Morgunblaðið - 20.11.1994, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 20.11.1994, Blaðsíða 18
18 SUNNUDAGUR 20. NÓVEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ SIGURÐUR Einarsson, framkvæmdastjóri ísfélags Vestmannaeyja hf. Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson IFOTSPOR FEÐRANNA VIÐSKIPn AIVINNULÍF Á SUIMIMUDEGI ►Sigurður Einarsson, framkvæmdastjóri Isfélags Vestmannaeyja hf., er fæddur í Reykjavík 1950. Hann varð stúdent frá MR1970, lauk prófi í lögfræði frá Háskóla íslands 1974 og fékk réttindi héraðsdómslög- manns 1983. Sigurður var framkvæmdastjóri Hrað- frystistöðvar Vestmannaeyja 1974-91 ogfram- kvæmdastjóri Isfélags Vestmannaeyja hf. frá 1992. Sigurður var í bæjarstjórn Vestmannaeyja 1984-92 og situr í miðstjórn Sjálfstæðisflokksins. Hann er í stjórn Sölumiðstöðvarinnar og Coldwater. Eftir Guðna Einarsson Idag eru liðin 70 ár frá því að eitt helsta athafnaskáld aldar- innar hóf að yrkja sinn brag. Einar Sigurðsson, öðru nafni Einar ríki, opnaði þá litla verslun í Vestmannaeyjum sem varð hom- steinninn að stórveldi hans í íslensku viðskiptalífi. Umsvif Einars uxu hratt og með tímanum færðist áherslan frá verslun yfir í veiðar og verkun sjávarfangs. Hraðfrystistöð Vestmannaeyja (HV) varð helsta fyr- irtæki Einars í Eyjum. Um áramótin 1991 og 1992 sameinaðist Hrað- frystistöðin tveimur öðrum fyrirtækj- um í Vestmannaeyjum, ísfélaginu og Berg-Hugin. Sameiningin var undir merki Isfélags Vestmannaeyja hf. (ÍV) og varð Sigurður Einarsson, sonur Einars ríka, framkvæmdastjóri hins sameinaða félags. Um svipað leyti sameinuðust einnig nokkur önn- ur sjávarútvegsfyrirtæki í Eyjum undir merki Vinnslustöðvarinnar hf. Snemma beygist krókur Sigurður er þriðji í hópi ellefu bama þeirra Einars Sigurðssonar og Svövu Ágústsdóttur. Af tíu systkin- um sem eru á lífi er Sigurður sá eini sem hefur aðalatvinnu af sjávarút- vegi. Ágúst, bróðir hans, rak um tíma Hraðfrystistöðina í Reykjavík sem sameinaðist Granda hf. 1990. Sigurður byijaði ungur að vinna við fyrirtæki föður síns í Reykjavík og Vestmannaeyjum, fyrst á sumrin með skólanámi. Eftir að hann lauk lögfræðinámi 1974, þá 23 ára gam- all, hellti hann sér af fullum krafti út í reksturinn. Árið 1975 flutti Sigurð- ur til Vestmannaeyja og tók við framkvæmdastjóm Hraðfrystistöðv- arinnar. Þegar Sigurður er spurður hvort hann sé líkur stjómandi og faðir hans var, svarar hann: „Það er auð- vitað erfitt að bera menn saman frá einum tíma til annars, en ég held að ég sé hægari og jarðbundnari, það var miklu meira flug á honum.“ Styrkur að sameiningu Fljótlega eftir sameininguna gekk Bergur-Huginn úr Isfélaginu og í dag ráða fyrrum eigendur Hraðfrysti- stöðvar Vestmannaeyja um 80% hlutafjár í ísfélaginu. ísfélag Vest- mannaeyja er að félagsformi almenn- ingshlutafélag og viðskipti með hlutabréf ekki háð takmörkunum. Sigurður segir að við sameininguna hafí verið gert ráð fyrir því að fyrir- tækið yrði skráð á verðbréfaþingi. En hefur sameiningin ísfélagsins t>g Hraðfrystistöðvarinnar skilað til- ætluðum árangri? „Sumt hefur tekist og annað ekki,“ svarar Sigurður. „í heildina tel ég að sameiningarnar, sem urðu hér í Eyjum, hafí orðið til að efla atvinnulífið, þótt á ýmsu hafí gengið." Var Sigurði ekki eftirsjá að nafni Hraðfrystistöðvarinnar? „Jú, tölu- verð, en það varð samkomulag um þetta nafn. ísfélagið er elsta starf- andi sjávarútvegsfyrirtæki í landinu, stofnað 1. desember 1901, og ég féll fyrir þeim rökum að halda bæri nafni þess á lofti. Afi minn og nafni var raunar fyrsti endurskoðandi ísfé- lagsins svo ég var líka tengdur því.“ Uppi á vegg í skrifstofu Sigurðar hangir stór mynd af nefndum afa hans, Sigurður Sigurfínnsyni hrepp- stjóra. Hann er virðulegur á svip og með hreppstjórakaskeiti. Þegar minnst er á myndina af forföðumum og kaskeitið segir Sigurður: „Já, þegar ég var í bæjarpólitíkinni köll- uðu gárungamir mig Sigurð hrepp- stjóra." En hvemig stendur á því að sjáv- arútvegsfyrirtækin í Eyjum, sem flestir héldu að möluðu gull og stæðu traustum fótum voru orðin svo fjár- hagslega veikluð að þau þurfti að sameina? „Það eru vafalaust margar skýr- ingar á því,“ segir Sigurður. „Gosið fór illa með fyrirtækin, menn náðu aldrei almennilega að rétta sig við eftir gos. Eignarhaldið í þessum fyr- irtækjum var tiltölulega dreift og ég held að það hafí virkað frekar letj- andi. Ef til vill vantaði sterkari for- ystu sem keyrði reksturinn áfram. Þegar gámaútflutningurinn hófst 1984 dró mjög úr hráefnisframboði. Þeir sem áttu fyrirtækin voru í mörg- um tilfellum þeir sömu og öfluðu hráefnisins. Þeir höfðu að sjálfsögðu áhuga á að fá sem best verð fyrir sinn físk og fóru að taka hagnaðinn í gegnum físksöluna. Þess vegna byggðist flotinn upp en vinnslufyrir- tækin sátu á hakanum. Menn reyndu sameiginlega togaraútgerð, en voru með vinnsluna hver fyrir sig. Það hefði verið farsælla að sameina alla útgerðina og fískvinnsluna undir ein- um hatti.“ Sigurður segir að mjög hafi dreg- ið úr gámaútflutningi og það valdi ýmsum erfiðleikum í útgerðinni vegna tekjusamdráttar. Nú selja menn aflann á innlendum markaði því verðmunur innanlands og utan hefur minnkað mikið. Síðastliðinn föstudag var aðal- fundur ÍV og birtar tölur eftir annað heila reikningsárið (31.8. 1993 til 1.9.1994) eftir sameiningu. „Afkom- an í fyrra var miklu betri en árið þar áður,“ segir Sigurður. Hann nefnir að fyrra heila rekstursárið (1992-93) var tap upp á 326 milljón- ir, þar af gengistap upp á 313 millj- ónir. í fyrra varð hagnaður upp á 194 milljónir. Sigurður þakkar þessa bættu rekstrarafkomu ekki síst góðri loðnuvertíð í vetur, enda vegur hún þungt í rekstri ísfélagsins. Afkoman á þessu ári segir hann að ráðist mik- ið af loðnuveiðinni. Betri nýting ísfélag Vestmannaeyja framleiðir milli sjö og átta þúsund tonn af fryst- um afurðum á ári. Mikið af því er loðna og síld. Verðmæti frystra af- urða í fyrra var um 1,1 milljarður króna. „Það er svo merkilegt að nú framleiðum við meira í einu frysti- húsi en í báðum húsunum fyrir sam- eininguna," segir Sigurður. „Tækja- kostur var lítillega bættur, en nýting- in á húsinu er langtum betri.“ Nú heyrir til undantekninga að unnin sé yfirvinna, nema þá helst í síldar- og loðnufrystingu. Á þessu fiskveiðiári hefur ísfélag- ið veiðiheimildir sem svara til 9.000 tonna þorskígilda, um 5.000 tonn af því er loðna. ísfélagið hefur ekkert gert út á línu og því ekki nýtt sér línutvöföldun. Þorskkvóti fyrirtækis- ins er 920 tonn en þegar hann var stærstur 1987 máttu sömu skip út- gerðarinnar veiða 2.700 tonn af þorski. Um þriðjungur þess bolfisks sem unninn er hjá ísfélaginu er keyptur á fiskmarkaði, aðallega í Vestmannaeyjum. ísfélagið hefur undanfarið gert út sjö skip, þijú loðnuskip, Sigurð VE, Guðmund VE og Gígju VE. Heimaey VE stundar bæði loðnu og togveiðar og Bergey yE og Álsey VE stunda togveiðar. Ákveðið hefur verið að selja togskipið Suðurey VE og með því 150 tonna rækjukvóta, til að treysta fjárhagsstöðu félagsins. Búið er að fá samþykki fyrir úreldingu Suðureyjar. Nýlega var ákveðið að Vinnslu- stöðin hf. hyrfí úr SH og flyttist yfir í íslenskar sjávarafurðir. Hefur-það einhver áhrif á rekstur ÍV? „Nei, í sjálfu sér ekki,“ svarar Sigurður. „Við höfum verið með sameiginlegan umbúðalager og það hefur verið þægilegt að geta sameinast um af- skipanir." Samkeppni í sjávarútvegi Sigurður segir að vistaskipti Vinnslustöðvarinnar séu dæmi um harðnandi samkeppni í íslensku við- skiptalífí. Hingað til hafi samkeppnin í frystiiðnaðinum einkum verið á er- lendum mörkuðum í því að gera bet- ur þar fyrir hönd innlendra framleið- enda. Nú eru fleiri komnir til sögunn- ar og vettvangur samkeppninnar bæði innanlands og utan. „Ef maður fer 20_ ár aftur í tímann þá fluttu SH, SÍF og Sambandið út um 90% af fískafla landsmanna, að frátöldu mjöli og lýsi. Ég gæti trúað því að í dag væri þetta hlutfall komið niður fyrir 50%. Vægi þessara stóru aðila hefur minnkað. Menn eru miklu fijálsari nú en áður.“ Sigurður segir að SH fái mesta samkeppni á erlendum mörkuðum frá öðrum íslenskum seljendum. Honum finnst ekkert að því að marg- ir flytji út físk, en telur æskilegra að menn keppi frekar að því að ná betri árangri í verði og gæðum er- lendis heldur en að stunda undirboð. „Það er óumdeilt að þessi stærri sam- tök hafa haft meiri burði til að taka á gæðamálum. Þegar kemur út á markaðinn er allur fískurinn seldur sem íslenskur, það sem einn gerir slæmt kemur sér illa fyrir alla hina.“ Sigurður telur að opinbert gæða- eftirlit leysi ekki vandann. Þá reyni framleiðendur að uppfylla kröfur þess, en það sem skipti máli sé hvað neytandanum finnist um gæði vör- unnar. Vörumerki SH, Ieelandic, er að sögn Sigurðar þekktasta vöru- merki fiskafurða í Bandaríkjunum. „Sölumiðstöðin reynir að vera með sem mest gæði og að skilja sig þann- ig frá öðrum. Með því að halda uppi þessum gæðum og vörumerkinu er Sölumiðstöðin að fá hæsta verð sem greitt er fyrir frosinn fisk í Banda- ríkjunum.“ Landvinnsla sækir á Vestmanneyingar hafa farið sér hægar en margir í útgerð frystitog- ara. Nú eru gerð út frá Eyjum fjög- ur misstór veiðiskip með frystingu. „Miðað við umfang Vestmannaey- inga í sjávarútvegi ættu að vera hér átta skip, eða helmingi fleiri," segir Sigurður. Þegar skýringa er leitað á þessu nefnir Sigurður að stóru sjáv- arútvegsfyrirtækin hafí verið orðin ljárhagslega veik fyrir sameining- arnar og skort bolmagn til að kaupa frystitogara. Minni aðilar gátu tryggt kjör sín ágætlega með bátaút- gerð. Sigurður segir ísfélagið ekki í frystitogarahugleiðingum. „Frysti- togarar eru mjög dýrir, ef þéir eiga að vera góðir, og mikil áhættufjár- festing. Svo fínnst mér líka að la'nd- vinnslan sé að sækja á. Menn hafa þar möguleika á að vinna fískinn öðruvísi en hægt er úti á sjó.“ Undanfarið hefur gengið á báta- flota Eyjamanna. Eru Vestmanna- eyjar að missa sinn sess sem helsta verstöð landsins? „Nei, það held ég ekki,“ svarar Sigurður. „Þessi stærri fyrirtæki hafa verið að sameina afla- heimildirnar á færri skip. Flest skip- in sem hafa verið seld héðan hafa farið án mikilla veiðiheimilda." Sigurður segir að frá byijun kvóta- kerfisins 1984 og framundir 1990 hafí aflahlutdeild Eyjaflotans vaxið. Nú sé þessi þróun að ganga eitthvað til baka. Hann segir að ýsan sé mjög stór hluti bolfiskvóta Eyjamanna en það hafi gengið illa að ná ýsunni, þótt stofninn sé sagður í góðu ástandi. „Það hefur veiðst mikið af smáýsu og stórir árgangar eru að alast upp. Menn hafa reynt að friða þá til að fá stærri fisk inn í veið- ina,“ segir Sigurður. Nýlega var lok- að svæði þar sem eru uppeldisstöðv- ar ýsu við Vestmannaeyjar. Rann- sóknir hafa leitt í ljós að friðunin hefur borið góðan árangur. „Fiskur- inn er þarna og hingað til hefur fisk- ur ekki orðið sjálfdauður á íslands- miðum. Við náum honum einhvern tímann. íslendingar eru bara svo óþolinmóðir að þeir eiga erfítt með að bíða.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.