Morgunblaðið - 19.04.1995, Qupperneq 23

Morgunblaðið - 19.04.1995, Qupperneq 23
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. APRÍL 1995 23 LISTIR Trúartónlist á dymbilvöku IQNLISi Víðistaðakirkja EINSÖNGSTÓNLEIKAR Þórunn Guðmundsdóttir, sópran- söngkona, Kristinn Örn Kristins- son, píanóleikari, Eydís Franzdótt- ir, óbóleikari. Flutt voru söngverk eftir Barber, Vaugham-Willams, Jón Leifs og Brahms. Miðvikudag- inn 12. apríl, 1995. „TÓNLIST af trúarlegum toga“ var undirtitill tónleikanna og hó- fust þeir á lagaflokknum Hermit Songs eftir Samuel Barber. Text- arnir eru taldir vera eftir írska munka, þeir elstu frá 8. öld og sá yngsti frá þeiri 13. Þessir textar vitna sumir hverjir um mjög frum- stæða trúariðkun, allt að því ósið- samlega og má þar ef til vill finna ástæðuna fyrir þörf margra kirkj- unnar manna, að hreinrækta trúna og hreinsa hana af veraldlegum vandræðum mannanna. Barber lærði söng og hélt m.a. ljóðatónleika og þaðan er komin sérstök tilfmning hans fyrir tón- ferli söngraddarinnar, sem heyra má í söngverkum hans. Hemit Songs eru samdir á árunum 1952-53 og auk tilfinningar Bar- bers fyrir samspili texta og tónferl- is má og merkja, sérstaklega í undirleiknum, nokkur áhrif frá Stravinskí. Þórunn og Kristinn fluttu þessa sérkennilegu söngva mjög vel, en frægastur þeirra er lagið um munkinn og köttinn hans, Pangur, sem var afburða vel flutt. Margir sagnfræðingar hafa fjallað um það hversu mörg banda- rísk og sérstaklega ensk tónskáld, sem sömdu flest verk sín á fyrri hluta aldarinnar, hafi átt erfitt með að tileikna sér að fullu þær Frönsk flaututónlist TÓNLEIKAR á vegum Tón- listarskóla Hafnarfjarðar verða haldnir á sumardaginn fyrsta í nýju safnaðarheimili Hafnarfjarðarkirkju kl. 17. Um er að ræða tónleika í tónleikaröð sem skólinn gengst fyrir þar sem kennarar og í sumum tilfellum gestir halda tónleika til styrktar efnilegum nemendum við skójann. A tónleikunum koma fram tveir af kennurum skólans, þær Petrea Óskarsdóttir flautuleikari og Ingunn Hildur Hauksdóttir píanóleikari. Á efnisskránni eru eingöngu verk eftir frönsk tónskáld, samin á 20. öldinni. Sónata fyrir flautu og píanó eftir Francis Poulenc, sónatína fyr- ir flautu og píanó eftir Darius Milhaud og Fantaisie fyrir flautu og píanó eftir Philippe Gaubert. Petrea og Ingunn hófu báð- ar tónlistarnám við Tónlistar- skóla Hafnarfjarðar. Petrea á flautu hjá Gunnari Gunnars- syni og Ingunn Hildur á píanó hjá Kristínu Ólafsdóttur. Síð- an lá leiðin í Tónlistarskólann í Reykjavik. Petrea útskrifað- ist þaðan með burtfararpróf vorið 1989 og var Bernhard Wilkinson kennari hennar. Petrea hefur starfað s.I. tvö ár sem kennari við Tónlistar- skóla Hafnarfjarðar auk ann- arra skóla. Ingunn Hildur lauk píanó- kennara- og einleikaraprófi vorið 1993 og var Jónas Ingi- mundarson aðalkennari henn- ar. Hún hefur starfað síðan sem kennari við Tónlistar- skóla Hafnarfjaðrar og Tón- skóla Eddu Borg. Tónleikarnir standa yfir í um hálfa klukkustund og er aðgangur ókeypis og öllum heimill meðan húsrúm leyfir. nýjungar, er mótuðu tónmál flestra tónskálda í Evrópu. Vaughan-Will- iams er einn þeirra og eftir hann fluttu Þórunn og Eydís tíu söngva við kvæði eftir William Blake. Þessir söngvar eru meðal síðustu tónsmíða Vaughan-Williams, samdir 1956, er tónskáldið var 84 ára. Margt er fallega gert í þessum söngvum og var flutningurinn ágætur og framfærður af öryggi, þó meira hefði mátt fara fyrir leik- rænni túlkun á andstæðum ljóð- anna, eins t.d. í fjórum fyrstu lög- unum, sem lýsa barnslegri gleði, eitruðu hatri, flautandi skáldinu og mannlífinu niður við Thames. Þrjú kirkjulög eftir Jón Leifs, voru næst á efnisskránni og voru þessi söngverk Jóns frábærlega vel flutt. Tónleikunum lauk með Fjór- um alvarlegum söngvum, op. 121 eftir Brahms, sem eru síðustu tón- smíðar meistarans og hafa algjöra sérstöðu meðal verka hans, fyrir sérkennilega tón og formskipan og þykja auk þess vera persónuleg- ustu tónsmíðar hans, eilítið harðar og jafnvel svolítið sérviskulegar. Flutningurinn á Brahms-lögunum var nokkuð misjafn og þar helst, að framburðurinn var mun óskýr- ari en í ensk-amerísku lögunum. Þórunn Gumundsdóttir er mjög góð söngkona, sérlega tónviss og mótar allar tónhendingar mjög vel. Rödd hennar er góð og væri eftirsóknarvert að heyra hversu ágæt rödd hennar hljómaði í söngverkum, þar sem tónflæðið fyrir röddina er meira notað en í nýrri gerð tónlistar. Hljómflæði raddarinnar naut sín sérlega vel i lögum Jóns Leifs, og ber þar helst að nefna Upp, upp míns sál. Kristinn Orn Kristinsson lék mjög vel og átti sérlega skemmti- legan leik í Brahms. Samleikur Eydísar Franzdóttur og Þórunnar í Blake-söngvunum var mjög fal- lega útfærður. í heild voru þetta mjög góðir tónleikar, enda á ferð- inni frábærlega vel kunnandi lista- menn. Jón Ásgeirsson
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.