Morgunblaðið - 22.02.1995, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 22.02.1995, Blaðsíða 18
18 MIÐVIKUDAGUR 22. FEBRÚAR 1995 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Ulfhundurinn og indjánarnir KVIKMYNDIR Sagabíó ÚLFHUNDURINN 2 „WHITE FANG 2“ Vi Leikstjóri: Ken Olin. Aðalhlutverk: Scott Bairstow, Charmaine Craig, Alfred Molina, Geoffrey Lewis. Walt Disney. 1994. FRAMHALDSMYNDIN úlfhund- urinn 2 um ævintýri úlfhundsins, sem Jack London skrifaði um á sín- um tíma, er gersamlega viðburða- snautt og óspennandi ævintýri en mest væmin og leiðinleg ástarsaga á milli nýs eiganda hundsins og indj- ánastelpu í nágrenninu. Það er hending ef eitthvað gerist í mynd- inni sem vekur hinn minnsta áhuga. Úlfhundurinn 2 hefur allar réttu meiningamar í málefnum eins og umhverfísvemd og sambýli ólíkra kynþátta en hún gerist á indjána- slóðum. Sagan er hins vegar fárán- leg og handritið gerir svo lítið úr indjánunum að það nálgast grófa kynþáttafordóma, sem er vont fyrir mynd sem annars stærir sig mjög af réttum siðaboðskap. Indjánunum er lýst sem gersamlega dáðlausum mönnum er sitja og bíða eftir því að hvíti úlfhundaeigandinn, hann er vart kominn af bamsaldri, leiði þá út úr ógöngunum, þ.e. fari til flalla og finni hreindýrahjörðina þeirra. Af hveiju þeir gera það ekki sjálfír í stað þess að liggja og láta sig dreyma er alltaf hulin ráðgáta nema hvíti strákurinn sé svona miklu klárari en aumingja indján- amir. Ken Olin heitir leikstjóri myndar- innar (gott ef hann er ekki leikarinn úr sjónvarpsþáttunum „Thirtie- something) og stýrir hann henni af fullkomnu dáðleysi. Undir stjóm hans verður væmin og langdregin ástarsaga drengsins og indjána- stúlku í þorpinu sérlega lýjandi og þegar við bætist vont handrit er ekki nema von að útkoman verði helber leiðindi. Leikurinn mundi henta vel í sjónvarpsþætti nema Alfred Molina er svolítið ógnandi í óþokkahlutverkinu og Geoffrey Lewis gerir gott úr örsmáu hlut- verki. Arnaldur Indriðason Gróa gasprar á Ekkjutindi KVIKMYNDIR Háskólabíó EKKJUHÆÐ „WIDOW’S PEAK“ ★ ★ Vj Leiksijóri: John Irvin. Aðalhlutverk: Mia Farrow, Joan Plowright, Natasha Richardson. The Rank Organisation. 1994. SÖGUSVIÐ bresku gamanmynd- arinnar Ekkjuhæð eða „Widow’s Peak“ er Kilshannon, írskur sveita- bær, á þriðja áratugnum. Honum virðist stjómað af hópi síslúðrandi kerlinga, undir forystu Joan Plow- right, sem allar klæðast svörtu, því þær em ekkjur. Þegar ung og glæsi- leg ensk kona (Natasha Richardson) flytur í þorpið og verður óvinur helstu piparmeyjar staðarins (Mia Farrow) fara gróusögumar á flug og brátt heyrast raddir um yfírvof- andi morð og meiðingar. Þrjár góðar leikkonur fara með aðalhlutverkin í þessari skoplegu úttekt á smábæjarslúðri og hvemig má hafa gagn af því ef rétt er hald- ið á spilum og þær halda myndinni mikið til uppi af eigin rammleik. Plowright er í essinu sínu sem yfír- snobb staðarins er lætur sig varða um allt og ekkert og notar stóran sjónauka til að ekkert í bæjarlífinu fari framhjá henni. Mia Farrow er skemmtilega viðskotaill í.hlutverki konu sem veit lengra nefí sínu en virðist líka haldin ofsóknarbrjálæði. Richardson dregur upp fína mynd af tálkvendi sem allir vita frá upp- hafí að er ekki nákvæmlega sú sem hún segist vera. ★ Hér er sárasaklaust grín á ferð- inni sem treystir á svarta kómed- íuna, skondna persónusköpun og skoplegt andrúmsloft smábæjamm- hverfisins með ívafi dæmigerðrar Agöthu Christie-sakamálasögu. Margt spaugilegt kemur uppúr dúmum en sagan er alltof lengi að fara í gang og virkar heldur gegnsæ þegar á líður. Fjöldi skemmtilegra aukaleikara koma við sögu og fylla út í smábæjarlífíð og leikstjórinn John Irvin, sem áður gerði þá ger- ólíku mynd „Hamburger Hill“, gefur stjömunum sínum það rými sem þær þurfa. En myndin virkar alltaf betur sem svört karakterkómedía en saka- málasaga, sem bæði er langsótt og ekki ýkja spennandi þegar til kemur. Arnaldur Indriðason Morgunblaðið/Guðmundur Vignir Karlsson HLUTI leikhóps ML við æfingu á söngleiknum Fiðlaranum á þakinu. Fiðlarinn á Laugarvatm Laugarvatni. Morgunblaðið. LEIKHÓPUR Menntaskólans á Laugarvatni frumsýnir á næst- unni söngleikinn Fiðlarann á þakinu. Leikverkið tekur þrjár klukkustundir í flutningi og er stjórnað af Ingunni Jensdóttur 9jg h(jómsveitarstjóri er Hilmar Orn Agnarsson. Sextíu nemend- ur ML koma að verkinu á einn eða annan hátt. Undanfarnar vikur hefur hópurinn stundað æfingar af kappi. Söngleikurinn um fiðlar- ann á þakinu er byggður á sög- unum um Yevye mjólkursala sem Sholom Rabonovítsj skrif- aði í jiddísk blöð undir nafninu Sholom Aleikhem fyrir u.þ.b. hundrað árum. Fiðlarinn hefur verið settur upp um allan heim og hvarvetna notið mikilla vin- sælda. Sögusviðið er lítið gyðinga- þorp í Austur-Evrópu um 1900, Anetevka. í nánd eru tímar breytinga og umbyltii.ga sem þorpsbúar verða að mæta. Sýn- ingar á verkinu verða sem hér segir, frumsýning í ML 24. feb. kl. 21.00, Félagsheimilinu á Flúðum 25. feb. kl. 15.00 og 21.00, í Gunnarshólma 26. feb. kl. 15.00 og 21.00, Félagsh. Kópavogs 27. feb. kl. 21.00, Grunnskólanum Þorlákshöfn 1. mars kl. 21.00. Hátíðartónleikar Tónskáldafélagsins í Háskólabíói Kona í fyrsta sinn á stjórnenda- palli Sinfóníuhljómsveitarinnar LOKATÓNLEIKAR Myrkra mús- íkdaga á fímmtudagskvöld marka tímamót í sögu Sinfóníuhljóm- sveitarinnar því þá mun í fyrsta sinn standa kona á stjómendapalli hljómsveitarinnar. Kona sú er ríð- ur á vaðið er bresk og heitir Anne Manson. Anne Manson stundaði tónlist- amám í Bretlandi og síðar í Bandaríkjunum þar sem hún lauk prófí frá Harvard-háskólanum. Hún hefur unnið mikið við óperu- uppsetningar og m.a. hefur hún verið aðstoðarmaður Claudio Abbado við ýmsar uppfærslur á Salzburg og Vínarborg. Hún er nú tónlistarstjóri Mecklenburgh- ópemnnar í London. I tónlistar- heiminum hefur Anne Manson vakið sérstaka athygli fyrir túlkun sína á nútímatónlist. Einleikarar á tón- leikunum em Rascher saxafón-kvartettinn sem stofnaður var af Sigurd Rascher árið 1969. Enn leika með kvartettinum tveir af stofnendum hans. Lít- ið var um tónlist fyrir saxófónkvartett þeg- ar Rascher-kvartett- inn var stofnaður en í dag era til 200 tón- verk sem sérstaklega em tileinkuð honum. Á efnisskrá tónleikanna eru verk fjögurra íslenskra tónskálda, þar af tvö sérstaklega samin fyrir þessa hátíðartónleika Tónskáldafélagsins. Langnætti eftir Jón Nordal var samið í til- efni 25 ára afmælis Sinfóníuhljómsveitar íslands árið 1957. Coniunctio eftir Snor- ra Sigfús Birgisson og Ljáðu mér vængi eftir Atla Heimi Sveinsson sem samin er í tilefni af 50 ára afmæli Tón- skáldafélags íslands. Verkin eru styrkt af Tónskáldasjóði Ríkis- útvarpsins. Ljáðu mér vængi er tileinkað Rascherkvartettinum. Tónleikun- um lýkur á forleiknum Geysi eftir Jón Leifs. Anne Manson Sric Sricson og kammerkór hans Tónleikar í Langholtskirkju sunnudaginn 26. febrúar 1995 kl. 17:00 Hlýðið á margverðlaunaðan kammerkór og stjórnanda hans flytja úrval norrænna kórverka. rcrir Miðapantanir i síma 693587. Miðasala í Langholtskirkju samdægurs frá kl. 16:00 Morgunblaðið/Atli Vigfússon FRÁ sýningu Framhaldsskólans á Laugnm á söngleiknum Hárinu. Framhaldsskólinn á Laugum sýnir Hárið Laxamýri. Morgunblaðið. LEIKHÓPUR Framhaldsskólans á Laugum sýnir um þessar mundir söngleikinn Hárið sem byggir á kvik- mynd sem gerð var árið 1979 og er sú fmmmynd verksins sem nemend- ur hafa sett upp. Lögin sem eru sung- in em þau sömu þó svo textar hafi verið skomir niður. Leikstjóri er Einar S.H. Þorbergs- son frá Húsavík en æfíngar hafa staðið yfir síðan í október. Tónlistar- stjóri er Björn Þórarinsson en hljóm- sveit nemenda við skólann sér um undirleik. Framsetning verksins hefur vakið athygli og var þessum ungu leikend- um klappað mikið lof í lófa á þeim sýningum sem búnar em. Sýningum fyrir almenning verður haldið áfram eftir þvf sem aðsókri leyfír.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.