Morgunblaðið - 28.04.1995, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 28.04.1995, Blaðsíða 42
42 EÖSTUDAGUR 28. APRÍL 1995 MORGUNBLAÐIÐ Svissnesku Felco trjáklippurnar kosta kr. 5.993-. Fiskars trjáklippurnar kosta mm Mikiö úrval af garöverkfærum og garöáhöldum á hagstæöu verði. Eigum einnig stök trésköft. Skóflur á myndinni kosta sem hér segir: m trra CW5Í& i inn»a) Stunguskófla Stunguskófla Spíss-skófla Steypuskófla Láttu gæðin og verðið skiptamáli Nokkur dæmi: SENDUM UM ALLT LAND Felco hágæöa greinaklippur og sagir. Greinasagir frá kr. 2.436- Felco klippurnar, sem fagmennirnir nota, kosta frá ÉiMiia) Garöslönguúrvaliö: 25 metra kostar 1.225-, 30 metra 1.470- og 20 metra kostar aðeins Bíla- og gluggaþvottakústur m. röri kr. 2.444-, strákústur skafti kr. 590- og innanhússkústur m. áskrúfuöu skafti aðeins kr. Hrífur í miklu úrvali. Dæmi: Laufhrífur frá kr. 1.180- og garöhrífur frá kr. Svört ódýr stfgvél í öll sumar- verkin. Stæröir 40-46. Verö Dökkbláir og grænir Arctic kuldagallar á einstöku tilboði meöan birgiöir endast, aöeins Grandagaröi 2, Reykjavík, sími 552-8855. ÍDAG HÖGNIIIREKKVÍSI Farsi * Jðý0*? fiö'ru™ yfiír Siarfisfi&riL/'/isi, el/uu s/rwC " VELVAKANDI Svarar í síma 569 1100 frá 10-12 og 14-16 frá mánudegi til föstudags Á einhver Extrabladet? FJÓLA hringdi til að biðja þann sem á 1., 2. og 3. tbi. tónlistarblaðs- ins Extrabladet og getur hugsað sér að láta það til hennar, að hringja í síma 657276. Tapað/fundið Hjól í óskilum STÓRT blátt gamalt karlmannsreiðhjól með hvítum gjörðum fannst út við Flugvallarveg undir Öskjuhlíðinni. Eigandinn má vitja þess í síma 46077. Týnd úlpa BLEIK og fjólublá úlpa með hettu og skinnkraga tapaðist í Boltalandi í Ikea í Holta- görðum laugardaginn 23. apríl sl. Skilvís fínnandi vinsamlega hringi í Siggu í s. 73878. Gæludýr Hún Misa ertýnd MISA er kolsvört læða með gul augu, vel merkt og hvarf að heiman sl. sunnudag frá kettling- um sínum þremur sem sakna hennar sárt í Grundarhúsum 17. Eig- andi Misu sárbænir fólk að aðgæta í geymslum sínum og kjöllurum ef hún skyldi hafa lokast inni og láta vita í síma 5675753 eða í Kattholt í síma 672909. SKAK Umsjðn Margeir Pétursson JÚGÓSLAVÍA var í hópi öflugustu skáklanda heims frá seinni heimsstyrj- öld þangað til ríkið skiptist upp á síðustu árum. Það ríki sem nú nefnir sig Júgó- slavíu samanstendur aðeins af tveimur lýðveldum, Serbíu og Svartú’allalandi, í stað sex áður. Ný- lega fór fram 50. meistaramót Júgó- slavíu og þessi staða kom upp þar í viður- eign tveggja stór- meistara. Bosko Abramovic (2.520) hafði hvítt og átti leik gegn Branko Damljanovic (2.585). Sjá stöðumynd Dh6+ - Kxf5 38. He6!) 37. Dg5+ - Kf7 38. He6! (Lag- legur vinningsleikur. Svart- ur getur nú ekki valdað hrókinn á f6) 38. - Hxf5 39. Dxf5+ - Kg8 40. Dg5+ og svartur gafst upp því 40. — Kh8 _er svarað með 41. He7. Úrslit mótsins: 1. 36. Hxf6! - Hxf6 (36. - Kxf6 væri svarað með 37. Popovic 10'/z v. 2. Ilincic 10 v. 3.-5. Damljanovic, Dras- hko og Velimirovic 9Vi v. 6. Simic 9 v. 7.-10. Mat- ulovic, Abramovic, Petronic og Kosic 8 v. 11. Vukic 7 Vi v. 12.-13. Gligoric og Moz- etic 7 v. o.s.frv. Víkveiji skrifar... VINUR Víkveija ákvað að taka daginn snemma í vikubytjun og upplifa vorkomuna í dagrenn- ingu. Eftir erfiðan vetur vildi hann fylla hug og hjarta af fegurð heims- ins. Veðrið var guðdómlegt, birtan ómótstæðileg og kyrrðin alger allt þar til hún var skyndilega rofin af sargi. Lögreglan var að klippa núm- er af bíl! Er ekki hægt að láta fólk í friði á þessum fallegasta tíma ársins spurði vinur Víkverja. xxx ANNÁRS virðist komin aftur- kippur í vorkomuna og jafn- vel í Vestmannaeyjum snjóaði í fyrrinótt. Fyrir norðan snjóaði eins og algengt er á þessum árstíma og Akureyringur einn sem Víkveiji ræddi við sagði að þeir væru bjart- sýnir nyrðra og vonuðust eftir snjó- léttu sumri! XXX VÍKVERJI horfði á tvö sjón- varpsleikrit um páskana. Annað verkið var reyndar stutt- mynd og fjallaði um konu sem beið alla myndina eftir manni sem ætl- aði að bjóða henni á ball en hitt var leikrit um lánlausa trillukarla sem ætluðu að bjarga bágum fjár- hag með því að sökkva trillunni. Er skemmst frá því að segja að Víkveiji hefur sjaldan séð verk með jafnlitlausri atburðarrás. Það er reyndar skoðun Víkverja að það gerist sjaldnast neitt markvert í íslenzkum sjónvarpsleikritum. Hvprnig ætli að standi á þessu? XXX KUNNINGI Víkveija hringdi og bað um tilmæli til fólks sem sækir Laugardalslaugina að leggja ekki bílum sínum á gangstéttina við innganginn. Með þessu teppir fólk aðgang að lauginni fyrir fatl- aða. Kunningi Víkveija er einmitt fatlaður og sækir laugina mikið. Hefur hann margoft lent í vandræð- um út af þessu. Víkveija finnst sjálfsagt að nefna þetta og finnst það reyndar sérkennilegt að þess þurfi því nóg er af stæðum rétt við laugina þar sem fullfrískt fólk getur lagt bílum sínum. XXX ÓMSTUNDASTARFSEMI ýmiss konar á örðugt upp- dráttar um þessar mundir. I nýlegu fréttabréfi frímerkjasafnara er sagt frá ráðstefnu um framtíð frímerkja- söfnunar. Þar kom fram að frí- merkjasöfnun hefur gengið í bylgj- um. Hún datt niður þegar sjónvarp- ið hóf útsendingar en rétti við aftur þegar nýjabrumið var farið af sjón- varpinu. Onnur lægð varð þegar heimilis- og leikjatölvur komu til sögunnar og sú lægð varir ennþá. Vonandi linnir henni fljótlega, segja frímerkjasafnararnir, en Vík- veiji er ekki viss um að þeim verði að ósk sinni. Börn og unglingar virðast svo niðursokkin í leikjatölv- urnar að þær taka tímann frá öllu öðru. Víkveiji óttast að bóklestur verði það tómstundagaman sem verst verður úti. xxx ESTFJARÐAGÖNGIN hafa verið mikið í fréttum að und- anförnu. Það hefur farið í taugarn- ar á Víkveija þegar talað hefur verið um legginn til Suðureyrar og legginn til Flateyrar því þetta er ekki íslenzkt mál að hans mati held- ur enskusletta. Víkverji hringdi í íslenzka málstöð og þar á bæ voru menn sammála um að þetta orð væri ótækt. Voru þeir sammála Víkveija um að bezta orðið væri kvísl en einnig væri grein gott orð.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.