Morgunblaðið - 09.11.1994, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 09.11.1994, Blaðsíða 18
18 MIÐVIKUDAGUR 9. NÓVEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ ERLEIMT > ____________________ Irska stjórnin hyggst sleppa IRA-skæruliðum Sambandssinn- ar á Norður-Ir- landi mótmæla Belfast. Reuter. NORÐUR-írskir stjórnmálamenn, sem hlynntir eru sambandinu við Bret- land, hafa fordæmt þá ákvörðun írsku ríkisstjórnarinnar að sleppa úr haldi nokkrum skæruliðum írska lýðveldishersins, IRA. Þeir, sem beijast fyrir sameiningu Norður-írlands og írlands, hafa hins vegar fagnað henni. Sambandssinnar á Norður- írlandi hafa verið andvígir því að milda dóma yfir skæruliðum fyrr en IRA afhenti yfirvöldum að minnsta kosti hluta af vopnabirgð- um sínum. „IRA hefur hvorki af- hent eitt einasta gramm af Semtex- sprengiefni né eina einustu byssu en samt á að sleppa lausum sumum miskunnarlausustu félögum sam- takanna. Þetta er ekkert annað en uppgjöf," sagði Ian Paisley, einn helsti foringi sambandssinna. Alban Maginness, talsmaður Verka- mannaflokksins á N-írlandi, taldi aftur á móti, að ákvörðun írsku stjómarinnar gæti haft góð áhrif. Verður 40 sleppt? Maire Geoghan-Quinn, dóms- málaráðherra Irlands, sagði í við- tali við írska ríkisútvarpið, að fyrir- hugað væri að sleppa „nokkrum föngum" en neitaði fréttum um, að skilyrðið væri, að IRA léti af hendi eitthvað af vopnabirgðum sínum. Hún sagði, að hins vegar væri ver- ið að ræðá það mál við Sinn Fein, stjómmálaarm IRA. 56 IRA-liðar em í írskum fangelsum og eru get- gátur um, að 40 þeirra fái að fara heim fyrir jól og ganga lausir svo lengi sem IRA stendur við vopna- hlésyfirlýsinguna. Geoghan-Quinn útilokaði, að mönnum, sem dæmdir hefðú verið fyrir morð, yrði sleppt en meðal þeirra er Thomas Mcmahon, sem dæmdur var' 1979 fyrir morðið á Mountbatten lávarði. Hann hefur hins vegar afplánað 15 ár af lífstíð- ardómi og getur því samkvæmt venju sótt um lausn. Reutcr Sungið allt til síðustu stundar OPERAN gerir meiri kröfur en nokkurt annað sönglistarform en samt er það svo, að sumir óperusöngvarar endast miklu betur en stórstjöm- umar í skemmtiiðnaðinum. Gott dæmi um það er sviss- neski óperusöngvarinn Hugues Cuénod en hann er 92 ára gamall, 41 ári eldri en Mick Jagger og 13 áram eldri en Frank Sinatra. Hann hefur verið atvinnu- maður í greininni í næstum 70 ár og vakti mikla hrifn- ingu nú síðast í haust í Lausanne þegar hann fór með hið gamansama hlut- verk Monsjör Triquets í Evgení Onegin eftir Tsjækovskí. Cuénod steig sín fyrstu spor í Théatre des Champs- Elysées í París 1928 og lífs- gleði hans og mikil rödd hafa síðan allt til þessa dags skipað honum í hóp með vinsælustu og hæfileikarík- ustu söngvuranum. Þótt hann sé kominn á tíræðis- Algengt er orðið að frægir óperu- söngvarar haldi áfram að syngja allt fram á elliár en að vísu þyk- ir árangurinn harla misjafn Óperusöngvarinn Hugues Cuénod, sem er 92 ára gamall, hefur verið at- vinnusöngvari í næstum 70 ár og vakti enn athygli í haust. Placido Domingo er að verða 54 ára og þegar far- inn að huga að ferli sínum sem baritón þegar háu tónarnir verða honum um megn. aldur er enn verið að gefa út hljóð- ritanir með söng hans og á síðustu geisladiskunum er til dæmis að finna söngva eftir Debussy og Satie og óperur eins og Andrea Chénier eftir Giordano og Sögur Hoff- manns eftir Offenbach. Cuénod er vissulega alveg sér á parti en fleiri óperusöngvarar en nokkru sinni fyrr virðast vilja gleyma því hvað það er að draga sig í hlé. Meðal þeirra má nefna Camille Mauranne, franskan bari- tón, sem fæddist í Rúðuborg 1911 og er almennt talinn besti Pelléas eftir stríð. ÞEGAR Mauranne var um sex- tugt minnkaði hann verulega við sig og taldi, að það tiiheyrði manni á hans aldri, en 1991 kom hann fram og söng á skemmtun, sem nemendur hans efndu til. Er skemmst frá því að segja, að hrifn- ing áheyrenda var svo mikil, að nokkra síðar endurútgaf Philips tvo geisladiska með söngvum hans. Þá hefur Wamer/Erato gefíð út sex- diska-sett þar sem Mauranne flytur lög frá miðöldum og til okkar daga. Elli kerling fer ekki svona mjúk- um höndum um alla söngvara. Diet- rich Fischer-Dieskau, sá frægi, þýski baritón, hélt áfram hljóðritun- um fram undir sjötugt en þá var orðið vel ljóst, að sum hlutverkin voru honum ofviða. Spænska sópransöngkonan Montserrat Ca- ballé hefur eitt ár um sextugt en gagnrýnandi nokkur hafði það eitt að segja um hana í hlutverki ísold- ar í Barcelona-óperanni, að þar gæfíst „kostur að sjá heims- ins feitustu Barbie-dúkku“. Ekki var annar gagnrýnandi vinsamlegri í dómi sínum um nýlegan söng velsku sópransöngkonunnar Dame Gwyneth Jones. Þegar hann hafði hlustað á hana syngja „Fjóra síðustu söngvana" eftir Richard Strauss spurði hann: „Hvers vegna í ósköpunum vill enginn verða til að binda enda á þessar þjáningar?" ÞAÐ er mikill munur á söngvurum, sem halda áfram að syngja það, sem þeir hafa ávallt sungið þótt getan sé ekki sú sama, og gömlum stjörnum, sem halda, að þær séu enn upp á sitt besta. Giacomo Lauri- Volpi, mjög hávær og stirð- iyndur, ítalskur tenór, var í síðamefnda hópnum. 1973, þegar hann var 81 árs, gaf hann út albúm þar sem hann söng ýmsar kunnar aríur og hann virtist halda, að með því væri hann að hirta dálít- ungu strákana eins og þá Placido Domingo og José Carreras. Þeir létu þó ekki slá sig út af lag- inu en Domingo, sem er að verða 54 ára, virðist samt hafa lært eina lexíu. Hann er þegar farinn að huga að ferli sínum sem baritón þegar háu tónarnir hafa sungið sitt síð- asta. Skiljanlegt er, að óperuunnendur, jafn kröfuharðir og þeir eru, vilji sýna ellinni tilhlýðilega virðingu og það er eitthvað aðlaðandi við það að hafa helgað söngnum alit sitt líf. Söngvarar, sem hafa leikhæfí- leika og forðast háa C-ið og hlut- verk, sem eiga ekki lengur við þá, þurfa þá heldur ekki að óttast að verða hrópaðir niður. (Heimild: The Economist). ið til Gæti tekið Karl aftur í sátt NÝ bók um Diönu prinsessu kom í bókabúðir í Bretlandi í gær og heldur tvífari hennar hér á bókar- eintaki. I bókinni er Díönu lýst sem afbrýðisamri einmana konu sem staðráðin sé í því að láta til sín taka á alþjóðavettvangi. Þar kemur einnig fram að prinsessan telur sig hafa verið nunnu í fyrra lífi. Ennfremur að enn eimi eftir af hlýhug hjá henni í garð Karls prins. Haft er eftir vinum hennar að hún myndi taka hann í fulla sátt ef hann játaði á sig mistök í hjónabandinu. Alnæmisrannsóknir Fundið gen sem stýrir fjölgun HIV- veirunnar Philadelpiu. Reuter. BANDARÍSKIR vísindamenn, sem hafa fundið gen sem stýrir fjölgun HlV-veirannar, vonast til þess að uppgötvun þeirra kunni að verða til þess að lyf við alnæmi finnist. Kynntu vísindamennimir niðurstöð- urnar í vísindatímaritinu National Academy of Sciences. Vísindamennirnir starfa við Pennsylvaníu-háskóla. Þeir segja genið stýra framleiðslu prótíns, sem komi fjölgun HlV-veirannar af stað. An tiíkomu prótínsins geti HIV- veiran legið í dvala svo árum skipti. Vísindamönnunum tókst að gera prótínið óvirkt með sýklalyfjum og vonast þeir til þess að fyrr en síðar takist að framleiða lyf sem hafí sömu áhrif. Fundur Rabins og Arafats Palestínu- menn fá aukin völd YITZHAK Rabin, forsætisráð- herra ísraels, lýsti því yfir í gær að ísraelar hygðust veita Palest- ínumönnum aukin völd á Vestur- bakkanum og Gazasvæðinu í mán- uðinum. Rabin átti í gær fund með Yass- er Arafat, leiðtoga Frelsissamtaka Palestínu (PLO), og á blaða- mannafundi að honum loknum sagði hann að um miðjan mánuð- inn yrði Palestínumönnum afhent stjórn ferðaþjónustu og velferðar- mála og í lok mánaðarins stjórn heilbrigðis- og skattamála. í septembermánuði tóku Palest- ínumenn við stjóm menntamála. ísraelski forsætisráðherrann sagði viðræður um næstu skref sjálfstjórnar, kosningar og brott- för ísraelskra hermanna af svæð- unum, myndu halda áfram. Zhírínovskíj í Bandaríkjununi Uppselt varð á fyrirlesturinn San Francisco. Reuter. RÚSSNESKI þjóðernissinninn Vladímír Zhírínovskíj, sagðist á mánudag hafa haldið til Bandaríkj- anna til að bæta ímynd sína og að segja fólki sannleikann um flokk sinn. Zhírínovskíj kom á sunnudag til San Francisco þar sem hann átti að halda fyrirlestur um „Sköp- un nýs Rússlands" hjá sjálfstæðri alþjóðamálastofnun, World Áffairs Council. Gyðingar mótmæltu því hástðfum að þingmaðurinn fengi vegabréfsáritun en 600 aðgöngu- miðar á fyrirlesturinft seidust upp á 12 stundum. Þingmaðurinn er formaður Frjálslynda lýðræðisflokksins í Rússlandi en ýmis neikvæð um- mæli hans um gyðinga og ná- grannaþjóðir Rússa hafa valdið mikilli reiði víða erlendis sem í Rússlandi. Zhírínovskíj hefur m.a. lýst því yfir að endurreisa beri hið forna veldi rússneska keisaradæmisins og síðar Sovétríkjanna og vill innlima Finnland sem heyrði undir Rússa fram til 1918. Einnig vill hann að Rússar eignist hafnir við Indlands- haf sem líklega yrði þá að ná með landvinningastríði. „Skoðanir allra“ Bandaríska utanríkisráðuneytið sagði að sú ákvörðun að veita Zhír- ínovskíj áritun merkti ekki stuðning við skoðanir hans. Talsmenn al- þjóðamálastofnunarinnar sögðu mótmæli hafa streymt á skrifstof- una er kunnugt varð um heimsókn- ina. Forseti stofnunarinnar, David Fischer, varði gerðir hennar. „Okk- ur ber skylda til að hlusta á skoðan- ir allra þeirra sem hugsanlega gætu haft áhrif á þróun alþjóðamála", sagði hann. Ekki er vitað hve lengi Zhír- ínovskíj hyggst dvelja vestanhafs en ferðir hans til annarra landa hafa oft orðið fjölmiðlum mikið umljöllunarefni. Nokkur ríki hafa neitað að leyfa Zhírínovskíj að koma inn fyrir landamærin.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.