Morgunblaðið - 06.04.1995, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 06.04.1995, Qupperneq 10
10 FIMMTUDAGUR 6. APRÍL 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Blindir fá aðgang að menntanetinu Morgunblaðið/Sverrir Yfirlæknir á sjúkrahúsinu á ísafirði Rekstrarframlög hafa ekki aukist UNDIRRITAÐUR hefur verið samningur um að félagsmenn Blindrafélagsinsfái sama að- gang að Islenska menntanetinu og nemendur í skóla. Samningur- inn er til eins ars og er aðgangur- inn ókeypis. Áður höfðu þessir aðilar unnið saman að tilrauna- verkefni um nýtingu mennta- netsins í þágu blindra. Geta þeir nú með aðstoð tölvutækni og tal- gervils lesið þær upplýsingar sem eru á íslenska menntanetinu og Internet. ÞORSTEINN Jóhannesson, yfír- læknir á sjúkrahúsinu á ísafírði, segir að það sé ekki rétt að framlög til sjúkrahússins hafí aukist á undan- förnum árum á sama tíma og þau hafí minnkað til annarra sjúkrahúsa á landsbyggðinni, eins og Sighvatur Björgvinsson, heilbrigðisráðherra, hélt fram á stjórnmálafundi. Þorsteinn sagði að árin 1993 og 1994 hefði verið um flatan niður- skurð á rekstragjöldum til sjúkra- hússins að ræða á bilinu 5-7 milljón- ir kr. Nú í ár væru rekstrargjöld til aukin um 22 milljónir vegna opnun- ar og rekstrar nýrrar sjúkradeildar með 25 sjúkrarúmum. Nýja deildin væri öldrunar- og endurhæfingar- deild. „Þannig að það er alveg sýnt að þessi 22 milljóna króna aukning á rekstrarframlagi kemur engan veginn til með að hjálpa okkur með það liðlega 15 milljóna kr. tap sem við áttum við að eiga árið 1994,“ sagði Þorsteinn. Sértekjur miklar Aðspurður sagði hann að sjúkra- húsið á ísafirði hefði ekki farið bet- ur út úr rekstrarframlögum til sjúkrahúsa en önnur. Auk þess væri gert ráð fyrir að það aflaði 14,6% rekstrarútgjalda með sértekjum og væri þetta ' næsthæsta hlutfall sjúkrahúsa á landsbyggðinni að því er hann best vissi. Guðjón Magnússon, skrifstofu- stjóri í heilbrigðisráðuneytinu, sagði að framlög til sjúkrahússins hefðu aukist í ár vegna opnunar á nýrri deild á sjúkrahúsinu í ár. Andlát KRISTINN VILHJÁLMSSON KRISTINN Vilhjálms- son, framkvæmdastjóri, lést að morgni 4. apríl, 83ja ára að aldri. Kristinn var fæddur 13. mars 1912. Hann lauk námi í blikksmíði og starfaði í áratugi hjá Hitaveitu Reykjavíkur. Hann var fyrsti fram- kvæmdastjóri Templ- arahallar Reykjavíkur og gegndi því starfí fram undir sjötugt. Síð- ustu árin var hann fram- kvæmdastjóri Vina- bæjar. Kristinn Viihjálms- son var fyrsti formaður félags blikksmiða og heiðursfélagi þeirra samtaka. Hann var í forystusveit Góðtempl- arareglunnar í 50 ár og gegndi þar ýmsum trúnaðarstörfum. Eiginkona Kristins var Guðný Torfadóttir. Hún lést 1993. Þau láta eftir sig tvö uppkomin börn, Önnu Sigríði, sem búsett er í Noregi og á fjögur böm, og Jón, tré- smið í Reykjavík. Námsstefna um Neyðarmóttöku Löglærður tals- maður fyrir fórn- arlömb nauðgana NÁMSSTEFNA um Neyðarmóttöku vegna nauðgunar og meðferð nauðgunarmála í dómskerfínu var hald- in í gær. Þrettán erindi voru haldin til þess að fjalla um þessi mál á sem breiðustum grundvelli. Aðalfyrirlesarinn var Ingunn Fossgard, saksóknari frá Noregi. Hún var upphafiega félagsráðgjafi en lagði síðan fyrir sig laga- nám og hefur aðallega unnið sem dómarafull- trúi og hjá lögreglu og ákæruvaldi. Réttarstaða brotaþola í nauðgunar- málum er um margt betri í Noregi en hér á landi, þótt réttarkerfið sé svipað. Þar er meðal annars sér- stakur löglærður talsmaður sem styður þann einstakling, sem nauðgað hefur verið, meðan á með- ferð máls hans stendur, en rætt hefur verið um nauðsyn þess að koma slíku á hér á landi. í máli Ingunnar Fossgard kom ennfremur fram að hinn löglærði talsmaður útskýrði vandlega fyrir brotaþola hvað það þýddi að kæra nauðgun og styddi hann síðan í gegnum öll stig málsins. Hinn lög- lærði talsmaður fylgist síðan vand- lega með hvað málinu líður og út- býr kröfu um miskabætur. Með slíkan talsmann sér við hlið veit sá sem nauðgað hefur verið hvað bíður hans í réttarhöldum og í dómssal og hvar málið er statt hverju sinni. Ingunn sagði að í réttarhöldum sem þessum í Noregi væri bannað að spyrja einstakling sem hefur verið nauðgað um fyrri lifnaðarhætti hans hvað snertir ástalíf, nema að það snerti beinlín- is sjálft nauðgunarmálið. Hún sagði einnig að þegar árásarmaður væri laus eftir fangavist væri hon- um með lögum bannað að áreita á nokkurn hátt þann sem hann hafði fyrr nauðgað að viðlagðri sex mán- aða fangavist ef út af væri brugðið. Yfirvöld innheimta miskabætur Fram kom að míska- bætur í Noregi eru að meðaltali um 50 þús- und norskar krónur og það er í höndum yfir- valda að innheimta þær hjá árásarmanni. Sá sem miskabæturnar eru dæmdar fær þær afhentar af yfírvöldum er málinu er lokið. Ing- unn Fossgard sagði einnig að fyrir tíu árum hefðu flest af málum sem þessum verið lögð til hliðar, en á því hefur nú orðið mikil breyting. Árið 1974 var það fyrst viðurkennt í Noregi að um nauðgun gæti verið að ræða í hjóna- bandi. Norsk refsilöggjöf um þessi mál er að stofni til síðan 1902 en er nú í endurskoðun. Árið 1992 voru bornar fram 395 ákærur í Noregi vegna nauðgana, langflestar frá uppvöxnum konum. Rafmagnsveita Reykjavíkur 26 milljón- ir fyrir afl- spenna BORGARRÁÐ hefur samþykkt að kaupa aflspenna samkvæmt verðkönnun frá EFACEC, umboð Jóhanna Tryggvadóttir, fyrir rúmar 26 milljónir króna. í bréfi Rafmagnsveitu Reykja- víkur til Innkaupastofnunar kemur fram að fimm framleið- endum hafi verið gefinn kostur á að senda inn tilboð og bárust svör frá þremur þeirra. Farið var yfir tilboðin og í samræmi við niðurstöður er lagt til að taka tilboð EFACEC í Portúgal. T1 Ingunn Fossgard Friðrik Sophusson fjármálaráðherra um jaðaráhrif í tekjuskattskerfinu Háir jaðarskattar af- sprengi félagshyggju FRIÐRIK Sophusson fjármálaráð- herra segir að tekjutengingar og háir jaðarskattar séu afsprengi fé- lagshyggjunnar og það hafi verið kominn tími til að Alþýðusamband íslands vekti athygli á þessari fé: lagshyggjugildru í skattkerfinu. I Morgunblaðinu í gær kemur fram að samkvæmt útreikningi ASÍ, sem birtist í Vinnunni, geti jaðarskattar fjöguj-ra manna fjölskyldu sem býr í leiguhúsnæði numið allt að 95% á ákveðnu tekjubili. Hann sagði að það sem dygði best til að koma í veg fyrir of mikil jaðaráhrif skatt- kerfisins væri að halda skatthlut- föllunum lágum, en hafa skattstofn- ana sem breiðasta með sem fæsturh undanþágum. „Ég vek athygli á því að Sjálf- stæðisflokkurinn er í raun eini flokk- urinn sem berst gegn þessari tekju- tengingu," sagði Friðrik í samtali við Morgunblaðið. Hann sagði að það væri tvennt sem réði mestu um það að jaðarskattar gætu orðið mjög háir hér á landi. Annars vegar væri það sambland tiltölulega hás tekju- skattshlutfalls og álagning hátekju- skatts. Það væri beinasta tekjuteng- ingin, því þar með væri skatthlutfall- ið orðið nær 47%. Hins vegar væri víða mikil áhrif af tekjutengingu í skatta- og bótakerfínu, eins og hvað varðaði bamabótaauka, vaxtabætur og húsaleigubætur. Skatta- og bótakerfi komið út á ystu nöf „Það er þetta sem veldur því að barnafjölskyldur með tekjur undir meðallagi geta lent í þeirri stöðu að það situr mjög lítið eftir af síð- ustu krónunum sem fara í launaum- slagið. Afgangurinn fer þá annað- hvort í skatta eða tekjurnar standa nánast í stað vegna þess að barna- bótaauki, húsaleigubætur og vaxta- bætur hverfa. Þessi einkenni sýna að þetta skatta- og bótakerfi er komið út á ystu nöf,“ sagði Friðrik. Hann sagði að í tíð núverandi ríkisstjórnar væri það einkum tvennt sem hefði haft áhrif á jaðar- skatta fjölskyldunnar. Annars veg- ar væri það álagning 5% hátekju- skatts og hins vegar, og það skipti lágtekjufólkið og þá sem byggju í leiguhúsnæði miklu meim, væri það húsaleigubótakerfi sem tekið hefði verið upp að tillögu fyrrverandi fé- lagsmálaráðherra Jóhönnu Sigurð- ardóttur. Ástæðan væri sú að húsa- leigubæturnar væru tekjutengdar með þeim hætti að þær jafngiltu hækkun jaðarskatts upp á að lág- marki 10% og allt upp í 24% fyrir tekjulægstu fjölskyldurnar til dæm- is þær sem væru rétt undir skatt- leysismörkunum. Þetta hefði verið ein af ástæðunum fyrir því að Sjálf- stæðisflokkurinn hefði barist mjög lengi gegn því að húsaleigubætum- ar yrðu teknar upp með þeim hætti sem gert hefði verið. Friðrik sagði að Sjálfstæðisflokk- urinn væri þeirrar skoðunar að tekjutenging í skatta- og bótakerf- inu væri gengin út í öfgar. Hins vegar virtist svo sem tekjutenging í alls kyns myndum væm ær og kýr félagshyggjufiokkanna. Þetta kæmi fram í stefnuskrám þeirra. Þannig vildi flokkur Jóhönnu Sig- urðardóttur, Þjóðvaki, bæta enn við þá tekjutengingu sem fyrir væri með því að tekjutengja persónuaf- sláttinn. Þessi hugmynd myndi koma verst við lágtekjufjölskyldur sem gætu staðið andspænis 90-100% jaðarskatti. Þar að auki vildi Jóhanna viðhalda og heldur hækka hátekjuskattinn. Sama gilti um Framsóknarflokkinn að hann vildi auka tekjutenginguna og gera millifærslu á persónuafslætti háða tekjum, auk þess sem hann vildi hátekjuskatt. Þá væru í stefnuyfir- lýsingum þessara flokka engar breytingar boðaðar til að draga úr tekjutengingu nema það væri sett fram með óskilgreindum hætti. Það væri auðvitað eintóm sýndar- mennska, því ekki væri hægt að minnka tekjutengingu nema með því að afnema hana á einhverjum sviðum eða lækka skatthlutföll. Félagshyggjuflokkarnir ætluðu þannig að stórauka tekjutengingu í stað þess að draga úr henni sem vissulega væri full þörf á. Félagshyggjugildrur í skattkerfinu „í upphaflegum hugmyndum um tekjutengingu húsaleigubóta var gert ráð fyrir hvorki meira né minna en 72% jaðarskatti. Tillögur Jó- hönnu í ríkisstjórn gerðu hins vegar ráð fyrir 36% jaðarskatti, en það var fyrst og fremst fyrir tilstuðlan Sjálfstæðisflokksins að það tókst að lækka jaðaráhrifin verulega, þó þau séu enn mjög mikil eða fast að 24%,“ sagði Friðrik. Hann sagði að ef upphaflegar tillögur um húsaleigubætur hefðu orðið að veruleika hefði það getað þýtt að fólk tapaði beinlínis á því að vinna, þ.e. á hverri aukakrónu sern það ynni sér inn tapaði það meira en sem næmi tekjunum í tekjutengdum bótum. „Ég tel mjög eðlilegt að ASÍ veki athygli fólks á þessum stað- reyndum og einkum og sér í lagi hvernig tekjutengd góðverk félags- byggjuflokkanna geta breyst í svona félagshyggjugildrur í skatt- kerfinu," sagði Friðrik að lokum.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.