Morgunblaðið - 06.04.1995, Page 31

Morgunblaðið - 06.04.1995, Page 31
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. APRÍL 1995 31 LISTIR Fjarlægð draumsins MYNPUST Gallcrí Sólon í s 1 a n d u s MÁLVERK JÓNAS VIÐAR SVEINSSON Opið alla daga til 10. april á opnunar- tíma Kaffi Sólon íslandus. Aðgangur ókeypis MISMUNANDI bakgrunnur listafólks gefur oft tilefni til umhugs- unar um gildi listmenntunar fyrir þá þróun sem á sér stað í myndlistinni. Ef hver kynslóð ætti að baki svipaða menntun frá sömu slóðum, er líklegt að myndlistin yrði æði einsleit og fátt um endurnýjun, því hvaðan ætti hún að berast við slíkar aðstæður? Þannig er listinni nauðsynlegt, að listamenn hafi sem fjöíbreyttasta reynslu að baki, hvort sem list þeirra er sjálfsprottin eða byggir á námi hér á landi eða á ólíkum stöðum erlendis. Þessi hugleiðing tengist þeirri stað- reynd að Jónas Viðar Sveinsson kem- ur inn í íslenska myndlist eftir örlítið óvenjulegum leiðum. Hann nam við Myndlistaskólann á Akureyri, en eft- ir að hafa unnið að listinni um tíma og haldið nokkrar sýningar norðan heiða hélt hann 1990 til frekara list- náms í Carrara á Ítalíu, sögufrægri smáborg miðja vegu milli Genúa og Flórens. Þaðan sneri hann aftur á síðasta ári, en myndirnar sem hann sýnir hér byggja að líkindum mikið á dvölinni við Genúaflóann, þó þær séu unnar á síðustu mánuðum. Jónas Viðar sýnir hér ellefu mál- verk unnin með blandaðri tækni. Þetta- eru fremur stórar myndir, sem eru í raun tvöfaldar í eðli sínu; stórir fletimir era líkt og djúp umgjörð minninganna og fjarlægðarinnar sem hverfast um smærri ímyndir, sem í sínum gylltu römmum mynda eins konar inntak eða kjama verkanna. I flestum málverkunum byggir listamaðurinn á vandlega afmörkuð- um, djúpum forgrunni, sem rís við sjónbaug upp í fjarlæg, móðukennd fjöll, sem stundum virðast kunnugleg í móðunni. Þessi dimma' umgjörð minnir um sumt á þá nálgun við land- ið, sem Georg Guðni hefur markað sér, eða þá minningarblæ verka Hú- berts Nóa, einkum hvað litina varð- ar. Þannig hafa fleiri yngri listamenn flett saman svipuðum þáttum, en það sem hér ræður mestu er persónulegt framlag Jónasar Viðars. Samanburðurinn nær ekki til inn- taksins, því eins og fyrr segir eru hinar innri myndir hér mikilvægari, þó umgjörðin sé alls ekki hlutlaus. Hið innra og ytra tengist gjarna sam- JÓNAS Viðar við eitt verka sinna. an, t.d. í með skuggum þeirra per- sóna, sem eru innan gyllta rammans, þannig að hér á sér stáð samvirkni fremur en aðskilnaður. í þessum innri myndum tekst listamaðurinn á við nokkur skýr tákn mikilvægra frum- þátta í lífinu: Mann og konu, hið góða og illa (og með þeim er einnig gefín í skyn orka kynlífsins), ávexti jarðar og menningar (í formi bókar). Við sjóndeildarhring rísa svo tvö fjöll, líkt og til að marka þær fjarlægðir tíma og rúms, sem þessi myndheimur draumsins skapar í fletinum. Það er vandasamt að setja svo fáa þætti saman þannig að þar náist fram sú myndræna spenna, sem er líf- sneisti góðrar myndlistar, en það tekst Jónasi Viðar með ágætum í flestum myndanna. „Lesmál" (nr. 3), „Cane Rosso“ (nr. 8) og „Piltur og stúlka“ (nr. 10) eru sterkar samsetn- ingar, og á sama hátt er gott jafn- vægi í myndum eins og „fjallkona" (nr. 1) og „í ijarska" (nr. 7), sem er einna sterkasta verkið á sýningunni. Þessi málverk, sem virðast svo auð við fyrstu sýn, reynast þannig hlaðin spennu og styrk frumaflanna, sem skilar sér vel til hins þolinmóða áhorf- anda. Einföld en vel unnin sýningarskrá er til fyrirmyndar, og gott dæmi þess að ekki þarf endilega að leggja í mikinn kostnað til að koma aimenn- um upplýsingum til skila. Sú fram- setning sem hér er notuð er einkar fróðleg, bæði varðandi feril lista- mannsins, sem og stutt hugleiðing Guðmundar Odds um þá myndlist sem hann hefur verið að vinna að og sýnir hér. Jónas Viðar fer vel af stað með þessari fyrstu einkasýningu sinni á suðvesturhominu, og er rétt að benda listunnendum á að líta hér inn á næst- unni; þessi ungi listamaður á væntan- lega eftir að verða virkur þátttakandi í listheiminum um komandi ár. Eiríkur Þorlák.sson fmpÁ betra ísland! • Ungt fólk vill jafnan atkvæðisrétt og breytt kjördæmakerfi. Óbreytt ástand er ekki betra ísland. • JJetra Island er ekki einangrað Island. Við erum óhrædd við samstarf lýðræðisþjóða Evrópu og lítum til þess með jákvæðum huga. Við viljum að ísland taki þátt í samstarfi Evrópuþjóða og sæki um aðild að Evrópusambanainu. Fjölbreytt efnahagslegt, menningarlegt og pólitískt samstarf við Evrópuríki getur ekki annað en verið okkur til góðs. Aðild að Evrópusambandinu hefur í för með sér fjölþættara atvinnulíf, erlendar fjárfestingar og sambærileg lífskjör og hjá nágrannalöndunum. • Ungt fólk vill þjóðareign á fiskimiðunum. Verði ekki breytt um stefnu munum við á miðjum aldri sitja uppi með einkaeign örfárra sægreifa á auðlindum hafsins. Það er ekki betra Island. • Ungt fólk vill ekki hálfsovéskt landbúnaðarkerfi sem heftir atvinnufrelsi bænda, sligar ríkissjóð með útgjöldum og heldur uppi háu verðlagi til neytenda. Betra ísland er neytendavænt ísland! • Ungt fólk vill ekki sjóðasukk og erlenda skuldasöfnun, það erum við sem borgum. Betra ísland er ábyrgt ísland. ® Ungt fólk vill menntamál í forgang. Betra ísland er vel menntað ísland. Betra ísland er ekki bara sól í heiði. Ennþá betra ísland kostar kjark til að takast á við framtíðina! ' " -/1 /uanþ r/f-mtr: KLUKKUR 9« mm mm TÆKNI- OG TOLVUDEILD TIME-LAPSE myndbandstækl með allt að 960 klst. upptöku. Sjónvarpsmyndavélar og sjónvarpsskjáir. ® Heimilistæki hf. SÆTÚNI 8 • 105 REYKJAVÍK fl| SÍMI 69 15 00 • BEINN SÍMI 69 14 00 • FAX 69 15 55 g ~TS Festu ■ þjofinn a mvnri EftiPlitskerfi frá PHiupsog samyo KOMPU SALAÆ.J I Kolaportinu er kompusala alla markaðsdaga og bósinn kostar ekki nema kt lr*w2\8j0jQ u Nú er tilvalið að taka til í geymslunum og fataskópunum, panta bás i Kolaporfinu og breyta gamla dótinu í goðan pening. >Pantanasími er 562 5030 V KOLAPORTIÐ

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.