Morgunblaðið - 09.11.1994, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 09.11.1994, Blaðsíða 42
42 MIÐVIKUDAGUR 9. NÓVEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ Fjögur brúðkaup og jarðarför Sýnd kl. 5.05, og 7. Sýningum fer fækkandi HASKOLABIO SÍMI 22140 Háskólabíó STÆRSTA BÍÓIÐ. ALLIR SALIR ERU FYRSTA FLOKKS. BLOWN AWAY Magnaðasta flugeldasýning ársins í Reykjavík föstudaginn 11. nóvember ÞRIR LITIR: HVITUR ZBICNIEW ZAMACHOWSKI JULIE DELPY TROIS COULEURS FORREST GUMP **++ E.H. Morgunposturinn ssr# KRZYSZTOF KIESLOWSKI MEDíA Romantik og gamansemi í annarri myndinni í þríleik meist- ara Kieslowski eftir litunum í franska fánanum, bláum, hvít um og rauðum - táknum hugsjóna frönsku byltingarinnar frelsis, jafnréttis og bræðralags. Karol getur ekki gagnast konu sinni sem heimtar skilnað og hann leitar hefnda. Synd kl. 5.05, 7 og 9. Tom Hanks Forrest Gum Veröldin ver&ur ekki sú sama... ... eftir a& þú hefur séð hana með augum Forrest Gump. 140 mín. Geislaplatan frábæra fæst í öllum hljómplötuverslunum Sýnd Kl. 5.05, 6.30 og 9. Nýjar hljómplötur Hriiiguriun rofinn Trúbadúrinn og netagerðarmaðurinn Bjami Tryggvason hefur ekki látið á sér kræla á útgáfusviðinu alllengi. Hann rýfur sjö ára þögn með breiðskífu í dag. Morgunblaðið/Ingibjörg BJARNI Tryggvason, netagerðarmeistari og trúbadúr. LANGT er um liðið síðan Bjami Tryggvason var áber- andi í íslensku tónlistarlífi, sem trúbadúr og rokkari sem söng gjaman um delkkri hliðar mannlífs- ins og ýmislegt alvöruefni, sem ekki var í hámæli. Bjami sendi síð- ast frá sér breiðskífu 1987, en kveðpur sé hljóðs að nýju í dag, því þá kemur út með honum breiðskífan Svo lengi sem það er gaman. Þó Bjami Tryggva hafí ekki verið í sviðsljósinu undanfarin ár, hefur hann fengist við tónlist og víða leik- ið. Hann segist hafa sankað að sér lögum á rokktrúbadúr plötu og þeg- ar ákveðið var að setja saman plötu hafi hann leitað til þeirra sem við áttu til að vinna hvert lag; „Þor- steinn Magnússon til að spila það sem átti að verða fágað og dútlerí og Tómas Tómasson til að spila það sem átti að vera hrátt kæruleysis- legt rokk, Gumundur Gunnarsson og Ásgeir Óskarsson leika á tromm- ur, Steinar Gunnarsson er gegnum- gangandi á bassa og raddir, hann á þar með mér nokkur lög og að auki koma Qölmargir við sögu, til að mynda Rut Reginalds, Sigurgeir Sigmundsson, Þorleifur Guðjóns- son, Jakob Magnússon og Jens Hansson." Lög á misjöfnum aldri Alls em á plötunni þrettán lög fá ýmsum tímum og Bjami segist hafa tekið hana upp í Mosfellsbæn- um, tvö lög í maí og restina svo í haust. Hann segir að lögin séu á misjöfnum aldri, elsta lagið yfir fimmtán ára gamalt, en svo eru allmörg nýleg, en hann hafi valið úr lagasafni sínu lög sem væru með léttari yfírbragði, en það sem hann hefur áður sent frá sér. Bjami segir að textamir séu létt- ari ef oft áður, það sé mikill húmor í þeim, en alltaf broddur, „annars er ekkert gaman að þessu“. Bjarni segir að þó hann hafí haft það orð á sér að vera gefínn fyrir þunga texta og við eigandi lög, hafí hann aldrei tekið sjálfan sig of alvarlega. Mér fannst einfaldlega meira varið í þessi þungu lög og texta, fannst þau höfða meira til mín.“ Hann segir að plata sé hæfilega létt að sínu mati, það sé ágætt jafnvægi á henni, þó lögin séu úr öllum áttum, ýmist hrátt rokk, fágað eða mjúkt og á milli dæmigerð trúbadúrlög. Úr sviðsljósinu Bjami sendi síðast frá sér breið- skífu 1987, en þó ekki hafí hann sent frá sér breiðskífu hefur hann samið lög með og fyrir Súellen, en einnig sendi hann frá sér lag fyrir útvarp 1989, svona rétt til að minna á sig. „1989 ákvað ég að hætta í tón- listinni í bili og fór að læra neta- gerð. Á síðustu önninni í því, sem var tekin í Keflavík, fór ég að spila með náminu, vann mér inn fyrir leigu og mat á meðan ég var að klára, og þegar ég búinn í náminu fór ég af stað aftur, segir Bjami, sem hefur verið á samfelldri tón- leikaferð um landið síðan í septem- ber á síðasta ári, landshornanna á milli. „Ég hef því ekki fengist við fagið, enda ekki tími til, ég hef ekki tekið mér frí nema tvær til þijár helgar síðustu Qórtán mán- uði, ég hef það bara í bakhöndinni." Bjarni segist hafa tekið þá ákvörðun á sínum tíma að draga sig í hlé frá sviðsljósinu, „ég var mjög sáttur við að hverfa á sínum tíma; það gaf mér tíma til að meta hvað það var sem ég vildi Ég vakn- aði upp við það einn morguninn og áttaði mig á því að ég var að fara sífellda hringi, ég þróaðist ekkert, ég var ekki að gera ekkert nýtt, og því ákvað ég að draga mig í hlé og reyna að breyta til. Ég var ekki í tónlistinni til þess að hafa af henni lifíbrauð; mig langaði til þess að skapa eitthvað nýtt og skemmti- legt. Það má segja að heiti nýju plötunnar sé mottó mitt í tónlist: Svo lengi sem það er gaman." Ekki segist Bjarni búast við að Ienda í erfíðleikum með það kynna plötuna, enda sé hann að setja sam- an hljómsveit til að fylgja henni eftir með blandaðri dagskrá, enda er platan blanda af rokki og trúbad- úr. Sígild tón- list fyrir nýja út- varpsstöð AÐSTANDENDUR útvarpsstöðv- arinnar FM-Reykjavík 94.3 taka kampakátir við geisladiskum með leik Sinfóníuhljómsveitarinnar úr höndum Runólfs Birgis Leifssonar, Morgunblaðið/Halldór Kolbeins framkvæmdastjóra sveitarinnar. Út- varpsstöðin leggur áherslu á ljúfa sígilda tónlist, s.s. óperutónlist, danshljómsveitir og djass - að ógleymdri harmónikkutónlistinni. Að ofan taka þeir Jóhann Briem, framkvæmdastjóri Myndbæjar, Markús Öm Antonsson, útvarps- stjóri, og Karl Lúðvíksson, dagskrár- gerðarmaður, við áðumefndri gjöf Sinfóníuhljómsveitarinnar. Fyrir utan útvarpsreksturinn sendir Myndbær hf. út sjónvarps- dagskrá á hótelin í Reykjavík, fram- leiðir sjónvarpsmyndir, kynningar-, fræðslu- og heimildarmyndir. Jafn- framt sinnir fyrirtækið útgáfu og kynningarstörfum ýmis konar. Sinfóníuhljómsveit íslands Háskólabíói vfð Haaatorq sírmi 622255 Grœnir tónleikar Háskólabíói fimmtudaginn lO.nóvember, kl. 20.00 HIjómsveitarstjóri: Guillermo Figueroa Einleikari: Gunnar Kvaran Efnisskrá Felix Mendelssohn: Draumur á Jónsmessunótt, forleikur Luigi Boccherini: Sellókonsert í B-dúr IV. A. Mozart: Sinfónía nr. 41, Júpíter Iðasda er olla vlita dago á skilfstorutína og vlð ringanglnn vlð H3pba( tónleto. Gielðslulolaþiónusl

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.