyrir miklu íjárhagslegu tjóni vegna sam- keppni við niðurgreidda framleiðslu þessara aðila. Samkeppnisstofnun tók kvörtunina til athugunar og lagði hana svo fyrir samkeppnisráð sem hefur ekki enn kveðið upp úr- skurð sinn í þessu máli. Sævar G. Svavarsson er fram- kvæmdastjóri Vélsmiðjunnar Norma hf. í Garðabæ, en hann hefur nýlega kært fyrirhugaða styrkveitingu ríkisins til kaupa á flotkví á Akureyri til samkeppnis- ráðs. Friðrik Sigurðsson, eigandi Tölvumynda, er formaður Samtaka íslenskra hugbúnaðarfyrirtækja en samtökin sendu samkeppnisráði kvörtun vegna samkeppnisstöðu Skýrsluvéla ríkisins og Reykjavík- urborgar (Skýrr) og komst ráðið að þeirri niðurstöðu í seinustu viku að Skýrr hafi í vaxandi mæli farið út fyrir skilgreint hlutverk sitt. Mælti ráðið fyrir um fjárhagslegan aðskilnað á milli samkeppnisþjón- ustu Skýrr og annars rekstrar fyr- irtækisins. Markmiðið með stofnun hins nýja félags er að skapa samráðs- vettvang fyrir þá sem þurfa að ná rétti sínum vegna óeðlilegrar sam- keppni og aðstoða þá og stuðla sérstaklega að umræðu um stöðu einkafyrirtækja gagnvart fyrir- tækjarekstri opinberra aðila. Ákveðið var í gær að boða til stofn- fundar félagsins 6. september í húsakynnum Verslunarráðs.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.