Morgunblaðið - 11.04.1995, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 11.04.1995, Blaðsíða 18
18 ÞRIÐJUDAGUR 11. APRÍL 1995 MORGUNBLAÐIÐ ERLEIMT Sjálfsmorðsárásir Hamas og íslamska Jihad á Gaza-svæðinu Arafat lætur handtaka liðsmenn öfgasamtaka Gaza, Kaíró. Reuter. Reuter EINN af landnemum gyðinga á Gaza sinnir hér særðum her- manni sem var eitt fórnarlambanna í rútu á sunnudag er tilræð- ismenn íslamska Jihad réðust á. Dauði knattspyrnu- áhugamanns Þrír hand- teknir Birmingham. Reuter. BRESKA lögreglan hefur handtek- ið þtjá menn í tengslum við dauða stuðningsmanns knattspymuliðsins Crystal Palace í bænum Walsall í Miðlöndum Bretlands á sunnudag. Beið hann bana eftir átök stuðn- ingsmanna Crystal Palace og Manc- hester United skömmu fyrir leik. Talsmaður lögreglunnar sagði, að farið væri með dauðsfallið sem um morð hefði verið að ræða. Mað- urinn sem beið bana hét Paul Nixon og var 35 ára. Lögreglan segist hafa fengið vísbendingar um að ráðist hefði verið á hann áður en hann féll undir rútu og beið bana. Til átaka kom eftir að rútur með stuðningsmönnum beggja liða höfðu viðkomu á sömu kránni í Walsall. Brutust átökin út á bíla- stæði kráarinnar. „Þeir sem komu ólátunum af stað voru í miklum minnihluta í hópnum, kjarni snoðheimsks hóps sem var ákveðinn í að stofna til ófriðar. Þeir hefðu slegist við hvað sem er eða hvern sem er. Allt sem þeir þurftu var einhver afsökun til þess að hefja,“ sagði John Plimmer, lög- regluforingi. Sjónarvottur sagði að stuðnings- menn fótboltaliðanna hefðu gengið berserksgang. Þeir hefðu rifið niður múrsteinsvegg til þess að ná sér í steina til þess að grýta. LÖGREGLU SVEITIR sjálfs- stjórnarsvæða Palestínumanna handtóku í gær og á sunnudag um 150 herskáa stuðningsmenn öfga- samtakanna Hamas og íslamska Ji- had en hreyfíngarnar stóðu fyrir sjálfsmorðsárásum á Gaza-svæðinu á sunnudag er kostuðu sjö ísraela lífið. Yasser Arafat, leiðtogi frelsis- samtaka Palestínu, PLO, fordæmdi árásirnar og sagði þær hryðjuverk sem „óvinir friðarins“ hefðu framið. Þrátt fyrir hryðjuverkin hófust fundir samningamanna ísraela og Palestínumanna í Kaíró í gær að nýju, eins og stefnt hafði verið að. Fulltrúi ísraela sagði að stjórn Ara- fats yrði að grípa til harkalegri að- gerða gegn hryðjuverkum. Israels- stjórn hefur áður sagt að ella verði ekki hægt að framfylgja ákvæðum friðarsamninganna. Lögreglumenn Palestínumanna skiptust á skotum við nokkra Ham- as-liða áður en þeir voru handtekn- ir. „Ef það reynast vera meðai hinna handteknu menn sem hafa átt aðild að ofbeldi munu þeir verða leiddir fyrir rétt að lokinni yfirheyrslu,“ sagði háttsettur embættismaður PLO við fréttamann Reuters-frétta- stofunnar. Sérstakur, þriggja manna dóm- stóll á sjálfsstjórnarsvæðunum dæmdi í gær liðsmann Jihad í 15 ára fangelsi en það hefur ekki gerst fyrr. Arafat setti réttinn á laggirnar fyrir skömmu til að svara kröfum ísraela og Bandaríkjamanna um að reynt yrði að stöðva hermdarverkin. Þótt stjórnvöld Palestínumanna hafí handtekið öfgamenn úr röðum áðurnefndra samtaka hefur þeim ávallt verið sleppt án dóms, að því er talið er af ótta við að egna hreyf- ingarnar, sem beijast gegn samning- unum við ísraela, til enn verri óhæfuverka. Jihad-maðurinn, Samir Ali al-Jedi, var m.a. sakaður um að hafa þjálfað börn niður í 10 ára ald- ur í skæruliðahernaði. Alls búa um 4.000 landnemar gyðinga á Gaza, flestir á afmörkuðu svæði sem er varið herliði. Árásirnar á sunnudag voru gerðar í afskekkt- um landnemabyggðum, Kfar Darom og Netzarim, með aðeins tveggja stunda millibilil Einn af liðsmönnum Jihad ók bíl, fuilum af sprengiefni, inn í rútu með hermönnum og land- nemum í grennd við fyrrnefnda stað- inn og fórust þar sex manns, um 40 særðust, þar af nokkrir alvarlega. Við Netzarim ók Hamas-maður bíl með sprengiefni inn í lest ísrael- skra herbíla og lét einn hermaður lífið, nokkrir særðust. Að sögn Ham- as höfðu hreyfingarnar tvær ekki samráð um árásirnar. Hermenn meinuðu í fyrstu fréttamönnum að- gang að tilræðisstöðunum, tveir sjónvarpsfréttamenn voru barðir við Kfar Darom. FERMIMGARGJOF sem búið er að, alla ævi! Sérstök unglinganámskeið í júní og ágúst Sérverð fyrir 15 ára og yngri á öllum námskeiðum Hringdu og fáðu sendan kynningarbækling með verðskrá Aðalumboð: FERÐASKRIFSTOFA •>4-8. ÍSLANDS Skógarhlíð 18, sími 562 3300 Tadsíkístan Harðir bar- dagar á landamærum Dushanbe. Reuter. MJÖG harðir bardagar hafa geisað síðustu daga milli rússneskra her- manna og uppreisnarmanna í Tad- síkístan á landamærunum við Afg- anistan. Hefur verið tölvert mann- fall í liði Rússa en þeir segjast eiga í höggi við „ofurefli liðs“. Rússar og fleiri ríki í Samveldi sjálfstæðra ríkja hafa tekið að sér landamæragæslu í Tadsíkístan en íslamskir uppreisnarmenn í hérað- inu Gorno-Badakshan komu sér upp bækistöðvum í Afganistan eftir að þeir biðu ósigur í borgara- stríðinu í landinu 1992. Gera þeir árásir þaðan inn í héraðið. Síðustu daga hefur verið barist um landa- mærastöðina Dashti-Yazgulem, sem er mjög afskekkt. Rússar segja, að um sé að ræða mjög vel skipulagðar aðgerðir af hálfu uppreisnarmanna og sé til- gangurinn sá að ná Pamír-hérað- inu og sækja síðan þaðan inn í mitt landið. Reutór Opinberir starfsmenn semja í Færeyjum Fá 4% hækkun Þórshöfn. Morgunblaðið. FÆREYSKA landstjómin og full- trúar opinberra starfsmanna undir- rituðu nýjan kjarasamning á sunnu- dag eftir 19 daga. verkfall. Laun munu hækka um rúmlega 4% næstu tvö árin en krafist var 8,5% hækk- unar. 20 félög undirrituðu samning- inn en ungir læknar höfnuðu hon- um. Undirritun tafðist á sunnudags- kvöld vegna deilna við hjúkrunar- fræðinga en lausn fannst loks á þeim rétt fyrir miðnætti. Auk launa- hækkana verður bætt við frídögum, tveim á næsta ári og einum 1997. Sérstakur sjóður fyrir fæðingaror- Iof verður stofnaður. Opinberar stofnanir hafa sparað sér um 13 milljónir færeyskra króna í verkfallinu vegna minni launa- kostnaðar. Jóannes Eidesgaard fjármálaráðherra segir að allur spamaðurinn verði notaður til launagreiðslna. „Nú á að spara,“ segir hann. Gildandi samningur félags ungra lækna rennur út 1. júní. Edmund Joensen lögmaður sagði í samtali við útvarp Færeyja að ungir læknar fái ekki meiri hækkanir en aðrir. Sársauki í Sarajevo SEXTÍU og fimm ára íbúi í Sarajevo engist af sársauka með- an læknar gera að sárum hans í Sarajevo í gær. Leyniskyttur __ særðu hann og fullorðna konu. 1 fyrradag gerðu Bosníu-Serbar sprengjuárás á borgina og biðu a.m.k. þrír óbreyttir borgara bana og fjöldi særðist. Fulltrúar gæslusveita Sameinuðu þjóðanna mótmæltu árásinni harðlega og hugðust láta orrustuþotur NATO uppræta víghreiður Serba en þeir reyndust hafa komið sér fyrir of nálægt íbúðarhúsum til þess að sprengjum yrði varpað á þá.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.