Morgunblaðið - 11.04.1995, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 11.04.1995, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. APRÍL 1995 39 HREFNA SIG URÐARDÓTTIR + HREFNA Sig- urðardóttir fæddist 2. júní 1916 á Vesturbraut í Hafnarfirði. Hún lést í Borgarspíta- lanum 1. apríl sl. og var jarðsungin frá Bústaðakirkju 10. apríl sl. MÉR verður stirt um stef þegar draga á fram minnispunkta um hana Hrefnu móður- systur mína sem fór í sína hinstu för yfir móðuna miklu laugar- daginn 1. apríl. Það er þó ekki svo að ekki sé af nógu að taka, þvert á móti, í kringum þessa einstöku konu geislaði allt af lífsfjöri. Það var þann- ig að þegar fjölskylduboð voru heima þá fannst okkur veislan aldrei vera byijuð fyrr en Hrefna og Valli voru komin, Valli búinn að koma sér þægilega fyrir í hægindastól og far- inn að segja gamansögur og hún puntaði stundum upp á með innskot- um sem ævinlega vöktu kátínu. Hjónaband Hrefnu og Valla var sérstakiega ástríkt og með þeim mikið jafnræði. Enda uppskáru þau iíka ríkulega, þau eignuðust sjö mannvænleg börn sem draga dám af foreldrum sínum og afkomenda- hópurinn orðinn stór. Fráfall Valla varð frænku minni mikið áfail og mér fannst hún aldrei bera sitt barr síðan. Síðustu mánuði átti hún við mjög erfið veikindi að stríða. Það sem hæst stendur í minning- unni um hana móðursystur mína er hversu mjög hún var frændrækin og þess nutum við bræðurnir í ríkum mæli. Það var alltaf mikill samgang- ur á milli systranna og voru þær ófáar ferðirnar okkar á Grundarstíg- inn og smullum við þá alltaf eins og tappi í flösku inn í systkinahópinn því að eins og Valli sagði gjaman, það munar ekkert um einn kepp í sláturtíðinni. Það var enginn dans á rósum að ala upp stóran barnahóp á árunum undan og eftir stríð. Og ekki fóru þau Valli varhluta af veik- indum. Valli átti við veikindi að stríða en sameiginlega tókst þeim að komast í gegnum þær þrenging- ar. Hrefna lærði kjólasaum og varð meistari í þeirri iðn. Það nýttist þeim vel með stóra barnahópinn þegar ekki var of mikið um aurana. Ég efa að betur klæddur barnahópur hafi sést á barnaguðþjónustum í Tjarnarbíói á sunnudögum. En fötin saumaði hún oft upp úr flíkum sem henni áskotnuðust og þá sást best hvílíkur listamaður hún var. Við bræðurnir nutum svo sannarlega góðs af þessari kúnst hennar því að marga flíkina saumaði hún á okkur. Valli var lærður prentari og unnu þau saman um árabil í ísafoldar- prentsmiðju. Seinna starfaði hann mikið við verslun og vann í mörg ár hjá afa í Þorsteinsbúð, Snorra- braut. Síðar rak hann verslun við Framnesveg og við Laugarnesveg. Hann var sérstaklega hlýr maður og löðuðust að honum smáir og stór- ir, oft átti hann eitthvað í pokahorn- inu handa litlum munnum. Seinni ár vann Hrefna hjá Rann- sóknarstofnun Háskóla íslands en Valli hjá Böðvari syni þeirra í heild- versluninni Atlantik. Þau höfðu það gott íjárhagslega seinni árin og uppskáru erfiði sitt ríkulega því að barnalán þeirra var mikið. Það var oft glatt á hjalla og ekki verið að gera sér reliu út af hlutunum. Ég man þegar Ásta Dóra fædd- ist, þá var okkur sagt að fara út og leika sto- bolta meðan Hrefna ól stúlkuna heima á Grundarstígnum. Seinna bjuggu þau í Hafnarfirði í gamla Kaupfélagshús- inu við Strandgötuna, þar bjuggu þau uppi á lofti en á neðri hæðinni var veiðarfæralager og ekki tókst betur til en svo að það kviknaði í húsinu og allt fylltist af reyk en þá var Siggi Guðni nýfæddur. Hrefna komst út um þakglugga á húsinu með strákinn nokkurra daga gamlan og þaðan var þeim bjargað. Það grípur mann vissulega tregi og eftirsjá þegar svo mikilhæfur og góður vinur kveður en það læðist að mér sá grunur að hún sé sáttari núna komin til Valla í vina- og frændhópinn sem farinn var á undan yfir landamærin. Hrefna var af Bollagarðaætt og sór hún sig mjög í þann meið, glað- vær, söngvin og hreinskiptin. Ég kveð góðan vin með söknuði og guðs blessun en allar góðu minningarnar munu lifa. Ykkur frændsystkinum mínum votta ég mína dýpstu samúð. Megi minning hennar og Valla lifa í hugum okkar allra. Sigurður Björgvinsson. Eitt bros getur dimmu í dagsljós breytt, sem dropi breytir veig heillar skálar. Þel getur snúist við atorð eitt. Aðgát skal höfð í nærveru sálar. (Einar Ben. úr Einræðum Starkaðar.) Þessi orð komu upp í huga minn, er ég frétti um andlát Hrefnu Sig- urðardóttur. En það var einmitt brosið hennar bjarta, hógværðin og tillitsemin gagnvart öðrum, sem ein- kenndu allt fas hennar. Ég kynntist henni fyrir tæpum 20 árum, er ég fór að vinna hjá Böðvari syni hennar. Þá vann hún úti og ók um á amerískum bíl. Það heyrði frekar til undantekninga að konur á hennar aldri ynnu úti og hvað þá að þær hefðu bílpróf. Val- geir, eiginmaður Hrefnu, vann ein- mitt á þeim tíma líka hjá syni sínum, Böðvari. Urðu kynni okkar hin bestu og varð mér snemma ljóst að þarna fóru heiðurshjón, sem gaman og lærdómsríkt var að umgangast. Hrefna var falleg og glæsileg kona, kvik í hreyfingum, ávailt snyrtileg og vel til fara. Hún var sannkölluð heimskona. Samband þeirra hjóna var einstaklega elskulegt. Greinilegt var, að þau báru takmarkalausa virðingu hvort fyrir öðru. Einnig var alltaf skammt í gamansemina og spaugið hjá þeim og áttu þau oft til að gera góðlátlegt grín að hvort öðru. Þau voru bæði tvö einstaklega barngóð. Þegar við komum með dætur okkar í heimsókn til þeirra voru þær aldrei settar til hliðar, heldur komið fyrir í bestu sætunum, + Innilegar þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, MARÍU GUÐMUNDSDÓTTUR frá Stóradal, Byggðavegi 115, Akureyri. Sérstakar þakkir til starfsfólks fæðingar- og kvensjúkdómadeilar Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri fyrir góða umönnun ( veikind- um hennar. Guðrún Ingólfsdóttir, Ingi Jóhannesson, Sóley Kristjánsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. MIIMIMINGAR rætt við þær eins og þær væru full- orðnar manneskjur og alltaf gaukað einhverju að þeim. Þetta kunnu börnin að meta og sóttust eftir sam- veru við þau. Við hjónin ásamt dætrum okkar vorum með þeim nokkur haust á Mailorka. Þar voru þau hrókur alls fagnaðar einsog alltaf. Það var óbrigðult þessi haust, þegar við sáum glaða og káta íslendinga í hópi saman, að Hrefna og Valgeir væru á meðal þeirra. Margt var skrafað og skeggrætt, mikið hlegið og alltaf komið auga á broslegu hlið- arnar á tilverunni. Börnin voru sjö að tölu og stolt þeirra beggja. Gaman var að sjá svipinn á Hrefnu, þegar hún minnt- ist á börnin sín. Og ekki voru tengda- börnin síðri í hennar huga. Hún sagðist ekki geta fullþakkað Guði fyrir fjölskylduna, sem hann hefði gefið sér. Hún sagði svo oft að fjöl- skyldan væri það dýrmætasta sem hún ætti. Minnist ég þess í verslun- arferðum á Mallorka, þegar hún sagði alltaf: „Ég þarf ekkert sjálf, en ég verð að fá eitthvað til þess að gleðja ungviðið í fjölskyldunni." Þannig var hún, óeigingjörn og hugsaði sífellt um aðra. Það var mikið áfall fyrir Hrefnu, þegar Valgeir féll skyndilega frá í lok ársins 1989. Fóru erfiðir tímar í hönd. Hrefna saknaði Valgeirs svo sárt. En með hjálp fjölskyldunnar tókst henni að sefa mestu sorgina og öðlast sitt jákvæða lífsviðhorf og bjartsýni á ný. Það kom í ljós á síðasta ári, að Hrefna gekk ekki heil til skógar. Hún gekkst undir erfiða aðgerð í haust, en það dugði ekki til og að lokum varð hún að lúta í lægra haldi fyrir illvígum sjúkdómi. Við Friðrik og dæturnar þökkum Hrefnu samfylgdina og vottum börn- um, tengdabörnum og afkomendum okkar dýpstu samúð. Megi hún hvíla í friði. Ólafía Sveinsdóttir. a™..... .............. HÖFUM SETT UPP FERMINGARGJAFAHORN. ÞAR VEITUM VK) 40% AFSLÁTT AF SÉRVÖLDUM, GLÆSI- LEGUM VÖRUM, SEM GÆTU HENTAÐ TIL FERMINGARGJAFA. T.D. SKRIFBORÐ, SKATTHOL, SNYRTIBORÐ, STÓLA, SÓFA, BORÐ, STÓRA VASA OG STYTTUR, KONUNGLEGT OG BING & GR0NDAL POSTULÍN, KERTASTJAKA OG SILFUR. ALLIR SEM KAUPA í GJAFAHORNINU FÁ STÓRT PÁSKAEGG í KAUPBÆTI. PÁSKALEIKUR Á MORGUN, 12. APRÍL, FELUM VIÐ 5 EGG í VERSLUNINNI. HEPPNIR FINNENDUR FÁ PÁSKAEGG AF STÆRSTU GERÐ OG VEGLEGA PÁSKAHÆNU í VERÐLAUN. antik FAXAFENl 5, SÍMl 581-4400 ... I ... t Innilegar þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur samúð og vináttu við and- lát og útför föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, MAGNÚSAR JÓNSSONAR leigubílstjóra, Ljósheimum 6, Kristfn L. Magnúsdóttir, Heiðar Guðmundsson, Jón B. Magnússon, Sigrfður Þorvaldsdóttir, Valur Magnússon, Bryndís Þráinsdóttir, Tryggvi Magnússon, Jónfna Gunnlaugsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ilcélaifiiárgisfcs!:! handavinna ■ Ódýr saumanámskeið Samvinna við Burda. Sparið og saumið fötin sjálf. Mest 4 nemendur í hóp. Faglærður kennari. Uppl. hjá Sigríði Pétursd. í s. 17356. tungumál ■ Enskunám í Englandi Við bjóðum enskunám við einn virtasta málaskóla Englands. Skólinn sér þér fyrir fæði og húsnæði hjá enskri fjölskyldu. Um er að ræða: Alhliða ensku, 18 ára og eldri, 2ja til 11 vikna annir. Unglingaskóla, júlí og ágúst, 13-17 ára, 4ra vikna annir. Viðskiptaensku, 2ja og 4ra vikna annir. Allar nánari upplýsingar gefa: Jóna María Júliusdóttir og Helgi Þórsson, Núpasfðu 10F, 603 Akureyri, i síma 96-23625, frá kl. 18.00. . The Bell Kafynr Ang|0 World 'Ca ■ Enskunám í Englandi Góö reynsla, gott verð. Undirbúningsnámskeið í boði. Upplýsingar gefur Erla Ara- dóttir, sími 565 0056. ýmisiegt ■ Ættfræðinámskeið Aldrei lægra verð. Úrval ættfræðibóka. Ættfræðiþjónustan, Brautar- holti 4, s. 27100 og 22275. ■ Vélritunarkennsla Vélritun er undirstaða tölvuvinnslu. Kennum blindskrift og uppsetningar. Vélritunarskólinn, sími 28040.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.