Morgunblaðið - 05.04.1995, Side 20

Morgunblaðið - 05.04.1995, Side 20
20 MIÐVIKUDAGUR 5. APRÍL 1995 MORGUNBLAÐIÐ Úkraínuforseti vill markaðsvæðingu Þingið lýsir van- trausti á stjórnina Kíev, Moskvu. Reuter, The Daily Telegraph. LEONÍD Kútsjma, forseti Úkraínu, flutti stefnuræðu á þingi í gær og hvatti landa sína til að styðja við bakið á markaðsumbótum þeim sem hann hefur staðið fyrir. Hann hét því jafnframt að leggja áherslu á félagslega aðstoð við þá sem eiga erfiðast uppdráttar vegna umskipt- anna frá sovétskipulaginu. Nokkr- um mínútum áður en ræðan var flutt samþykkti þingið vantraust á ríkis- stjórn landsins sem reynt hefur að framfylgja stefnu Kútsjma. Þrátt fyrir þetta áfall bar Kútsjma sig vel og hrósaði fráfar- andi ráðherrum, sagðist fljótlega myndu skipa nýja menn í embættin. Forsetinn sagði að beina þyrfti félagslegri aðstoð til þeirra sem væru verst staddir en draga úr slík- um útgjöldum þar sem það væri hægt. Fyrstu merkin sæjust nú um um að verstu efnahagsþrengingun- um færi að ljúka. Framleiðsla hefði aukist síðasta ársfjórðunginn 1994, dregið hefði úr óðaverðbólgunni, viðskipti hefðu aukist og erlendar fjárfestingar væru hafnar. Kútsjma viðurkenndi þó að meiri- hluti Úkraínumanna, sem eru um 52 milljónir, hefði enn ekki notið góðs af umbótaviðleitni stjórnvalda en hvatti þingið til að samþykkja fjárlögin svo að hægt yrði að fá lán hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum. Ástandið á Krím Kútsjma, sem er af rússneskum ættum, hét því að efla tengslin við Vesturlönd og auka samstarfíð við Rússland sem yrðu svo mikilvæg í » framtíðinni. Hann sagði einnig í } ræðu sinni að mikilvægt væri að | treysta innanlandsfriðinn, kveða þyrfti niður óskir Rússa á Krím um sjálfsstjórn og jafnvel aðskilnað. Á Krímskaga búa um 2,7 milljón- ir manna, hann hefur tilheyrt Úkra- ínu í nær 40 ár en var áður rúss- neskur í nokkrar aldir. Kútsjma gaf út tilskipun um helgina þar sem lýst var yfir afnámi forræðis Krím- . skaga í eigin málum. Rússar eru í meirihluta á skaganum og er talið I að ákvörðunin geti enn aukið þjóð- \ ernisdeilur í landinu en Rússar eru um fimmtungur íbúa Úkraínu. Með tilskipuninni fær Kútsjma vald til að tilnefna mann í embætti forsætisráðherra skagans og aðrir embættismenn verða að hljóta sam- þykki hans. Talið er að tengdason- ur Kútsjma, Anatolíj Frantsjúk, verði á ný forsætisráðherra Krím- | skaga en hann var rekinn úr starfi í liðinni viku. Stjórn Úkraínu afnam * fyrir nokkru embætti forseta Krím j en það hefur skipað Júrí Meshkov, sem er af rússnesku bergi brotinn. Rússar á Krím vilja þjóðarat- kvæði um framtíð skagans og hafa hvatt stjómvöld í Moskvu til að veita sér aðstoð. Nýlega lýsti einn af ráð- herrum Borís Jeltsíns Rússlandsfor- seta því yfir að málefni Krím væru „úkraínskt innanlandsmál.“ Ákafir , þjóðernissinnar á rússneska þinginu styðja hins vegar kröfur Krím- • Rússa. ERLENT Yestrænir lífs- hættir dauðasök Bonn. Reuter. ÞRÍTUGUR Tyrki skaut til bana tvær systur sínar í Bonn í Þýska- landi í gær og reyndi síðan að stytta sjálfum sér aldur. Óhæfu- verkið framdi hann vegna hneyksl- unar á vestrænum lífsháttum stúlknanna. Systumar, sem voru um tvítugt, létust samstundis en bróðir þeirra skaut þær þegar komu í heimsókn til foreldra þeirra. Beindi hann síð- an byssunni að sjálfum sér og lá á milli heims og helju þegar síðast fréttist. Ættingjar systkinanna segja, að manninum hafi þótt heiður sinn í veði vegna þess hve þær systur voru orðnar vestrænar í háttum en þær ásamt 18 ára gömlum bróð- ur sínum voru famar að heiman. Reuter De Cuellar í framboði FORSETA- og þingkosningar verða í Perú á sunnudag, þrem árum eftir að Alberto Fujimori forseti leysti þingið upp á þeirri forsendu að hann þyrfti aukin völd til að binda enda á stríðið gegn skæruliðum og knýja fram efna- hagsumbætur. Samkvæmt skoð- anakönnunum hefur Fujimori mik- ið forskot á Javier Perez de Cuell- ar, fyrrverandi framkvæmdastj óra Sameinuðu þjóðanna, en ólíklegt er talið að flokkur hans nái meiri- hluta á þinginu. Myndin er af Perez de Cuellar á kosningafundi ásamt konu sinni, Marcela Temple. FRAMSÓKN Á REYKJANESt '95 FRAMSÓKN Á REYKJANESI '95

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.