Morgunblaðið - 28.04.1995, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 28.04.1995, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. APRÍL1995 35 mikill í þessari kynslóð miðað við þann aðbúnað og þau lífsskilyrði sem allur almenningur átti við að búa. Húsakostur var oftast lélegur, ýmist vegna vankunnáttu, efnis- leysis eða vanefna. Almenn vinna bæði til sjávar og sveita var erfið og oftast voru vinnudagar langir, ef verk var að vinna var ekki spurt um tíma. Sigurður ólst upp í stórum systk- inahópi eins og algengt var á þeim tíma, þannig var víðar og einnig í nágrenninu. Byggðarhom var bær sem stóð eigi langt undan og voru þar 16 systkini. Það var bæði fróð- legt og ánægjulegt að hlusta á Sig- urð segja frá og minnast samskipt- anna við krakkana á Byggðarhorni enda myndaðist slíkur vinskapur milli þessara nágranna að enst hefur fram á þennan dag. Samgöngur voru aldeilis með öðrum hætti þá en nú tíðkast. Þótt töluverð verslun væri á Stokkseyri og Eyrarbakka á þessum árum var jafnoft farið til Reykjavíkur bæði til að selja vörur og sækja nauð- þurftir. Þá var venjan að fara með hesta þetta 8 til 12 í lest. Á vetrum gátu veður verið vá- lynd á heiðinni og ekki óalgengt að fylgdarmenn urðu að fara fót- gangandi fram og til baka. Það er fróðlegt að hafa heyrt lýsingu af slíkum ferðum frá manni sem tók þátt í þeim og þótti ekki meira um en sem sjálfsagt væri. Fótgangandi frá Reykjavfk austur á Kolviðarhól og síðan daginn eftir austur fyrir fjall. Þá var klæðnaður og skófatn- aður ekki aldeilis eins og hægt er að velja um í dag. Sigurður stundaði alla almenna vinnu eins og títt var á þessum árum. Hann vann við hina víðfrægu Flóa-áveitu, reri á vertíðum frá Stokkseyri og Eyrarbakka og vann einnig við búrekstur foreldra sinna. Sigurður var félagslyndur og lagði sitt af mörkum til félagsmála ung- mennafélagsins. Sigurður fluttist til Hafnarfjarð- ar með konu sinni 1932. Þar byrj- uðu þau sinn búskap og hann hóf störf hjá Ingólfi Flygenring sem rak umfangsmikla fiskútgerð og fiskvinnslu á staðnum. Þar vann Sigurður í kringum 10 ár, sem verkstjóri. Þeim Ingólfi varð vel til vina og minntist Sigurður Ingólfs og fjölskyidu hans með aðdáun og virðingu. Góð vinátta bast milli fjöl- skyldnanna. í byijun stríðsins réðst Sigurður í vinnu til mágs síns Magnúsar Víglundssonar sem þá var að hasla sér völl sem stóriðjurekandi í Reykjavík. Reksturinn byggðist á framleiðslu á alls konar fatnaði yst sem innst og einnig framleiðslu á skófatnaði. Þar kom fram enn á ný handlagni Sigurðar, ósérhlífni og húsbóndahollusta. Þess má geta að systur Sigurðar, þær Svanhild- ur, Sveinbjörg og Margrét, unnu einnig hjá Magnúsi og voru máttar- stólpar í þeim deildum sem þær unnu við. Árið 1944 keypti Sigurður gam- alt og gróið fyrrum óðalsbýli í Reykjavík, Tungu, innst við Lauga- veg. Þetta var reisulegt hús sem stóð eitt og sér og því nokkuð áber- andi. Þarna bjó Sigurður með fjöl- skyldu sinni þar til borgin keypti húsið af honum vegna skipulags- breytinga og fluttist hann þá í næsta nágrenni eða í Hátún 19. Þegar samdráttur varð í iðnaðin- um hóf Sigurður starf hjá Tryggva Ofeigssyni í fiskvinnslunni á Kirkjusandi og vann hann þar áfram eins eftir að eigendaskipti urðu á rekstrinum. Vann hann þar fullan vinnudag allt þar til hann varð 81 árs að hann loks hætti og var það vegna smá áfalls sem hann varð fyrir en ekki vegna uppsagnar þótt gamall væri orðinn, hann skil- aði sínu verki. Hann minntist oft þess tíma sem hann vann á Kirkjus- andi, samstarfsfólksins og ýmissa atvika, hann bar góðan hug til allra sem hann hafíð unnið með og sakn- aði þess að vera ekki lengur þátt- takandi. Sigurður hafði einstaklega ljúfa MINNINGAR og létta lund, var hann hvers manns hugljúfi, hafði samt gaman af að gantast við samstarfsfólkið jafnvel í hálfkæringi en samt græskulaust. Sigurður var mikill trúmaður og sótti kirkju af kostgæfni. Það voru ekki margir sunnudagar sem féllu úr kirkjusókn hans seinustu 20 árin. Háteigskirkja var hans aðal- kirkja og oft fóru barnabamaböm- in með honum til messu, það þótti honum vænt um því bamgóður var Sigurður með afbrigðum enda hændust böm að honum. Það má með sanni segja að sum þeirra hafi alist upp hjá þeim hjónum. Heimili þeirra Sesselju og Sig- urðar var opið fyrir gestum og gangandi enda var þeim margt til vina. Síðastliðin 15 árhefur Guðrún systir Sesselju búið hjá þeim á heimilinu, reyndar hefur Sesselja verið sl. 3-4 ár á öldrunardeildinni í Hátúni 10. Síðustu árin naut Sigurður dag- þjónustu aldraðra í Hátúni 10 og var hann mjög þakklátur starfs- fólkinu fyrir þá góðu umönnun sem hann naut þar. Nú er komið að leiðarlokum. Það er gæfa að hafa fengið að kynnast og hafa átt nokkra samleið með þessum ágæta manni og að slíkum er alltaf eftirsjá, en „eitt sinn skal hver deyja“. Þegar gamall maður er orðinn þreyttur er gott að fá að sofna. Ég vil þakka Sigurði tengda- föður mínum fyrir þann spöl sem við gengum saman, fyrir vinsemd- ina og þær minningar sem geym- ast um góðan mann. Blessuð sé minning hans. Hörður Pétursson. Ég var átta ára, það var haust og ný stelpa komin í bekkinn. Hún mætti seint, hafði verið í sveit. Mér leist vel á hana, langaði til að leika mér við hana. Éinn daginn stóð ég á tröppunum og hringdi dyrabjöll- unni — lengi, lengi. Ég var um það bil að gefast upp þegar loksins var opnað. Ekki að undra, ég hafði lagt til atlögu við spariinnganginn, hann var aldrei notaður svona hversdags og varla að heyrðist í bjöilunni. Eg skildi ekki fyrr en seinna að sumir eru lítið fyrir spariinnganga. Ég bar upp erindið og var vísað inn, inn í þann undraheim sem átti eftir að verða mitt annað heimili árum sam- an. Undraheim sem rúmaði allt í senn elsku og hlýju, glens og gam- an, ævintýri og hversdagsleika, aðhald og frelsi, það frelsi sem æskan elskar, þráir og nýtur. Þessi undraheimur var Tuhga. Tunga við Suðurlandsbraut, Tunga bemsku minnar. í suðrinu gnæfði Sjó- mannaskólinn, í brekkunni vöppuðu hænurnar hennar Hænsna-Jónínu, hestarnir hneggjuðu í hesthúsinu og víðáttumikil túnin breiddu úr sér í austrinu. Hann var kallaður Siggi, hún Setta. Saman mynduðu þau umgjörð þessa heimilis. Ættuð að austan, alþýðufólk, samviskusamt, vinnusamt, nægjusamt og tryggt. Á hveijum morgni hélt Siggi til vinnu sinnar inn á Kirkjusand. Hann var skrifari, nákvæmur, vandvirkur og góður, ekki síst þeim mörgu sem minna máttu sín. Þeir áttu allir hauk í horni þar sem Siggi var. En hann átti marga strengi á hörpu sinni. Hann grínaðist við stelpumar, sneypti strákana, klæmdist við kerlingamar og ræddi þjóðmálin við karlana. Leit undan ef ástin blómstraði bak við saltfisk- staflana eða keliríið í sólríku portinu hjá Júpíter og Mars. Sandurinn, það var hans heimur. Og Sandurinn varð líka minn heimur sumarið sem ég varð 11 ára. Þá fengum við Dúdda dóttir hans innsýn í slorið, saltfiskinn og skreiðina. Það var gott að eiga Sigga að þegar vinnu- tíminn komst upp í 10-12 stundir og ellefu ára hnátur urðu þreyttar. “Lallið ykkur niður í fjöru smá- stund, ræblarnir mínir.“ Vinnutím- inn var alltaf langur hjá Sigga, hann þurfti að bókfæra vinnustund- ir allra, fór því síðastur og kom fyrstur. En alltaf beið maturinn hjá Settu minni og aldrei var Siggi svo þreyttur að þau Setta tækju ekki slag við þá Hagabræður; Snæ, Hring og Huga sem bjuggu þá bæði í risinu og kjallaranum í Tungu og tengdust þeim hjónum óijúfandi vináttuböndum. Það vora góðar stundir, að ég nú ekki minnist á ef Siggi skrapp í kjallarann og fékk sér sopa af bragginu hjá þeim bræðram. En allt var það í hófi eins og annað í hans lífi. Við Dúdda höfðum að sjálfsögðu aldrei orð á því að við fengum okkur líka af og til sopa úr kútunum þegar við áttum leið gegnum miðstöðina. Á sumrin var dauflegra í Tungu,. Þá flutti Setta austur að Höfða í Biskups- tungum, ættaróðalinu sem allir streymdu til strax og færi gafst. Og Siggi fór austur eins oft og hann gat, bar á, sló, rakaði og hirti, spretti úr spori á góðum gæðingum og gæddi sér á rúgbraðssneiðunum hjá þeim Settu og Rúnunum tveim þar sem ekki mátti á milli sjá hvað var þykkast rúgrauðssneiðin, smjörið eða reykti laxinn úr ánni. Árin liðu, Tunga var rifin, það var komið að kaflaskilum, einum af mörgum, í lífí hans. Áðeins lokið þeim kafla sem mér var svo kær. En fýrir mína tíð liðu margir kafl- ar; bemskuárin í glöðum systkina- hópi í Flóanum, manndómsárin við verslunarstörf í Hafnarfírði þar sem þau Setta dönsuðu saman á úti- skemmtununum í Engidalnum, hann með dökkt liðað hár, ástfang- inn og sæll, myndarlegur með létta lund. Þar fæddust líka dætumar tvær Helga og Þórhildur (Dúdda), augasteinarnir, sem alla tíð vora þeim svo nátengdar. Helga bjó með Ella í risinu í Tungu sín fyrstu búskaparár, Dúdda með Nonna í kjallaranum í Hátúninu þangað sem þau fluttu úr Tungu. Þá hófst nýr og ekki síður yndislegur kafli í ævi Sigga en það vora bamabömin. Ég sé hann fyrir mér þegar hann kom niður með vinina báða sér við hlið, Sigga nafna sinn og Hjalta litla árinu yngri til þess að fá smálögg á pelann, áður en þeir sofnuðu uppi hjá afa og ömmu. Ekkert var sjálf- sagðara en að Siggi kúrði hjá afa og Hjalti hjá ömmu. Þeir yrðu sjálf- sagt feimnir ef ég segði hvað þeir kúrðu þar langt fram eftir aldri! Ég sé hann líka fyrir mér leiða þá, litlu höldana sína, til kirkju á hveij- um sunnudagsmorgni. Þeir bera líka, eins og yngri systkin þeirra, Hlynur og Selja Dís, glögg merki þeirrar hlýju og ástar sem þeir nutu hjá afa og ömmu. Og reyndar fór það svo að Hjalti litli neitaði að flytja með mömmu og pabba þegar einbýlishúsið á Sunnuflötinni stóð tilbúið, og Hátúnið og Siggi og Setta luku við uppeldið eins og þeim einum var lagið. Árni litli Helguson- ur, sem sleit barnsskónum á loftinu í Tungu, bjó við sama ástríkið og launaði afa sínum það ríkulega með ást sinni og umhyggju. Ég heldþað hafi varla liðið sá dagur að Ámi og börnin hans stór og smá hafi ekki litið inn til afa síns og ömmu, og sinnt þeim af einstakri nærfærni ekki síst eftir að halla tók undan fæti og heilsan fór að gefa sig. Já hann Siggi minn og þau hjónin bæði uppskára eins og þau sáðu. Árin liðu, Sandurinn breyttist og mennimir með. En Siggi stóð sína vakt, nú brýndi hann hnífana og brosti, spjallaði og grínaðist og sagði sögur, það var hans líf og yndi að rifja upp liðna atburði. A hveiju kvöldi sá ég hann labba heim, álútan, lágvaxinn með litlu nestistöskuna sína. Heim til Settu. Hann þurfti ekki að skammast sín fyrir dagsverkin sín hann Siggi minn. Svo kom ellin, en alltaf hélt hann sínu ljúfa brosi og hlýju. það var eins og að stíga inn í fortíðina, verða aftur lítil hnáta, að koma í Hátúnið og fá sér kaffisopa og spjalla. Setta spurði um ástamálin, alltaf ung í anda, og við Siggi nfjuð- um upp Sandinn; Tryggva Ófeigs- son, Þorvarð, Höska, Fríðu... Minnið var með ólíkindum og alltaf af nógu að taka þótt sumrin mín fjögur á Sandinum væru lítið miðað við lífs- verkið hans. Og þótt málið væri honum að mestu glatað síðustu árin SJÁ NÆSTU SÍÐU t Bróðir okkar, FRIÐBJÖRN HJÁLMAR HERMANNSSON, Karlsbraut 24, Dalvík, verður jarðsunginn frá Dalvíkurkirkju á morgun, laugardaginn 29. apríl, kl. 13.30. Sigríður Hermannsdóttir, Árni Hermannsson, Ingvi Ebenhardsson. t Elskuleg móðir, fósturmóðir, tengda- móðir, amma og langamma, INGIBJÖRG GUÐFINNSDÓTTIR, Holtastíg 9, Bolungarvík, verður jarðsungin frá Hólskirkju í Bolungarvík laugardaginn 29. apríl kl. 14.00. Birna Hjaltalín Pálsdóttir, Kristin Sigurðardóttir, Benedikt Guðbrandsson, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkaer eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir.afi og langafi, BJARNI GUÐMUNDSSON, Engjavegi49 Selfossi, áður Sun nubraut 14, Garði, sem lést í Sjúkrahúsi Suðurlands 21. apríl sl., verður jarðsunginn frá Sel- fosskirkju laugardaginn 29. apríl kl. 13.30. Þeir, sem vildu minnast hans, láti líknarstofnanir njóta þess. Bjarnfriður Einarsdóttir, Helga S. Bjarnadóttir, Magnús Þorbergsson, Margrét B. Bjarnadóttir, Hreiðar Hallgeirsson, Ivar E. Bjarnason, Guðrún Einarsdóttir, Einar Bjarnason, Marfa Anna Eiríksdóttir, Hanna B. Bjarnadóttir, Páll Egilsson, Ingibjörg A. Bjarnadóttir, Ómar Guðmundsson, Arnheiður H. Bjarnadóttir, Björn Eiríksson, barnabörn og barnabarnabörn. t Bestu þakkir til allra, sem sýndu okkur vináttu og hlýhug við andlát og jarðarför móður okkar, JÚLÍU GUÐJÓNSDÓTTUR, Þingskálum. Sérstakar þakkirtil kvenfélagsins Unnar og starfsfólks dvalarheim- ilisins Lundar. Lifið heil! Sólveig Sigurðardóttir, Ingólfur Sigurðsson. + Innilegar þakkir til allra þeirra, sem sýndu samúð og hlýhug við andlát og útför eiginkonu minnar, móður, tengda- móður, ömmu og langömmu, MARGRÉTAR KONRÁÐSDÓTTUR, Hrafnistu, áður Stigahlið 22. Aðalsteinn Th. Gíslason, Guðrún Árnadóttir, Sigríður Árnadóttir, Garðar Pálmason, barnabörn og barnabarnabörn. + Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við and- lát og útför móður okkar, tengdamóður og ömmu, SIGRÍÐAR JÓH ANNESDÓTTUR, frá Flateyri, Hraunbæ 100, Reykjavik. Valgerður Kristjánsdóttir, Kristján Valur Jónsson, Eirikur J. Kristjánsson, Gréta Þórdís Kragesteen.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.