Morgunblaðið - 28.04.1995, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 28.04.1995, Blaðsíða 4
4 FÖSTUDAGUR 28. APRÍL 1995 MORGUNBLAÐIÐ SMUGUVIÐRÆÐUR Viðræður fjögnrra landa um stjórnun veiða í Síldarsmugunni komnar á rekspöl Greinilegt að þjóðimar hafa sömu sjónarmið VIÐRÆÐUR íslands, Noregs, Rússlands og Færeyja um stjómun veiða úr norsk-íslenzka síldarstofn- inum í Sfldarsmugunni svokölluðu hófust í Ósló í gær og komust á nokkum rekspöl. Meðal annars þrýsti það á sendimenn landanna að ná árangri að veiði úr stofninum er nú að aukast sunnarlega í Síldar- smugunni og óttast margir að verði ekki samið fljótlega um að þessi fjögur lönd taki sig saman um físk- veiðistjómun á svæðinu, komist fleiri í spilið. Viðræðunum verður haldið áfram í dag. Helgi Ágústsson, formaður ís- lenzku viðræðunefndarinnar, sagði í samtali við Morgunblaðið að góður andi hefði verið í viðræðunum. „Við fómm yfir vítt svið. Ég held að við Islendingar fögnum því að til þessa fundar hafi verið boðað. Við höfðum lengi beðið um fund með þessum þjóðum og ekki fengið samþykki fyrir honum fyrr en núna. Það er greinilegt að þessar’ þjóðir hafa sömu sjónarmið um að sfldarstofn- inn verði vemdaður og ekki liðin rányrkja úr honum,“ sagði Helgi. Rætt um aðgerðir til skemmri tíma Hann sagði að bæði hefði verið rætt um aðgerðir til skemmri tíma, stofninum til vemdar, og um lang- tímasjónarmið. Einnig hefði verið rætt um mögulega stofnun vísinda- nefndar til að fara ofan í hinn fiski- fræðilega þátt málsins. Helgi sagði að rætt hefði verið um kvótaskiptingu og fiskveiði- stjórnun, en vildi ekki tjá sig um kröfur Islands í því efni. Norska fréttastofan NTB sagðist hins vegar í gær hafa heimildir fyrir því að ísland myndi krefjast kvóta til jafns við Noreg. Myndu Noregur og ís- land því skipta 60-80% kvótans jafnt á milli sín, og afganginum yrði skipt á milli Rússlands, Fær- eyja og hugsanlega annarra ríkja. Fundað á elleftu stundu Norsk-íslenzki síldarstofninn gekk lengi suður til íslands í mikl- um mæli, en hrundi á sjöunda ára- tugnum. Undanfarin ár hefur síldin haldið sig í norskri lögsögu og hafa Norðmenn þvi getað ákveðið kvóta einhliða. Nú gengur hún hins vegar í fyrsta sinn um árabil suður á bóg- inn, inn í Síldarsmuguna, sem er alþjóðlegt hafsvæði. Fiskifræðingar spá því að stofninn fari hraðvax- andi á næstunni. Þau lönd, sem mestra hagsmuna eiga að gæta, þurfa því að koma sér saman um að útiloka aðra, eigi ekki að verða mikið kapphlaup um sfldina. Helgi Ágústsson sagðist hafa bent á það á viðræðufundinum að hann væri kallaður saman á elleftu stundu, og íslendingar hefðu fyrir löngu bent á það vandamál, sem nú væri að koma upp. Hann sagði að veiðar íslenzkra og norskra skipa í Síldarsmugunni hefðu verið rædd- ar á fundinum. Af íslands hálfu hefði verið lýst þeirri skoðun, sem utanríkisráðherra hefði sett fram, að eðlilegt væri að íslenzk skip sæktu á svæðið, enda vantaði þau verkefni. Helgi sagði að slit viðræðna um þorskveiðar í Smugunni í Ósló í fýrradag virtust ekki hafa spillt fyrir fundinum um síldina. Þar hefði verið góður andi, þótt skiptar skoð- anir hefðu komið fram eins og ævinlega á fundum margra landa. Síldarsmugan Júpíter náði 200 tonnum ÍSLENSKU síldveiðiskipin sem nú eru í Sfldarsmugunni fundu veiðan- lega síld í gær syðst í smugunni, og þannig fékk Júpíter 200 tonn, að sögn Helga Jóhannssonar skip- stjóra. Hins vegar rifnaði nótin hjá Guðrúnu Þorkelsdóttur þegar hún náði stóru kasti. Fjögur íslensk skip eru nú komin í Sildarsmuguna. Bjami Sæmundsson var um 130 mílum norðar en íslensku skipin, og að sögn Hjálmars Vilhjálmsson- ar fiskifræðings hefur víða fundist síld, en nánast ómögulegt hefur verið að ná henni. Hélt síldin sig enn á miklu dýpi þar í gær og var hún ekki í veiðan- legu ástandi. Sagði Hjálmar ís- lensku skipin hafa reynt fyrir sér þar í fyrrinótt þegar síldin gekk upp í 2-3 tíma, en án árangurs. Hann sagði að að svo virtist sem síldin hagi sér öðruvísi syðst í Síldarsmugunni en hún gerir norð- ar, en þar hefur Bjami Sæmunds- son verið við síldarleit á um 70 mílna breiðu belti. Talið er að hrygningarstofn norsk-íslenska sfldarstofninn sé á bilinu 2,5-3 milljónir tonna. Kvóti Norðmanna á þessu ári er 650 þúsund tonn og þar af fá Rússar að veiða 100 þúsund tonn. Norð- menn hafa þegar veitt um 340 þúsund tonn af sínum hluta. Jan Henry T. Olsen sjávarútvegsráðherra Noregs um viðræður um úthafsveiðar Tækifærið til við- ræðna verði notað Jan Henry T. Olsen, sjávarútvegsráðherra Noregs, segir að hægt sé að halda áfram viðræðum um lausn Smugudeilunnar. Noregur og Rússland vilji koma á fullri fiskveiðistjómun í Smugunni, sem -0-----_____-_____--7--------y..- ' " Island eigi aðild að, og bjóða Islandi kvóta. I við- --------m—....................... tali við Olaf Þ. Stephensen hvetur Olsen íslenzk stjómvöld og almenning til að láta tækifæri til viðræðna sér ekki úr greipum ganga. AFSTÖÐUBREYTING norskra stjómvalda í Smugudeilunni kemur greinilega fram í máli Jans Henrys T. Olsen, sjávarútvegsráðherra Nor- egs. Fyrstur norskra ráðamanna segir hann nú opinberlega að Noreg- ur sé tilbúinn að veita Islandi kvóta í Barentshafi, en fram til þessa hafa stjórnvöld — ekki sízt Olsen sjálfur — þveitekið fýrir slíkt, þótt embætt- ismenn hafi gefið annað í skyn með óformlegum hætti; Olsen segist ekki skilja þá afstöðu íslendinga að slíta viðræðum um Smuguna og segir að nú verði að nota tækifærið til að semja um ábyrgar veiðar og stjómun á hafsvæðum, þar sem ríkin eigi sameiginlegra hagsmuna að gæta. Varð fyrir vonbrigðum — Hver eru viðbrögð þín við nið- urstöðu fundarins um Smuguna í Ósló? Viðræðunum lauk án sam- komulags og nú stefnir í að íslenzk skip veiði áfram í Smugunni án kvóta og án skýrrar réttarstöðu. Er það ástand, sem Noregur getur sætt sig við? „Ég varð fyrir vonbrigðum með að ísland skyldi ekki sýna samnings- vilja. Af hálfu Rússlands og Noregs var sett fram í viðræðunum tilboð, sem hluti af stærri pakka, um um- talsverðan kvóta í Smugunni. Mér þykir því leitt að ísland skuli ekki hafa sýnt áhuga á raunverulegum samningaviðræðum. Norsk-rússneska tillagan, sem var lögð fram, er byggð á þeim grund- vallarreglum, sem nú er verið að móta á ráðstefnu Sameinuðu þjóð- anna um úthafsveiðar. Tillagan gengur út frá vísindalegu mati á ástandi fiskistofna á svæðinu. Þetta hlýtur að verða grundvöllurinn fyrir kvótaúthlutun í Smugunni og annars staðar í Barentshafi, til að koma í veg fyrir ofveiði á þorskstofninum. í Noregi höfum við lagt áherzlu á beinharða fiskveiðistjórnun og strangar reglur, til þess að hægt sé að byggja stofninn upp að nýju. Við hinar nýju kringumstæður í Smug- unni höfum við kveðið ríkt á um að komið verði á fullri fiskveiðistjórnun, sem ísland eigi aðild að. Með slíkri stjórnun yrði líka hægt að koma í veg fyrir rányrkju þriðju ríkja, sem leggja litla áherzlu á raunsæja og ábyrga fískveiðistjórnun, ólíkt því sem menn búast við af íslendingum. ísland verður að axla ábyrgð á að taka þátt í að fyrirbyggja eyði- leggingu á fiskistofnunum, sem hafa verið byggðir upp í Barentshafinu um árabi! með miklu erfiði. Stjórn- lausar veiðar íslendinga geta leitt til þess að önnur ríki taki sér rétt í Barentshafinu, með alvarlegum af- leiðingum fyrir fiskveiðiauðlindina. Slíkt þjónar heldur ekki hagsmun- um íslendinga ef horft er til lengri tíma, sérstaklega ekki ef við lítum á önnur hafsvæði umhverfis Island.“ Stjórnvöld endurmeti afstöðu sína — Var aldrei neinn samkomu- lagsgrundvöllur á fundinum í Ósló? „Það, sem kom okkur á óvart, var að ísiendingar gáfu til kynna að í stöðunni sæju þeir ekki ástæðu til að halda annan samningafund. Við höfum alls ekki skilning á þessari afstöðu. Við urðum fyrir miklum vonbrigðum með viðbrögð íslenzku sendinefndarinnar. Ég vil hvetja ís- lenzk stjórnvöld til að endurmeta afstöðu sína, því að Noregur og Rússland teygðu sig langt í átt til íslands með því að bjóða kvóta í Smugunni. Samningur við Noreg og Rússland um veiðar í Smugunni er sömuleiðis mikilvægur sem framlag til þeirrar vinnu, sem fer nú fram á úthafsveiðiráðstefnunni. Við vitum jafnframt að íslendingar eiga mikið undir því að skipulegri fískveiði- stjórnun verði komið á, til dæmis í Síldarsmugunni og á hafsvæðinu utan 200 mflnanna á Reykjanes- hrygg. Við eigum því sameiginlega hagsmuni. Ég vil taka fram að við andmælum harðlega þeim ummælum íslend- inga, að fyrst ekki tókst að semja um Smuguna, séu veiðar þar fijáls- ar. Ég vil aftur hvetja íslenzk stjórn- völd til að fara fram með gætni og grafa ekki undan stjómun á veiðum í Barentsjiafinu.“ Buðum umtalsverðan kvóta — Mun Noregur þá grípa til harðra aðgerða ef íslenzkir togarar stíma að nýju I Smuguna tugum saman eins og þeir gerðu í fyrra? „Ég sagði það ekki. Ég vil einfald- lega höfða til íslenzkra stjórnmála- manna og til almennings að nota tækifærið nú til að halda áfram við- ræðum við bæði Noreg og Rússland. Annars verða afleiðingarnar, ekki bara varðandi Smuguna, heldur einnig önnur hafsvæði þar sem ís- land og Noregur eiga hagsmuna að gæta, mjög alvarlegar.“ — Hversu langt eru Noregur og Rússland tilbúin að teygja sig? Hversu stór kvóti var íslendingum boðinn? „Ég vil ekki tjá mig um tilboðið að öðru leyti en því, að við buðum umtalsverðan kvóta í Smugunni. Við samþykktum slíkt, sem hluta af stærri pakkalausn. Af hálfu Norð- manna höfum við óskað eftir að horfa á málin í stærra samhengi, þannig að við getum jafnframt átt samstarf um ábyrgar veiðar í Síldar- smugunni og á Reykjaneshrygg. En ég vil ekki fara nánar út í tölurnar. Það verður áfram að Vera mál þeirra, sem ræða saman af hálfu íslands, Rússlands og Noregs.“ Ekkí fleiri vandamálasvæði — Hvers væntir þú af viðræðu- fundinum um Síldarsmuguna, sem hófst í Ósló í dag [í gær]? „Ég vil ekki tjá mig mikið um það fyrr en fundunum er lokið. Noregur, Rússland, ísland og Færeyjar eiga sameiginlega hagsmuni í Síldar- smugunni. Ég vona sannarlega að við komumst hjá því að búa til fleiri vandamálasvæði í kringum okkur, bæði hvað varðar Noreg og ísland. Rússar og Færeyingar óska væntan- lega þess sama.“ — En er ekki nauðsynlegt að semja um síldarstofninn, burtséð frá því hvað gerist í Smugudeilunni? Ef síldin gengur suður á bóginn, eins og hún virðist nú vera að gera, býð- ur það hættunni heim ef ekki er samið fljótlega. „Þetta munum við ræða nánar við samningaborðið. Ég get ekki tjáð mig um það fyrr en útkoma fund- anna liggur fyrir.“ Sama fiskveiðistjórnun við Svalbarða — Davið Oddsson, forsætisráð- herra Islands, segir í Morgunblaðinu f dag að nú verði að láta reyiia á stöðu Norðmanna á Svalbarðasvæð- inu með málssókn fyrir Alþjóðadóm- stólnum í Haag. ErNoregur tilbúinn að láta reyna á réttarstöðuna þar fyrir dómstólum? „Norðmenn ætla ekki að ljá máls á einhveiju öðru fiskveiðistjórnun- arkerfi á Svalbarðasvæðinu en því, sem nú gildir. Það byggist á sjálf- bærri fiskveiðistjórnun, með tilliti til þeirra ríkja, sem hafa haft hags- muna að gæta á svæðinu. Það mun áfram liggja til grundvallar."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.