Morgunblaðið - 11.04.1995, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 11.04.1995, Blaðsíða 24
24 ÞRIÐJUDAGUR 11. APRÍL 1995 AÐSENDAR GREINAR MORGUNBLAÐIÐ Vinningar í Happdrætti Slysavarnarfélags íslands Útdráttur B. aoríl 1995 Raðhús með sólþaki á TORREVIEIJA kr. 2.300.000 56014 66851 ---------------*----------------- Lúxusferð til Fort Lauderdale kr. 350.000 14013 30500 97458 99708 154794 ----------------------*----------------------- Fjölskylduparadís fyrir 4 til Heijdeerbos kr. 220.000 2707 20623 61010 138858 159723 7858 30282 63559 145904 162216 12455 50108 98827 149519 163271 14600 56143 105297 155378 166800 14830 57246 131047 157300 186465 ----------------------*--------------------— Flug, bíll og sumarhús í Evrópu kr. 220.000 5674 33969 92079 119181 149797 32588 78040 112435 120187 170453 33849 91618 114724 132503 186653 ----------------------*----------------------- Rómantík-sól og sæla á Rimini kr. 120.000 7341 44913 80097 115878 169595 9156 46587 86858 123269 174818 17994 47340 108393 132492 174941 21475 53309 110023 146052 179934 26971 54303 114001 148093 181369 30985 55794 114753 155452 181942 41688 74463 115075 163341 184211 ----------------------*----------------------- Töfrar Dublínar á kr. 60.000 4647 38588 56046 63633 71530 85477 97372 123166 150900 161410 4750 38737 57586 64282 72101 86944 99473 126282 153359 165217 8959 38915 58144 64782 75217 91770 100278 126444 154793 167395 13477 40201 58576 65820 76777 92797 101990 128378 154797 171282 18449 40909 58827 67828 80406 94731 103248 132003 156239 187018 33042 43360 59200 68739 80966 95026 103443 135754 156727 189829 36608 49833 60296 69902 81443 95835 107572 148629 158167 37424 54871 62171 70296 84714 96956 108050 150141 161284 ----------------------*------------------------ Sólskinsparadís á Mallorka eða Benidorm kr. 145.000 3662 23935 47853 60469 79526 101751 120974 144824 169213 177729 5043 28063 49317 61061 80981 103735 125255 151427 169300 178932 8018 30681 50643 61301 82354 107378 126334 153367 169768 180422 13243 33512 51406 62593 83938 109410 126599 153415 169804 182372 13412 33671 52726 63698 84971 111510 127435 153424 170001 183176 18932 36331 52847 67595 85866 113209 127832 157673 170724 184360 19545 37361 57858 69975 86219 113697 133437 157853 172523 184480 22273 38875 58288 76155 94001 115433 140908 159425 173517 184932 22728 42172 58512 77535 95520 115708 143876 166154 175110 185273 Vinningar í aukadráttum: 1. Ferð fyrir tvo til Mallorka eða Benidorm að verðmæti kr. 145.000,- 5590 92907 124574 130181 2. Ferð fyrir tvo til Dublin að verðmæti kr. 60.000,- 1507 14362 50099 54142 83455 124468 128849 129131 ----------------------------—----— HjgS HAPPDRÆTTI SLYSAVARNAFÉLAGS ÍSLANDS Grandagarður I4 Sími: 562 7000 Skattar af bifreiðum Samkvæmt laus- legri áætlun um tekjur ríkissjóðs af bifreiðum, sem fjármálaráðu- neytið hefur unnið, er gert ráð fyrir að á þessu ári verði skatt- tekjur ríkissjóðs af bif- reiðum alls tæpir 18 milljarðar eða 16% af heildartekjum ríkis- sjóðs. Er svo komið að kostnaður íslenzkra heimila við rekstur fjölskyldubflsins er orðinn meiri en kostn- aðurinn við matarinn- kaupin og eykst skatt- lagningin sífellt á bifreiðamar. Virðist endalaust hægt að skatt- leggja allt sem tengist bifreiðum. Alls er reiknað með að tekjur ríkissjóðs af notkun bifreiða verði í ár rúmir 12 milljarðar. Vegur þar lang þyngst benzíngjaldið og þungaskatturinn, sem lagður er á þær bifreiðar, sem knúnar eru dies- elolíu, en þungaskatturinn breytist í olíugjald um næstu áramót. Reiknað er með að benzíngjaldið og þungaskatturinn skili ríkissjóði 6,8 milljörðum í tekjur á þessu ári. Hér er um að ræða markaðan tekjustofn, sem stendur undir öll- um útgjöldum Vegagerðar ríkisins og gott betur. Bifreiðagjaldið Árið 1988 var í fyrsta skipti innheimt bifreiðagjald samtals 201 milljón króna. í ár er reiknað með að 1.875 milljónir kr. verði inn- heimt í bifreiðagjöld og þá búið að innheimta tæpa 10 milljarða samtals í bifreiðagjöld frá því það var tekið upp. Eins og öllum er kunnugt um er bifreiðagjaldið ekki notkunar- tengt að neinu leyti. Ekkert af bif- reiðagjaldinu rennur til vegamála. Bifreiðagjaldið er eingöngu greitt eftir þyngd bifreiða en ekki verð- mæti. Af bifreiðum greiða menn eignaskatt aftur á móti samkvæmt upphaflegu kaupverði, þannig að þeir borga meira, sem dýrari bif- reiðar eiga. Er þetta í samræmi við viðurkennda og löglega skatt- háttu. Bifreiðagjaldið, er hreinn tekju- öflunarskattur í formi viðbótar eignarskatts, sem stjómvöld nota til að fjármagna almennan rekstur ríkissjóðs, á sama hátt og gert er með aðra tekjuöfiunarskatta, svo sem eignaskatta og tekjuskatta þar sem miðað er við efnahagsleg- an (peningalegan) mælikvarða við ákvörðun skattfjárhæða. Því til staðfestingar, að bifreiða- gjaldið sé hreinn tekjuöflunar- skattur má benda á að árið 1994 var bifreiðagjaldið hækkað um 33%, þar sem ríkissjóð vantaði 450 milljónir kr. til að fjármagna tekjutap, sem ríkis- sjóður varð fyrir vegna lækkunar á virðisaukaskatti af matvælum, þ.e. svo- kölluðum matarskatti, úr 24,5% í 14%. Árið 1990 hafði það sama gerzt. Þá vantaði rík- issjóð 550 millj. kr. og var bifreiðagjaldið „aðeins“ hækkað um 50% í stað 98%, eins og gert hafði verið ráð fyrir í forsendum fjár- laga 1990. í báðum þessum tilvik- um var þetta liður í lausn á vinnu- deilum ASÍ og VSÍ og leið, sem farin var að ábendingum þessara hagsmunasamtaka vinnumarkað- arins. Þessi tvö ár hækkuðu bif- reiðagjöldin samtals um einn millj- arð króna, þar sem loka þurfti fjár- lagagötum vegna afskipta stjóm- valda af lausn vinnudeilna. Bif- reiðagjaldið hefur því í raun ekk- ert með bifreiðar að gera, frekar en tekjuskatturinn, að öðru leyti en því að þungi bifreiðarinnar er notaður sem eignarskattsgrun- dvöllur við ákvörðun upphæðar bifreiðargjaldsins. Sé þetta lög- mætt er í raun ekkert sem meinar skattayfirvöldum að nota þyngd manna til að ákvarða þeim viðbót- artekjuskatt. Fyrst að láta viðkom- andi greiða tekjuskatt í samræmi við tekjur hans, en síðan viðbótar- tekjuskatt eftir þyngd viðkomandi skattþegns. Bláfátæki neminn Ekki alls fyrir löngu sá ég smá- auglýsingu í DV í dálknum bílar óskast, sem var orðuð þannig: “Hjálp! Hjálp! Bláfátækan nema sárvantar bíl á verðbilinu 0-10 þúsund krónur. Bíllinn þarf að vera á númerum". Segjum svo að þessi bláfátæki nemi hafi fengið gamla bíldruslu á 10 þúsund krónur, sem er þá verðmæti bflsins, sem hann þarf að borga eignarskatt af. Aftur er lagður eignarskattur á bílinn, en að þessu sinni er ekki lengur mið- að við verðmæti bílsins, heldur þyngd hans. Nú heitir nefnilega eignarskatturinn bifreiðagjald. Ekki dugar nú lengur fyrir bláfá- tækan nemann að borga fáein pró- sentustig í eignarskatt af verð- mæti bílsins eins og aðrir. Nú gilda önnur lögmál. Nú þarf hann að borga 200% eða tvöfalt bílverðið í þennan eignarskatt. Að þessu sinni er það þyngd brotajárnsins í formi bifreiðar bláfátæka nemans, sem skal vera skattandlagið og sú viðmiðun, sem greiða ber eftir. Jónas Haraldsson AUGLÝSING UM VIÐTALSTÍMA FRAMTALSNEFNDAR REYKJAVÍKUR Elli- og örorkulífeyrisþegar geta átt rétt á niðurfellingu eða lækkun fasteignaskatts. Viðmiðunartekjur, sem Borgarráð. Reykjavíkur hefur samþykkt vegna þessa, eru: Tekjur Tekjur gefa einstaklings hjóna lækkun um allt að kr. 625.000.00 875.000.00 100% 688.000.00 961.000.00 80% 780.000.00 1.094.000.00 50% Ef fólk hefur hærri tekjur á það ekki rétt á lækkun. Tekið skal fram, að heimild til lækkunar á einungis við um fasteignaskatt þ.e.a.s. hluta fasteignagjalda. Viðtalstímar verða í Aðalstræti 6, 2. hæð, á miðvikudögum milli kl. 16.00 og 18.00 í apríl, maí og júní. Fyrsti viðtalstími framtalsnefndar verður miðvikudaginn 19. apríl kl. 16.00. Framtalsnefnd Reykjavíkur. Það er bjargföst skoðun mín, segir Jónas Har- aldsson, að bifreiða- gjaldið feli í sér meira þjóðfélagslegt óréttlæti en áður hefur þekkst. Ekki eftir verðmæti bílsins eða eftir gjaldþoli eigandans. Á sama tíma borgar eigandi jafn þungrar en nýrrar 5 milljón kr. bifreiðar 0,4% í bifreiðagjald eða brot úr prósentu, þegar hinn borgar 200% af sínum bíl. Oft og tíðum eru þessir dýru bflar í eigu stórfyrir- tækja, svokallaðir, forstjórabílar. Þessi fyrirtæki eiga oft sum hver mörg hundruð milljónir í eignum og öðrum íjárverðmætum. í þessu raunhæfa dæmi er um að ræða bláfátækan nema, sem á 10 þúsund króna bíl, en væntan- lega ekki bót fyrir rassipn á sér að öðru leyti. Gjaldþol þessá manns er ekkert gagnstætt stórfyrirtæk- inu. Hvaða réttlæti er það, að þess- ir tveir aðilar séu látnir greiða jafn háan eignarskatt í ríkissjóð í formi bifreiðagjalds til þess að stoppa upp í fjárlagagötin? Hvers vegna er mönnum mismunað svona gróf- lega? Hvað með ellilífeyrisþegana? Dugar ellilífeyririnn fyrir bifreiða- gjaldinu á gjalddögum hjá þeim? Yfirþyrmandi ranglæti Það er bjargföst skoðun mín, að bifreiðagjaldið feli í sér meira þjóðfélagslegt óréttlæti en áður hefur þekkst, enda allar grundvall- arreglur skattlagningar þverbrotn- ar. Það sem mér finnst þó dapur- legast við bifreiðagjaldið er, að allir stjórnmálaflokkarnir eiga hér sök á máli. Þótt einhveijir þing- menn hafi gegnum tíðina lýst sig andvíga bifreiðagjaldinu, hefur engin breyting orðið á. Kaldhæðnislegast finnst mér þó, að þeir stjórnmálaflokkar, sem kenna sig gjarnan við félagshyggju og kalla sig málsvara láglauna- mannsins eða alþýðuheimilanna, skuli ekki hafa hinn minnsta áhuga á að stuðla að afnámi þessa rang- lætis og misréttis. Þessir stjórn- málaflokkar tala annars vegar um forstjórabílana og hins vegar al- þýðubílana, en þegar kemur að skattlagningu bílanna, þ.e. bif- reiðagjaldinu, kemst ekki hnífurinn á milli félagshyggjuflokkanna og hinna stjómmálaflokkanna. Allir vita þeir þó hversu bifreiðagjaldið kemur ranglátlega niður á menn. Þetta er bara svo auðveld og þægi- leg skattlagningaraðferð og á með- an verður réttlætið að bíða. Verka- lýðshreyfíngunni finnst þetta greinilega hið besta mál. Hún væri varla að biðja um að hafa þetta svona að öðrum kosti. Höfundur er lögfræðingur. í HÁDEGINU P E R L A N
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.