Morgunblaðið - 22.02.1995, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 22.02.1995, Blaðsíða 12
12 MIÐVIKUDAGUR 22. FEBRÚAR 1995 MORGUNBLAÐIÐ KJARASAMNINGAR Árni Benediktsson Aðrir verða að fylgja þessu „VIÐ VONUM að þeir sem eru ekki á okkar samningssviði taki tillit til þessa samnings og haldi sig við þá stefnu sem hann mark- ar. Það má segja að það sé krafa okkar i framhaldi af þessu að allir leggist á eitt um að ná fram verulegu skrefiíátttil kjarajöfn- unar,“ sagði Arni Bene- diktsson, stjórnarformaður Vinnumálasambands samvinnu- félaganna. „Þetta hefur verið reynt áður og því miður hefur viljað brenna við að þetta hefur ekki heppnast vegna þess að aðrir, sem hafa gert samninga síðar, hafa látið hækkanirnar ganga upp allan launaskalann. Við reyndum í upphafi að gera okkur grein fyrir því hvemig væri hægt að gera samning án þess að það raskaði þeim stöðug- leika sem verið hefur í efnahags- lífinu. Það var ljóst að verkalýðs- hreyfingin lagði áherslu á lgara- jöfnun og því skipulögðum við málin út frá þvi allan tímann. Laun hinna lægstlaunuðu hækka þvílangt umfram hinna.“ Ami sagði að launakostnaður fyrirtækjanna myndi hækka nokkuð mismikið í kjölfar þess- ara samninga. Launakostnaður fyrirtælga, sem í dag greiddu lægri laun, myndi hækka meira en hinna. „Það verður erfitt fyr- ir mörg fyrirtæki að taka á sig þennan aukna kostnað, en ef við fáum gott árferði gengur þetta.“ Guðmundur Gunnarsson Mikilvæg atriði í sérmálum „MIÐAÐ við aðstæður er þetta þolanlegt. Það er alveg klárt að við hefðum ekki náð meiru án verkfallsátaka,“ sagði Guðmund- ur Gunnarsson, formaður Raf- iðnaðars- ambandsins. Hann sagði að fyrir félags- menn Rafiðn- aðarsambands- ins skipti yfir- lýsing rikis- stjórnarinnar og atriði varð- andi sérmál meira máli en sjálf kauphækkunin sem í samningn- um fælist. „Við bundum miklar vonir við að ná fram hækkun á bamabót- um, en stjórnvöld féllust ekki á kröfur okkar í þeim efnum. Ég vil hins vegar ekki gera lítið úr hlut stjómvalda varðandi samn- ingana. Allt kostar þetta peninga og ekki var við því að búast að ríkið féllist á allar okkar kröfur. Ekki viljum við fá hærri skatta, a.m.k. ekki sá hópur sem ég er í forsvari fyrir. Við emm svokall- aður millitekjuhópur, sem er sá hópur sem borgar skattana. I sambandi við sérkröfur náð- um við inn þremur atriðum sem við emm búnir að berjast fyrir í mörg ár. Þetta er í sambandi við starfsmenntun. Við fáum tíma sem gerir okkur kleift að fara á námskeið á hveiju ári. I mörg ár höfum við barist fyrir því að gengið ýrði frá samning- um í sambandi við nema og það .náðist nú. Það hefur hingað til verið afgreitt með bókunum við samninga. Þriðja atriðið er varð- Morgunblaðið/Sverrir STUNGIÐ saman nefjum í hópi samningamanna í Stjómarráðs- húsinu í fyrrakvöld, er beðið var eftir framlagi ríkisstjórnar. andi taxtakerfi, sem við erum með gagnvart meistara, en Vinnuveitendasambandið hefur aldrei viðurkennt það formlega fyrr en núna. Þetta allt em mjög verðmæt atriði í okkar huga.“ Björn Snæbjörnsson Atkvæði greidd skriflega „í ÞESSUM samningum lögðum við af stað með það markmið að ná fram mestu fyrir þá lægst launuðu. Það sem er í samningn- um er í þá áttina, en tölurnar hefðu mátt vera hærri. Þetta er hins vegar skref í átt til launa- jöfnunar," sagði Björn Snæ- bjömsson, formaður Einingar á Akureyri. „Það sem kemur frá ríkis- stjóminni er fremur þunnt. Breytingin á lánskjaravísitölu og afnám tvísköttunar á lífeyrisið- gjöld erú jákvæðir punktar. Ég hefði hins vegar viljað sjá meira, sérstaklega gagnvart atvinnu- lausum. Þessi 16 vikna biðtími er orðinn stórt vandamál hjá mörgum. Það em alltaf fleiri og fleiri að detta inn á þetta tíma- bil og þurfa því að leita til félags- málastofnana. Mér fannst sárt að ná ekki fram breytingu á þessu atriði. Við lögðum einnig talsvert mikla áherslu á að barnabætur og barnabótaauki yrðu greidd vegna barna í skóla á aldrinum 16-19 ára. Það hefði komið landsbyggðarfólki mjög til góða, en þetta náði því miður ekki fram. Hins vegar er í yfirlýsingu ríkissljórnarinnar að finna já- kvæðan punkt umjöfnun á hús- hitunarkostnaði. Ég hefði viljað sjá sljórnvöld taka stærri skref til jöfnunar." Bjöm sagði að samningurinn yrði lagður fyrir félagsmenn Einingar með þeim hætti að hver og einn fengi atkvæðaseðil sendan heim til sin. Hann sagðist vonast eftir að þetta yrði til þessa að umræða um samninginn yrði meiri í Einingu og fleiri tækju þátt í atkvæðagreiðslunni. Þessi aðferð við atkvæðagreiðslu hef- ur ekki verið reynd áður á félags- svæði Einingar, en félagsmenn em um 16 þúsund. Guðmundur Þ. Jónsson Fáum 11-13% hækkun „ÉG ER ágætlega sáttur við samningana. Vissulega stefndum við hærra í upphafi eins og við gemm jafnan við upphaf samn- inga. Stór hluti okkar fólks er á mjög lágum töxtum og kaup þess hækkar á bil- inu 11-13%. í einstökum til- fellum er hækkunin allt upp undir 15%. Ég er því þokkalega ánægður með þetta,“ sagði Guðmundur Þ. Jónsson, formaður Iðju. „Það sem kemur frá rikis- stjórninni er minna en ég gerði mér vonir um. Það var mjög nauðsynlegt að fá inn leiðrétt- ingu fyrir þá atvinnulausu sem detta út af atvinnuleysisskrá eft- Forystumenn stjórnarandstöðunnar fagna samningum en gagnrýna aðgerðir stjórnarinnar Ekki gengið nógn langt í kjarajöfnun FLESTIR forystumenn stjómar- andstöðuflokkanna fagna kjara- samningum á almennum vinnu- markaði. Þeir gagnrýna þó ein- stök atriði í aðgerðum ríkisstjórn- arinnar og sumir telja að samn- ingamir og yfírlýsing ríkisstjórn- arinnar stuðli ekki nægilega að kjarajöfnun. Þá spyija þeir hvar eigi að afla tekna til að standa undir aðgerðum ríkisstjórnarinn- ar. Forystumennimir telja að stjómarandstaðan muni ekki standa í vegi fyrir afgreiðslu mála sem ríkisstjómin hefur lofað vegna kjarasamninganna, en ótt- ast að tíminn sé að verða naum- ur. Formaður Framsóknarflokks- ins leggur áherslu á að ríkisstjórn- in velji úr þau mál sem hún legg- ur mesta áherslu á að fá afgreidd á þeim tíma sem eftir er fram að Norðurlandaráðsþingi. Ekki nógu miklar jöfnunaraðgerðir „Ég vænti þess að það standist að launahækkanir muni fyrst og fremst ganga til þeirra sem hafa lægri launin,“ segir Halldór Ás- grímsson, formaður Framsóknar- flokksins. „Það mun að sjálfsögðu ráðast að nokkm leyti af fram- kvæmdinni." Halldóri fínnst ráðstafanir rík- isstjómarinnar ekki vera nógu miklar jöfnunaraðgerðir, þar sé eingöngu tekið tillit til þeirrar kröfu stéttarfélaganna að heimilt verði að draga framlag launþega í lífeyrissjóð frá tekjum við álagn- ingu skatta. „Þetta er ekki tekju- jafnandi aðgerð því hún kemur þeim mest til góða sem hæstar hafa tekjumar. Hins vegar er ekkert gert til að hækka barnabætur, persónuaf- slátt eða húsnæðisbætur sem er mun meira tekjujafnandi. Svo kemur lítið fram um það hvernig tekjum vegna þessa verði aflað og er aðeins gefin út einföld yfír- lýsing um að það þurfi að mæta því með öðram sköttum eða hugs- anlegum niðurskurði útgjalda.- Mér sýnist að ríkisstjómin gefi það í skyn að það þurfi að afla þessara tekna, án þess að segja með hvaða hætti það eigi að gera. Ég tel að ekki megi auka ríkis- sjóðshallann og það beri að eyða honum á næsta kjörtímabili. Ég tel að það verði aðeins gert með auknum hagvexti og að nota eigi það svigrúm til að lækka hallann en ekki til að auka útgjöldin þó það geti þurft að auka eitthvað útgjöld ríkissjóðs til að fá hjól atvinnulífsins til að snúast betur,“ segir Halldór Ásgrímsson. Næsti áfangi er í kjörklefanum Ólafur Ragnar Grímsson, for- maður Alþýðubandalagsins, segir að samningarnir feli í sér áfanga til að leiðrétta það misrétti sem hér hafi verið að þróast á undan- förnum áram. Mikilvægt sé að viðurkenna þá grandvallarreglu að láglaunafólk eigi að hafa for- gang þegar breytingar séu gerðar. „Hitt er veralegur galli að framlag ríkisstjórnarinnar er með þeim hætti að hún gefur fyrirheit um að rúmir fjórir milljarðar séu lagðir inn í þessa samninga í skattabreytingum og öðra en seg- ir ekkert til um það hvernig eigi að greiða þá upphæð eða hverjir eigi að gera það. Skilinn er eftir opinn víxill upp á rúma fjóra millj- arða og því á ekki að svara fyrr en eftir kosningar hveijir eigi að greiða hann,“ segir hann. „Það er höfuðatriði, ef þessir samningar eiga að nýtast lág- launafólki, að hér verði gerbreyt- ing frá þeirri hægrisinnuðu skattastefnu sem núverandi ríkis- stjórn hefur fylgt og ætlar sér greinilega að fylgja. Ég tel það ábyrgðarleysi af hálfu ríkisstjórn- arinnar að leggja fram yfirlýsingu um þessi útgjöld án þess að hafa hreinskilni til að segja hveijir eigi að borga þessa fjóra milljarða. Þess vegna verður næsti áfangi þessara kjarasamninga í kjörklef- anum þar sem þjóðin mun greiða atkvæði um það hveijum hún fel- ur umboðið til að útfylla þennan víxil,“ segir Ólafur Ragnar. Forsendur væntinga um efnahagsbata ótraustar „Það er augljóst að menn áætla að hér verði nokkur efnahags- bati,“ sagði Kristín Ástgeirsdóttir, þingkona Samtaka um kvenna- lista. „Vonandi gengur það eftir en ég verð þó að minna á að þær forsendur sem Þjóðhagsstofnun gaf sér fyrir efnahagsbatanum byggjast á nokkuð ótraustum granni, eins og veiðum í Smug- unni og álíka loðnuveiði og á síð- asta ári. Það er þó athyglisvert að í þessum samningum er lögð meiri áhersla á að hækka laun hinna lægst launuðu en annarra," segir Kristín. Hún segir að enn einu sinni sé ávísað á ríkissjóð sem alltaf verði að leggja sitt til. „Mér hefur fund- ist að í kjarasamningum á undan- förnum áram hafi vinnumarkað- urinn staðið undir tiltölulega litl- um hluta þess sem samið hefur verið um og sent ríkisstjórninni reikninginn.“ Kristín segist ekki sjá að á nokkurn hátt væri tekið á launam- un kynjanna þrátt fyrir að nýlega hafí verið staðfest að launamunur karla og kvenna hafi aukist og að hann sé meiri en í þeim löndum sem íslendingar beri sig helst saman við. Ekki nægjanleg kjarajöfnun Jóhanna Sigurðardóttir, for- maður Þjóðvaka, segir að sér finn- ist ekki vera nægjanleg kjarajöfn- un til láglaunafólks og fólks með meðaltekjur, hvort heldur litið sé á samninga milli aðila vinnumark- aðarins eða ráðstafanir ríkis- stjórnarinnar. „í þessari þröngu stöðu hefði átt að skila til láglaunahópanna þeim tíu milljörðum sem til skipt- anna eru en ekki láta launahækk- anirnar ganga upp allan launa- stigann, jafnvel til fólks með 500 þúsund til milljón á mánuði. Það er einnig galli að ekki skuli hafi verið gert samkomulag milli ríkisvaldsins og aðila vinnumark- aðarins um að upplýsa allt launa- kerfið og fella allar launagreiðslur og önnur kjör inn í kjarasamninga og launataxta þannig að hægt væri að stiga skref til að uppræta það tvöfalda launakerfi sem er að breikka bilið milli stétta og tekjuhópa í þjóðfélaginu og hefur einnig stuðlað að þeim mikla launamismun sem er á milli kynj- anna. Þrátt fyrir nýfengnar upp- lýsingar um mikinn launamun milli kynjanna er ekkert skref stigið til þess að jafna hann.“ Jóhanna segir að með aðgerð- um sínum sé ríkisstjórnin að ávísa fram í tímann, ávísa því til nýrrar ríkissjómar að fjármagna gjöfína. „Mér finnst athyglisvert að ekkert er minnst á fjármagnstekjuskatt þannig að þeir sem hafa breiðust bökin í þjóðfélaginu virðast áfram eiga að sleppa."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.