Morgunblaðið - 20.11.1994, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 20.11.1994, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20. NÓVEMBER 1994 29 ________MINMIWGAR______ MAGNEA GUÐRÚNMAGNÚS- DÓTTIR OG PÁLL PÁLSSON -4- Magnea Guð- • rún Magnús- dóttir fæddist i Þykkvabæ í Landbroti 21. nóvember 1900. Hún lést á Kirkju- bæjarklaustri á Síðu 17. septem- ber síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Prestbakka- kirkju 24. sept- ember. Páll Páls- son fæddist einn- ig í Þykkvabæ í Landbroti 4. júlí 1901. Hann lést á Kirkjubæjarklaustri 5. september 1991 og var útför hans gerð frá Prestbakka- kirkju 24. september. OKKUR systurnar langar til að minnast hjónanna frá Efri-Vík í nokkrum orðum, við vorum vanar að kalla þau afa og ömmu og sann- arlega verða þau það ætíð í minn- ingu okkar. Foreldrar okkar keyptu jörðina Efri-Vík af afa og ömmu árið 1968 og hófu þar búskap, fyrstu árin á loftinu í „Gamla bænum“ hjá ömmu og afa og seinna byggðu þau nýtt hús spölkorn frá. Margar okkar bestu bemskuminningar eru tengdar þessum elskulegu hjónum sem létu sér svo annt um okkur og sýndu okkkur aldrei annað en hlýhug og nærgætni. Við minn- umst með gleði allra heimsókna okkar systra í gamla bæinn (en amma var vön að kalla okkur „hei- malningana sína“) en þær hófust venjulega þannig að við kíktum inn um eldhúsgluggann hjá ömmu til að athuga hvað þau væru að gera og á þennan hátt var einnig auð- veldast að vekja á okkur athygli. Amma var venjulega ekki sein á sér að senda afa til dyra þar sem við vorum faðmaðar hressilega. Eftir sögu hjá afa heilsuðum við uppá ömmu, fengum kjass, brauð með sultu eða skafna rófu. Hún tók okkur iðulega í fangið og söng fyrir okkur gamlar vísur og á eftir fengum við að setjast á eldhúsgólf- ið við hlið hennar og mala kaffi- baunir sem var í miklu uppáhaldi hjá okkur. Á tyllidögum var mikill samgangur á milli fjölskyldnanna, ef þau buðu heim var gripið í spil og spilaður Lambert og á eftir bauð amma upp á „randalínu“ sem í minningunni er ógleymanleg terta í mörgum lögum og litum. Mörg aðfangadagskvöldin átt- um við því láni að fagna að fá að hafa þau afa og ömmu hjá okkur fjölskyldunni og gáfu þau hátíðinni alveg sérstakan blæ friðar sem atti kappi við eftirvæntingu okkar. í pökkunum frá þeim leyndust iðu- lega bækur og þá oft heimagerðar því að afi batt inn bækur og vissi vel hvar áhuginn hjá okkur stelpunum lá. Árið 1979 fluttu þau úr gamla bænum í íbúð á Klausturhólum og felldum við systur þá mörg tár, en oft lágu leiðir að Klaustri og það varð fljótlega mjög vinsælt hjá okkur að koma við hjá afa og ömmu eftir skóla. Þá stóð amma oft við eldhúsgluggann til að gá til mannaferða en afi sat í króknum sínum og batt inn bækur en það gerði hann meðan hann hafði heilsu til. Okkur er minnisstætt hvað þau ljómuðu alltaf þegar við komum í heimsókn og hvað faðm- lögin þeirra voru innileg. Ávallt gat amma galdrað fram eitthvert góðgæti þótt tímarnir væru aðrir, í stað þess að skafa ofan í okkur rófu lumaði hún nú á appelsíni og dósinni sinni sem hringlaði í og innihélt ýmislegt góðgæti. Þegar tækifæri gafst var gaman að taka lagið fyrir ömmu sem þurrkaði sér þá um augun með horninu á sjalinu sínu og hló um leið. Um þetta leyti voru afi og amma orðin mjög slæm til heilsunnar og • komið að öðrum að veita þeim umönnun. Árið 1991 fluttu afi og amma á Heiðarbæ, heimili aldraðra á Kirkjubæjarklaustri sem foreldr- ar okkar ráku og áttum við því kost á að taka þátt í umönnun þeirra, þar sem við vorum oft í vinnu þar á sumrin. Stuttu seinna dó afi og var mjög þungbært að kveðja hann en við hugsuðum sem svo að við hefðum þó alltaf ömmu. Nú er hún amma einnig farin og ekkert eftir af þessum hluta æsku okkar nema minningarnar. Við teljum okkur heppnar að hafa fengið að umgangast ykkur, við höfum fengið gott faramesti í lífið og reynum að nota það vel. Elsku afi og amma, við vitum að þið eruð saman á góðum stað, algóður Guð geymi ykkur. Eva Björk, Lilja Hrund og Karítas Heiðbrá Harðardætur frá Efri-Vík. HLUTAVELTA ÞESSIR krakkar héldu hlutaveltu nýlega og færðu þau Rauða krossi íslands ágóðann sem varð kr. 9.442 krónur. I aftari röð: Tinna, Guðrún Lilja, Vala og Þórdís og Hektor Már og Alexandra Helga fyrir framan. ÞESSAR níu ára gömlu stúlkur héldu hlutaveltu nýlega til styrkt- ar átakinu Börnin heim og varð ágóðinn 4.576 krónur. Þær heita Ingunn Valgerður Aðalsteinsdóttir og Ragnhildur Guðmundsdóttir. HRtNGDU NUNA - AÐEÍNS 4 DAGAR TIL STEFNU! Afmælishátíð MFA og Tóm- stundaskól- ans til heið- urs konum TIL heiðurs konum nefnist af- mælishátíð sem haldin verður í Borgarleikhúsinu mánudag- inn 21. nóvember kl. 20.30. Að hátíðinni standa Menning- ar- og fræðslusamband alþýðu og Tómstundaskólinn. Um þessar mundir eru 25 ár liðin frá stofnun MFA og Tómstundaskólinn hefur starf- að í 10 ár. Á síðasta starfsári tóku rúmlega sex þúsund manns þátt í fræðslustarfi á vegum þessara fræðslustofn- ana. Konur voru í miklum meirihluta eins og undanfarin ár. Af því tilefni er hátíðin til heiðurs konum. Fjölbreytt dagskrá verður á afmælishátíðinni. Tveir leik- hópar sem sýndu verk í Finn- landi í sumar á Nordisk Forum koma fram. Eru það leikhópur BSRB og leikhópur kvenna í ASÍ. Á hátíðinni gefst einstakt tækifæri til að sjá leiktúlkun kvennanna á jafnréttisbarátt- unni. Jóhanna Sveinsdóttir les úr nýrri ljóðabók sinni, Borgar- dætur syngja og Guðrún María Finnbogadóttir óperusöngkona syngur við undirleik Iwona Jagis. Guðrún María hlaut tón- listaiverðlaun Ríkisútvarpsins nýlega. Ingibjörg Sólrún Gísla- dóttir borgarstjóri verður kynn- ir og hátíðina setur Bergþóra Ingólfsdóttir fræðslufulltrúi MFA. Aðgangur er ókeypis. NÝJAR AÐFERÐIR, HUGMYNDIR, VINNUBRÖGÐ 0G TÆKNI TIL AÐ NÝTA BETUR VIÐSKIPTASAMBÖND, NÁ VIRKARI SAMSKIPTUM 0G AUKNUM ÁRANGRI Hversu mikils virði er þér að auka velgengni þína í samskiptum við aðra, spara tíma og ná skjótari árangri? Á þessari námstefnu munt þú kynnast þrautreyndum hugmyn- dum sem eiga hver um sig eftir að gera þig árangursríkari, áhrifameiri og skilvirkari í störfum þínum. Virkjun viðskiptasambanda snýst ekki aðeins um ávinning til skemm- ri tíma litið, heldur getur sá árangur sem við það næst verið forsenda aukins starfs- frama og hjálpað fyrirtækjum og einstaklingum til að skara framúr á sínu sviði. í dag, sunnudaginn 20. nóvember er tekið við skráningum frá kl. 12:00 -18:00. (91) 23344 Richard Endres, forstjóri ráðagjafafyrirtækisins The Washington Network og fyrrv. aðstoðarviðskipta- ráðherra Bandaríkjanna Stjórnunðrfélag íslands Almennt verð - kr. 19.900 * Félagsverð SFÍ - kr. 17.900 Innifalið er: Sérstök mappa með námsgögnum og ítarefni, tveir tölvudiskar með gögnum og forriti, léttur morgunverður, hádegisverðarhlaðborð og síðdegiskaffi. HQTEl LOFTLEiOUM. FIMMTUDAGiNN 24. N0VEMBER 1994 KL. 9-16 NAMSTEFNA MEÐ RICHARD ENDRES

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.